Morgunblaðið - 13.04.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022 Í yfirlýsingu sem Baráttulisti Sól- veigar Önnu Jónsdóttur í Efl- ingu sendi frá sér í gær segir að hann hafi lýst því yfir í kosninga- baráttunni að hann mundi „gera nauðsynlegar breytingar á rekstri skrifstofu Eflingar“ og að við það verði staðið. Óhjá- kvæmilegt sé að segja öllum upp. Því fer þó fjarri að Sól- veig Anna hafi vilj- að upplýsa fyrir kosningar hvað stæði til enda ekki víst að hún hefði þá sigrað. Hún neitaði beinlínis að tjá sig um hvernig hún hygðist taka á málum á skrifstofunni næði hún kjöri. - - - Uppsagnirnar nú koma hins veg- ar ekki alveg á óvart því að Sólveig Anna hafði ekki sparað stóru orðin í umræðum um starfs- menn félagsins. Hún taldi fríðindi starfsmanna úr hófi mikil og að- búnað þeirra á vinnustaðnum sömuleiðis óhóflegan. Þá sagði hún aðspurð eftir að hún var kjörin að hún skildi að fólk sem hefði gagn- rýnt hana hefði áhyggjur af að hún kæmi aftur til starfa. Og hún bætti því við að hún gæti ekki ímyndað sér að þeir sem hefðu gagnrýnt hana harkalega hefðu „sérstakan áhuga á að starfa áfram á sama vinnustað og ég“. - - - Nú er komið í ljós að Sólveig Anna ákvað að bíða ekki eftir að starfsmennirnir sjálfir gerðu það upp við sig hvort þeir vildu vinna með henni, hún sagði þeim einfaldlega öllum upp. - - - Þær átyllur að uppsagnirnar séu til að samræma launakjör eru svo auðvitað fráleitar. Og spurn- ingin hlýtur að vakna: Hvað ætlar Efling að segja ef fyrirtækin í land- inu ákveða að fara sömu leið? Mun félagið ekki örugglega sýna því fullan skilning? Sólveig Anna Jónsdóttir Hreinsanir Eflingar STAKSTEINAR Farþegaskipið AIDAsol er væntanlegt til Reykjavíkur í dag, miðvikudag. Áætlað er að það leggist að Skarfabakka í Sundahöfn klukk- an 11:30. AIDAsol er rúmlega 71 þúsund brúttótonn að stærð og tekur 2.194 farþega. Þetta er annað skemmtiferðaskipið sem kemur á þessari vertíð farþegaskipa, en Bo- realis kom hingað um miðjan mars. AIDAsol heldur síðan til Akureyrar og er væntanlegt þangað á laugardaginn klukkan 08:00. Farþegaskipunum fer smám saman fjölgandi frá og með maímánuði og vertíðin nær hámarki í júlí og ágúst. Í dag eru bókuð 83 farþegaskip til Reykjavíkur og skipakomur eru skráðar 200. Það mun síðan skýrast þegar líður á sum- arið hvort öll skipin muni skila sér til landsins. Með þessum skipum geta komið tæplega 215 þúsund farþegar. „Bókunarhlutfall í skipin í sumar verður í kringum 80%. Þannig að sum- arið í ár, gæti orðið svipað og árið 2019, ef all- ar bókanir standast og ekkert óvænt kemur upp á,“ segir Erna Kristjánsdóttir, markaðs- stjóri Faxaflóahafna. Hinn 30. apríl nk. er væntanlegt til Reykja- víkur farþegaskipið Le Commandant Charcot. Það mun vera fyrsta farþegaskipið sem siglir til Reykjavíkur og er knúið náttúrulegu gasi (LNG). Þá er það sérstaklega styrkt til sigl- inga á norðurslóðum, til dæmis í hafís við Grænland. sisi@mbl.is Vel bókað í farþegaskip í sumar aida.de Væntanlegt Farþegaskipið AIDAsol kemur til Reykjavíkur á morgun og leggst að Skarfabakka. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Listdansskóli Íslands fagnar 70 ára afmæli á þessu ári en skólinn var stofnaður í Þjóðleikhúsinu haustið 1952. Tímamótanna verður minnst með sérstakri hátíðarsýningu í Borgarleikhúsinu kl. 20 í kvöld. Á sýningunni verða ýmsir há- punktar frá sýningum í gegnum tíð- ina, verk sem skólinn setti upp á eig- in sýningum auk verka sem nemendur tóku þátt í með Íslenska dansflokknum og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fyrrverandi nemendur mæta sem gestadansarar og í lok sýningar verður horft aðeins til framtíðar, eins og það er orðað í til- kynningu frá skólanum. Verkið „Ég bið að heilsa“ eftir Karl O. Runólfsson, byggt á ljóði Jónasar Hallgrímssonar, var flutt á allra fyrstu nemendasýningu skól- ans árið 1953 og verður hljóð- upptaka af því flutt að hluta í upp- hafi sýningarinnar í kvöld. Ljósmynd/Listdansskóli Íslands Listdans Rennsli var í gær fyrir 70 ára afmælissýningu Listdansskóla Íslands, sem verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Öllu er þar tjaldað til. Listdansskólinn fagnar 70 árum - Hátíðarsýning í Borgarleikhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.