Morgunblaðið - 13.04.2022, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022
Erum með þúsundir vörunúmera
inn á vefverslun okkar brynja.is
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Vandaðir þýskir
póstkassar, hengi-
lásar, hjólalásar
og lyklabox.
MIKIÐ ÚRVAL
Opið
virk
a
dag
a frá 9-18
lau frá 11-1
7
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það komu yfir 70 manns á kynning-
arfund í Hörpu, bæði veitingaaðilar
og áhugasamir fjárfestar. Það er mik-
ill áhugi á við-
skiptatækifærum
í Leifsstöð,“ segir
Gunnhildur Erla
Vilbergsdóttir,
deildarstjóri
verslana og veit-
inga hjá Isavia.
Morgunblaðið
greindi á dög-
unum frá því að
nú stendur yfir
útboð á rekstri
tveggja veitingastaða á besta stað í
norðurbyggingu Leifsstöðvar. Mögu-
legt er að sá sem hreppir hnossið geti
einnig tekið að sér rekstur þriðja
staðarins sem verður á öðrum stað í
flugstöðinni. Í kynningargögnum
Isavia má sjá að fleiri útboð verða á
verslunarrýmum í Leifsstöð á þessu
ári. Raunar er það svo að um algjöra
endurnýjun verður að ræða á næstu
misserum. „Það eru allir samningar
að klárast hjá okkur nema um veit-
ingastaðinn Hjá Höllu, hann er ekki
hluti af þessu,“ segir Gunnhildur.
Á næstunni verður boðinn út rekst-
ur gleraugnaverslunar í Leifsstöð,
rekstur verslunar fyrir gjafavöru og
útivist, gjaldeyrisþjónustu auk veit-
ingastaða. Þá verða svokölluð pop up-
rými auglýst en þau eru leigð til eins
árs í senn og eru ekki útboðsskyld.
Samningstíminn lengdur
Gunnhildur segir að þrjú stór veit-
ingatækifæri verði boðin út nú og á
næstu tveimur árum. „Við skiptum
þessum veitingarýmum upp í þrjú
pakkatilboð. Það er gert í samráði við
markaðinn. Þegar við fórum að undir-
búa útboðið sem nú stendur yfir kom
skýrt fram að þeim sem höfðu áhuga
fannst mikilvægt að veitingastaðirnir
væru settir saman í pakka. Þeir sáu
fram á mikla hagræðingu af því að
geta rekið staðina saman og við hlust-
uðum á þessi sjónarmið.“
Hún segir að auk staðanna sem nú
eru boðnir út, sem eru skandinav-
ískur staður og café/bistro, verði
boðnir saman út þrír staðir sem skil-
greindir eru sem kaffi/brauð. Stað-
irnir þrír verða á mismunandi stöðum
í flugstöðinni en sá sem rekur þá geti
notið hagræðis og rekið þá sem eina
einingu. Að síðustu verða boðnir út
tveir matarmarkaðir. „Þeir munu þá
leysa af hólmi það sem í dag er Mat-
hús í norðurbyggingunni,“ segir
Gunnhildur. Hún segir að af þessum
þremur stóru pökkum geti sami
rekstraraðili aðeins fengið tvo. Þar
með verði fjölbreytni í úrvali tryggð
og samkeppni fái þrifist.
Til stóð að samningar um fyrstu
tvo veitingastaðina yrðu gerðir til
fimm ára með möguleika á framleng-
ingu til tveggja ára. Á dögunum var
áhugasömum bjóðendum tilkynnt að
þeim áformum hefði verið breytt og
samið yrði til sex ára með möguleika
á tveggja ára framlengingu. „Þarna
vorum við að mæta áhyggjum mögu-
legra bjóðenda. Þeim finnst fimm ár
vera stuttur tími fyrir samning sem
krefst mikillar fjárbindingar. Það er
há fjárfesting á bak við svona veit-
ingastaði. Það þarf að setja upp mikla
starfsemi og ráða tugi starfsmanna í
vinnu.“
Engum er hent út
Mikla athygli vakti þegar Morgun-
blaðið greindi frá því að veitingastöð-
unum Joe and the Juice og Loksins
bar yrði lokað í flugstöðinni um
næstu áramót. Gunnhildur segir að
Isavia sé skylt að bjóða veitinga-
rýmin reglulega út. „Það er ekki ver-
ið að henda neinum út og allar leik-
reglur og lög voru þekkt strax í
upphafi. Það að samningur sé að klár-
ast þarf ekki endilega að þýða að við-
komandi sé að fara héðan út, það hafa
allir jöfn tækifæri til að taka þátt í út-
boðunum.“
Bjóða út nær allt veitingarýmið
- Mikil endurnýjun á verslunar- og veitingarýmum í Leifsstöð á næstu misserum - Isavia býður út
útivistarverslun og gjaldeyrisþjónustu - Samningur um veitingastaði verði til sex ára í stað fimm
Tölvuteikning/Isavia
Breytingar Svona lítur hluti veitingarýmisins í Leifsstöð út á tölvumynd í
kynningu Isavia. Miklar breytingar verða gerðar á næstu misserum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjölmennt Isavia hélt opinn kynningarfund í Hörpu vegna útboðs á rekstri
tveggja veitingastaða í Leifsstöð á dögunum. Um 70 manns sóttu fundinn.
Gunnhildur Erla
Vilbergsdóttir