Morgunblaðið - 13.04.2022, Síða 12

Morgunblaðið - 13.04.2022, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Annalena Baer- bock, ut- anríkisráðherra Þýskalands og græningi, lýsti því yfir í fyrra- dag að vesturveldin yrðu nú að senda þungavopn til Úkraínu í ljósi þeirra voða- verka sem rússneski herinn hefði framið þar í landi. Þótti yfirlýsingin ekki síst merkileg í ljósi þess, að Þjóðverjar hafa verið í far- arbroddi þeirra Evrópu- ríkja, sem staðið hafa í vegi þess að Úkraínumenn fengju slík vopn. Þannig er skemmst að minnast þess, að Þjóðverjar neituðu í aðdraganda inn- rásarinnar öðrum þjóðum um leyfi til að áframsenda vopn sem framleidd hafa verið í Þýskalandi til Úkra- ínu. Og þó að innrásin hefði leitt til þess að „sögulegur vendipunktur“ yrði í stefnu Þjóðverja í varnarmálum, hafa þeir aðallega sent skriðdrekabana og minni vopn til Úkraínumanna. Ummæli Baerbock hafa verið túlkuð af stjórnmála- skýrendum sem lítt dulin gagnrýni á Olaf Scholz, kanslara og sósíaldemó- krata, en fyrir helgina bár- ust þær fregnir að hann hefði reynt að tefja ákvörð- un um það, hvort senda ætti skriðdreka og bryndreka til Úkraínu, þrátt fyrir að Sel- enskí Úkraínuforseti og Kú- leba utanríkisráðherra Úkraínu hefðu ítrekað að þörfin á þeim væri sem mest núna, áður en Rússar hefja nýja sókn í austurhéruðum landsins. Skipti þar engu þó að þýskur vopnaframleiðandi byðist til þess að gera við og sjá um flutning á um 100 Marder-bryndrekum, sem hugsaðir eru til að flytja fót- göngulið til vígstöðva og veita því stuðning. Því boði var hafnað á þeim for- sendum að of langan tíma tæki að gera við þá, of lang- an tíma að þjálfa Úkraínu- her til að nota þá, og um leið, að ef bryndrekarnir yrðu sendir úr landi, gæti þýski herinn ekki notað þá sjálfur og mætt skuldbind- ingum sínum gagnvart Atl- antshafsbandalaginu. Þótti síðastnefnda skýr- ingin ekki síst kyndug í ljósi þess að bryn- drekarnir sátu þá í geymslu og biðu þess helst að vera settir í brotajárn, og mun einn kennari við háskóla þýska hersins hafa sagt að ef það að senda nokkra Marder-bryndreka til Úkraínu væri nóg til að ógna öryggi Þýskalands væri allt eins hægt að „loka sjoppunni“. Baerbock vísaði raunar sjálf til þessara mót- bára og sagði að „tími afsak- ana“ væri liðinn. Einhverjir hafa litið á tregðu Scholz til að sam- þykkja vopnasendingar til Úkraínu sem enn eitt tákn þess, að þrátt fyrir háfleyg- ar yfirlýsingar um sögulega vendipunkta í varnarmál- um, vildu Þjóðverjar enn sem minnst gera, sem gæti styggt valdhafa í Kreml og orðið til að þeir skrúfuðu fyrir jarðgasið, sem Evr- ópuríkin eru svo háð, ekki síst Þýskaland. Það bætti svo gráu ofan á svart fyrir Scholz þegar Boris Johnson, forsætisráð- herra Bretlands, birtist óvænt í Kænugarði, ein- ungis degi eftir að þeir tveir funduðu í Lundúnum, og gekk um með Selenskí Úkraínuforseta. „Hvar er Scholz?“ var spurt, en í gær kom einnig í ljós að Frank- Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, hafði óskað eft- ir því að fá að heimsækja Kænugarð, en verið vísað frá þar sem Steinmeier var einn af helstu arkitektum Nord Stream 2-verkefn- isins. Grimmdarverk Rússa í Bútsja og fleiri borgum Úkraínu hafa nú þegar ger- breytt almenningsálitinu í Evrópu, og er hætt við að þrýstingur á stjórnvöld þar um að gera meira verði enn meiri eftir því sem upp kemst um frekari stríðs- glæpi Rússa. Afstaða Baer- bock er til merkis um að inn- an hinnar nýju ríkisstjórnar Þýskalands séu nú þegar brestir á milli stjórnarflokk- anna um undirgefnina gagn- vart Rússum, og reynist það rétt, að þeir hafi beitt efna- vopnum í Maríupol, mun tregða Scholz og annarra sósíaldemókrata til að veita Úkraínu umbeðna aðstoð líta illa út. Utanríkisráðherra Þjóðverja tekur eindregnari afstöðu í Úkraínustríðinu} Tími afsakana liðinn? H inn súrrealíski harmleikur, sem ríkisstjórn VG, Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar hefur nú frumsýnt í tengslum við söluna á hlut almennings í Íslands- banka, er ekki að fá háa einkunn meðal ís- lensku þjóðarinnar. Langlundargeð og um- burðarlyndi þessara eigenda eru þó umtalsverð, enda eru þau ýmsu vön þegar kemur að bankasölu Sjálfstæðisflokksins og samstarfsflokka hans, en nú virðist sem jafn- vel þessari umburðarlyndu þjóð sé ofboðið. Ekki hefur ráðherrum í ríkisstjórninni tekist vel upp við að skýra afstöðu sína og halda sig við hana því lengra sem frá frumsýningu söl- unnar hefur liðið. Eftir því sem vindar blása hafa ráðherrar og aðrir forsvarsmenn söl- unnar komið fram með nýjar og nýjar sögu- skýringar og benda á nýja ábyrgðarmenn fyrir því sem birst hefur sem gegndarlaus spilling, frændhygli og leyndarhyggja. Í upphafi þessa harmleikjar stigu forsætis- og fjár- málaráðherra fram, sögðust vilja upplýsa allt, birta lista kaupenda og velta við steinum enda virtist blasa við að ekki hefði verið farið eftir þeim leikreglum sem lagt var upp með. Þetta gripu þingmenn þeirra flokka á lofti, kölluðu eftir rannsókn en þó ekki rannsóknarnefnd held- ur að rannsókn yrði eins og fjármálaráðherra fyrirskip- aði, hjá Ríkisendurskoðun og skyldi henni lokið fyrir þinghlé í vor. Á sama tíma og það var sagt komu fram aðrir ráðherrar og þingmenn sömu stjórnarflokka, lýstu því yfir að söluferlið væri alls ekkert klúður, að engar reglur hefðu verið brotnar og að þetta hefði allt farið fram samkvæmt áætlun! Þannig hafa skýringar á þessari súrreal- ísku sölu á hlut almennings í Íslandsbanka beinlínis verið út og suður, en þó staðfest að þeir sem tóku að sér að annast söluna að þessu sinni fengu fyrir hvorki meira né minna en 700 milljónir króna án útboðs. Kaupendur, sérvaldir af hinum vellaunuðu söluaðilunum, voru 209 og keyptu fyrir allt frá einni milljón til meira en 3.500 milljóna króna í bankanum. Ekki minnkaði óróleikinn yfir bankasöl- unni þegar fram steig fyrst framsóknarfólks, viðskiptaráðherrann Lilja Alfreðsdóttir, sem hafði látið lítið fyrir sér fara eftir skemmtun þeirra með bændum í liðinni viku. Hún kvaðst allan tímann hafa varað við ferlinu, verið á móti en þó að sögn annarra við ráðherraborðið, hafa gleymt að láta vita af óánægju sinni. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur við ritun þessarar greinar, frekar en þeirra frétta sem um málið hafa fjallað síðasta sólarhring en áfram stöndum við, áhorfendur þessa harmleiks, og ráðum nú í hvort einkunnin sé leiksigur eða enn ein klén frammistaða ríkisstjórnarinnar á kostnað almennings. Ljóst er að almenningur er í áfalli yfir fúskinu og spill- ingunni sem umlykur þennan gjörning, en spurningin sem eftir stendur er hvenær tjaldið fellur. Helga Vala Helgadóttir Pistill Þegar svart er sagt hvítt Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Í nýútkomnu fréttabréfi landlæknis, Talnabrunni, er gerð grein fyrir mælingum á líðan fullorðinna Íslendinga árið 2021 og þær bornar saman við árin á undan hvað varðar andlega heilsu, streitu, svefn, einmanaleika, hamingju og velsæld. Þessar mæl- ingar, sem framkvæmdar eru af Gallup fyrir landlæknisembættið, eru síðan einnig skoðaðar sér- staklega í tengslum við fjárhagserf- iðleika fólks. Fram kemur að rann- sóknir hafi sýnt að slíkir erfiðleikar eru mikilvægur félagslegur áhrifa- þáttur heilbrigðis og vellíðanar. Tímabilið sem tekið er til skoðunar nær frá árinu áður en heimsfar- aldur covid-19 skall á og yfir þau tvö ár sem faraldurinn hefur geisað og gefur því tækifæri til að skoða þróunina yfir tímabil heimsfarald- ursins. Merkjanleg áhrif covid-19 Í frétt á vef landlæknis er meginniðurstöðunum gerð skil og hér er byggt á þeirri samantekt. Þar segir að gögnin sem notast er við sýni almennt litlar breytingar á þessum mælingum milli áranna 2020 og 2021 en sé litið til ársins 2019, þ.e. áður en heimsfaraldurinn hófst, megi sjá að ýmsar mælingar hafi færst til hins verra. Færri en áður meta andlega heilsu sína góða og sömuleiðis hefur hlutfall þeirra sem telja sig hamingjusama lækk- að. Fleiri greina frá einmanaleika en litlar breytingar hafa orðið á svefni, streitu og velsæld. Almennt er það svo að mun færri eru ham- ingjusamir og meta andlega heilsu sína góða í yngri aldurshópum en þeim eldri og einmanaleiki er sömu- leiðis mestur meðal þeirra yngri. Þegar þessar mælingar eru skoðaðar í tengslum við fjárhags- erfiðleika standa þeir sem eiga erf- itt með að ná endum saman mun verr í öllum þáttum en þeir sem eiga auðvelt með að ná endum sam- an. Hvergi er þó eins mikill munur á milli hópa eftir fjárhagsvanda eins og þegar einmanaleiki er skoð- aður en þar er munurinn á þeim sem eiga auðvelt og erfitt með að ná endum saman tæplega fjórfald- ur. Tæplega þrefalt færri upplifa velsæld meðal þeirra sem eiga erf- itt með að ná endum saman sam- anborið við þá sem eiga auðvelt með það, tvöfalt færri telja sig hamingjusama og meira en tvöfalt fleiri greina frá mikilli streitu í dag- legu lífi. Í fyrrnefnda hópnum eru jafnframt helmingi færri sem meta andlega heilsu sína góða og ná full- um nætursvefni en í þeim síðar- nefnda. Fram kemur að staðan meðal þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman sé alvarleg á öllum mælingum sem tengjast andlegri líðan. Árið 2021 mat minna en helmingur fólks í fyrrnefnda hópn- um andlega heilsu sína góða, aðeins helmingur náði fullum nætursvefni og þriðjungur taldi sig hamingju- saman. Helmingur hópsins greindi frá mikilli streitu í daglegu lífi, þriðjungur fann oft eða mjög oft fyrir einmanaleika og aðeins 8% upplifði velsæld. Allt aðrar tölur sjást fyrir þau sem eiga auðvelt með að ná endum saman. Þar mátu 80% andlega heilsu sína góða, 70% fengu nægan svefn, tveir af hverj- um þremur töldu sig hamingjusama og 20% upplifðu velsæld. Fimmt- ungur greindi frá mikilli streitu í daglegu lífi og færri en einn af hverjum tíu fundu fyrir einmana- leika. Þess má loks geta að mæling- arnar sem um ræðir hafa verið framkvæmdar mánaðarlega frá 2016. Úrtakið telur nú rúmlega 10 þúsund manns. Færri meta andlega heilsu sína góða Líðan fullorðinna Íslendinga 2019 til 2021 Skv.könnunGallup fyrir embætti landlæknis 2019 2020 Karlar 2021 Konur 2021 KARLAR KONUR KARLAR KONUR KARLAR KONUR KARLAR KONUR KARLAR KONUR KARLAR KONUR Meta andlega heilsu sína góða eða mjög góða Finna oft eða mjög oft fyrir mikilli streitu í daglegu lífi Fá nægan svefn Finna oft eða mjög oft fyrir einmanaleika Telja sig hamingjusöm Upplifa velsæld 73% 68% 21% 30% 67% 68% 12% 13% 57% 18% 15% 57% Mælingarnar á líðan lands- manna undirstrika þann ójöfn- uð til heilsu sem til staðar er í íslensku þjóðfélagi og mikil- vægi þess að bregðast við. Þetta segir Sigrún Daníels- dóttir, verkefnisstjóri hjá landlækni, þegar hún dregur niðurstöðurnar saman á vef embættisins. Í gögnum embættisins megi t.d. sjá að árið 2021 átti tæp- lega helmingur fólks í at- vinnuleit (41%) og öryrkja (44%) erfitt með að ná end- um saman en meðal almennra launþega og sjálfsætt starf- andi voru hlutföllin 11% og 9%. „Þessar niðurstöður undir- strika jafnframt að aðgerðir til að bæta heilsu og líðan þjóðarinnar þurfa að teygja sig umfram þær sem beinast að heilsuhegðun einstaklinga og ná til stærri félags- og efnahagslegra skilyrða á borð við fátækt, húsnæði, menntun og atvinnu,“ segir Sigrún. Fjárhagur spilar inn í LÍÐAN ÍSLENDINGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.