Morgunblaðið - 13.04.2022, Síða 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022
Hafnarfjörður Siglt inn til hafnar eftir stutta veiðiferð góðra vina. Í bakgrunni blasir við miðbær Hafnarfjarðar í allri sinni dýrð. Sumarið er handan við hornið.
Eggert Jóhannesson
Það hefur verið tal-
inn einn af grunn-
þáttum heilbrigðrar
samkeppni á litlum
markaði eins og Ísland
er að tryggja eðlilega
samkeppni í sölu á vöru
og þjónustu, enda nauð-
synlegt þar sem Ísland
er eitt dýrasta land í
Evrópu og tryggja þarf
heilbrigða samkeppni
til að halda verðlagi í
skefjum og tryggja gæði þjónust-
unnar.
Á annað ár hefur samruni Ferða-
skrifstofu Íslands og Heimsferða, eft-
ir að Arion banki tók yfir rekstur
Heimsferða, verið til umfjöllunar hjá
Samkeppnisstofnun og starfsmenn
hennar fengið fjölda gagna um eðli ís-
lensks ferðamarkaðar, stærð, fjölda
farþega, árstíðadreifingu o.s.frv.
Frá upphafi hefur legið fyrir að
þessi samruni er algjörlega á skjön við
eðlilega samkeppni á markaði. Það
myndi þýða að einn aðili á markaði
yrði með 65% markaðshlutdeild og
myndi tryggja sér yfirburðastöðu.
Hinn aðilinn er Vita, sem er auðvitað
með ótakmarkaða rekstrartryggingu
frá Icelandair þar sem óljóst er hver
greiðir fyrir sætin á hvern áfangastað.
Slíkt hefur aldrei verið leyft á þeim
mörkuðum sem við berum okkur sam-
an við, þar má nefna öll löndin í
Skandinavíu, Holland, Belgíu, Þýska-
land o.s.frv.
Til að bæta gráu ofan á svart hefur
Samkeppnisstofnun látið óátalinn
fjölda brota á samkeppnislögum á
annað ár, en samkeppnislög eru al-
gjörlega skýr hvað varðar óeðlilega
viðskiptahætti og brot á lögunum. Þar
ber helst að nefna:
· Samráð um framboð keppinauta
· Samræmingu verðlags keppinauta
· Sameiginleg innkaup keppinauta
· Takmörkun og stýringu á fram-
boði milli keppinauta
Í öllum ofangreinum tilfellum hafa
fjölmörg brot verið framin síðustu
misseri í blóra við lög og þær reglur
sem öðrum aðilum er gert að vinna
eftir í greininni. Nú þegar er búið að
samþætta rekstur fyr-
irtækjanna þrátt fyrir
að úrskurður Sam-
keppnisstofnunar liggi
ekki fyrir.
Samkeppnisstofnun
hefur verið bent á þessi
brot ítrekað, en hún
hefur látið þau óátalin,
þrátt fyrir alvarlegan
refsiramma laganna.
Það má með sama
hætti leggja drög að því
að BYKO og Húsa-
smiðjan mættu samein-
ast, að Sjóvá og VÍS mættu samein-
ast, og fjölda annarra dæma mætti
tilgreina.
Meðan í gildi eru lög um rekstur
ferðaskrifstofa og á hvaða grunni þær
skuli starfa hlýtur að þurfa að fara að
lögum, og ekki hægt að þrýsta í gegn
óeðlilegri sameiningu, þrátt fyrir
mikla pressu frá kerfinu og fjár-
málastofnunum á Samkeppnis-
stofnun.
Undirritaður stofnaði Heimsferðir
fyrir 30 árum og rak við góðan orðstír
í 28 ár þar til Arion banka hugnaðist
að taka yfir reksturinn. Aldrei á því
tímabili hefði komið til greina, né
staðið til boða, að mynda fyrirtæki á
íslenskum markaði sem stjórnaði
65% af markaðinum.
Undirritaður skorar á Pál Gunnar
Pálsson, forstjóra Samkeppniseft-
irlitsins, að taka ákvörðun í anda lag-
anna og tryggja sjálfstæði Sam-
keppnisstofnunar, og láta ekki
þrýsting frá öðrum aðilum ráða nið-
urstöðu eins og því miður er þekkt í
íslensku samfélagi.
Eftir Andra Má
Ingólfsson
» Samkeppnisstofnun
leyfir ítrekuð sam-
keppnisbrot á ferða-
markaði og ólöglegt
samráð Ferðaskrifstofu
Íslands og Heimsferða.
Andri Már
Ingólfsson
Höfundur er forstjóri og eigandi
Ferðaskrifstofunnar Aventura, og
stofnandi og fyrrverandi eigandi
Heimferða.
Fákeppni
á ferðamarkaði
Ísland er land
samsteypuríkisstjórna
enda hafa kjósendur
aldrei veitt stjórn-
málaflokki umboð sem
dugar til að mynda
meirihlutastjórn eins
flokks. Samsteypu-
stjórnir tveggja eða
fleiri flokka hafa því
verið meginreglan. Ein
forsenda þess að sam-
starf tveggja eða fleiri stjórn-
málaflokka sé árangursríkt er að
traust og trúnaður ríki á milli for-
ystumanna flokkanna en fleira þarf
til. Trúnaður og traust þarf einnig að
ríkja á milli þingmanna stjórnar-
flokkanna. Ríkja þarf skilningur á
ólíkum skoðunum og þar með um-
burðarlyndi fyrir því að stjórnar-
þingmenn haldi á lofti hugmynda-
fræði sem þeir berjast fyrir.
Það hefur verið misjafnlega erfitt
og flókið að mynda meirihlutastjórn
eftir þingkosningar. Þetta átti sér-
staklega við eftir kosningar í október
2016 og 2017. Eftir fyrri kosning-
arnar var mynduð skammlíf stjórn,
sem sprakk með eftirminnilegum
hætti, en eftir síðari kosningarnar tók
við samsteypa Vinstri grænna, Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Það var langt í frá auðvelt að ná sam-
an þremur gjörólíkum stjórn-
armálaflokkum í ríkisstjórn.
Í málamiðlun felst áskorun
Þegar ljóst var að flokkarnir ætl-
uðu að taka höndum saman árið 2017
skrifaði ég meðal annars:
„Málamiðlun er forsenda þess að
hægt sé að mynda ríkisstjórn tveggja
eða fleiri flokka. Allir þurfa að gefa
eitthvað eftir – sætta sig við að geta
ekki uppfyllt öll loforð sem gefin hafa
verið. Þeir flokkar sem taka höndum
saman í ríkisstjórn þurfa að setja sitt
mark á stefnuna og standa um leið
vörð um grunnstef hugsjóna sinna,
þrátt fyrir málamiðlanir […] Sann-
gjarnar málamiðlanir eru forsenda
þess að ólíkir stjórnmálaflokkar og
pólitískir andstæðingar taki höndum
saman, en það er til lítils að hefja
samstarf ef trúnaður og traust er
ekki fyrir hendi. Þegar og ef fulltrúar
andstæðra póla í íslenskum stjórn-
málum ákveða að ger-
ast samverkamenn eru
þeir að gefa fyrirheit
um að takast sameig-
inlega á við það ófyr-
irséða – leysa verkefni
og vandamál sem alltaf
koma upp og allar rík-
isstjórnir þurfa að
glíma við, með mis-
jöfnum árangri.
Flokkssverðin eru slíðr-
uð og vopnahlé samið
um hríð.“
Ólíkt hentistefnu-
flokki, sem tekur því tilboði sem
berst, er það áskorun fyrir stjórn-
málaflokk sem byggir á skýrri hug-
myndafræði að taka þátt í sam-
steypustjórn. Í nauðsynlegri
málamiðlun þarf að halda trúverð-
ugleika gagnvart kjósendum og sann-
færa þá um að þrátt fyrir málamiðlun
þokist baráttumálin áfram, kannski
ekki jafnt hratt og æskilegt er en í
rétta átt. Forystumenn samsteypu-
stjórna verða, öðrum fremur, að
kunna þá list að miðla málum um leið
og þeir sýna stefnufestu.
Fyrir kosningarnar 2017 áttu fáir
von á því að Vinstri grænir, Fram-
sókn eða Sjálfstæðismenn tækju
höndum saman. Þó var það í raun eini
raunhæfi kosturinn til að mynda
starfshæfa ríkisstjórn. Margir voru
sannfærðir um að ríkisstjórnin myndi
ekki tjalda til margra nátta. Þeir
höfðu rangt fyrir sér enda vanmátu
þeir hversu gott traust og góður trún-
aður náðist á milli forystumanna
flokkanna þriggja. En það reyndi á
þanþol flestra stjórnarþingmanna
með einum eða öðrum hætti, ekki síst
þess er hér skrifar.
Eðlileg togstreita
Niðurstaða kosninganna í sept-
ember síðastliðnum gaf stjórnar-
flokkunum tilefni til að endurnýja
samstarfið enda með aukinn meiri-
hluta. Líkt og fjórum árum áður voru
ekki í boði aðrir raunhæfir kostir. Ég,
eins og allir aðrir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins, hef staðið heill að
baki ríkisstjórninni án þess að afsala
mér rétti til að gagnrýna, berjast fyr-
ir breytingum á stjórnarfrumvörpum
eða vinna að framgangi hugsjóna.
Endurnýjun samstarfsins er reist á
þeirri trú að samstarfið verði gott og
„trúnaður ríki á milli manna innan
ríkisstjórnar og þingmenn stjórn-
arliðsins séu bærilega sáttir við
hvernig mál gangi fram,“ svo vitnað
sé til orða Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra í stefnuræðu í október
1997. Þá var samsteypustjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks á
sínu öðru kjörtímabili. Trúnaður var
forsenda samstarfsins en eins og
Davíð benti á, sé eðli máls samkvæmt
„togstreita á milli flokkanna um ein-
stök mál“ en „slíkar glímur eru jafn-
an háðar undir formerkjum þess að
ná niðurstöðu sem báðir flokkar geti
unað við, en forðast er að setja sam-
starfsflokki óbilgjörn eða óaðgengi-
leg skilyrði“. Liðsmenn samsteypu-
stjórna þurfa ítrekað að nýta
hæfileikann til að koma til móts við
ólík sjónarmið án þess að missa sjón-
ar á hugsjónum. Aðeins þannig getur
sambýli ólíkra hugsjóna orðið far-
sælt.
Samstarf andstæðra póla í stjórn-
málum hefur í flestu verið árangurs-
ríkt. Aðeins liðsmenn ríkisstjórn-
arinnar taka ákvörðun um hvort svo
verði áfram. Engin ríkisstjórn kemst
í gegnum kjörtímabil án þess að vind-
ar blási á móti af og til. Í mótvindi
reynir á ráðherra og stjórnarliða. Þá
reynir á pólitískan karakter stjórn-
málamanna – hvort þeir hafa burði til
að standa heilir að baki ákvörðunum
sem þeir tóku þátt í að taka eða
hlaupa undan ábyrgð og reyna að
varpa henni á aðra. Slíkir stjórn-
málamenn verða yfirleitt ekki annað
en léttavigt – marka aldrei spor í sög-
una – verða í besta falli tilefni fyrir
neðanmálsgrein í stjórnmálasögunni.
Þeirra verður getið í sömu neðan-
málsgrein sem greinir frá þeim sem
hæst hrópa með stóryrðum, svívirð-
ingum og dómum um menn og mál-
efni.
Eftir Óla Björn
Kárason »Engin ríkisstjórn
kemst í gegnum
kjörtímabil án þess að
vindar blási á móti. Í
mótvindi reynir á póli-
tískan karakter stjórn-
málamanna.
Óli Björn Kárason
Höfundur er formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.
Sambýli ólíkra hugsjóna