Morgunblaðið - 13.04.2022, Page 15

Morgunblaðið - 13.04.2022, Page 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022 ✝ Ólöf Borghild- ur Veturliða- dóttir fæddist á Ísafirði 24. febrúar 1948. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði 5. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Veturliði G. Veturliðason ýtustjóri, f. 3.7. 1916, d. 14.3. 1993 og Hulda Salóme Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 10.5. 1920, d. 12.4. 2006. Systkini hennar eru Gunnar, f. 22.3. 1940, Valdís, f. 6.3. 1942, Veturliði G., f. 4.6. 1944, d. 21.2. 2002, Guðmunda Inga, f. 30.6. 1949, Stefán B., f. 22.8. 1953, Jón Jakob, f. 30.6. 1955, og Magni, f. 27.1. 1962. Eftirlifandi eiginmaður 1975, maki Sæunn Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 21.11. 1977. Þau eiga þrjár dætur. 4) Krist- ín, f. 2.7. 1978, hún á tvo syni. Ólöf fæddist á Ísafirði og ólst upp á Úlfsá í Skutulsfirði og gekk í barnaskóla þar. Ólöf og Guðmundur bjuggu lengst af í Móholti 1 á Ísafirði í veg- legu húsi sem þau reistu árið 1978. Seinna fluttu þau í íbúð í miðbæ Ísafjarðar. Ólöf, eða Lóa eins og hún var alltaf köll- uð, vann ýmis störf ásamt því að sinna börnum og búi. Hún starfaði t.d. í Prentstofunni Ísrún. Einnig vann hún ýmis verslunarstörf. Lóa átti og rak í 10 ár snyrtivöruverslunina Krismu ásamt meðeiganda. Einnig stofnaði hún fataversl- unina Jón og Gunnu á Ísafirði ásamt fleiri konum, sem er enn starfandi í dag. Eftir það vann hún eingöngu við fyrirtæki þeirra hjóna, Skipsbækur ehf., sem hefur starfað frá árinu 1986. Útför Ólafar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag, 13. apríl 2022, klukkan 14. Ólafar er Guð- mundur Einarsson, kennari, vélstjóri og bókaútgefandi, f. 7.5. 1943. For- eldrar hans voru Guðmundur Einar Kristinsson, f. 18.3. 1911, d. 27.1. 1949 og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 16.5. 1910, d. 2.10. 1999. Ólöf og Guðmundur giftust 6.6. 1965. Börn þeirra eru: 1) Hulda Salóme, f. 10.6. 1964, maki Halldór V. Magnússon, f. 6.10. 1967. Þau eiga samanlagt fimm börn og fjögur barna- börn. 2) Hjálmar, f. 2.12. 1965, maki Kolbrún Kristjánsdóttir, f. 30.4. 1965. Þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. 3) Steingrímur Rúnar, f. 10.4. Elsku mamma mín. Þú kvaddir snögglega kaldan þriðjudagsmorgun snemma í apríl. Fyrir þremur árum, þegar þið pabbi veiktust bæði mjög illa, jafnt upp á dag, þá héldum við nú að við værum að fara að kveðja ykkur bæði. Þú hérna fyrir vestan og pabbi fluttur suður með sjúkraflugi. Þið brögguðust bæði og við fengum ykkur heim. Eftir það hef ég oft leitt hugann að því hvernig þú myndir kveðja þennan heim. En heilablóðfall var það og við fengum stuttan tíma til að kveðja þig. Sá tími var mér dýrmætur. Ég trúi því að þú hafir heyrt kveðjuorðin okkar þennan morgun. Ég held að húmor þinn og léttlyndi hafi komið þér í gegnum það erf- iðasta í lífinu, eins og veikindi þín gátu verið. Þú varðst móðir svo ung, að- eins 16 ára. Og varðst snemma svo fullorðin. 17 ára varstu orð- in tveggja barna móðir og sjó- mannskona. Í dag á ég dætur á svipuðum aldri og sæi þær ekki fyrir mér í þessum sporum í dag. Sú yngsta, níu ára, ber Lóunafnið þitt svo stolt. Hugur minn reikar nú í Tún- götuna þar sem gat verið ansi margt um manninn í gistingu. Ykkur munaði ekki um að hýsa frændur eða frænkur í skemmri eða lengri tíma í fjög- urra herbergja íbúð. Og svo seinna Móholtið þar sem við bjuggum hvað lengst. Húsið sem þið pabbi reistuð inni í Holtahverfi. Húsið sem mér fannst það fallegasta í hverfinu. Þú ein með okkur heima og pabbi á sjónum, og við Kristín sváfum alltaf í pabbaholu. Man þegar ég var að bar- dúsa með grímubúninga og óska eftir því að fara sem Ei- ríkur Fjalar á grímuball. Þér fannst nú lítið mál að búa til hárkollu með þvertoppi úr garni og nælonsokkabuxum. Og ég fór himinlifandi á grímuballið. Eða þið pabbi með gesti heima og ég að halda tón- leika uppi í tröppunni í stofunni með leikfangagítarinn minn. Alltaf glaumur og gleði hjá ykkur og vinum ykkar. Það var oft svo gaman að maður tímdi ekki að fara að sofa. Svo fórstu á svið og farin að leika með Litla leikklúbbnum. Það fannst mér æði. Stebbi bróðir þinn og þú leikið hjón í leikritinu Leynimelur 13. Við í Leirufirði. Allt upp í þrjár vikur í tjaldi. Einu fjar- skiptin voru talstöðin hans afa í hjólhýsinu. Stundum skrapp pabbi einn túr á sjónum og kom þá til baka með kost. Í Leirufirði kenndirðu okkur að leggja kap- al og ráða krossgátur. Svo drukkum við kókómjólk og át- um kanilsnúða yfir sögu dags- ins á Rás 1. Þið pabbi fóruð svo að ferðast meira erlendis. Ykkur þótti gott að fara til Mallorca og svo seinna til Tenerife eða annarra hlýrri staða. Og alltaf urðu ferðirnar lengri og lengri. Þið pabbi rifjuðuð oft upp ferð sem þið fóruð með vinafólki og keyrðuð um Þýskaland, Hol- land, Danmörku og fleiri lönd. Þá voru engir snjallsímar til að rata eftir. Eða ferðin þín til Parísar með skólasystrum þín- um. Nú voruð þið búin að kaupa ferð sem verður ekki farin. Ég treysti á að þú fylgist með okkur og ferðist með okk- ur í anda í framtíðinni. Takk fyrir samfylgdina mamma mín. Við höldum minn- ingu þinni á lofti sem yndis- legrar mömmu, ömmu, lang- ömmu og eiginkonu. Við pössum pabba sem sinnti þér svo vel og fallega öll þessi ár. Þinn sonur, Steingrímur Rúnar. Mikið er erfitt að kveðja mömmu sína. Við vorum mjög nánar. Það er svo margt hægt að segja um hana mömmu. Hún var dásamlega glettin og skemmtileg. Ég var hennar fyrsta barn og hún bara 16 ára þegar ég fæddist en ég fann aldrei fyrir því að eiga svona unga mömmu. Pabbi var lengi sjómaður og mamma því oft ein með okkur börnin. Þá fengum við oft að skríða upp í til hennar. Mamma saumaði oft föt á okk- ur krakkana og ég man þegar við Hjálmar áttum eins gula skíðajakka og buxur sem hún saumaði. Heimilið hjá mömmu og pabba var alltaf opið fyrir gesti og gangandi og oft á tíð- um gistu vinir og vandamenn hjá okkur og glatt var á hjalla. Mamma elskaði að ferðast, bæði innanlands og utan og þar átti Leirufjörður lengi vel sérstakan sess. Vissulega dró úr ferðalögum síðustu ár bæði vegna veikinda og farsóttar en sl. haust áttu þau pantaða ferð til Spánar en henni varð að fresta. Það voru forréttindi að búa nálægt þér inni í firði þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn og oft komst þú yfir til mín eða ég til þín. Oft passaði ég þau Steingrím og Kristínu þegar þið pabbi brugðuð ykkur af bæ. Ég man að þú gafst Dag- nýju svo fallegan kjól sem ég hef notað á allar stelpurnar mínar. Þú taldir það ekki eftir þér að fara til Mundu systur þinnar í Hafnarfjörðinn og passa Axel kornungan fyrir mig svo tíminn yrði styttri þegar ég fór eitt sinn til út- landa. Oft sóttir þú Elínu í leikskólann og þá var farið og keyptir tómatar og jarðarber því aldrei varst þú fyrir sæt- indi. Það var alltaf sérstakt samband milli þín og Elínar Ólafar. Elín fékk sér síðar tattú með nafninu ykkar með þinni fallegu rithönd. Þegar ég vissi að ég gengi með tvíburana, Sigrúnu Ca- millu og Guðmund, þá varst þú sú fyrsta sem ég hringdi í og lét vita. Þá var oft nóg að gera á heimilinu og gott að fá þig í heimsókn í spjall og að brjóta saman þvott í leiðinni. Þegar mamma og pabbi fluttu í Hafnarstrætið og við Dóri og krakkarnir í Miðtúnið þá fylgdist mamma vel með hvort bíllinn væri heima. Þeg- ar komið var úr lengri ferðum þá leið ekki langur tími þar til hringt var: „Ég sé að þið eruð komin heim, eru ekki allir hressir?“ Mikið á ég eftir að sakna allra símtalanna, elsku mamma. Það sem kannski helst ein- kenndi mömmu var hversu glæsileg hún var, mjög smart og gerði alla hluti vel. Hún var mikill fagurkeri og sannkölluð listakona. Mamma var búin að vera sjúklingur í um sjö ár og þar stóð pabbi alltaf eins og klett- ur við hlið hennar. Betri eig- inmann var ekki hægt að hugsa sér. Elsku pabbi, missir mömmu er þér sár og ég bið þess að guð veiti þér styrk í sorginni. Ég hélt í höndina á mömmu þegar hún dó og ég kveð þig, elsku mamma, og þakka fyrir samfylgdina og bið góðan guð að vaka yfir þér og allt um kring með eilífri blessun sinni. Ég veit að afi, amma Hulda og Veddi bróðir þinn taka vel á móti þér í sumarlandinu. É vil fá að þakka starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Vest- fjarða á Ísafirði fyrir góða umönnun móður minnar. Þinn frumburður, Hulda Salóme Guðmundsdóttir. Ólöf Borghildur Veturliðadóttir - Fleiri minningargreinar um Ólöfu Borghildi Vetur- liðadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. kvenna, en þó var ein undantekn- ing á því; hún gat ekki samþykkt kvenpresta og var búin að láta okkur vita hvaða prestur hún vildi að jarðsyngi sig, að sjálf- sögðu karlmaður, og sem betur fer gátum við orðið við hennar ósk í því efni. Því miður tókst Ástu ekki að gera yngri börnin okkar að hesta- mönnum, en Eiríkur sér reyndar um að gefa útiganginum í mýr- inni, en lætur þar við sitja, Lauf- ey var á tímabili með áhuga og fór á hestbak með ömmu sinni. Ásta var óþreytandi að segja frá hestunum sínum og hestaferðun- um og gaf þetta henni mikið, Siggi sá svo alltaf um að trússa svo þau gátu verið saman í þessu áhugamáli. Þau Siggi nutu þess mjög að ferðast um landið með fellihýsi sitt eða hjólhýsi og fórum við stundum með þeim. Þegar ég fór aftur að vinna eftir fæðingu Ei- ríks okkar, þá fékk hann að njóta þess að vera hjá afa og ömmu í pössun. Þá fór hann oftast með afa í hesthúsið á morgnana og var svo með þeim allan daginn, þarna var lagður grunnur að þeirra miklu og góðu tengingu. Fyrir um þremur árum urðum við vör við að eitthvað var að breytast; gulu minnismiðunum fór að fjölga í eldhúsinu, og hvarf hún okkur svo ótrúlega hratt og alzheimersjúkdómurinn tók yfir. Það er ótrúlega sárt að horfa upp á sjúkdóminn taka yfir lífið og að eina sem fólk man eftir er bar- næskan, sem sást svo vel í haust er þau komu hingað til okkar. Þá var Ásrún Halla okkar með son sinn, Daníel Smára, hér heima og mikið sem Ásta naut þess að halda á honum og til er falleg mynd af þeim saman, sem verður varðveitt vel. En að leiðarlokum þakka ég fyrir allt það góða og allar okkar samverustundir. Minningin um elsku Ástu mun lifa með okkur. Sólveig Þórðardóttir. Ég var svo heppinn að kynnast heimasætunni frá Skúfslæk fyrir rúmum áratug og kynntist þá í leiðinni tengdamóður minni Ástu Ólafsdóttur frá Syðstu-Mörk. Ásta var mikið náttúrubarn og undi sér vel að bralla eitthvað hvort sem það var í garðinum, sveitinni, á ferðalagi um landið eða hreinlega að braska eitthvað í viðskiptum. Ásta var nefnilega atorkusöm og með bíla- og tækja- dellu og keypti gjarnan bíla og hjólhýsi eftir auglýsingum á net- inu, sem ekki margir af hennar kynslóð drífa í. Ásta sagði mér oft sögur af uppvaxtarárum sínum og hún var stolt af því þegar hún var mat- ráður með vinnuhópa þegar hún var ung og þegar við Halla byggðum bílskúrinn fyrir utan heimili okkar þá var ekki annað tekið í mál en að hún sæi um að elda ofan í okkur smiðina hádeg- ismatinn (það þurfti nú ekkert að tuða í mér með það samt). Ég var svo heppinn að fá að ferðast með Ástu og Sigga bæði innanlands og utan og þegar við ferðuðumst innanlands þá þurfti maður ekki að hafa áhyggjur af kaffinu, Ásta var alltaf klár með eitthvert góð- gæti. Valdís Ásta var heppin að fá að vera mikið hjá ömmu sinni og afa fyrstu árin og saknar þess að fá ekki lengur pönnsurnar hennar ömmu Ástu. Það var líka gott fyr- ir þá stuttu að umgangast þau svona mikið því hún er með mjög fjölbreyttan orðaforða og oft full- orðinslegan hugsunarhátt miðað við að vera bara sjö ára gömul. Ásta var hestakona mikil og fór í útreiðartúra þar til í fyrra. Á Skúfslæk er heyjað í hestana og var það nú bara sumarið 2019 sem hún tók síðast þátt í heyskap og sá um að raka saman fyrir rúlluvélina, hún lét sko ekki sitt eftir liggja ef það var verk að vinna. Það var heiður að fá að kynnast Ástu og ég geri ráð fyrir að hún sé farin að njóta sín á hestbaki í sumarlandinu með sínu fólki þar. Erling Valur. - Fleiri minningargreinar um Ástu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HARPA HANSEN, Klettatúni 6, Akureyri, lést mánudaginn 4. apríl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 19. apríl klukkan 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks sjúkrahússins fyrir hlýja og góða umönnun. Gunnar Benedikt Skarphéðinsson Þorbjörg Dóra Gunnarsdóttir Jón Kristján Ólason Einar Hansen Linda Ólafsdóttir Björg Marta Gunnarsdóttir ömmu- og langömmubörn Okkar elskaða VALGERÐUR ANNA JÓHANNESDÓTTIR, Garðhúsum 24, Reykjavík, lést í faðmi nánustu ættingja á líknardeild LSH 9. apríl. Útförin fer fram í Grafarvogs- kirkju miðvikudaginn 20. apríl klukkan 15. Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks líknardeildarinnar fyrir einstaka umönnun og kærleik. Þórir Erlendsson Guðrún Mýrdal Björgvinsdóttir Guðmundur Ingi Þóroddsson Titu Ciprian Balea Björgvin Mýrdal Þóroddsson Guðrún S. Þóroddsdóttir Grímur Th. Thoroddsen Inga Þóra Þóroddsdóttir Andri Snær Þorvaldsson Ásgeir Hinrik Þórisson Ólöf Haraldsdóttir Erla Lind Þórisdóttir Sigursteinn Þór Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA JÓNSDÓTTIR frá Þinganesi, Nesjum í Hornafirði, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði mánudaginn 11. apríl. Einar Sigurbergsson Jón Malmquist Einarsson Gunnhildur E. Ingimarsdóttir Sigurbjörg Einarsdóttir Haraldur Jónsson Þórhallur Malmquist Einars. Arna Ósk Harðardóttir Halldór Einarsson Olga Sveinbjörg Sigurbjörnsd. Þórdís Einarsdóttir Gísli Már Vilhjálmsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir okkar og frændi, JÓHANNES VILHELM SIGURBJÖRNSSON, bóndi frá Vogalæk á Mýrum, lést laugardaginn 2. apríl á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Útför fer fram frá Álftaneskirkju miðvikudaginn 20. apríl klukkan 14. Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar fyrir frábæra umönnun. Þórey Sigurbjörnsdóttir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Maríus Sigurbjörnsson og aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRUND JÓHANNSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, Brúnavegi 13, Reykjavík, áður Skúlagötu 44, lést mánudaginn 28. mars á Hrafnistu Laugarási. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að einlægri ósk hinnar látnu með nánustu aðstandendum. Innilegar þakkir sendum við starfsfólki á Miklatorgi, Laugarási fyrir hlýja og góða umönnun. Jóhann Gylfi Gunnarsson Jóhanna S. Erlendsdóttir Rannveig Gunnarsdóttir Sigurður Gunnarsson ömmubörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.