Morgunblaðið - 13.04.2022, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Prentun
Merktirpennar
Raðauglýsingar
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi
í Rangárþingi eystra.
Glæsistaðir – Deiliskipulagstillaga
Um er að ræða 1,0 ha spildu þar sem verður heimilt að byggja íbúðarhús og bílskúr á einni hæð með risi.
Hámarksbyggingarmagn er 300 m2 og hámarkshæð bygginga allt að 8,5m frá botnplötu.
Sopi – Deiliskipulagsbreyting
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi á Sopa í V-Landeyjum. Breytingin felst í því að bætt er við nýjum
byggingarreit undir 100 m2 aðstöðuhús.
Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á
skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 13. apríl nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta
er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 25. maí nk.
Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi
4, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþing
Guðmundur Úlfar Gíslason
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Bónusbíllinn, fer frá
Árskógum 6-8 kl. 12.55. Pílukast kl. 13.Tónleikar með Agnes Löve á
píanó og Ásdísi Þorsteinsdóttur á fiðlu kl. 14:15. Hádegismatur kl.
11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni.
Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Boðinn Harmonikkuspil og söngur kl. 13:30. Handavinnustofa opin
frá kl. 12:30-15:00. Leshópur Boðans kl. 15:00. Sundlaugin er opin frá
kl. 13:30-16:00.
Dómkirkjan Miðvikudaginn 13. apríl kemur danskur stúlknakór og
heldur tónleika í Dómkirkjunni klukkan 12.00. Frítt inn og
allir velkomnir.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7:00-8:00. Kaffisopi og
spjall kl. 8:30-11:00. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45-
10:00. Ljóðahópur Soffíu kl. 10:00-12:00. Línudans kl. 10:00-11:00.
Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13:00-13:10.
Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Lokað á morgun fimmtud., föstud. og
mánud. opnum aftur þriðjudaginn 19. apríl.
Garðabær 9.00 Pool í Jónshúsi 10.00 Gönguhópur frá Jónshúsi
10.30 Skák og Scrabble í Jónshúsi 11.00 Stóla-jóga í Kirkjuhvoli 12.30-
15.40 Bridds í Jónshúsi 13.00 Leirnámskeið í Smiðjunni 13.00
Gönguhópur frá Smiðju 15.00/15.40/16.20 Vatnsleikfimi í Sjál. 16.30
Zumba Gold í Kirkjuhvoli
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Memm fjölskyldustund kl. 10:00-12:00 Döff, Félag heyrnar-
lausra frá kl. 12:30. Félagsvist frá kl. 13:00. Allir Velkomnir
Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30 - opin handavinnustofa og verkstæði.
Kl.10.00 til 11.15 - opinn Bocciatími. Kl. 13.00 til 15.30 - post-
ulínsmálun. Kl. 13.00 til 15.00 - Félagsvist.
Guðríðarkirkja. Félagsstarf eldriborgara miðvikudaginn 13.apríl
kl: 12:00 Helgistund í kirkjunni fyrirbænir og söngur. Matur í saf-
naðarheimilinu kr. 1000.- Farið verður yfir hvert við förum í vor-
ferðalag. KL: 14:00 sameinumst við í bíla og heimsækjum
höfuðstöðvar Landhelgisgæslunar, Reykjavíkurflugvelli.
Gullsmári 13 Myndlist kl.09:00. Postulínsmálun kl.13:00. Kvenna-
bridge kl.13:00.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
9:00-11:00. Ganga með Evu kl 10:00-11:00 allir velkomnir. Útskurður
með leiðbeinanda kl 9:00-12:00 500kr skiptið.
Hraunsel Billjard kl. 8 -16. Stóla yoga kl. 10:00. Línudans kl. 11. Bingó
kl. 13. Handverk kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna
– opin vinnustofa 13:00-16:00. Bridge kl. 13:00. Styttri ganga kl. 13:30.
Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir
styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Keila í
Egilshöll kl.10:00. Leiklistahópur Korpúlfa bjóða upp á leiklestur á
gamanleikritinu: Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund S. Backman,
í leikstjórn Sigurðar Skúlasonsar, kl. 13:00. Allir hjartanlega velkomnir
og enginn aðgangseyrir. Qigong kl. 16:30. Gleðilega páska.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Postulínsmálun í
handverksstofu kl. 09:00-12:00. Bókband í smiðju kl.09:00-12:30.
Myndlist í handverksstofu kl.13:00-16:00. Bókband í smiðju kl.13:00-
16:30. Hinn sívinsæli dansleikur með Vitatorgsbandinu er svo á sínum
stað frá kl. 14:00-15:00 og síðdegiskaffið. Allar nánari upplýsingar í
síma 411 9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Kaffikrókur frá kl. 9.00. Botsía Skólabraut kl. 10.00.
Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.00. Starfsfólk félagsstarfsins óskar
ykkur gleðilegra páska. Almenn dagskrá hefst aftur þriðjudaginn 19.
apríl.
Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut frá kl. 9.00. Botsía í salnum á
Skólabraut kl. 10.00. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.00. Námskeið eru í
samráði við leiðbeinendur. Starfsfólk félagsstarfsins óskar ykkur
öllum geðilegra páska. Fastir dagsrkárliðir byrja aftur miðvikudaginn
20. apríl.
intellecta.is
alltaf - allstaðar
mbl.is
Nú "&&$#
þú það sem
þú !ei%a# að '
FINNA.is
✝
Kristjana Sig-
ríður Gunn-
arsdóttir fæddist á
Ísafirði 15. júní
1939. Hún lést á
Víðihlíð í Grinda-
vík 31. mars 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnar
Sigurðsson skipa-
smiður frá Bæjum
á Snæfjallaströnd,
f. 1907, d. 1996, og
Steinunn Sigurborg Jak-
obsdóttir frá Sæbóli í Aðalvík, f.
1905, d. 1986. Systkini Kristjönu
Sigríðar voru Sigríður Erla, f.
1927, d. 1928, Gunnar Snorri, f.
1929, d. 1988, eftirlifandi maki
Erla Ólafsdóttir, Sigþrúður, f.
1930, gift Jóni Rafni Oddssyni,
bæði látin, María Rebekka, f.
1933, d. 2012. Sigurður, f. 1937,
kvæntur Erlu Lúðvíksdóttur, og
Steinunn Sigurborg, f. 1943, d.
2002, eftirlifandi maki Svein-
björn Guðmundsson.
Kristjana giftist Einari Þor-
steinssyni 6. des. 1958, látinn 25.
des. 2018, og eignuðust þau
fjögur börn, þau eru: 1) Þor-
steinn, f. 9.10. 1958. Giftist 11.9.
1993 Ingibjörgu Reynisdóttur, f.
8.5. 1963, börn þeirra eru: Einar
Löve, f. 1.3. 1992, og Guðrún
María, f. 1.11. 1994, þau slitu
samvistum. Elvar Orri, f. 8.10.
2010, sambýliskona Þorsteins er
Hallfríður Guðfinnsdóttir, f. 3.8.
1971. 2) Baldvin Einar, f. 20.12.
1960. Giftist Erlu Sjöfn Jóns-
dóttur, f. 9.10. 1962, börn þeirra
eru Kolbrún, f. 17.11. 1983,
Rafnar Snær, f. 5.5. 1991, og
Pálmar Orri, f. 29.7. 1993. Þau
slitu samvistum. 3) Guðrún
Agnes, f. 14.5. 1963, börn henn-
ar eru: Einar Ingi, f. 4.10. 1983,
faðir Sigmar Inga-
son, f. 13.5. 1958,
og Pétur Axel, f.
15.5. 1986, faðir
Birgir Pétursson, f.
15.5. 1962. 4) Uni
Þór, f. 11.3. 1982,
dóttir hans er
Andrea Mist, f. 3.6.
2015, móðir Íris
Björk Krist-
insdóttir, f. 16.11.
1989.
Eru langömmubörnin orðin
fjögur.
Kristjana ólst upp á Ísafirði
og áttu þau hjónin heima þar
þangað til fjölskyldan flutti suð-
ur 1976 og settist að í Garðabæ
en nokkrum árum síðar fluttu
þau til Grindavíkur þar sem hún
bjó til dauðadags.
Á sínum æskuárum var Sig-
ríður í skátunum, var lengi í
handbolta og varð Vestfjarða-
meistari með liði sínu Vestra.
Stundaði skíði og útiveru.
Hún vann alltaf úti með heim-
ilinu og svo var hún einstaklega
góð sauma- og hannyrðakona
og var öll kvöld og helgar að
sauma og prjóna fyrir fólk
peysuföt, þjóðbúninga, peysur
og allt mögulegt. Sigríður var
mikil félagsvera og naut hún sín
einstaklega í félagsskap ann-
arra, var í kvenfélaginu og söng
með Sunnukórnum. Vann hún
ýmis störf fyrir vestan, meðal
annars á símstöðinni, Reikni-
stofu Vestfjarða og í Lands-
bankanum. Eftir að húm flutti
suður vann hún hjá Bún-
aðarbankanum og á skrifstofu
hjá Ísal.
Útförin fer fram frá Grinda-
víkurkirkju í dag, 13. apríl 2022,
klukkan 13.
Elsku amma mín. Það er sárt
að missa þig en það er huggun
að vita að þú sért á betri stað.
Það var sárt að sitja hjá þér
þegar þú fórst yfir í sumarland-
ið en það er huggun í því að hafa
verið til staðar fyrir þig. Það er
sárt að vera nú ömmu- og afa-
laus en það er huggun að vita að
nú hef ég fullt hús vernd-
arengla.
Það er sárt að hugsa til þess
að það er ekki hægt að koma til
þín í heimsókn en það er huggun
að vita af þér og afa saman á ný,
sem og að þú hefur sameinast
systrum þínum.
Þegar ég hugsa til þín, amma
mín, þá hugsa ég um ylvolgar
pönnukökur um helgar, nýbak-
aða klatta, og brauð með marm-
elaði eftir að hafa verið úti að
leika. Ég hugsa um kexpakka og
brauðmeti í ofninum, 2L sprite-
flösku inni í búri, alvöru heim-
ilismat á slaginu sex, og súkku-
laðiegg í skál á sófaborðinu.
Ég hugsa um ömmu sem aldr-
ei sagði nei, sat klukkustundum
saman og sinnti handavinnu,
útbjó alls kyns meistaraverk um
ævina, saumaði minn fyrsta
upphlut, prjónaði peysur og
trefla og allt sem maður bað um,
og átti heilan lager af garni og
efni. Ég hugsa um ömmu sem
hafði alla tíð dreymt um að fara
til Skotlands og ég hugsa hlý-
lega til þeirrar minningar þegar
við pabbi og Einar buðum þér í
helgarferð til Edinborgar að
láta drauminn rætast.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem við fengum saman og mun
varðveita þær minningar. Mér
þykir ofboðslega vænt um þig
amma mín og þín verður sárt
saknað.
Mig langar líka innilega að
þakka starfsfólkinu í Miðgarði
og Víðihlíð fyrir góða umönnun
og þann kærleik sem þið sýnduð
ömmu minni.
Ég bið kærlega að heilsa hon-
um afa
Þín ömmustelpa,
Guðrún María.
Amma Sissa.
Ég mun að eilífu vera þakk-
látur, elsku amma Sissa, fyrir
alla þína skilyrðislausu ást og
stuðning, hvort sem það var að
styðja mig og stappa í mig stál-
inu í náminu, tómstundum eða
ástríðum. Þú trúðir alltaf á mig
og hjálpaðir mér að skilja gildi
þess að taka frá tíma til að njóta
lífsins og lenda í ævintýrum
líka. Amma hafði alltaf bestu
ráðin, ég hef lært svo mikið um
raunverulegan tilgang lífsins af
henni og ég mun að eilífu geyma
í hjarta mínu allar fallegu stund-
irnar sem ég átti með henni.
Daníel Ohayon.
Amma Sissa var góðlátasta
manneskja sem ég hef kynnst.
Hún sá alltaf það besta í mér og
hvatti mig til að vilja verða
betri. Stuðningurinn og kær-
leikurinn sem hún sýndi mér tók
aldrei enda og ég mun ævinlega
vera henni þakklát fyrir það. Ég
mun sakna hennar meira en orð
fá lýst og mun að eilífu geyma
minningu hennar og ástina til
hennar í hjarta mínu.
Keren Lilja Ohayon.
Kristjana Sigríður
Gunnarsdóttir
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar