Morgunblaðið - 13.04.2022, Side 20

Morgunblaðið - 13.04.2022, Side 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022 Sindrastóll Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001) Sindrastóllinn er bólstraður með íslenskri lambagæru. Verð frá: 229.000 kr. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is 60 ÁRA Kristinn fæddist á Akranesi, ólst upp á Selfossi og býr nú í Reykjavík. Hann er stúd- ent frá MH og með BA-próf í ljósmyndun frá Harrow College of Higher Education í London. Kristinn var ljósmyndari á Morgunblaðinu 1992-2015. en vinnur nú sem ljósmyndari á markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands. „Það er heilmikil fjölbreytni hér og því um margt líkt að vinna í HÍ og að vera á Mogg- anum. Við framleiðum kynningarefni, ég mynda stærri viðburði innan skólans og svo er það miðlun á vísindastarfi.“ Áhugamál Kristins er fyrst og fremst ljósmyndun. „Myndir af fólki hafa verið mitt áhugasvið innan ljósmyndunarinnar, en ég lagði áherslu á port- rettmyndir í lokaverkefni mínu.“ Verkefnið var portrett af meðlimum bresku lávarðadeildarinnar og þrjár mynda Kristins úr lokaverkefninu eru í eigu National Portrait Gallery í London. Kristinn var með sýningu í Þjóðminjasafninu 2005 og af því tilefni var gef- in út bókin Skuggaföll um verk Kristins. Hann var einnig með sýningu í Þýskalandi í tengslum við Bókamessuna í Frankfurt. Sú sýning hefur farið víða um heim. Hann gaf út bókina Sköpunarsögur með Pétri Blöndal en í bókinni eru viðtöl við 12 rithöfunda með nokkrum portrettmyndum af hverj- um og einum höfundi. FJÖLSKYLDA Eiginkona Kristins er Anna Hjartardóttir, f. 1960, hjúkr- unarfræðingur. Börn þeirra eru Ívar, f. 1990, Íris, f 1993, og Harpa, f. 1997. Foreldrar Kristins voru Svava Steingrímsdóttir, f. 1921, d. 2014, húsmóðir, og Ingvar Björnsson, f. 1912, d. 1963, kennari á Akranesi. Stjúpfaðir Kristins var Páll Hallgrímsson, f. 1912, d. 2005, sýslumaður í Árnessýslu. Kristinn Ingvarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Af einhverjum ástæðum ertu stað- ráðin/n í að fá þínu framgengt í dag. Pass- aðu samt að vaða ekki yfir fólk. Haltu vinnu og einkalífi aðskildu. 20. apríl - 20. maí + Naut Láttu þér ekki bregða þótt sumir hafi aðrar skoðanir á málum en þú, jafnvel þeir sem hafa alltaf verið í já-liði þínu. Vinir þínir kunna vel að meta þig. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er mikil hætta á hvers konar misskilningi þessa dagana. Gættu þess að ganga hægt um gleðinnar dyr, þú átt það til að fara of geyst af stað. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú ert hrókur alls fagnaðar og allir vilja vera nálægt þér. Reyndu að vera hjálp- leg/ur og veita öðrum stuðning. Grasið er ekkert grænna hinum megin við girðinguna. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Að reyna að breyta hegðun annarra er næstum því vonlaust, en þú vilt endilega reyna. Farðu vel með peningana þína. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er ágætt að staldra við, líta yfir sviðið og reyna að gera sér grein fyrir því, hvort málin þokast áfram eða ekki. Leyfðu þér að dreyma - það kostar ekkert. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er ekkert vit í því að forðast það að taka ákvörðun. Þú ert snillingur í að fresta hlutum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú ert ekki það sem gerist en viðbrögðin eru þín. Kannski býstu við of miklu í nýlegu ástarsambandi, en mundu að Róm var ekki byggð á einum degi. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Notaðu daginn til rannsókna, þú býrð yfir einbeitingu og krafti núna sem ger- ir þér kleift að komast til botns í því sem þú kærir þig um. Ekki skuldbinda þig til neins. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þótt þú megir ekki vanrækja skyldur þínar í vinnunni ættirðu að reyna að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Gerðu þér dagamun í kvöld. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Farðu eftir hugboði þínu í fjár- málum en forðastu að taka óþarfa áhættu. Námskeið sem þig langar á býðst allt í einu, þú ættir að stökkva á það. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú sveiflast milli sjálfsöryggis og van- metakenndar. Gættu þess að taka ekki fram í fyrir þeim sem eru að reyna að segja þér hvernig þeir vilja hafa hlutina. þeirra fjölmörgu kennara sem kenna á hverri önn. „Það er dásam- legt að vinna þarna, ég er í sam- skiptum við besta kvikmyndagerð- arfólkið á landinu og er að fá það til að kenna. Maður er að hjálpa hæfi- leikaríku fólki að finna sig í faginu og gera flottar myndir. Svo er þetta skóli sem ég var í sjálfur og mér þykir vænt um hann. Nú á 30 ára afmæli skólans erum við svo í full- sínar fyrri myndir og leist þeim vel á.“ Hrafnkell hóf störf sem stunda- kennari við Kvikmyndaskóla Ís- lands árið 2010. Árið 2011 tók hann við sem deildarstjóri handrits- og leikstjórnardeildar Kvikmyndaskól- ans til ársins 2016 þegar hann tók við starfi námsstjóra við skólann, sem felur í sér skipulag alls náms í skólanum ásamt ráðningu allra H rafnkell Stefánsson er fæddur 13. apríl 1982 í Reykjavík. „Ég átti heima í Danmörku frá 2 ára aldri til 8 ára í hverfi stutt frá Kaupmanna- höfn sem heitir Kagsåkolligiet, en þar bjuggu margir Íslendingar. Við fjölskyldan fluttum svo til Hafnar- fjarðar.“ Hrafnkell gekk í Engidalsskóla og svo Víðistaðaskóla í unglinga- deild. „Það var margt afreks- og listafólk í þeim bekk, t.d. Ágústa Eva leikkona, Egill Rafnsson trommari og Logi Geirsson hand- boltamaður.“ Hrafnkell lauk stúd- entsprófi af listnámsbraut úr Borg- arholtsskóla, diplóma frá Kvik- myndaskóla Íslands árið 2000 og lauk MA-gráðu frá The London Film School 2007. „Þegar ég var barn þá bjó ég til sjónvarpsþætti með G.I. Joe-köllunum mínum, á mánudögum var einn þáttur og á þriðjudögum var einhver annar þáttur. Ég var alltaf að búa til ein- verjar sögur. Ég hef því alltaf vitað að ég ætlaði að búa til bíó eða sjón- varp. Svo fór ég að skrifa og búa til myndir og sá að skriftirnar áttu best við mig.“ Hrafnkell hóf að starfa sem handritshöfundur beint eftir nám við ýmis handritsverkefni, ásamt handritsráðgjöf. Árið 2011 kom út kvikmyndin Kurteist fólk, síðar á sama ári kom út Borgríki og svo ár- ið 2014 kom út Borgríki 2 – Blóð hraustra manna, en myndirnar skrifaði Hrafnkell í félagi við Ólaf Jóhannesson (Olaf de Fleur), sem leikstýrði öllum þremur mynd- unum. „Eitt verkefni sem er á döfinni hjá mér er hryllingsmynd sem er í fjármögnunarferli með einum af mínum nánustu samstarfsmönnum, Ólafi Jóhannessyni. Einnig er gam- anmynd í þróun hjá Erni Marinó Arnarsyni og Þorkeli Harðarsyni,“ en þeir gerðu Veiðiferðamyndirnar. „Ég frétti að þeir ætluðu að gera tvær myndir á ári og ég hafði sam- band við þá um að ég ætti gaman- handrit sem væri alveg í takt við það sem þeir voru að hugsa með um undirbúningi fyrir tilvonandi út- tekt vegna umsóknar skólans um að verða háskóli.“ Hrafnkell var tilnefndur til Edd- unnar fyrir besta handrit fyrir myndina Kurteist fólk. Myndir hans hafa svo verið tilnefndar til fjölda Edduverðlauna. Hrafnkell var í stjórn Félags kvikmyndagerðar- manna 2008-2010. Áhugamál Hrafnkels eru að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsþætti, eða eyða tíma með fjölskyldunni. „Þá erum við reyndar oft að horfa á kvikmyndir en svo erum við líka dugleg að spila borðspil. Svo hitti ég æskuvini aðra hverja viku til að spila flókin borðspil, þar sem það tekur oft jafn langan tíma að lesa reglurnar og að spila sjálf spilið.“ Hrafnkell er í Kaupmannahöfn í tilefni afmælisins. „Konan mín bauð mér í afmælisferð með krökkunum. Þar hef ég m.a. verið að kíkja á æskuslóðirnar.“ Fjölskylda Eiginkona Hrafnkels er Helga Ásdís Jónasdóttir, f. 12.4. 1988, við- skiptafræðingur og starfar við end- urskoðun. Þau eru búsett í Húsa- hverfi í Grafarvogi. Foreldrar Hrafnkell Stefánsson, handritshöfundur og námsstj. við Kvikmyndaskóla Íslands – 40 ára Fjölskyldan Hrafnkell og Helga ásamt börnunum við gosstöðvarnar hjá Fagradalsfjalli í fyrra. Ætlaði alltaf að búa til bíó Bíó búið til Hrafnkell við tökur á kvikmyndinni Borgríki 2 ásamt Guðna Páli Sæmundssyni sem var aðstoðarleikstjóri myndarinnar. Til hamingju með daginn Stykkishólmur Olivia Eldey Vitos fæddist 13. apríl 2021 og á því eins árs afmæli í dag. Foreldrar hennar eru Jana Vitos og Maros Vitos. „Við óskum þess að lífið færi þér gleði og hamingju svo þú megir dreifa henni til annarra, hér eftir sem hingað til.“ Mamma og pabbi. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.