Morgunblaðið - 13.04.2022, Side 23
HM 2023
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Tvö vafasöm atriði féllu íslenska
landsliðinu í hag þegar það vann gríð-
arlega dýrmætan sigur á Tékkum,
1:0, í undankeppni heimsmeistara-
móts kvenna í Teplice í gær.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skor-
aði sigurmarkið á 35. mínútu, eftir að
markvörður Tékka varði skalla Gló-
dísar Perlu Viggósdóttur upp í þver-
slána. Boltinn fór af hönd Gunnhildar
í netið en það sáu aðeins sjónvarps-
vélarnar og enginn mótmælti mark-
inu á vellinum. Myndbandsdómgæsla
er ekki til staðar í undankeppninni og
það var Íslandi til happs í þetta sinn.
Hitt atvikið átti sér stað í uppbót-
artímanum þar sem mark var dæmt
af Tékkum og mjög erfitt var að sjá
fyrir hvað það var. En skoski dóm-
arinn var handviss í sinni sök og
dæmdi aukaspyrnu sem Tékkar mót-
mæltu harðlega og héldu því áfram
eftir að leik var lokið.
Hreinn úrslitaleikur í
haust og umspilssæti í höfn
En stigin þrjú fleyta íslenska lið-
inu á topp riðilsins, einu stigi fyrir
ofan ríkjandi Evrópumeistara frá
Hollandi, og þar með er alveg ljóst
að liðin mætast í hreinum úrslitaleik
í lokaumferðinni í Hollandi 6. sept-
ember. Í millitíðinni eiga bæði að
mæta Hvíta-Rússlandi sem varla
setur strik í reikninginn.
Sigurinn í Teplice gulltryggir Ís-
landi líka sæti í umspilinu, hið
minnsta, því með honum er endan-
lega ljóst að Ísland verður í öðru
tveggja efstu sætanna. Sigurliðið fer
beint á HM og liðið í öðru sæti fer í
umspil. Tékkland átti möguleika á
öðru sætinu með sigri í gær og von-
brigði leikmanna liðsins eftir að
markið var dæmt af því voru skilj-
anleg.
En það er gríðarlega sterkt að
hafa náð sex stigum gegn tékkneska
liðinu sem gerði jafntefli í báðum
leikjum sínum við Hollendinga, og
var aðeins örfáum mínútum frá sigri
í öðrum þeirra.
Eftir tapið gegn Hollandi á Laug-
ardalsvellinum í haust hefur allt fall-
ið með íslenska liðinu því það hefur
unnið alla fimm leikina eftir það og
fengið hagstæð úrslit í innbyrðis
leikjum keppinautanna.
Það má eflaust deila lengi um
hvort þessi sigur í Teplice hafi verið
sanngjarn. En fyrir utan þetta mark
sem dæmt var af Tékkum í lokin
náðu þeir aldrei að ógna marki Ís-
lands verulega þrátt fyrir mjög
þunga pressu á köflum. Tvö skot ut-
an vítateigs, yfir mark Íslands, var
það eina sem Tékkar komu á blað í
sóknarleik sínum.
Haldið hreinu átta sinnum
Þetta er í takt við þann öfluga
varnarleik sem Þorsteinn Hall-
dórsson hefur náð að byggja upp en
undir hans stjórn hefur íslenska
landsliðið nú haldið marki sínu
hreinu í átta landsleikjum af fjórtán.
Og þetta var tíundi sigurinn í þess-
um fjórtán leikjum.
Íslenska liðið óð svo sem ekki í
færum í Teplice en átti þó sjö mark-
skot, þrjú þeirra á markið, og Bar-
bora Votiková varði glæsilega frá
Sveindísi Jane Jónsdóttur í byrjun
uppbótartímans, þegar engu munaði
að hún kæmi Íslandi í 2:0 eftir að
hafa sloppið ein inn fyrir tékknesku
vörnina.
Nú verða HM-draumarnir lagðir
til hliðar um sinn því næsta verkefni
íslenska liðsins er Evrópumótið á
Englandi í sumar þar sem Belgía,
Ítalía og Frakkland eru mótherj-
arnir í riðlakeppninni.
Heilladísirnar hliðhollar
- Ísland upp fyrir Holland og í efsta sæti undanriðils HM eftir vafasamt sigur-
mark Gunnhildar Yrsu í Teplice - Mark dæmt af Tékkum í uppbótartímanum
Ljósmynd/Zenyfotbal
Teplice Sigurmarki Íslands fagnað eftir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom boltanum yfir marklínuna í kjölfar hornspyrnu eftir 35 mínútna leik.
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022
_ Kolbeinn Sigþórsson íhugar að
leggja knattspyrnuskóna á hilluna en
umboðsmaður hans, Fredrik Risp,
skýrði frá því í samtali við sænska net-
miðilinn Fotbollskanalen í gær. Kol-
beinn hefur verið án félags síðan í des-
ember þegar samningur hans við
Gautaborg rann út. Risp segir að mikill
áhugi sé á Kolbeini, bæði innan og ut-
an Svíþjóðar, en hann skorti hungur og
hvatningu til að halda áfram. „Hann
var tilbúinn til að gera allt fyrir ís-
lenska landsliðið en sú hvatning er
ekki lengur fyrir hendi,“ sagði um-
boðsmaðurinn.
_ Argentínskur knattspyrnumaður,
Thiago Ceijas, hefur samið við Grind-
víkinga um að leika með þeim í 1.
deildinni í sumar. Ceijas er 21 árs gam-
all miðjumaður og hefur verið á Ítalíu
undanfarin ár, síðast með C-
deildarfélaginu Carpi.
_ Melina Ayers, knattspyrnukona frá
Ástralíu, er komin til liðs við Breiðablik
í láni frá meistaraliðinu Melbourne
Victory. Hún er 22 ára framherji og var
í lykilhlutverki hjá Victory í vetur þegar
liðið tryggði sér ástralska meistaratit-
ilinn annað árið í röð á nýliðnu tímabili
þar í landi.
_ Arnar Daði Arnarsson hefur fram-
lengt samning sinn við Gróttu sem
þjálfari karlaliðs félagins í handknatt-
leik til þriggja ára. Markahæsti leik-
maður Gróttu í vetur, Birgir Steinn
Jónsson, hefur samið við félagið til
tveggja ára.
_ Nýliðar Fram í Bestu deild karla í
fótbolta hafa fengið ástralskan varnar-
mann til liðs við sig. Hann heitir Hos-
ine Bility, er tvítugur og kemur frá
Midtjylland í Danmörku þar sem hann
lék með unglingaliðinu og hefur verið í
hópi aðalliðsins án þess að spila.
_ Piltalandslið Íslands í íshokkí, 18
ára og yngri, vann Ísrael 6:3 í C-deild
heimsmeistaramótsins í Istanbúl í gær
og er með sex stig eftir tvo leiki.
Strákarnir unnu Belga í fyrsta leik.
Alex Sveinsson skoraði tvö markanna
og þeir Arnar Karvelsson, Níels Haf-
steinsson, Gunnlaugur Þorsteinsson
og Uni Blöndal eitt mark hver.
_ Handknattleiksmaðurinn Ásgeir
Snær Vignisson hefur
samið til tveggja ára
við Helsingborg, sem
verður nýliði í
sænsku úr-
valsdeildinni
á næsta
tímabili.
Ásgeir er
23 ára örv-
hent skytta og
hefur leikið með ÍBV
undanfarin tvö ár en
ólst upp í Val. Hann
hefur skorað 45 mörk í
20 leikjum með ÍBV í vet-
ur.
Eitt
ogannað
0:1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 35.
Ísland: (4-3-3) Mark: Sandra Sig-
urðardóttir. Vörn: Sif Atladóttir
(Guðný Árnadóttir 80), Glódís Perla
Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir,
Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja:
Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur
Yrsa Jónsdóttir , Karólína Lea Vil-
hjálmsdóttir (Elín Metta Jensen 80).
Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir,
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Sara
Björk Gunnarsdóttir 57), Agla María
Albertsdóttir (Svava Rós Guðmunds-
dóttir 69).
TÉKKLAND – ÍSLAND 0:1
Dómari: Lorraine Watson, Skotlandi
Áhorfendur: 3.242.
_ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skor-
aði sitt 14. mark fyrir A-landsliðið.
Hún jafnaði þar með Olgu Færseth
en þær eru nú í 11.-12. sæti yfir
markahæstu leikmenn landsliðsins
frá upphafi.
_ Sara Björk Gunnarsdóttir hélt
áfram að bæta leikjametið og lék
sinn 138. landsleik. Hallbera Guðný
Gísladóttir er þriðja leikjahæst og
lék sinn 127. landsleik.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undanúrslit kvenna, fjórði leikur:
Njarðvík: Njarðvík – Fjölnir (2:1) ...... 20.15
Umspil karla, undanúrslit, oddaleikur:
Höfn: Sindri – Álftanes (2:2)................ 19.15
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar karla, 1. umferð:
Njarðvík: Njarðvík – Fjölnir.................... 18
Ólafsvík: Reynir He. – Skallagrímur....... 20
Í KVÖLD!
Víkingar verða Íslandsmeistarar í
knattspyrnu annað árið í röð ef hin
árlega spá forráðamanna, fyrirliða
og þjálfara liðanna í Bestu deild
karla gengur eftir.
Á kynningarfundi deildarinnar í
gær var spáin birt og þar fengu
Víkingar 367 stig í efsta sæti,
Breiðablik 364 stig í öðru sæti og
Valur 334 stig í þriðja sæti.
KR fékk 316 stig í fjórða sæti, FH
299 stig í fimmta sæti og Stjarnan
223 stig í sjötta sætinu en þessi lið
myndu þá komast í úrslitakeppnina
á lokaspretti Íslandsmótsins.
KA fékk 207 stig, Leiknir R. 160
stig, ÍA og ÍBV bæði 120 stig en
Keflavík með 82 stig og Fram með
68 stig var spáð neðstu sætunum og
þar með falli úr deildinni.
Ljósmynd/Óttar Geirsson
Sigursælir Víkingar unnu tvöfalt í fyrra og þykja líklegir til afreka í ár.
Víkingum spáð sigri
Evrópumeistarar Chelsea eru úr
leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta
eftir að hafa velgt Real Madrid
hressilega undir uggum í seinni leik
liðanna í átta liða úrslitunum í
spænsku höfuðborginni í gærkvöld.
Real Madrid vann fyrri leikinn í
London, 3:1, en Chelsea gerði sér lít-
ið fyrir og komst yfir í einvíginu með
því að ná 3:0 forystu. Mason Mount
skoraði á 15. mínútu, Antonio Rüdi-
ger á 51. og Timo Werner á 75. mín-
útu.
Rodrygo tryggði Real Madrid
framlengingu með því að minnka
muninn í 3:1 á 80. mínútu. Í fram-
lengingunni skoraði síðan Karim
Benzema enn eitt mark sitt fyrir
Real og kom liði sínu áfram, 5:4 sam-
anlagt, þrátt fyrir ósigur á heima-
velli, 3:2.
Í München urðu heldur betur
óvænt úrslit þegar „Guli kafbát-
urinn“ frá Spáni, Villarreal, náði
jafntefli við stórveldið Bayern
München, 1:1, og vann þar með ein-
vígið 2:1.
Robert Lewandowski kom Bayern
yfir á 52. mínútu, 1:0, og þar með var
staðan jöfn samanlagt. Þegar allt
stefndi í framlengingu skoraði
Samuel Chukwueze jöfnunarmark
Villarreal, sem kom spænska liðinu
áfram.
Real slapp en
Bayern slegið út
AFP/Oscar del Pozo
Madríd Rodrygo og Karim Ben-
zema voru bjargvættir Real Madrid.