Morgunblaðið - 13.04.2022, Page 25

Morgunblaðið - 13.04.2022, Page 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022 B ókin Mislingar er áminning um hve miklu skiptir að eiga greinargóða lýsingu á eðli farsóttar, hvernig hún berst hingað til eylandsins, hvernig á málum er haldið til að hefta útbreiðsl- una, til hvaða ráða er gripið til að lækna þá sem sýkjast og hver áhrifin eru á þjóðlífið. Heilbrigðisyfirvöld og landstjórnin standa frammi fyrir slíkri skýrslu- gerð núna vegna Covid-19-faraldurs- ins. Við gerð Misl- inga gat höfund- urinn til dæmis ekki stuðst við neinar staðfestar opinberar tölur um hve margir létust af völdum mislinga fyrr en árið 1924, tölur fyrir þann tíma „eru byggðar á getgátum“. (202) Erla Dóris Halldórsdóttir, höf- undur Mislinga, er doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2016, heitir doktorsritgerð hennar Fæðing- arhjálp á Íslandi 1760-1880. Erla Dóris er einnig hjúkrunarfræðingur með sérmenntun í gjörgæsluhjúkrun. Hefur hún m.a. sent frá sér bæk- urnar: Þeir vöktu yfir ljósinu. Saga karla í ljósmóðurstörfum (2019) og Óhreinu börnin hennar Evu um holdsveiki í Noregi og á Íslandi (2020). Bókin Mislingar er 328 bls., þar af eru 83 bls. heimildaskrá, myndaskrá, tilvísanaskrá og nafnaskrá. Megin- málið skiptist í níu kafla (1) Inngang; (2) Heilsan er dýrmæt – auðvelt að missa hana; (3) Hvers konar sjúk- dómur eru mislingar?; (4) Fyrstu varnir gegn mislingum á Íslandi; (5) Þegar mislingasótt barst til Íslands árið 1846; (6) Mislingasótt fyrir norð- an og austan 1868; (7) Mislingar árið 1882; (8) Mislingar á Íslandi á tutt- ugustu öld og (9) Meðferð við misl- ingum. Textinn er skýr og höfundur leitar víða fanga. Stuðst er við frásagnir lækna og einstaklinga sem bregða ljósi á mannlíf og búsetu. Lögð er rík áhersla á að draga fram sem gleggst- ar upplýsingar úr skýrslum, frásögn- um og bréfum um allt sem höfundur telur snúa að mislingum og áhrifum þeirra. Fyrir almennan lesanda er þetta ekki alltaf árennilegur texti en samantektin ber vott um alúð höf- undar við að fá heildstæða mynd af því hve mikill bölvaldur sjúkdóm- urinn var, bærist hann á annað borð til landsins. Mislingum er lýst sem mest smit- andi veirusjúkdómi hjá mönnum sem til er í heiminum. Það var ekki fyrr en 1976 sem reglulegar bólusetningar hófust fyrir mislingum hér. Höfundur segir veiru- sjúkdóminn mislinga alltaf hafa vofað „yfir fólki sem hafði ekki verið bólu- sett við veikinni. Engin lækning var til við mislingum og þannig er það einnig á okkar dögum“. (233) Fyrst árið 1911 var lögfest hér að prestar mættu engan jarða nema þeir hefðu í höndum dánarvottorð frá lækni. Hefði læknir ekki stundað hinn látna í banalegunni skyldi hann sóttur innan sólarhrings frá andlátinu til að skrá dauðamein sjúklingsins. Bókin hefst á lýsingu á sjúkdómi sem hingað barst með einu af 41 skipi vorið og sumarið 1791. Var sjúkdóm- urinn rannsakaður sem mislingasmit enda komu 26 skipanna frá Kaup- mannahöfn þar sem geisaði mislinga- farsótt vorið 1791. Enginn þekkti áhrif mislinga hér á landi af eigin raun enda talið að þeir hefðu síðast herjað á landsmenn árið 1644. Af þeim 230 árum sem rannsókn höf- undar á útbreiðslu mislinga spannar eru tæp 100 ár frá því að skrá átti mislinga sem dánarorsök. Það krefst því nákvæmni við lestur skýrslu lækna og önnur gögn að álykta um mislingasóttir og dauðsföll vegna þeirra. Því er lýst af nákvæmni hvernig staðið var að útgáfu og skoðun heil- brigðisvottorða fyrir skip. Mikil ábyrgð hvíldi á skipstjóra í því efni. Þegar verslun við Ísland varð frjáls 1787 gerði Jón Sveinsson landlæknir tillögu um sóttvarnir gegn bólusótt og mislingum sem skyldu styðjast við heilbrigðisvottorð á ábyrgð skip- stjóra. Voru þessar ráðstafanir „sér- íslenskt fyrirbrigði og einsdæmi að Danakonungur skyldi taka svo vel í að verja Íslendinga fyrir smit- sjúkdómum á átjándu öld“. (31) Þessi auglýsing um sérstakar varn- ir gegn bólusótt og mislingum gilti frá 18. maí 1787 til 20. júní 1838 eða í 51 ár. Leið ekki nema eitt ár eftir afnám ströngu reglnanna þar til bólusótt stakk sér niður í Vestmannaeyjum. Átta árum síðar, 1846, kom hingað mislingasjúkur maður með skipi frá Kaupmannahöfn. (85). Sóttvarnatilskipun fyrir Dan- mörku og Noreg var gefin út 1805, hún gilti einnig hér en var ekki þýdd á íslensku fyrr en 1831. Samkvæmt henni áttu heilbrigðisnefndir að sporna gegn farsóttum með skipum. Þær störfuðu ekki í mislingafaraldr- inum 1846 þegar talið er að um tvö þúsund manns hafi dáið hér, Telur höfundur að því megi „slá föstu“ að það „hefði mátt afstýra“ þessu mannfalli árið 1846 „ef slík nefnd hefði verið komin á laggirnar á ný það ár“. (127) Sagan um mislingana er öðrum þræði mögnuð og sorgleg þjóðlífslýs- ing. Læknar gegna að sjálfsögðu lykilhlutverki og mjög stuðst við gögn frá þeim. Þá eins og nú eru ekki allir á einu máli um hvaða aðferðum skuli beitt til að sigrast á pestinni. Í heilbrigðis- skýrslu frá 1895 kemur fram að Jón- as Jónassen landlæknir „er ekki alls kostar ánægður með að ekki skuli fleiri hafa greinst með mislinga þann- ig að sóttin fengi að dreifast um land- ið. Þessi orð landlæknis undirstrika nýtt sjónarhorn læknis hér á landi, sem óskar þess að mislingar verði landlægir hér frekar en að þeir bær- ust með nokkurra ára millibili“. (177) Í upplýsingariti Jónasar fyrir al- menning frá 1882 segir landlæknirinn að mislingar séu ekki hættulegur sjúkdómur „ef vel er með farið“. Seg- ir höfundur þetta „afar einkennilega ábendingu“ landlæknis í faraldri þeg- ar talið var að „um þúsund ein- staklingar hafi látið lífið af völdum sóttarinnar“. (238) Á sömu blaðsíðu er síðan vitnað í grein eftir Guðmund Björnson, hér- aðslækni í Reykjavík, frá 1904 þar sem hann varar mjög við mislingum og hvetur til strangra sóttvarna. Hann spyr hver vilji flytja mislinga inn í landið og leyfa þeim að dreifast um allt land og „myrða þannig vísvit- andi um 400 börn?“ (239) Með reynsluna af Covid-19- faraldrinum að baki er kunnuglegt að lesa tveggja alda gamlar lýsingar af baráttu við veirufaraldur. Úrræðin hafa ekki breyst: sóttvarnir til að stöðva útbreiðslu, greining á sjúk- dómnum og tilraunir til lækninga þar til sigur vinnst með bóluefni. Aðstæð- urnar eru ólíkar en markmiðið sama: að bjarga eins mörgum mannslífum og kostur er. Miskunnarleysi mislinganna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Höfundurinn „Sagan um mislingana er öðrum þræði mögnuð og sorgleg þjóðlífslýsing,“ segir gagnrýnandinn um bók Erlu Dóris Halldórsdóttur. Lækningasaga Mislingar bbbbn Eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur. Innb. 328 bls., myndir, nafnaskrá. Nýhöfn ehf., 2021. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Tónleikasýning á söngleiknum Hárinu verður í Menningarhús- inu Hofi á Akur- eyri á laugardag- inn, 16. apríl, kl. 20 og 23 og verð- ur hún aðeins sýnd þetta eina kvöld. Er þetta jafnframt fyrsta sýning Rún viðburða sem er nýtt viðburðafyrirtæki á Akureyri og verður aðaláherslan lögð á tónlist- ina í verkinu. Um flutning á lögum sjá sjö leik- arar, fimm manna hljómsveit og tíu manna kór. Leikarar í sýningunni eru þau Arnþór Þórsteinsson, Árni Beinteinn, Hafsteinn Vilhelmsson, Ívar Helgason, Jónína Björt Gunn- arsdóttir, Guðný Ósk Karlsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Leikstjóri sýningarinnar er Aníta Ísey Jónsdóttir, tónlistarstjóri Guð- jón Jónsson og framleiðandi Jónína Björt Gunnarsdóttir. Kór sýning- arinnar er Sönghópurinn Rok. Hárið í Hofi Veggspjald tón- leikasýningarinnar Sjónarhorn nefnast fræðslu- stundir í Hafn- arborg í Hafn- arfirði, ætlaðar eldra fólki sem hefur áhuga á menningu og listum, til að fræðast um starfsemi Hafnarborgar, yfirstandandi sýn- ingar eða einstök verk úr safn- eign. Næsta slík stund fer fram í dag, miðvikudag, kl. 14, og verð- ur fjallað ítarlega um valin verk úr safneign Hafnarborgar sem telur nú tæplega 1.600 verk sem eru unnin með fjölbreyttum að- ferðum. Hægt er að skrá sig í síma 585- 5790 eða með tölvupósti á hafn- arborg@hafnafjordur.is. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í Hafnarborg að lokinni dagskrá og aðgangur er ókeypis. Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafn- arborgar, segir frá verkunum. Fjallað um valin verk úr safneign Aldís Arnardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.