Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 4

Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022 Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Frábær kostur í hádeginu Djúsí andasamloka Þín upplifun skiptir okkur máli „Mín skilaboð til fyrirtækja eru að þau taki þátt í baráttunni í þeim miklu efnahagsaðstæðum sem nú eru uppi og til neytenda að þeir verði vel vakandi yfir verðlagi,“ segir Lilja Al- freðsdóttir, menningar- og viðskiptaráð- herra. Tilefnið er sú mikla umræða sem verið hefur um verðhækkanir og verðbólgu. Verðbólgan fór í 7,2% við síðustu mælingu hér og einnig er mikil verð- bólga víða um lönd. Lilja segir að ástæðan fyrir verðbólguþrýstingi sé að miklir peningar séu í umferð í kjölfar kórónuveirufaraldursins og hnökrar í aðfangakeðjunni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Lilja kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær minnisblað um upplýsingaöflun um þróun samkeppni og verðhækk- anir á lykilmörkuðum sem Sam- keppniseftirlitið hefur hafið. Mark- miðið er að gera stofnuninni kleift að greina áhrif ytri aðstæðna á verð- bólgu á lykilmörkuðum, einkum þró- un framlegðar á dagvörumarkaði, eldsneytismarkaði og markaði fyrir byggingarefni. Vonast er til að hægt verði að meta mögulega samkeppn- isbresti á viðkomandi mörkuðum sem myndu hugsanlega kalla á frek- ari athuganir eða aðgerðir. Lilja segir mikilvægt að Sam- keppniseftirlitið geri þessa athugun. Með því sé hún að gæta þess að verðhækkanir verði ekki nema þar sem þeirra er þörf vegna ytri að- stæðna. „Mér fannst mikilvægt að gera grein fyrir þessu á ríkisstjórn- arfundi og var vel tekið í verkefnið,“ segir Lilja. helgi@mbl.is Verð hækki aðeins þar sem þörf er á - Samkeppniseftirlitið aflar upplýsinga Morgunblaðið/Golli Innkaupakerran Nokkur verð- bólguþrýstingur er nú í hagkerfinu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er mín bjargfasta skoðun að verkalýðshreyfingin, atvinnulífið, verslun og þjónusta, Seðlabankinn, sveitarfélögin og ríkið eigi að taka höndum saman og finna leið til að milda afleiðingar aðgerða gegn verð- bólgunni eins og hægt er,“ segir Vil- hjálmur Birgisson, formaður Verka- lýðsfélags Akraness og Starfs- greinasambands Íslands, um aðgerðir til að vinna gegn verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, telur brýnt að hlutaðeigendur nái sátt um að ná tökum á verðbólg- unni og bendir á að samtal í þá veru sé hafið á vettvangi þjóðhagsráðs. Nýjasta mæling Hagstofu Íslands sýnir að verðbólgan er nú 7,2%. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagði í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær að stærsta verkefnið fram undan væri að ná tökum á verðbólgunni. Nefndi aðgerðir Seðlabankans, ríkis- fjármálin þurfi að vera aðhaldssöm og vinnumarkaðurinn verði að taka tillit til aðstæðna. Allir tapa á verðbólgu „Verðbólgan er meiri og þrálátari en búist var við,“ segir Halldór Benja- mín. Því valdi utanaðkomandi áhrif og aukin spenna í efnahagslífinu. Búast megi við miklum vaxtahækkunum og vísar hann í því efni til greiningar- deilda bankanna sem geri ráð fyrir allt að einnar prósentu hækkun stýri- vaxta Seðlabankans í næstu viku. „Mikilvægt er að ræða áhrif niður- staðna kjarasamninga á verðbólgu. Það lögmál gildir enn og mun gera um ókomna tíð, að innistæðulausir kjara- samningar valda verðbólgu, enda tapa allir á því og lágtekjufólkið mest,“ seg- ir Halldór og telur að tryggja verði að nýir kjarasamningar muni ekki leiða til enn meiri verðbólgu og hærri vaxta. Hvorki fyrirtækin né heimilin njóti góðs af verðbólgu og háum vöxtum. Þak á hækkun lána „Við erum að horfa upp á for- dæmalausa tíma þar sem verðbólgan æðir stjórnlaust áfram, með sama hætti og er að gerast vítt og breitt um heiminn,“ segir Vilhjálmur Birgisson og heldur áfram: „Það sýnir okkur að almenningur og heimilin bera enga ábyrgð á þeirri verðbólgu sem nú er. Á þeirri fosendu er mikilvægt að stjórnvöld taki málið alvarlega og verji heimilin fyrir verðbólgu- skotinu,“ segir Vilhjálmur. Nefnir hann sérstaklega afleiðing- ar af tengingu fjárskuldbindinga heimilanna við verðlag. Segir að verð- tryggðar skuldir heimilanna nemi 1.500 milljörðum króna. Höfuðstóll þeirra hafi því hækkað um 108 millj- arða á tólf mánuðum og í síðasta mánuði einum, á 31 degi, um 20 millj- arða. Ef litið sé til hefðbundins verð- tryggðs láns, upp á 35 milljónir, þá hafi það hækkað um 438 þúsund krónur á einum mánuði. „Þetta er galið. Miðað við þá fordæmalausu stöðu sem nú er uppi verða stjórnvöld að grípa til aðgerða. Það mætti til dæmis setja þak á vísitöluhækkun verðtryggðra lána.“ Spurður um aðrar aðgerðir segir Vilhjálmur að draga mætti úr gjöld- um sem lögð eru á bensín og olíu, eins og gert hafi verið í sumum nágranna- löndum. Þá þurfi að ráðast í mikið átak á húsnæðismarkaðnum. Sveitar- félögin beri ábyrgð á hluta verðbólg- unnar vegna hækkunar fasteigna- verðs. Þau verði að auka framboð á lóðum til að koma til móts við eft- irspurn eftir húsnæði. Kjarasamningar eina úrræðið Vilhjálmur segir að við aðstæður eins og nú ríkja komi aðstöðumunur verslunar og þjónustu annars vegar og launafólks hins vegar skýrt í ljós. Sem dæmi nefnir hann að þegar verð á innfluttum vörum hækki geti versl- un og þjónusta varpað auknum kostnaði út í verðlagið, um leið og varan er keypt inn. Þegar launafólk sé í sömu stöðu geti það ekki mætt auknum kostnaði nema í gegnum kjarasamninga og þeir séu ekki lausir nema á tveggja til fjögurra ára fresti. „Það er alveg ljóst að ef menn taka sig ekki á og reyna að milda áhrifin af verðbólgu og draga úr vaxtahækkun- um hefur verkalýðshreyfingin engin önnur tól til að mæta auknum út- gjöldum heimilanna en kjarasamn- inga,“ segir Vilhjálmur og tekur fram að þróunin í verðlagi dragi ekki úr kröfugerð verkalýðsfélaganna, sem standi vörð um hag sinna fé- lagsmanna, nema síður sé. Þess vegna sé mikilvægt að menn myndi samstöðu sem allir taki þátt í. Nánar spurður um þetta segir Vil- hjálmur að hann eigi við víðtækt ferli þar sem allir komi að borðinu. Seðla- bankinn reyni að stíga lausar á bremsuna við vaxtaákvarðanir og nýti frekar önnur tól sem bankinn ráði yfir til að slá á verðbólguna. Ríki og sveitarfélög lækki álögur á heim- ilin, til dæmis með lækkun leikskóla- gjalda til að létta á útgjöldum barna- fjölskyldna. „Þetta er víðtækt verkefni og ég tel að við megum eng- an tíma missa við að hefja þetta sam- tal,“ segir Vilhjálmur. Samráð um viðbrögð við verðbólgu - Formaður SGS vill víðtækt samráð um að milda áhrif verðbólgu og vaxtahækkana og verja heimilin - Framkvæmdastjóri SA segir að kjarasamningar megi ekki leiða til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar Vilhjálmur Birgisson Halldór Benjamín Þorbergsson Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Hækkun húsnæðisliðar vísitölunnar hefur verið einn helsti orsakavaldur verðbólgunnar sem Hagstofan mælir nú um stundir 7,2%. Lilja Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.