Morgunblaðið - 30.04.2022, Side 6

Morgunblaðið - 30.04.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er fyrsta skrefið í að und- irbúa þessi börn fyrir það að ganga í skóla í haust. Það skiptir máli að hlúa vel að þeim fyrstu mánuðina,“ segir Jasmina Vajzovic Crnac, leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í vikunni var opnuð Skóla- og fjölskyldumiðstöð fyrir úkraínsk börn og fjölskyldur þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. Miðstöðinni var fundinn staður í frí- stundamiðstöðinni Tjörninni við Frostaskjól. Sjö úkraínskumælandi starfsmenn úr skólum borgarinnar sjá um starfsemi miðstöðvarinnar en foreldrar barnanna taka líka þátt í starfinu. Samkvæmt yfirliti frá ríkislög- reglustjóra hafa nú 872 einstakling- ar frá Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi frá áramótum. Jasmina segir í samtali við Morg- unblaðið að nú séu 242 komnir í þjónustu hjá Reykjavíkurborg en af því er um fjórðungur börn. Um eitt hundrað manns séu um þessar mundir í húsnæði á Vitastíg og bíða þess að komast í varanlegt húsnæði. „Það er hins vegar margt flóttafólk frá Úkraínu sem vill bara vera á sín- um eigin vegum, hefur kannski tengingu við fólk sem var hér áður. Við finnum fyrir því að margir sækja til okkar þjónustu og því höf- um við verið að ráða til okkar meira af úkraínskumælandi starfsfólki. Við erum að leita að enn fleiri starfs- mönnum,“ segir hún. Jasmina segir að flóttafólkið frá Úkraínu sé mjög ólíkt þeim skjól- stæðingum sem jafnan mæti vel- ferðarsviði borgarinnar. Það fólk hafi oft verið lengi á flótta en Úkra- ínumennirnir komi hingað og vilji láta til sín taka sem fyrst. „Þetta er mjög sjálfstæður hópur, í yngri kantinum, konur með börn og ungt fólk. Stór hluti hópsins er vel menntað fólk sem talar góða ensku og er mjög sjálfbjarga. Það er nýtt fyrir okkur. Þau vilja ekkert hanga heldur bara finna sér vinnu. Margir eru komnir með vinnu nokkrum dögum eftir komuna hing- að og eru allt í einu farnir úr úrræð- um okkar, jafnvel komnir með íbúð.“ Búa börnin undir skólagöngu hér - Ný miðstöð fyrir börn frá Úkraínu Jasmina Vajzovic Crnac Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Mikill hiti var í nefndarmönnum á opnum fundi fjárlaganefndar Al- þingis sem fór fram í gærmorgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra sat þar fyrir svörum um sölu á 22,5% hluta ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram 22. mars síðastliðinn. Þingmenn þráspurðu ráðherra um hæfi hans sem yfirmaður Banka- sýslu ríkisins að samþykkja kaup- tilboð í bankann, þar sem félag í eigu föður hans, Hafsilfur ehf., var meðal kaupenda. Bjarni taldi sig þó ekki vanhæfan og vísaði meðal annars til þess að ekki hefði verið um beina sölu að ræða heldur útboð þar sem búið var að skilgreina fyrir fram hverjir gætu talist hæfir fjárfestar. Sakaði Björn Leví um áróður Ekki þótti þó öllum fundarmönn- um svör ráðherra fullnægjandi. „Bjarni, heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka, eftir allt sem hefur gengið á undan […] vafninginn, Sjóð 9, sendiherrakapalinn, Falson og skýrsludótið, bara eftir allt þetta vesen sem þú og flokkurinn er búinn að láta þjóðina ganga í gegnum á undanförnum áratug?“ spurði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. „Allir aðrir, myndi maður halda, stjórnmálamenn sem hafa bara snef- il af virðingu fyrir siðmenntuðu sam- félagi, væru búnir að segja af sér út af hverju einasta máli í þessu,“ bætti hann við. Bjarni tók ekki vel í þessi orð og sakaði Björn Leví um að halda uppi áróðri gegn sér. Kvaðst hann jafn- framt aldrei hafa átt í vandræðum með að mæta kjósendum í þessu landi eða mótframbjóðendum, og svara fyrir sig og sín mál. „Og nú gengum við til kosninga í september síðastliðnum og það var einn þingmaður sem fór með fleiri atkvæði á bak við sig en nokkur ann- ar sem fékk kosningu í þeim alþing- iskosningum og það er sá sem þú ert að tala við núna,“ sagði Bjarni. Kannast ekki við efasemdirnar Þá þótti einnig eftirtektarvert þegar fjármálaráðherra sagðist ekki kannast við að hafa haft miklar efa- semdir í ráðherranefnd gagnvart út- færslu sölunnar, þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmað- ur Pírata spurði hann út í það. Daginn áður hafði Lilja Alfreðs- dóttir viðskiptaráðherra sagt á Al- þingi að forsætisráðherra og fjár- málaráðherra hefðu deilt áhyggjum sem hún hafði áður greint frá í ráð- herranefnd, sem vörðuðu aðferða- fræðina sem varð ofan á við söluna á bréfum í bankanum. Að sögn Bjarna fór fram umræða um kosti og galla sölunnar og fannst honum ekki lýsandi að talað væri um efasemdir. Þegar Þorbjörg spurði hvort Lilja hefði verið að fara með rangt mál daginn áður sagði Bjarni að hann teldi Lilju ekki hafa verið að viðra lagalegar áhyggjur heldur pólitískar áhyggjur af því hvernig menn geti viðhaldið góðum stuðningi meðal þjóðarinnar eftir því hvaða leið væri farin. Erfitt að stöðva lögbrot Á fundinum var einnig rætt um þær kröfur sem gerðar til þeirra sem tóku þátt í kaupunum á bréf- unum. Spurði Bjarkey Olsen Gunn- arsdóttir, þingmaður Vinstri- grænna og formaður fjárlaganefnd- ar, meðal annars hvort söluráðgjafarnir hefðu ekki notið neins aðhalds. „Maður upplifði dálít- ið eins og þeir væru í tómarúmi,“ sagði hún. Bjarni sagði hlutverk ráðgjafanna hafa verið skýrt og einfalt og ætlast hefði verið til þess að þeir myndu virða reglur um hagsmuni og ekki brjóta trúnað. „Ef slíkt hefur komið upp á þá held ég að það hafi verið mjög erfitt að koma í veg fyrir það fyrir fram. Það er erfitt að koma í veg fyrir það fyrir fram ef einhver ætlar sér eða fer á svið við lög á hinum enda fram- kvæmdarinnar,“ sagði hann einnig. Þráspurðu Bjarna um útboðið - Fjármálaráðherra sat fyrir svörum á fundi fjárlaganefndar um sölu ríkisins í Íslandsbanka - Spurðu um hæfi ráðherrans - Bjarni kannast ekki við efasemdir - Söluráðgjafar voru með einfalt hlutverk Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íslandsbanki Þingmenn í fjárlaganefnd Alþingis héldu ekki aftur af sér á opnum fundi nefndarinnar í gær. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum um söluna í Íslandsbanka og var mikill hiti í umræðum. „Ég treysti Bjarna Benediktssyni. Ég starfa með honum í ríkisstjórn og treysti honum til þess. Við erum hins vegar búin að taka ákvörðun um að stöðva söluferlið vegna þess að ég treysti ekki Bankasýslunni, ég treysti henni ekki eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Var hann þar að svara spurningu Jóhanns Páls Jóhann- sonar, Samfylkingu, um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og hvort hann treysti fjármálaráðherra. Tölu- verðar umræður urðu um málið en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, spurði Sigurð Inga m.a. af hverju hann sem for- maður Framsóknarflokksins gerði ekkert með viðvaranir Lilju Daggar Alfreðsdóttur um söluferlið. Í máli Sigurðar Inga kom fram að honum finnist að framkvæmdin hafi mis- tekist og að sérfræðingarnir „sem við treystum finnst mér að hafi brugðist“. Treystir Bjarna en treystir ekki Bankasýslunni ÞINGMENN SÓTTU AÐ SIGURÐI INGA UM BANKASÖLUMÁLIÐ Í ÓUNDIRBÚNUM FYRIRSPURNARTÍMA Morgunblaðið/Eggert Ráðherra Sigurður Ingi fékk ýmsar spurn- ingar á Alþingi um söluna á hlut ríkisins. SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Ermalaus Kjóll 4.99O kr Viscose Túnika 6.99O kr Toppur með A-sniði 3.99O kr Sumarið er komið í rvy Full búð af sætum sumarvörum í stærðum frá 42-60 eða 14-32 Pantaðu í netverslun www.curvy.is eða komdu við í verslun Curvy við Grensásveg Opið alla virka daga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl. 11-16 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.