Morgunblaðið - 30.04.2022, Síða 10

Morgunblaðið - 30.04.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bakararnir í Brauðhúsinu í Grímsbæ hafa náð þeim árangri við þróun brauða úr íslensku korni að þeir eru farnir að baka brauð sem er úr ís- lensku korni eingöngu. Ekki er vitað til þess að matbrauð hafi áður verið bökuð með þeim hætti, til sölu á markaði. Brauðið er úr lífrænt vott- uðu hveiti frá Móður Jörð í Vallanesi og grundvallast á einstökum rækt- unarskilyrðum korns á Austurlandi síðastliðið sumar og góðu starfi bændanna. Íslenskt bygg og hveiti er nokkuð notað við brauðbakstur en yfirleitt hefur þurft að nota innflutt korn með til að fá góða afurð. „Okkur hefur lengi langað til að baka eingöngu úr íslensku korni. Það gekk betur en hægt var að búast við,“ segir Sigfús Guðfinnsson bakari sem rekur Brauð- húsið með Guðmundi bróður sínum. Sigfús segir að þeir baki mest úr líf- rænt vottuðu korni og mjöli frá Dan- mörku og Svíþjóð auk íslenska hrá- efnisins. Segir hann að minni kjarnar séu í korni sem ræktað er hér á landi og brauðið verði því trefjaríkara. Ef það er ekki nógu þroskað geti orðið of mikil ensímvirkni í mjölinu sem skerði bökunareiginleika þess. Steinmala kornið sjálfir Brauðið sem þeir bræður eru að baka úr íslensku korni er heilhveiti- brauð. Hveitið kemur frá Móður Jörð í Vallanesi og er lífrænt vottað. Þeir steinmala kornið í eigin myllu og blanda aðeins saman við vatni og ís- lensku salti. Sigfús segir að þeir hafi verið að baka til reynslu og er hann ánægður með útkomuna og segir að viðskipta- vinirnir séu það einnig. Segir að brauðin séu bragðgóð. Panta annað gott sumar Sigfús tekur fram að framhaldið ráðist af því hvernig til takist við rækt- un á hveiti í sumar og næstu ár. Kornið þurfi að vera vel þroskað til þess að hægt sé að nota það eingöngu sem hrá- efni við bakstur á góðu brauði. Eygló Björk Ólafsdóttir hjá Móður Jörð segir að gæðin á hveiti hafi feng- ist vegna hlýs og sólríks sumar í fyrra. Þau hafi ræktað hveiti í rúman áratug og oft með ágætis árangri en síðastliðið sumar hafi kornið náð að þroskast sérstaklega vel og gæðin orðið meiri en nokkru sinni. „Við erum búin að panta annað gott sumar,“ segir Eygló og segir að akr- arnir líti ágætlega út. Byrjað verði á jarðvinnu og sáningu einhvern næstu daga. Stefnt er að aukinni ræktun í sumar. Lífrænt og heilkorna Brauðhúsið sérhæfir sig í bakstri úr hráefnum sem eru lífrænt vottuð. Vallanes er eini kornræktandinn hér á landi sem hefur slíka vottun. Fleiri rækta hveiti til sölu á neytendamark- aði en hafa ekki þennan stimpil. Hin áherslan hjá bakaríinu er að baka mest úr heilkorni, þar sem ekki er bú- ið að sigta klíðið frá. Brauðið verður þá næringarríkara. Baka brauð úr íslensku hveitikorni - Bakararnir í Brauðhúsinu nota eingöngu íslenskt hráefni við bakstur á heilhveitibrauði - Fá lífrænt ræktað hveiti frá Móður Jörð - Austfirska sumarið gaf einstaklega vel þroskað korn - Mælist vel fyrir Morgunblaðið/Eggert Handverksbakari Sigfús Guðfinnsson í Brauðhúsinu vigtar deigið og eftir er meiri vinna áður en sett er í ofninn. Mölun Hveitikornið steinmala bakararnir í Grímsbæ í eigin myllu.Alíslenskt Brauðin renna út. N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið GLOBL V Hvíldarst KRAGELUND Aya K 129 Casö 701 langborð Stólar Sófasett Borðstofuborð Skenkar/skápar Hvíldarstólar o.m.fl. Borstofuhúsgön frá Casö Mikið úrval af hvíldarstólum með og án rafmagns. Rimme frá Casö, raðau saman þinni samstæðu Casö 230 viðartegundir nature eik og reykt eik IKTOR óll KRAGELUND Handrup

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.