Morgunblaðið - 30.04.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Fréttir af listaverkinu Farangurs-
heimild sem stóð fyrir utan Marshall-
húsið á dögunum hafa vakið mikið
umtal. Það innihélt sem kunnugt er
styttuna Fyrsta hvíta móðirin í Evr-
ópu eftir Ásmund Sveinsson sem stol-
ið var frá Laugarbakka fyrir
skemmstu. Styttan umtalaða er af
Guðríði Þorbjarnardóttur sem talin
er einhver víðförlasta kona síns tíma.
Styttur Ásmundar af Guðríði eru
ekki síður víðförlar en fyrirmyndin
eins og sjá má af meðfylgjandi skýr-
ingarmyndum.
Gjörningur þeirra Steinunnar
Gunnlaugsdóttur og Bryndísar
Björnsdóttur er síður en svo sá fyrsti
sem veldur hneykslan í íslensku sam-
félagi. Fljótleg upprifjun dregur fram
marga eftirminnilega atburði þar
sem þjóðin hefur staðið á öndinni af
hneykslan. Eða alla vega hluti henn-
ar.
Steinunn hefur sjálf áður vakið
umtal fyrir verk sitt Litlu hafpulsuna
í Reykjavíkurtjörn árið 2018, en
skemmdir voru unnar á því verki, og
umdeildan gjörning í kjörklefa árið
2009.
Árið 2011 var bókin Flora Is-
landica notuð sem efniviður á sýning-
unni Koddu. Sýningarstjórarnir settu
ýmiss konar mat á milli blaðsíðna
bókarinnar og nefndu verk sitt Fal-
legasta bók í heimi. Utan um var
byggður lítill skáli og yfir henni hékk
lampi með skermi úr nautspungahúð
eftir forstöðumann Reðasafnsins.
Ekki var öllum skemmt yfir þessu
uppátæki.
Egill Sæbjörnsson er einn af kunn-
ari listamönnum þjóðarinnar í dag en
árið 1998 vakti hann hneykslun þegar
hann sýnd vídeóverk af sér að iðka
sjálfsfróun á Kjarvalsstöðum og
mynd af kynfærum sínum.
Samtökin Musica Nova héldu eftir-
minnilegan viðburð í Lindarbæ árið
1965 þar sem meðal annars kom fram
kóreski listamaðurinn Nam June
Paik. Í fjölmiðlum mátti lesa lýsingar
á því hvernig Paik kom fram, sló
nokkrar nótur á píanó og settist svo
út í sal hjá áhorfendum. Gjörningi
hans lauk með því að Paik stóð upp og
leysti niður um sig, settist á stól á
sviðinu og sneri afturendanum fram í
sal. Á endanum sneri hann sér við,
gyrti upp um sig og hneigði sig.
Á nýársnótt fóru nokkrir ungir
menn með sprengiefni að Reykjavík-
urtjörn og sprengdu Hafmeyjuna eft-
ir listakonuna Nínu Sæmundsson í
loft upp. Styttan hafði verið umdeild
enda þótti stíll Nínu vera býsna fjarri
straumum og stefnum í myndlist á
sjötta áratugnum. Aldrei var upplýst
hver var að verki en fyrir tæpum ára-
tug var frummynd Hafmeyjunnar
komið fyrir á svipuðum stað í Tjörn-
inni.
Skemmdarverk, þjófnaður og hneyksli
- Stolið verk Ásmundar Sveinssonar sem notað var í öðru er ekki fyrsti umdeildi listgjörningurinn
&@8/B>B
3#
%9,*&
$ =!<"(2
*<
'"
=
*"
=
+"
= 0"
=
!"
=
"
=
23B
9-3'037
3C3 D
=73B4
2?4;84'3
B>
:
<
!
&
,
*
&
$
"B5'3B>
&A7;5/7
=73++'3B>
1.B'3B>
!"#
#:315-$
.:44;
/8315-.:44;
) -63.<;-5
6;''/'3B>
)37+'3B>
1.B'3B>
7&2,%.95
)2,425$
.58((2
%4'3B>
$) <&,/B-B3,6
76+ 96AB&1B>-"
7?6 /-& %@6:32
") 8-3&-B3 ,/1B
@3 2,D,631B31
/-& ;?$16
!) 4:-$31B31
76+ ;?$ @3
2-3&-B3 E/
%) 4:-$2-3&-B3
76+ .*B&1B>-
/-& 96AB&1B>2
() '-20:==B,D
.*B&1B>27:6D $:D
5@62/:-B- !-6*(22CB-"
:-3-B$1BB- 2*B,$ &) <6+ #2&1B>- /-&
96AB&1B>2 $:D
7@6:&>6,$ 2*B,$') .*B&1B>27:6D $:D
5@67-BB- )16&2:7B-" 2*D16-
:-3-B$1BB- 2*B,$
#) 4:-$7&,/B-B316
76+ %@6:3- /-& #2&1B>2
Langferðir Guðríðar ÞorbjarnardótturStyttur af Guðríði Þorbjarnardóttur
Laugarbrekka á
Snæfellsnesi
Glaumbær í
Skagafirði
Ásmundarsafn í
Reykjavík
New York
Ottawa í
Kanada
Páfagarður
í Róm
Hérlendis
Erlendis
Morgunblaðið/Hari
Litla hafpulsan Verk Steinunnar
Gunnlaugsdóttur stóð í miðri
Reykjavíkurtjörn en var skemmt.
Morgunblaðið/Ómar
Koddu Sýningarstjórarnir Ásmund-
ur Ásmundsson, Hannes Lárusson
og Tinna Grétarsdóttir.
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði
við sóttvarnalækni ákveðið að færa
hættustig almannavarna vegna Cov-
id-19 niður á óvissustig. Það var síð-
ast á óvissustigi í febrúar árið 2020
en óvissustig Almannavarna vegna
faraldursins var fyrst sett á 27. jan-
úar á árinu 2020. Í tilkynningu frá
Almannavörnum kemur fram að síð-
an þá hefur almannavarnastigið
vegna Covid-19 fimm sinnum verið
hættustig og fjórum sinnum neyðar-
stig. „Ástæðan fyrir þessari aflétt-
ingu er sú að staða Covid-19 á Ís-
landi er nú góð. Daglega greinast nú
tæplega eitt hundrað manns opin-
berlega með Covid-19 þótt líklegt sé
að fleiri séu að smitast. Einnig er
álag á heilbrigðisstofnanir nú mun
minna en áður var en nú liggja níu
sjúklingar inni á Landspítala vegna
Covid-19, þar af eru sex með virkt
smit en enginn er á gjörgæsludeild,“
segir í tilkynningu Almannavarna. Á
næstu dögum á að birta niðurstöður
rannsóknar sóttvarnalæknis og Ís-
lenskrar erfðagreiningar á mótefna-
mælingum landsmanna.
Almannavarnarstig vegna Covid-19
Óvissustig Hættustig Neyðarstig
Heimild:
Almannavarnir
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
. .
1. febrúar
til 29. apríl
24. mars
til 12. maí12. feb. til
24. mars
12. maí til 11. janúar 2022
4.
021
6.
.
28. feb.
29. apríl
2020
2021
2022
Hættustigið fært
niður á óvissustig
- Færri smit og álagið hefur minnkað
B E R N H A R Ð
L A X D A L
Skipholti 29b • S: 551 4422
Skoðið
netverslun
laxdal.is
LAXDAL er í leiðinni
Sumarkjólar
Skyrta
Kr. 12.900
Str. 36-50
Opið í dag kl. 11-15
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030
Við erum á facebook
Á aðalfundi Landsvirkjunar í gær
var samþykkt tillaga stjórnar um
arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð
15 milljarðar króna fyrir árið 2021.
Á fundinum skipaði jafnframt
fjármálaráðherra í stjórn Lands-
virkjunar, samkvæmt lögum um
fyrirtækið.
Aðalmenn í stjórn Landsvirkj-
unar eru Jónas Þór Guðmundsson,
Álfheiður Ingadóttir, Gunnar
Tryggvason, Jón Björn Hákonar-
son og Soffía Björk Guðmunds-
dóttir. Sú breyting varð því að
Soffía Björk kom ný inn í stjórn í
stað Hákonar Hákonarsonar.
„Aðalfundurinn staðfesti skýrslu
fráfarandi stjórnar og samstæðu-
reikning fyrir liðið reikningsár. Á
aðalfundinum var jafnframt sam-
þykkt tillaga stjórnar um arð-
greiðslu til eigenda að fjárhæð 15
milljarðar króna fyrir árið 2021.
Deloitte ehf. var kosið endurskoð-
unarfyrirtæki Landsvirkjunar,“
sagði í tilkynningu.
Ljósmynd/Landsvirkjun
Arður Aðalfundurinn fór fram í gær.
Samþykktu 15 millj-
arða arðgreiðslu