Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 14

Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022 ÚR BÆJARLÍFINU Atli Vigfússon Laxamýri Vorið virðist vera komið. Kýrnar eru farnar að velta því fyrir sér hvenær þær geti verið úti. Þegar sólin skín inn um gluggana láta þær í sér heyra. Veturinn hefur verið léttari en oft áður og girð- ingar eru heilar ólíkt því sem var fyrir tveimur árum. Þeir sem stunda snjómokstur hafa haft lítið að gera nú á útmánuðum og sums staðar er orðið autt mánuði fyrr en vanalega. - - - Sauðburður er víða hafinn og byrjar vel. Þetta er skemmtileg- asti tími ársins að mati margra þó svo að svefninn sé oft í styttra lagi. Sauðfé hefur fækkað í hér- aðinu og útlit er fyrir enn meiri fækkun á komandi hausti. Út- gjaldaliðir valda mörgum áhyggj- um. Ef ekki rætist úr má búast við að enn fleiri sjái sér ekki fært að halda framleiðslu áfram við þær aðstæður sem nú eru. Þá er þessi starfsstétt sem býr með sauðfé í héraðinu að eldast mjög mikið. - - - Skógræktin býr við betri að- stæður en hún hefur aukist jafnt og þétt og skógarbændum hefur fjölgað ólíkt því sem er í öðrum búgreinum. Skjólbelti, skjólreitir og verðandi nytjaskógar setja svip sinn á umhverfið og eru nú þegar til prýði á mörgum bújörðum. Grisjun er hafin þar sem tré eru orðin há og á bænum Hlíð í Þing- eyjarsveit er unnið sag til þess að selja sem undirburð fyrir búpen- ing. Þar á bæ er nú stór stafli af þingeyskum grenitrjám sem eiga að fara í vinnsluna og virðast þau hafa vaxið ótrúlega vel sé horft á árhringina. - - - Sveitarstjórnarmál eru ekki mikið rædd þó svo að kosningar séu fram undan. Frambjóðendur í Norðurþingi eru lítið á ferðinni og vinnustaðaheimsóknir t.d. í fjárhús og fjós eru líklega ekki mikið á dagskrá. Samt má ekki útiloka það alveg þar sem enn er nokkur tími til stefnu. Það er skoðun margra að þéttbýlið fái meiri athygli en dreifbýlið og svo virðist sem hverf- isráðin í sveitunum hafi ekki virk- að eins og áætlað var á kjör- tímabilinu. Eitt hverfisráð flosnaði upp og fannst fólki þar að í stjórn- sýsluhúsinu á Húsavík væri ekki mikið gert með tillögur þeirra og lítið samráð haft. - - - Fuglaflensan lætur lítið á sér kræla og sé ekið um sveitirnar má sjá hundruð ef ekki þúsundir gæsa. Allar sprelllifandi og láta fara vel um sig í nýræktum og ökrum þar sem eitthvað gott og grænt er að hafa. Sumar þeirra eru komnar á egg og þeir sem áhuga hafa á gæsareggjum eru farnir að láta sjá sig á varpsvæð- unum enda eggin mikill og góður matur að margra mati. Hænsni búa ekki, á mörgum bæjum, við sama frelsi og gæsirnar því þær eru lokaðar inni til öryggis enda möguleiki á að þær fái flensuna og drepist. Sama er með aliendur sem víða eru inni en það er ekki gott fyrir fiðurfé sem er vant að baða sig og busla í bæjarlækjum. Vonandi líður þetta hjá á næstu vikum svo fuglarnir geti farið út. - - - Minkar hafa margir veiðst í héraðinu á síðustu misserum. Það er nokkuð meira af þeim en verið hefur og því héldu fastráðnir veiði- menn fund á dögunum til þess að ræða meiri samvinnu og sókn í þessum málaflokki. Ljóst er að þrátt fyrir góðar varnir þarf að hafa augun vel opin því alltaf virð- ast koma ný dýr inn á svæðið úr öðrum sýslum. Góðir minkahundar mættu e.t.v. vera fleiri en þeir eru mjög dýrir og það er mikil vinna að temja þá þannig að þeir verði öflugir til veiða. Laxársvæðið er sérlega vel vaktað enda vernd- arsvæði fugla. Áður en varp byrjar er farið í alla hólma og gerð úttekt á því hvort minkar séu þar á ferð. - - - Sumartunglið kviknar í dag, 30. apríl, og að þessu sinni kviknar það í vestri. Einn bóndi í Þingeyj- arsveit hefur alltaf miðað við tunglið í sínum veðurspám og nú segir hann að áttir verði breyti- legar og líklega snjói ekki eins mikið í maí og stundum hefur gert. Þá vill hann meina að þetta vor verði ekki eins kalt og í fyrra og frostnætur færri. Vonandi ræt- ist þetta því alltaf vilja bændur betri tíð og blóm í haga. Margir minkar hafa veiðst í vetur Morgunblaðið/Atli Vigfússon Minkaveiðimaðurinn Jón Gunnarsson á leið út í hólma í Laxá með hundana sína. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Skipið Argus hefur vakið tölu- verða athygli í Reykjavíkurhöfn undanfarnar vikur enda stórt, málað áberandi rauðum lit og bú- ið sérstökum krana á þilfari. Skipaþjónustan festi kaup á skip- inu 9. febrúar og mun það ásamt Mars (gamla Kleifabergi) sinna rannsóknaleiðangri til Grænlands þar sem leitað verður verðmætra málma, en Mars sinnti slíkum verkefnum á norðausturströnd Grænlands síðasta sumar. „Við erum að þjónusta þennan iðnað sem er að koma undir sig fótum. Það er verið að taka sýni og þess háttar,“ segir Ægir Örn Valgeirsson framkvæmdastjóri Skipaþjónustunnar. Hann segir að í ár sé einfaldlega meira um að vera og það hafi kallað á annað skip, Argus hafi mikla kosti þeg- ar Grænlandsverkefni séu annars vegar. „Hann er sérhannaður fyr- ir ísinn. Hann er í ísklassa og fer bara upp á ísinn og brýtur hann undir sér. Hann er smíðaður fyrir dönsk stjórnvöld á sínum tíma fyrir siglingar við Grænland, fara með vistir og vera baujuskip.“ Ægir Örn segir ekki hafa þurft að breyta skipinu mikið, en að gripið hafi verið til nokkurra lag- færinga. „Argus er bara klár í allt sem hann er að fara að gera núna. Svo seinna erum við að fara að taka ferðamenn líka á Argusi. Hann hentar vel undir það.“ Argus, sem er 68 metra að lengd og 12 metra að breidd, var smíðaður 1971 af Svendborg skibsværft og maskinbyggeri í Danmörku fyrir vitastofnun landsins, Fyr- og Vagervæsenet. Skipið var hannað með það fyrir sjónum að það myndi sinna við- haldi og eftirliti með baujum og vitum í lögsögu Danmerkur og Grænlands og sinnti slíkum verk- efnum í rúma þrjá áratugi. Árið 2005 var skipið selt út- hafsþjónustufélaginu Esvagt, dótturfélagi Maersk, og hlaut nafnið Esvagt Alpha. Sinnti það flutningi starfsmanna olíu- borpalla til og frá landi í Norð- ursjó þar til stærra og yngra skip, Esvagt Beta, leysti það af hólmi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjófar Danska skipið Argus hefur verið áberandi í Reykjavíkurhöfn en Skipaþjónustan hefur eignast skipið. Bættu við skipi vegna málmleitar við Grænland - Skipaþjónustan keypti Argus - Hannað fyrir siglingu í ís Birtar hafa verið á vef þjóðkirkj- unnar umsóknir um þrjú störf innan kirkjunnar, sem auglýst voru laus til umsóknar nýlega. Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir presti til þjónustu í Breiðholtsprestakalli, Reykjavík- urprófastsdæmi eystra. Alls sóttu fimm um en einn umsækjandi óskaði nafnleyndar. Umsækjendur eru guð- fræðingarnir Hilmir Kolbeins, Hjör- dís Perla Rafnsdóttir, Laufey Brá Jónsdóttir og séra Pétur Ragnhild- arson. Þá auglýsti biskup Íslands fyrir nokkru eftir presti til þjónustu í Austfjarðaprestakalli, Austur- landsprófastsdæmi. Tvær umsóknir bárust og var önnur þeirra metin ógild. Gild umsókn barst frá Bryn- dísi Böðvarsdóttur guðfræðingi. Umsóknarfrestur um starf sjúkra- húsprests eða sjúkrahúsdjákna á Landspítala – Háskólasjúkrahúsi rann út 22. apríl sl. en biskup hafði auglýst starfið laust til umsóknar. Umsækjendur eru séra Guðrún Eggerts Þórudóttir, Hilmir Þór Kol- beins guðfræðingur, Hjördís Perla Rafnsdóttir guðfræðingur, séra Sig- urður Jónsson, Sigríður Hrönn Sig- urðardóttir guðfræðingur og Þor- geir Albert Elíesersson guðfræðingur. Allar gildar umsóknir um prests- störfin fara til valnefndar sem fer yfir umsóknir og boðar umsækj- endur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests. sis- i@mbl.is Fjölmargar umsóknir bárust um störf sem auglýst voru laus innan þjóðkirkjunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.