Morgunblaðið - 30.04.2022, Qupperneq 18
18 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
Malbikstöðin ehf • 516 0500 • tilbod@malbikstodin.is • malbikstodin.is
30. apríl 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 131.43
Sterlingspund 163.37
Kanadadalur 102.09
Dönsk króna 18.516
Norsk króna 13.921
Sænsk króna 13.302
Svissn. franki 134.89
Japanskt jen 1.0049
SDR 176.05
Evra 137.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.3338
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Stærsti repjuolíuframleiðandi
Landsins, Sandhóll í Meðallandi,
Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafells-
sýslu, hyggst auka framleiðslu sína
um fjörutíu prósent á þessu ári til að
bregðast við mögulegum skorti á inn-
fluttri matarolíu og hækkandi inn-
flutningsverði vegna stríðsins í Úkra-
ínu og Covid-faraldursins. Sandhóll
selur alla sína framleiðslu innanlands.
Stöðug sala í gegnum árin
Örn Karlsson framkvæmdastjóri
og bóndi á Sandhóli segir að búið hafi
getu til að auka framleiðsluna tölu-
vert. „Við ætlum að gefa aðeins í. Við
erum orðin mun samkeppnishæfari í
verði vegna hækkana erlendis. Salan
hefur verið stöðug hjá okkur í gegn-
um árin en þeir höfðu samband við
okkur frá Bónus og spurðu hvort við
gætum bætt aðeins í. Ég sagðist geta
það, en fræið þyrfti að fara í jörð
ekki seinna en strax,“ segir Örn.
Skömmtun úti í heimi
Hann segir að samkvæmt fréttum
utan úr heimi séu breskar matvöru-
verslanir byrjaðar að skammta mat-
arolíu til að fólk fari ekki að hamstra.
Það lýsi stöðunni á mörkuðum ágæt-
lega.
„Hér er mikil framleiðslugeta og
nægt land og því getum við gefið
verulega í ef við sjáum fram á að geta
selt meira.“
Örn segir að það borgi sig þó að
fara varlega svo hann sitji ekki uppi
með kostnað ef viðbótarmagnið selst
ekki.
„Varan okkar er kaldpressuð.
Þetta er hnausþykk olía sem hefur
lagst vel í landann.“
Auk þess að fást í Bónus er hægt
að kaupa repjuolíuna frá Sandhóli í
verslunum Hagkaupa, Fjarðarkaupa
og völdum verslunum Nettó og
Krambúðarinnar. „Auk þess að selja
í búðir seljum við olíuna líka í sápu-
gerð og til framleiðenda á ýmissi
matvöru, eins og kryddolíum. Þá
seljum við til útgerðarinnar. Línu-
bátar þurfa að smyrja línurnar og
þeir geta ekki notað jarðefnaolíur því
þá mengast fiskurinn. Matarolían
hentar betur og okkar olía er þykk og
góð,“ segir Örn og bætir við að hesta-
menn kaupi olíuna einnig fyrir hross-
in.
Varan fór í almenna sölu 2016 en
síðan þá hefur Örn og hans fólk unnið
við að þróa olíuna og framleiðsluferlið
til þess að hámarka gæðin þannig að
olían standist væntingar mestu mat-
gæðinga.
Erfitt að fá varahluti
Aðspurður segir hann að starfsem-
in hafi gengið vel. „Einu vandræðin
núna eru að það er stundum erfitt að
fá varahluti í vélbúnaðinn vegna trufl-
ana í aðfangakeðjunni út af faraldr-
inum.“
Örn segist afhenda olíu allt árið um
kring.
„Maður setur fræið niður á þessum
árstíma og svo er uppskera í október.
Þá tekurðu fræið heim, þurrkar það
aðeins og setur í þurra geymslu. Svo
pressarðu reglulega og setur á flösk-
ur eða brúsa,“ segir hann.
Auka framleiðslu um 40%
vegna mögulegs olíuskorts
Ræktun Örn Karlsson á Sandhóli segir að framleiðslugetan sé mikil og landrými nægt.
Repjuolía
» Repjufræið er pressað við
lágt hitastig.
» Olían er unnin úr fyrstu
pressun og öll næringarefnin
haldast.
» Hratið nýtt sem prótínríkt
fóður fyrir nautgripi á bænum.
» Stöngull nýtist sem undir-
burður fyrir nautgripi.
» Olían inniheldur mikið magn
af Omega 3-fitusýrum og E-
vítamín.
- Íslensk repjuolía er orðin samkeppnishæfari vegna verðhækkana á innfluttri matarolíu
Matur Olían fæst í Bónus, Nettó
Hagkaup og Fjarðarkaupum m.a.
Starfsmönnum Icelandair hefur
fjölgað um tæplega þúsund á síðast-
liðnum tólf mánuðum. Starfsmenn
félagsins eru nú tæplega 2.500, en
voru við lok fyrsta ársfjórðungs í
fyrra rúmlega 1.500. Starfsmönnum
fjölgaði um tæplega 200 á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs, en þar á meðal
eru flugmenn og flugfreyjur og
-þjónar sem nú eru í þjálfun fyrir
sumarið.
Þetta kemur fram í uppgjörskynn-
ingu sem Icelandair birti í gærmorg-
un, en félagið birti uppgjör fyrsta
ársfjórðungs síðdegis á fimmtudag.
Um 4.700 manns störfuðu hjá Ice-
landair Group og dótturfélögum í
upphafi árs 2020. Sem kunnugt er
þurfti Icelandair að bregðast við
kórónuveirufaraldrinum sem fór að
gera vart við sig hér á landi í byrjun
árs 2020. Um miðjan mars það ár var
lokað fyrir flugumferð til Bandaríkj-
anna og í kjölfarið drógust ferðalög
saman beggja vegna Atlantshafsins.
Félagið neyddist til að segja upp
rúmlega 2.000 manns í lok apríl 2020
og skerða starfshlutfall hjá öðru
starfsfólki sem hélt vinnu sinni. Aft-
ur á móti hefur starfsfólki fjölgað
aftur eftir því sem umsvif félagsins
hafa aukist á ný.
Framboð af flugi félagsins á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs var tæplega
60% af því sem það var árið 2019,
sem er það ár sem flest flugfélög
miða við í dag í ljósi þess að farald-
urinn gekk yfir árin 2020 og 2021.
Icelandair gerir ráð fyrir því að
framboðið á öðrum ársfjórðungi
þessa árs verði um 77% af því sem
það var 2019 og um 85% á þriðja árs-
fjórðungi en félagið flýgur nú til
tæplega 50 áfangastaða.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flug Starfsmönnum Icelandair hef-
ur fjölgað á síðustu mánuðum.
Nær þúsund á
tólf mánuðum
- Icelandair fjölgar starfsmönnum á ný