Morgunblaðið - 30.04.2022, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eftir tvær vik-
ur ganga Ís-
lendingar til
sveitarstjórnar-
kosninga hver í
sinni heimabyggð í
69 sveitarfélögum,
stórum og smáum.
Þrátt fyrir að þar
ræði um það stjórnvald, sem
næst stendur borgurunum, hef-
ur kosningabaráttan og mál-
efnaumræða henni tengd farið
hægt af stað og farið fremur lágt
í þjóðmálaumræðu. Sú umræða
er eðli máls samkvæmt stað-
bundin, en sjálfsagt hefur það
truflað kosningabaráttuna, að
ýmis mál í landsmálapólitíkinni
hafa verið svo fyrirferðarmikil
að annað hefur vart komist að.
Morgunblaðið hefur fyrir sitt
leyti kappkostað að segja allar
fréttir sem máli skipta, og þar
hafa sveitarstjórnarmál ekki
verið undan skilin. Í aðdraganda
sveitarstjórnarkosninga hefur
þeim verið sérstaklega sinnt í
Dagmálum, streymi Morgun-
blaðsins á netinu, sem opið er
öllum áskrifendum, en eins var
hleypt af stokkunum Kosninga-
hlaðvarpi Dagmála, sem er öllum
opið. Þar hafa blaðamennirnir
Andrés Magnússon, Karítas
Ríkharðsdóttir og Stefán Einar
Stefánsson farið á milli helstu
sveitarfélaga í öllum lands-
hlutum og tekið bæði frambjóð-
endur og annað athyglisvert fólk
tali um stöðuna á hverjum stað,
úrlausnarefni og kosningamál.
Hverjum þætti hefur verið fylgt
úr hlaði með sérstakri opnu um
hvert sveitarfélag í blaðinu og
fréttum á mbl.is.
Af viðbrögðunum verður ekki
sagt að almenningur sé áhuga-
laus um sveitarstjórnarkosning-
arnar. Þegar þessar línur eru
ritaðar hafa þættirnir verið sótt-
ir meira en 154.000 sinnum og
Kosningahlaðvarp Dagmála eitt
vinsælasta hlaðvarp landsins.
Það er því ekki unnt að segja að
almenningur sé áhugalaus um
kosningarnar.
Á næstu tveimur vikum verð-
ur enn bætt í, en þá verður bæði
rætt við oddvita í stærstu sveit-
arfélögum og þeir fengnir til
kappræðna í Dagmálum.
Af viðtölum í Kosningahlað-
varpi Dagmála í hinum margvís-
legu sveitarfélögum blasa við
sértæk viðfangsefni á hverjum
stað en önnur eru sameiginleg
flestum sveitarfélögum. Það er
ánægjulegt að heyra að í nánast
öllum sveitarfélögum ríkir mikil
bjartsýni og hugur í mönnum, en
flest úrlausnarefni eru velfarn-
aðarvandi, stafa af miklum og
örum uppgangi. Nánast hvergi
er að heyra barlóminn, sem var
landlægur hringinn um landið
síðari hluta liðinnar aldar og
fram á þessa.
Velflest byggðarlög hafa náð
vopnum sínum, oft með aðkomu
sveitarfélaga, en oftar fyrir til-
stilli atvinnulífs og hugarfars-
breytingar upp úr bankahruni,
þegar fólk áttaði sig á því að það
yrði að spjara sig
sjálft, að það gæti
ekki reitt sig á að-
stoð og leiðbeiningu
„að sunnan“.
Þar var víða
byggt á sterkum
stoðum sjávar-
útvegs og landbún-
aðar, en það er varla hægt að of-
meta áhrif nýrra greina eins og
ferðaþjónustu og fiskeldis, sem
hafa gerbreytt byggðafor-
sendum, gert bæði atvinnulíf og
mannlíf fjölbreytilegra og betra.
Verkefnum sveitarfélaganna
hefur fjölgað og orðið meiri að
vöxtum, sum þannig að smærri
sveitarfélögunum veitist örðugt
að sinna þeim. Ekki síður er þó
undan því kvartað að þessum
auknu verkefnum fylgi ekki
tekjustofnar til þess að standa
undir þeim. Auk verkefnanna
bætist svo við sífellt þéttriðnara
regluverk og skriffinnska, en
sveitarfélögum gert að leita suð-
ur um æ fleira, þar sem oft
stendur á svörum og afgreiðslu
erinda.
Af hálfu stjórnvalda syðra er
stöðugt ýtt á frekari sameiningu
sveitarfélaga og vísað til þess að
smá sveitarfélög séu óhag-
kvæmar rekstrareiningar. Það á
stundum við, en mörg sveitar-
félög hafa brugðist við með
auknu samstarfi, byggða-
samlögum eða kaupum á þjón-
ustu hvert frá öðru. Sífelldar
sameiningar munu ekki leysa all-
an vanda og hvað má þá segja um
langstærsta sveitarfélagið? Af
fjárhag Reykjavíkurborgar
verður ekki séð að hagkvæmni
stærðarinnar nýtist nokkuð.
Í víðfeðmum sameinuðum
sveitarfélögum geta einnig verið
ólík byggðarlög með misjafnar
þarfir. Þess vegna fylgjast sveit-
arstjórnarmenn víða um land af
athygli með tilraun með heima-
stjórnir í Múlaþingi, sem kynnu
að eiga við víðar og jafnvel verða
sjálfstæðari, sem þá væri rétt að
setja sérstaka umgjörð í sveitar-
stjórnarlögum. Slík skipan ætti
mögulega eins við í fjölmennustu
sveitarfélögum.
Þá er mögulega tímabært að
huga að yfirgripsmeiri stjórn-
sýslubreytingum í landinu, bæði
hvað varðar stjórnskipan innan
sveitarfélaga, en miðað við vand-
kvæði vegna skipulags, auðlinda-
nýtingar og umhverfisverndar
kynni einnig að vera rétt að end-
urvekja sýslur til þess að fjalla
um afmarkaða, sameiginlega
hagsmuni heima í héraði.
Umfram allt verður ekki beðið
mikið lengur með að taka vald-
mörk ríkis og sveitarfélaga til
endurskoðunar, þær skyldur
sem sveitarfélögunum eru lagð-
ar á herðar og þá tekjustofna
sem standa skulu undir þeim.
Þar verður að fylgja þeirri reglu
að sérhvert stjórnvald standi
eins nærri borgurunum og er
unnt; að því komi valdið og
ábyrgðin eins milliliðalaust frá
kjósendum og kostur er. Því til
þess er kosið.
Sveitarstjórnar-
kosningar fara fram
eftir tvær vikur en
umræðan ber þess
ekki skýr merki}
Stutt í kosningar
B
jarni. Heldur þú að þú komist í al-
vörunni upp með að selja pabba
þínum banka eftir allt sem á und-
an hefur gengið …? Vafninginn.
Sjóð 9. Borgun. Falson og
skýrslufeluleikinn. Uppreist æru. Lögbanns-
málið. Sendiherrakapalinn. Samherjamálið.
Ásmundarsal … eftir allt þetta vesen sem þú
og flokkurinn sem þú ert í forsvari fyrir hefur
látið vaða yfir landsmenn undanfarinn áratug –
þar sem hvert eitt og einasta mál hefði fengið
stjórnmálamenn með snefil af virðingu fyrir
siðmenntuðu samfélagi til að segja af sér –
heldur þú að þú komist í alvörunni upp með
þetta?
Kæru landsmenn, þetta er víst bara áróður
að mati hæstvirts fjármálaráðherra sem reynir
að skýla sér á bak við armslengd sem hvergi er
að finna. Á bak við hlutlægar reglur sem hvergi er að
finna. Á bak við traust um pólitíska samtryggingu sem
hefur ávallt komið í veg fyrir að formaður Sjálfstæðis-
flokksins axli einhverja ábyrgð – aðra en að þurfa að svara
fyrir málin í almennum þingkosningum. Það er svarið við
öllu hjá Bjarna, hann telur sig hafa leyfi til þess að gera
hvað sem er og vísar bara öllum umræðum um það inn í
næstu alþingiskosningar.
Hvers konar stjórnmál eru það eiginlega? Er það ásætt-
anlegt að ráðamenn selji bara fjölskyldu sinni ríkiseignir
og sendi það bara í dóm næstu kosninga að kveða upp úr
með hvort það sé rétt eða rangt? Sérstaklega þegar við
vitum að einmitt þá forðast sami ráðherra sem
mest að ræða nákvæmlega þessi mál. Í tilviki
skýrslunnar um skattaskjólseignir Íslendinga
var henni meira að segja stungið undir stól
fram yfir kosningar til þess að komast hjá því
að tala um innihald skýrslunnar.
Að auki hefur ráðherra nákvæmlega engan
áhuga á að ræða þessi mál á efnislegan hátt
heldur þvælir umræðuna endalaust. Á opnum
fundi fjárlaganefndar í gær talaði ráðherra
ítrekað um hlutlægar reglur sem ættu að firra
ráðherra ábyrgð, því ef um hlutlægar reglur
sem settar voru fyrirfram væri að ræða, þá
væru þær grundvöllur fyrir jafnræði í söluferl-
inu. Bankasýslan sagði það hins vegar mjög
skýrt að huglægt mat hefði verið lagt á ýmsa
hluti, til dæmis hvernig fjárfestar flokkuðust
og hversu mikið þeir voru skertir.
Þarna liggur vandi ráðherra, því um leið og huglægt
mat er hluti af söluferlinu ber ráðherra beina ábyrgð á því.
Það er auðvitað langt frá því að vera eini vandi ráðherra í
þessu máli en er einna augljósasti vandinn þegar kemur að
vanhæfi ráðherra til þess að selja pabba sínum hlut í bank-
anum. En nei, allar spurningar um slíkt eru áróður. Líka
Vafningur, Borgun og feluleikurinn með skattaskjóls-
skýrsluna. Þetta er ekki spurning um hagsmunaárekstur,
að mati ráðherra, heldur er þetta áróður.
Ráðherra er bara að segja: „Ég á’edda, ég má’edda.“
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Þetta er áróður!
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
M
eðalævilengd íslenskra
karla og kvenna var
styttri árið 2021 en ár-
ið 2020, að sögn Hag-
stofu Íslands. Meðalævilengd
kvenna var 84,3 ár 2020 en 84,1 ár
2021. Hjá körlum styttist með-
alævilengdin úr 81,2 ári í 80,9 ár á
milli þessara ára. Meðalævilengd
sýnir hve mörg ár einstaklingur á
að meðaltali ólifuð við fæðingu,
miðað við aldursbundna dánartíðni
mannfjöldans. Hagstofan segir að
aldursbundin dánartíðni hafi lækk-
að á undanförnum árum. Því má
vænta þess að fólk lifi að jafnaði
lengur en reiknuð meðalævilengd
segir til um. Íslenskir karlar hafa
bætt við sig rúmlega sex árum frá
1988 og konur rúmlega fjórum ár-
um í meðalævilengd.
Ólifuð meðalævi 30 ára kvenna
með grunnskólamenntun var 52,7
ár árið 2021 en þrítugir grunn-
skólamenntaðir karlar máttu búast
við því að lifa 49,2 ár til viðbótar, að
sögn Hagstofunnar. „Konur með
framhaldsskólamenntun gátu vænst
þess að lifa tæplega þremur árum
lengur en stallsystur þeirra með
grunnskólamenntun eða í 55,6 ár
frá 30 ára aldri. Munurinn var að-
eins meiri á meðal karla þar sem
ólifuð ævi 30 ára karla með fram-
haldsskólamenntun var að með-
altali 52,2 ár eða þremur árum
lengri en karla með grunnskóla-
menntun,“ segir í frétt Hagstof-
unnar.
Í Evrópu var meðalævi lengst í
Sviss á tíu ára tímabili (2011-2020)
eða 83,3 ár. Næst komu Spánn
(83,1 ár) og Ítalía (83,0 ár). Liech-
tenstein og Ísland voru í 4.-5. sæti í
Evrópu með ævilengd upp á 82,7
ár. Meðalævilengd karla var styst í
Úkraínu (72,2 ár), Hvíta-Rússlandi
(73,3 ár) og Georgíu (73,8 ár).
Hagstofan segir að svo virðist
sem Noregur hafi komið best Evr-
ópulanda út úr faraldrinum en þar
jókst ævilengd á milli áranna 2019
og 2020 um 0,3 ár. Næst á eftir
Noregi komu Finnland og Dan-
mörk (0,1 ár) og Lettland og Kýpur
en þar stóð ævilengdin í stað á milli
ára. Ísland er í 6. sæti yfir þau lönd
sem virðast hafa komist einna best
frá faraldrinum. Tekið er fram að
gögn hafi ekki enn borist frá
Þýskalandi, Bretlandi og Tyrklandi
ásamt tólf öðrum Evrópulöndum.
Snögg aukning dánartíðni
Meðalævilengd í löndum Evr-
ópusambandsins (ESB) var 80,4 ár
árið 2020, að sögn Eurostat, hag-
stofu ESB. Talan var hærri fyrir
konur (83,2 ár) en karla (77,5 ár).
Meðalævilengdin var 0,9 árum
styttri árið 2020 en hún var árið
2019 í löndum ESB. Meðalævilengd
karla styttist um heilt ár en kvenna
um 0,8 ár. Eurostat segir að stytt-
ingu meðalævilengdar megi rekja
til snöggrar aukningar dánartíðni
árið 2020 sem rakin er til kórónu-
veirufaraldursins (Covid-19).
Dauðsföllum í löndum ESB fór
að fjölga hratt vorið 2020 með auk-
inni útbreiðslu faraldursins. Sums
staðar í Evrópu var dánartíðni
áberandi mikil samanborið við með-
aldánartíðni fyrri ára.
580.000 umframdauðsföll
2020
Áhrif faraldursins á dánartíðni
voru metin með því að skoða um-
framdauðsföll, það er fjölgun
dauðsfalla af hvaða ástæðu sem er
samanborið við fjölda dauðsfalla
undangenginna ára.
Alls urðu um 580.000 fleiri
dauðsföll ESB á tímabilinu mars-
desember 2020, að báðum mán-
uðum meðtöldum, samanborið við
sömu mánuði 2016 til 2019. Dán-
artíðni af völdum faraldursins í
ESB náði fyrst nýjum hæðum í
apríl 2020 þegar dauðsföll voru 25%
fleiri en í sama mánuði á árunum
2016-2019.
Faraldurinn stytti
meðalævilengd
Dánartíðni á Íslandi árið 2021 var 6,3 látnir á hverja 1.000 íbúa. Það ár
létust 2.333 einstaklingar búsettir á Íslandi, 1.177 karlar og 1.156 konur,
samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.
Sama ár mældist ungbarnadauði á Íslandi vera 3,3 börn af hverjum
1.000 lifandi fæddum. Fara þarf aftur til ársins 1997 til að finna hærra
gildi ungbarnadauða fyrir einstakt ár. Sé horft á tíu ára tímabil (2010-
2019) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,7 börn af hverjum 1.000
lifandi fæddum. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn fátíður og hér.
Fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi 2021 var 4.879. Það var fjölgun frá
2020 þegar 4.512 börn fæddust. Einungis þrisvar áður hafa fleiri lifandi
fædd börn komið í heiminn á einu ári, þ.e. 2009-2010 og 1960. Alls fædd-
ust 2.576 drengir og 2.303 stúlkur árið 2021.
Minnstur á Íslandi
UNGBARNADAUÐI Í EVRÓPU
Meðalævilengd á Íslandi og í löndum ESB
2002 til 2021*
86
84
82
80
78
76
74
72
'02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21
Heimild: Hagstofa Íslands og Eurostat
Ísland: Karlar Konur
ESB-meðaltal: Karlar Konur
*Tölur Eurostat fyrir 2021 vantar
84,1
83,2
80,9
77,5
74,3
78,5
80,9
82,3