Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
Ljúft lamb Vorið er komið og hýrnar þá bráin á flestum, eins og þessu lambi sem sperrti sig fyrir myndavélina.
Eggert
Til Íslands flykkjast
flóttamenn frá Úkra-
ínu, að miklu leyti kon-
ur og börn. Ekki þarf
að fjölyrða um neyð
þessa fólks eða þörf fyr-
ir hjálp sem raunar er
alþjóðleg skylda okkar.
Þetta ástand skapar
álag á alla innviði á Ís-
landi og annars staðar í
Evrópu. Ekki síst þar
sem neyð var fyrir.
Meðan innrásarstríðið
varir og glæpir Pútíns halda áfram,
verða allar þjóðir að taka höndum
saman og koma Úkraínu til hjálpar.
Okkar aðstoð er í formi mannúðar-
aðstoðar hérlendis, en sem ætti líka
að veita í Úkraínu. Aðrar þjóðir verða
að sjá um aðstoð við að
hrinda innrás fas-
istahers hins nýja Stal-
íns. Takist það ekki
mun heimurinn sjá
sæng sína upp reidda.
Innflytjendur sem
notfæra sér aðstoð
ætlaða flóttafólki
Samkvæmt upplýs-
ingum Eurostat voru
40% þeirra sem óskuðu
eftir hæli hér á landi
2021 á aldrinum 18-34
ára. Af heildinni voru
tæp 40% ungir og mið-
aldra karlmenn. Aldur og kyn segir
að þeir sem komu og óskuðu hælis
voru þeir sem, eðli málsins sam-
kvæmt, höfðu minnsta þörf fyrir
hjálp meðal samlanda sinna. Ekki er
síður fróðlegt að skoða á vef Útlend-
ingastofnunar hvaðan þeir komu.
Innan við fimmtungur kom frá lönd-
um þar sem stríð er eða stríðsástand
þótt svo hafi kannski sums staðar áð-
ur verið. Mikill meirihluti kemur frá
löndum þaðan sem hælisleitendur eru
að fara vegna slæms efnahags, en
segjast vera að flýja ofsóknir af ýms-
um toga til að geta sagst eiga rétt á
vernd. Þeir eru sem sé að misnota
kerfi ætlað til aðstoðar við flóttamenn
sem eru að flýja stríð og raunveruleg-
ar ógnir. Þetta á t.d. við um flest fólk
frá Venesúela og Palestínu sem er
mjög fjölmennt í þessum hópi. Það
eru sem sé ólöglegir innflytjendur.
Væri slæmur efnahagur enda lögmæt
ástæða til að óska verndar jafngilti
það opnum landamærum. Við blasir
að landsmenn yrðu auðvitað á
skömmum tíma jafn illa settir og inn-
flytjendurnir sjálfir voru.
Vafasamt heimsmet í fjölda
ólöglegra innflytjenda
Líklegast er að hvergi í heiminum
hafi komið hlutfallslega fleiri ólögleg-
ir innflytjendur en til Íslands árið
2021. Víst er að þeir voru margfalt
fleiri en til nokkurs lands sem ég hef
skoðað, þ.m.t. frændþjóða okkar í
Skandinavíu. Heildarkostnaður ein-
ungis við rekstur sjálfs verndarkerf-
isins vegna hælisleitendanna nam 3,5
milljörðum króna á árinu 2021.
Gagnstætt öllum öðrum löndum
sem við berum okkur saman við, höf-
um við nefnilega ekki gert nauðsyn-
legar breytingar á útlendingalöggjöf-
inni. Ástæðan er að hér líðst að
Píratar og Samfylking stýri hvað lög-
fest er og hvað ekki. Þvert á lýðræð-
islegan vilja kjósenda. Og raunar
vantar enn nauðsynleg ákvæði í
frumvarp til útlendingalaga. Þótt
annað sé í veðri látið vaka þessa dag-
ana eru þessir bragga- og puntu-
stráflokkar nefnilega gersneyddir
siðferði. Siðferðiskröfur þeirra ná
einungis til annarra. Réttlæti þeirra
felst í að auðvelda með öllum ráðum
að ungir og miðaldra karlmenn geti
lifað hér á kostnað almennings þvert
á lög. Í raun á kostnað þeirra sem
raunverulega þurfa á skjóli að halda.
– Hvað finnst fólki um það?
Eftir Einar S.
Hálfdánarson »Réttlæti bragga- og
puntustráflokkanna,
Pírata og Samfylkingar,
felst í að auðvelda ung-
um karlmönnum að lifa
á kostnað almennings
þvert á lög.
Einar S.
Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Flóttamenn þurfa hæli – ekki ólöglegir innflytjendur
Við bjóðum kjós-
endum ekki upp á stór
kosningaloforð, heldur
látum við frá okkur
hugmyndir sem við vit-
um að við getum staðið
við. Við viljum blóm-
legan, snyrtilegan bæ
með kraumandi mann-
lífi. Við viljum lengja
afgreiðslutíma sund-
lauga og samræma þá
allt árið um kring, sama viljum við
varðandi afgreiðslutíma menningar-
húsanna okkar. Það verður sífellt
meiri krafa íbúa að hafa markvissa
afþreyingu fyrir fjölskyldur og ein-
staklinga, hvort sem um er að ræða
bæjarhátíðir eða aðrar uppákomur
og skemmtileg leiksvæði.
Samgöngur/borgarlína!
Við viljum gera göngu- og hjóla-
stíga örugga fyrir alla samgöngu-
máta. Til þess þurfum
við að fara markvisst í
tvöföldun stígakerf-
isins. Virkum ferða-
mátum er að fjölga og
þeir þurfa aukið pláss
svo slysahætta minnki
á stígunum.
Við erum á móti nú-
verandi útfærslu nú-
verandi hugmynda-
fræði borgarlínu, sem
við teljum alltof stóra
og varasama óvissu-
ferð er varðar fjár-
mögnun sem sveit-
arfélögin geta ekki staðið undir.
Enn ríkir alger óvissa um aðkomu
ríkisins að þessu verkefni. Það er
merkilegt að fylgjast með fram-
boðum í komandi sveitarstjórn-
arkosningum, sem á sama tíma boða
ábyrga fjármálastjórnun og lægri
álögur, að ekki er sett efnislega út á
fjármögnunar- og rekstrarkostnað
við núverandi borgarlínuhugmyndir.
Það er öllum augljóst sem reka
heimili eða fyrirtæki að endar ná
ekki saman í rekstri Strætó, það
sýna nýlegar lántökur byggða-
samlagsins svart á hvítu. Sveit-
arfélögin hafa ekki viljað leggja
aukið fjármagn í reksturinn og við
blasir mikil fjárfestingarþörf í vögn-
um sem margir hverjir eru orðnir
gamlir. Því er eðlilegt að spyrja þá
sem berjast fyrir núverandi út-
færslu borgarlínu: hvar á að sækja
þetta aukna fé sem þarf til reksturs
borgarlínu sem er gróflega áætlaður
2,5 milljarðar til viðbótar við núver-
andi leiðakerfi Strætó, þá er ekki
talinn upp stofnkostnaður við
vagnakaup?
Til eru hagkvæmari leiðir í al-
menningssamgöngum sem er svo-
kölluð „léttari leið“ sem hefur í för
með sér minni stofnkostnað og
minna rask innan bæjarmarkanna.
Þá leið viljum við ræða efnislega til
þess að auka hag þeirra sem vilja
nota almenningssamgöngur. Einnig
er það okkar stefna að kanna ætti til
þaula aukinn áhuga almennings á að
nota strætó með því að hafa hann
gjaldfrjálsan.
Mönnunarvandi leikskólanna
Það er fátt eins fallegt og barns-
fæðingar. Kópavogur er barnvænn
bær en þrátt fyrir það breytist
stundum gleðin yfir nýju lífi í mar-
tröðina að leita að dagvist fyrir litla
krílið. Dagmæður eru of fáar og of
fá börn komast inn á leikskóla 12
mánaða þegar fæðingarorlofi lýkur.
Við veltum upp þeirri spurningu
hvort launin séu of lág í „besta starfi
í heimi“ og þá sérstaklega hjá ófag-
lærðu starfsfólki sem margt hvert
hefur starfað við daggæslu árum
saman með tilheyrandi reynslu sem
ekki er nægilega metin til launa.
Leikskólar Kópavogs geta til dæmis
tekið við fleiri börnum ef við náum
að laða til okkar fleira starfsfólk. Til
þess þurfa launin og umhverfið að
vera gott. Við trúum ekki á heim-
greiðslur/fjölskyldugreiðslur til
ungra foreldra til að leysa dagvist-
unarvanda barna, sem er verkefni
sveitarfélagsins að leysa. Slíkt hefur
áður verið reynt og hefur margsýnt
sig að er leið að ójöfnuði og mögu-
lega því að halda sérstaklega konum
heima frá vinnu lengur. Því mætti
ekki frekar hugsa kostnað við heim-
greiðslur sem kjarabót fyrir starfs-
fólk leikskólanna?
Kæru Kópavogsbúar, við í Mið-
flokknum og óháðum erum til þjón-
ustu reiðubúin og hlökkum til að sjá
ykkur á næstunni. Hlusta á ykkar
hugmyndir og vinna í ykkar þágu.
Eftir Karen
Elísabetu
Halldórsdóttur
» Það er merkilegt að
fylgjast með fram-
boðum í komandi sveit-
arstjórnarkosningum
sem boða ábyrga fjár-
málastjórnun en efnis-
lega gagnrýna ekki
borgarlínuna.
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti
Miðflokks og óháðra í Kópavogi.
kareneha@gmail.com
Hvers vegna Miðflokkurinn og óháðir í Kópavogi?
Á dögunum óskaði
ég eftir á Alþingi af-
stöðu forsætisráð-
herra fyrir hönd ís-
lenskra stjórnvalda til
aðildarumsóknar
Finna og Svía, komi
til þess að þjóðirnar
sæki um aðild að Atl-
antshafsbandalaginu.
Það var ánægjulegt
að fá staðfestingu á
því að íslensk stjórn-
völd myndu styðja slíka umsókn,
en bæði forsætis- og utanrík-
isráðherra höfðu haldið þeim sjón-
armiðum á lofti í fjölmiðlum. Nú
sem aldrei fyrr er nefnilega þörf á
fullum stuðningi og samstöðu vest-
rænna lýðræðisríkja. Ekki bara í
orði heldur líka á borði.
Það voru því sár vonbrigði að
lesa fréttaflutning af því að sumar
Evrópusambandsþjóðir hefðu not-
að undantekningu sem sett var í
viðskiptaþvinganir ESB til þess að
selja Rússum vopn, þrátt fyrir
bannið sem var komið á eftir inn-
limun Rússlands á Krímskaga. Þar
fóru öflugustu forysturíkin, Þýska-
land og Frakkland, fremst í flokki.
Á sama tíma og forystumenn í
Evrópu juku við viðskipta- og
hagsmunatengsl við rússnesk
stjórnvöld og eru ábyrgir fyrir því
að álfan er háð rúss-
neskri orku sjá leið-
togaríki ESB Rússum
fyrir hergögnum. Svo
ræða menn það hér af
fullri alvöru að ganga
í ESB vegna öryggis-
hagsmuna Íslands!
Við höfum sjálf rek-
ið okkur á skeyting-
arleysi Evrópusam-
bandsins. Það var
ekki fyrir mikilli sam-
stöðu að fara með
okkur Íslendingum
þegar við leituðum til
þeirra eftir að við urðum sérstak-
lega fyrir barðinu á viðskiptabanni
Rússlands eftir innlimun Krím-
skagans.
Vestrænar þjóðir og Úkra-
ínumenn munu ekki sætta sig við
annað en fulla samstöðu og sam-
eiginlegar fórnir til þess að verja
sameiginleg gildi okkar: frelsi,
mannréttindi og lýðræði.
Sameiginlegar
fórnir til varnar sam-
eiginlegum gildum
Eftir Diljá Mist
Einarsdóttur
Diljá Mist
Einarsdóttir
» Svo ræða menn það
hér af fullri alvöru
að ganga í ESB vegna
öryggishagsmuna Ís-
lands!
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
dilja.mist@althingi.is