Morgunblaðið - 30.04.2022, Síða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
Hreinsum allar yfirhafnir,
trefla, húfur og fylgihluti
STOFNAÐ 1953
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is
www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380
Í
stríðsfréttum þessar vikurnar má oft koma auga á texta með kyrillísku
letri. Úkraínska og rússneska styðjast við mismunandi útgáfur af því.
Munurinn er meðal annars sá að úkraínska gerðin geymir enn i-tákn
með tveimur deplum, Ï, sem þar táknar „ji“. Fleiri slavnesk mál, svo
sem búlgarska, hvítrússneska og serb-
neska, notast við kyrillískt letur, en
önnur, þar á meðal pólska, tékkneska
og króatíska, nota latneskt stafróf.
Hin mismunandi stafróf réðust eink-
um af því hvort þjóðirnar fylgdu rétt-
trúnaðarkirkjunni eða hinni róm-
versku. Serbneska og króatíska eru
svo nálægar tungur að löngum var tal-
að um serbókróatísku sem eitt tungu-
mál en þó eru ritmálin af þessum sök-
um ólík ásýndar.
Sagnir herma að á 9. öld hafi trú-
boðarnir Konstantínos og Metódíos
komið fram með kyrillíska letrið og
byggt það á grískri fyrirmynd. Sá
fyrrnefndi varð kunnur sem heilagur
Kyrillos og er letrið sem sé kennt við
hann. Það mun þó hafa verið heilagur
Klemens frá Ohrid, nemandi þeirra, sem helst mótaði stafrófið og stuðlaði að
útbreiðslu þess.
Goðsagnakeimur er af fleiri frásögnum um uppruna stafrófs. Sejong Kóreu-
konungi (1397-1450) fannst það há þegnum sínum að eiga ekki eigið stafróf.
Notað var kínverskt let-
ur sem geymdi fjölda
tákna sem voru kóresku-
mælandi fólki torlærð og
framandi. Einkum taldi
konungur þetta bitna á
fólki af lágum stigum
sem hefði síður tækifæri
til mennta. Kóngur tók sig til, segir sagan, og samdi einfalt stafróf, með 28 tákn
upphaflega. Það var hugvitsamlega byggt á greiningu kóreskra málhljóða.
Sejong konungur óttaðist (réttilega, eins og síðar kom á daginn) að kóreskir að-
alsmenn myndu setja sig upp á móti þessum umbótum enda gæti þeim stafað
ógn af því ef hvers konar skjöl yrðu öllum auðlesin og almenningur gæti farið
að ybba gogg við yfirvöldin. Sagt er að konungur hafi gripið til þess ráðs að fara
í hallargarðinn að næturþeli og rita hvert einasta tákn hins nýja stafrófs síns
með hunangi á stór laufblöð sem höfðu fallið á jörðina. Að morgni höfðu skor-
dýr étið göt í laufblöðin eftir hunangsmynstrinu. Kóngur tíndi þá upp laufin
með hinum nýju táknum og boðaði fólki þau undur og stórmerki að letrið væri
sending af himnum ofan handa öllum þegnum ríkisins.
Líklega var farið að rita íslenskt mál með latnesku letri þegar á 11. öld en við
eigum ekki varðveitt handrit nema frá 12. öld og áfram. Eins og Björn Bjarna-
son rifjaði upp í laugardagsblaðinu 16. apríl er til málfræðiritgerð sem mun
hafa verið rituð á 12. öld. Höfundur hennar greindi íslenska hljóðkerfið hugvit-
samlega og gerði á þeim grunni tillögu um stafróf og þar á meðal viss sértákn
eftir þörfum íslenskunnar. Aðferðin minnir á afrek Sejongs konungs hinum
megin á hnettinum um það bil þremur öldum síðar. Sá síðarnefndi var þó sam-
kvæmt munnmælum ekki síður snjall þegar kom að kynningu á afurðinni.
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is
Sejong Kóreukonungur (1397-1450).
Af kyrillískum,
kóreskum og ís-
lenskum rittáknumA
lþingi kom saman með hvelli að loknu páskaleyfi
mánudaginn 25. apríl. Þingmenn vörðu fyrstu
40 mínútunum í þingsalnum þennan mánudag
til að skamma forseta alþingis fyrir að kalla þá
ekki saman fyrr til að ræða sölu á hlut ríkisins í Íslands-
banka. Ræddu þeir málið síðan áfram í óundirbúnum
fyrirspurnum og til klukkan 02.30 aðfaranótt þriðjudags
eftir munnlega skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra.
Forsætisráðherra tók þátt í sérstakri þingumræðu um
málið þriðjudaginn 26. apríl. Daginn eftir sátu for-
ráðamenn bankasýslunnar fyrir svörum á opnum fundi
fjárlaganefndar og fjármálaráðherra föstudaginn 29. apr-
íl.
Fyrir söludag bréfanna í Íslandsbanka, 22. mars, var
ferlið sérstaklega kynnt tveimur þingnefndum, efnahags-
og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd. Ákvæði í lögum um að
binda kynninguna við tvær þingnefndir eru reist á því að
óþarft sé að kalla alþingi sérstaklega saman sé það ekki að
störfum þegar ákveðið er selja hlut ríkisins í banka.
Markmið laganna um bankasýsluna frá 2009 og um sölu
á eignarhluta ríkisins í fjármálastofnunum frá 2012 var að
skilja á milli pólitískrar stefnumót-
unar annars vegar og fram-
kvæmdar og eftirlits hins vegar.
Stefnumótunin og eftirlitið er í
höndum fjármálaráðherra. Fram-
kvæmdin hjá bankasýslunni. Hvor
aðili um sig er sjálfstæður og ber
sína ábyrgð.
Skoðun fjármála- og efnahags-
ráðuneytisins er að umgjörð sölu-
ferlisins nú hafi verið hönnuð til
þess að koma í veg fyrir að ráð-
herra gæti hyglað einstökum bjóð-
endum á kostnað annarra og að ómálefnaleg sjónarmið
gætu ráðið för. Það markmið hafi náðist.
Fjármálaráðherra knúði bankasýsluna til að birta nöfn
kaupenda. Seinagangur hennar vakti tortryggni. Ráð-
herrar reiddust og ákváðu um páskana að lögunum um
bankasýsluna og sölu eigna ríkisins í fjármálastofnunum
yrði breytt. Tryggja yrði opnara ferli og gagnsæi. Mátti
skilja ýmsa stjórnarandstæðinga á þann veg að ráðherrar
hefðu móðgað þá með því að vinna að málinu yfir páska og
kynna afstöðu sína. Var ákæra fyrir landsdóm jafnvel
nefnd.
Listinn yfir kaupendur setti allt á annan endann, opnaði
gömul hrunsár og kynti undir hörðum og persónulegum
árásum á fjármála- og efnahagsráðherra sem átti enga að-
ild að vali á kaupendum.
Fjármálaeftirlit seðlabankans rannsakar nú að eigin
frumkvæði starfshætti þeirra fimm innlendu söluaðila
sem bankasýslan valdi til að vinna að útboðinu. Fjármála-
og efnahagsráðherra fór þess formlega á leit við ríkisend-
urskoðun 7. apríl að hún kannaði og legði mat á hvort sal-
an 22. mars hefði samrýmst lögum og góðum stjórn-
sýsluháttum.
Meira að segja sú aðferð að nýta eftirlitsstofnanir, ann-
ars vegar í umsjón seðlabankans og hins vegar alþingis, er
illa séð af stjórnarandstöðunni. Undrun vekur að
stjórnarandstaðan ákveði að veikja traust almennings á
ríkisendurskoðun. Þingmenn hennar leggjast gegn því að
beðið verði niðurstöðu stofnunarinnar áður en ákvörðun
er tekin um hvort frekari rannsókna sé þörf.
Árið 1986 var ríkisendurskoðun flutt undir vald alþing-
is. Minnt var á að stjórnarskráin færði alþingi vald til að
ákveða fjárveitingar. Á vegum löggjafans ætti að skoða
hvernig framkvæmdarvaldið stæði að meðferð þessa fjár.
Tekjur af sölu bréfa ríkisins í Íslandsbanka nema rúm-
um 100 milljörðum og enn á ríkið um 42,5% í bankanum.
Ríkissjóður hefur haft mikinn hag af því að útboðið nú
raskaði ekki stöðunni á markaði með hlutabréf Íslands-
banka. Bréf í bankanum hafa hækkað umfram 100 millj-
arða hækkunina sem varð á þeim í fyrra. Furðulegt er að
heyra þingmenn tala á þann veg að ekki sé rétt að ríkis-
endurskoðun leggi mat á þetta allt sérstaklega.
Í starfsáætlun alþingis er mælt
fyrir um hlé á þingfundum næstu
tvær vikur, fram yfir sveitar-
stjórnarkosningar. Þetta er gert af
tillitssemi við þá sem kynna kjós-
endum í sveitarfélögunum sjónar-
mið sín. Spurningin er hvort öllu
hafi verið snúið á hvolf vegna
bankasölunnar til að draga athygli
frá málstað upphlaupsflokkanna í
sveitarstjórnum, þó einkum
Reykjavík.
Innan lítilla þingflokka stjórnar-
andstöðunnar er mikil samkeppni um að komast í sviðs-
ljósið. Fyrir réttum mánuði flutti píratinn Andrés Ingi
Jónsson sex ræður sama daginn um fundarstjórn forseta.
Í mars var alls talað í um sjö klukkustundir um fundar-
stjórn forseta í þingsalnum. Líkur á að fá athygli á sam-
félags- eða fjölmiðlum ræðst því miður oftar af fúkyrðum
eða frekju í ræðustólnum en því sem snýr að efni þing-
mála.
Þá er staðreynd að á fyrsta þingi eftir kosningar eru oft
meiri upphlaup einstakra þingmanna en þegar skapast
hefur jafnvægi í hópi þeirra. Andrés Ingi er til dæmis að
skapa sér sess í nýjum þingflokki. Kristrún Frostadóttir
nýtti sér bankasöluna í von um forystusess í Samfylking-
unni. Sama má segja um Sigmar Guðmundsson í þing-
flokki Viðreisnar.
Sé litið á endurnýjun þingmanna hér er hún mikil og
hröð miðað við það sem almennt er í öðrum þingum. Í
kosningum 2007 voru 38% þingmanna nýir en 42,9% í
hvorum kosningum fyrir sig, 2009 og 2013. Í kosningunum
2016 var endurnýjun á þingi 50,8%. Þá var mynduð stjórn
sem sat aðeins í nokkra mánuði, þar til einn stjórnarflokk-
anna, Björt framtíð, bugaðist. Árið 2017 var endurnýjun
þingmanna 30,2% og nú í september 2021 42,9%.
Stofnanaminni setur lítinn svip á umræður upphlaups-
mála á þingi. Ræðumenn láta vaða á súðum um aukaatriði
og einstaklinga. Fundarstjórn og viðvera ráðherra eiga
huga þeirra.
Þinguppnám vegna bankasölu
Meira að segja sú aðferð að
nýta eftirlitsstofnanir, annars
vegar í umsjón seðlabankans
og hins vegar alþingis, til að
rannsaka bankasöluna er illa
séð af stjórnarandstöðunni.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
ÍFróðleiksmola 1. ágúst 2020
nefndi ég dæmi um þá afsiðun,
sem stríð hafa í för með sér. Í lok síð-
ari heimsstyrjaldar flýðu um 250
þúsund Þjóðverjar undan Rauða
hernum rússneska yfir Eystrasalt til
Danmerkur. Þar voru þeir umsvifa-
laust lokaðir inni í fangabúðum.
Danska læknafélagið sendi frá sér
tilkynningu um, að læknar myndu
ekki hlynna að flóttafólkinu á neinn
hátt. Um þrettán þúsund flóttamenn
önduðust, þar af sjö þúsund börn
undir fimm ára aldri. Flest börnin
hefðu lifað, hefðu þau fengið að-
hlynningu.
Í grúski mínu rakst ég nýlega á
annað dæmi, en frá Noregi. Í stríðs-
lok voru börn norskra stúlkna og
þýskra hermanna orðin um tíu þús-
und. Þótt stúlkurnar hefðu ekki brot-
ið nein lög var farið illa með þær eftir
uppgjöf Þjóðverja, hárið rakað af
þeim sumum og gerð að þeim hróp á
götum og torgum. Nefnd, sem skipuð
var til að gera tillögur um meðferð
barnanna, fékk geðlækni einn til að
meta þau, Ørnulf Ødegard. Hann gaf
út allsherjarvottorð um þau. Sagði
hann mæður þeirra almennt vera
treggáfaðar og geðvilltar, og líklega
væru barnsfeðurnir það líka, úr því
að þeir hefðu valið sér þær til fylgi-
lags. Taka yrði börnin af mæðrunum
og ala upp á hælum. Sem betur fer
var ráðum Ødegards ekki fylgt. En
margar mæðurnar voru reknar með
börn sín til Þýskalands. Sum börnin
voru send í ættleiðingu til Svíþjóðar
án vitundar eða samþykkis mæðra
sinna. Þau, sem eftir voru, ólust
mörg upp á barnaheimilum og sættu
flest aðkasti. Er þetta mál blettur á
sögu Noregs.
Ødegard var raunar líka annar af
tveimur geðlæknum, sem vottuðu, að
norska skáldið Knut Hamsun væri
geðbilaður, en hann hafði verið ein-
dreginn stuðningsmaður nasista. Var
Hamsun lokaður inni á hæli, en með
bók, sem hann samdi um reynslu
sína, Grónar götur, afsannaði hann
rækilega sjúkdómsgreiningu
læknanna.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Syndir mæðranna
Allt um sjávarútveg