Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 24
24 MESSUR
á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
✝
Edda Sóley
Kristmanns-
dóttir fæddist á St.
Fransiskusspítala í
Stykkishólmi 19.
maí 1972. Hún lést
einnig þar eftir
baráttu við krabba-
mein 23. apríl 2022.
Eiginmaður
Eddu er Jón Ingi
Hjaltalín, f. í Borg-
arnesi 7. mars
1968. Börn þeirra: 1) Arna Dögg
Hjaltalín, f. 13. júní 1991. Maki
hennar er Hafþór Ingi
Þorgrímsson, f. 1988, og börn
þeirra Ármann Ingi Hafþórsson
Hjaltalín, f. 2014, og Eyrún
Nadía Hafþórsdóttir Hjaltalín, f.
2018. 2) Alfreð Már Hjaltalín, f.
26. júní 1994. Maki hans er Arn-
hildur Anna Árnadóttir, f. 1992.
3) Ásta Kristný Hjaltalín, f. 21.
mars 1999, maki Gunnar Bragi
Jónasson, f. 1998. Barn þeirra er
Kristmann Hjörtur Gunnarsson
Hjaltalín, f. 9. mars, 2022.
Foreldrar Eddu Sóleyjar voru
Kristmann Hreinn Jónsson frá
Efri-Hóli í Staðarsveit, f. 1933,
d. 1997, og Árný Margrét Guð-
mundsdóttir, f. 1943, frá Ux-
ahrygg á Rangárvöllum. Bræð-
ur Eddu Sóleyjar eru Kristján
bæði í Þórsnesi og hjá Agustson.
Hún varð líka vaktstjóri hjá
Olís, vann á Dvalarheimilinu í
Stykkishólmi og síðast hjá Nes-
brauði í Stykkishólmi. Edda
stundaði hestamennsku af
ástríðu alla tíð. Hún lauk námi í
tamningum 2001, þá móðir
þriggja barna tveggja til tíu ára.
Hún hélt hesthús í Stykkishólmi
og hafði hesta í sveitinni á Efri-
Hóli þar sem fjölskyldan varði
mörgum stundum. Hestaferðir
voru í miklu uppáhaldi hjá
henni. Hún var oftar en ekki
bæði kokkur og lykilmaður í
rekstrinum, oft með hóp er-
lendra gesta.
Edda Sóley og Jón Ingi voru
samrýnd og gengu saman til
flestra verka, í vinnu, heima, á
fjölskyldujörðinni Efri-Hóli og
annars staðar. Þau fylgdu börn-
um sínum til verkefna, tóm-
stunda og íþróttaiðkunar víða
um land. Edda Sóley var virk í
félagsmálum, sat m.a. í stjórn-
um Héraðssambands Snæfells-
og Hnappadalssýslu, Hesta-
mannafélagsins Snæfellings og
hestaeigendafélags Stykk-
ishólms. Í seinni tíð var Edda
Sóley á strandveiðum með Jóni
Inga og hafði mikla ánægju af.
Hún stefndi á að taka punga-
prófið (skipstjórnarréttindi),
þegar lífið tók aðra stefnu. Hún
greindist með krabbamein sl.
haust og lést aðeins 49 ára.
Hún verður jarðsungin í
Stykkishólmskirkju í dag, 30.
apríl 2022, klukkan 14.
Viktor Auðunsson,
f. 1964, og Þröstur
Ingi Auðunsson, f,
1965. Foreldrar
Jóns Inga eru Páll
Hjaltalín og Ásta
Jónsdóttir. Árný og
Kristmann hófu bú-
skap á Slitvinda-
stöðum í Stað-
arsveit 1973. Árið
1983 festi fjöl-
skyldan kaup á
íbúð við Höfðagötu í Stykkis-
hólmi og flutti þangað.
Edda Sóley og Jón Ingi fóru
að vera saman á unglingsaldri.
Hann var síðan mikið á Höfða-
götunni þar til þau fluttu saman
til Reykjavíkur á meðan Jón var
í námi. Þau fluttu svo aftur til
Stykkishólms og bjuggu þar síð-
an. Þau leigðu fyrst litla íbúð,
festu svo kaup á Silfurgötu 24
og síðar á Víkurflöt 9, þegar
börnin voru orðin þrjú.
Edda Sóley var fjörugt og
uppátækjasamt barn. Hún var í
heimavistarskóla í Laugargerði
til 11 ára aldurs og eignaðist
vini til lífstíðar. Hún lauk
grunnskólaprófi í Stykkishólmi
1988. Edda var glaðlynd og
hamhleypa til verka. Hún starf-
aði lengst af við fiskvinnslu,
Mamma okkar var hetja,
alltaf. Hún var okkar helsta
fyrirmynd. Hún var 19 ára þeg-
ar hún átti Örnu, frumburðinn.
Hún var stolt og dugleg og stóð
sig vel, öllum ber saman um
það. Alfreð Már kom þegar hún
var 22 ára og Ásta Kristný þeg-
ar hún var 27. Tveimur árum
seinna lauk hún prófi í tamn-
ingum. Hún hjólaði í öll verk-
efni, stór og smá. Við systkinin
erum öll á því, að ef eitthvað
var og vantaði, aðstoð, ráð,
hvað sem var, þá var hringt í
mömmu. Þá var allt græjað
eins og skot – og var ekkert
mál.
Arna fór að heiman 18 ára,
fór að búa hjá Hafþóri, en var
alltaf með annan fótinn heima.
Hún var í hestunum með
mömmu, þar til hún datt af
hestbaki. En það var samt
notalegt að vera með mömmu í
hesthúsunum og stússa. Þegar
hún og Hafþór fóru að búa og
Ármann var lítill var Arna oft
ein á daginn og oft í mat innfrá
hjá mömmu. Sá tími var mjög
dýrmætur.
Í veikindum Örnu var
mamma mikið með Ármann og
sótti hann á leikskólann. Hún
var alltaf innan handar. Sú var
fljót að stökkva til þegar hárið
Edda Sóley
Kristmannsdóttir
AKUREYRARKIRKJA | Laugardagur
30. apríl. Fermingarmessa kl. 10.30.
Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson
og sr. Hildur Eir Bolladóttir. Eldri
barnakór Akureyrarkirkju syngur. Org-
anisti er Sigrún Magna Þórsteinsdótt-
ir.
Sunnudagur 1. maí. Lokahátíð barna-
starfsins – fjölskylduguðsþjónusta í
Akureyrarkirkju kl. 11. Barnakórar Ak-
ureyrarkirkju syngja. Umsjón sr. Hildur
Eir, Sonja Kro, Sigrún Magna, Hólm-
fríður og Ylfa. Boðið verður upp á grill-
aðar pylsur í Safnaðarheimilinu að
guðsþjónustu lokinni.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Skólahljómsveit Árbæjar og
Breiðholts kemur í heimsókn og leikur
nokkur lög. Kór Árbæjarkirkju syngur
undir stjórn Hrafnkels Karlssonar org-
anista. Sr. Petrína Mjöll Jóhannes-
dóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskólinn er á sama tíma í
safnaðarheimilinu í umsjá Andreu
Önnu Arnarsdóttur og Thelmu Rósar
Arnarsdóttur.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 13. Séra Bolli
Pétur Bollason, prestur í Laugardals-
prestakalli, prédikar og þjónar fyrir alt-
ari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdótt-
ur, djákna. Félagar úr Kór Áskirkju
syngja. Organisti Bjartur Logi Guðna-
son. Kaffisopi í Ási að messu lokinni.
ÁSTJARNARKIRKJA | Helgistund 1.
maí kl. 17. Davíð Sigurgeirsson leiðir
tónlistina. Prestur er Kjartan Jónsson.
Hressing og gott samfélag á eftir.
BESSASTAÐAKIRKJA | Vorhátíð
Bessastaðasóknar kl. 11. Ungir hljóð-
færaleikarar, kór Hörðuvallaskóla
kemur í heimsókn. Að guðsþjónustu
lokinni er hátíð í safnaðarheimilinu
Brekkuskógum 1. Boðið verður upp á
grillaðar pylsur. Hoppukastali, Andlits-
málun og leikir. Klukkan 17 er guðs-
þjónusta og fundur með fermingar-
börnum ársins 2023 og foreldrum
þeirra. Sérstakur gestur er Guðmund-
ur Jónsson tónlistarmaður. Skráning á
fermingardaga hefst 2. maí kl. 9 á
bessastadasokn.is.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fermingar-
messa kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunn-
arsson þjónar. Kór Breiðholtskirkju
syngur, organisti er Örn Magnússon.
Alþjóðlegi söfnuðurinn: Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Toshiki Toma og sr. Ása
Laufey Sæmundsdóttir þjóna, organ-
isti er Örn Magnússon.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl.
11. Daníel, Sóley Adda, sr. María og
Matti sax taka vel á móti ykkur.
Gospelguðsþjónusta kl. 13 með
gospelkórnum Vox Gospel, Matthíasi
V. Baldurssyni og sr. Maríu G. Ágústs-
dóttur ásamt messuþjónum. Aðal-
safnaðarfundur í Bústaðasókn kl. 14.
DIGRANESKIRKJA | Lokahátíð
barnastarfs í Digraneskirkju sunnu-
daginn 1. maí kl. 11. Sr. Helga Kol-
beinsdóttir og fulltrúar barnastarfs sjá
um stundina. Hoppukastali verður á
svæðinu.
Hjallakirkja kl. 17. Sr. Sunna Dóra
Mölle þjónar. Lögreglukórinn undir
stjórn Matthíasar V. Baldurssonar sér
um tónlist. Veitingar að messu lok-
inni.
DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11.
Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Kári
Þormar og Dómkórinn.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Magnús Björn Björns-
son þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar
syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðs-
dóttur organista. Meðhjálpari Helga
Björg Gunnarsdóttir. Kaffisopi eftir
stundina.
GLERÁRKIRKJA | Sunnudagurinn 1.
maí. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Þorgrímur
Daníelsson, Valmar Väljaots organisti
og kór Glerárkirkju leiða stundina.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimili kl.
11. Eydís Ösp leiðir samveruna.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta verður í Grafarvogskirkju sunnu-
daginn 1. maí kl. 11. Sr. Magnús Erl-
ingsson þjónar. Kór Grafarvogskirkju
leiðir söng. Organisti er Hákon Leifs-
son.
Sunnudagaskóli er á sama tíma á
neðri hæð kirkjunnar.
Umsjón hafa sr. Sigurður Grétar
Helgason, Ásta Jóhanna Harðardóttir
og Hólmfríður Frostadóttir.
Undirleikari er Stefán Birkisson.
Verið öll hjartanlega velkomin!
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Nemendur úr Suzukitónlistar-
skólanum í Reykjavík spila. Sr. Eva
Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt
messuþjónum. Organisti er Ásta Har-
aldsdóttir, Kirkjukór Grensáskirkju
leiðir almennan messusöng. Aðal-
safnaðarfundur í Grensássókn að lok-
inni messu kl. 12. Við minnum á há-
degisbæn og kyrrðarstund á
þriðjudögum kl. 12 sem er einnig í
streymi.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn
1. maí kl. 11. Prestur er Pétur Ragn-
hildarson. Barnakór Guðríðarkirkju
syngur og Krílakór syngur líka undir
stjórn Ásbjargar Jónsdóttur. Svo verð-
ur boðið upp á grillaðar pylsur en
Lovísa, Guðný og sr. Pétur verða við
grillið.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Verka-
lýðsmessa kl. 11. Sr. Sighvatur Karls-
son þjónar.
Guðmundur Sigurðsson sér um tón-
listina ásamt félögum úr Barbörukórn-
um. Sunnudagaskóli á sama tíma í
safnaðarheimilinu.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Sr. Eiríkur Jóhanns-
son prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni.
Messuþjónar aðstoða. Söngsveitin
Fílharmónía syngur undir stjórn Dag-
nýjar Arnalds. Organisti er Björn Stein-
ar Sólbergsson. Barnastarf, Rósa
Hrönn Árnadóttir og Ragnheiður
Bjarnadóttir. Aðalfundur Hallgríms-
safnaðar eftir messu.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa 1. maí,
annan sunnudag páskatímans, kl.
11.
Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar
og þjónar fyrir altari. Arngerður María
Árnadóttir leikur á orgel. Félagar í Kor-
díu, kór Háteigskirkju, leiða söng.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Lög-
reglumessa er í Hjallakirkju sunnu-
daginn 1. maí kl. 17. Sr. Sunna Dóra
Möller leiðir stundina. Lögreglukórinn
undir stjórn Matthíasar V. Baldursson-
ar sér um tónlistarflutning og veitingar
á eftir messu. Sama dag er fjölskyldu-
messa og fjör í Digraneskirkju kl. 11.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía |
Samkomur á sunnudögum
Kl. 11:00 Almenn samkoma.
Kl. 14:00 Samkoma fyrir enskumæl-
andi (English speaking service).
Kl. 16:00 Samkoma fyrir spænsku-
mælandi (reunión en español).
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn
samkoma kl. 13 með lofgjörð og fyr-
irbænum. Sigríður Schram prédikar.
Kaffi að samverustund lokinni.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Árlegur
kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju 1. maí
kl. 14. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur
undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar.
Melkorka Rós Hjartardóttir syngur ein-
söng. Sigurbjört Kristjánsdóttir, leik-
skólakennari og sjálfboðaliði í KFUM
& KFUK og Keflavíkurkirkju um ára-
tugaskeið, prédikar. Prestar kirkjunn-
ar, sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr.
Kjartan Jónsson, þjóna fyrir altari.
Kaffisala kvenfélagsins Fjólu verður á
eftir í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla.
KÓPAVOGSKIRKJA | Uppskeruhátíð
sunnudagaskólans kl. 11. Sr. Sigurð-
ur Arnarson sóknarprestur og Ásta
Ágústsdóttir, djákni leiða stundina
ásamt þeim Andreu Rut Halldórsdótt-
ur og Salóme Pálsdóttur sunnudaga-
skólaleiðtogum. Skólakór Kársness
syngur. Hoppukastalar og grillaðar
pylsur á eftir. Að lokinni guðsþjónustu
verður fundur með fermingarbörnum
vorsins 2023 og forráðamönnum
þeirra. Þar verður fermingarstarf
næsta vetrar kynnt.
LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Graduale Liberi
syngur undir stjórn Bjargar Þórsdóttur
og Móeiðar Kristjánsdóttur. Bolli Pét-
ur Bollason þjónar.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Kl. 11.
Sunnudagaskóli. Kl. 20. Messa. Kór
Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn
Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már
Harðarson þjónar.
NESKIRKJA | Vorhátíð barnastarfs-
ins í Neskirkju hefst með fjölskyldu-
guðsþjónustu kl. 11. Barnakór Nes-
kirkju syngur undir stjórn Bryndísar
Láru Eggertsdóttur. Sr. Steinunn Arn-
þrúður Björnsdóttir þjónar og leiðir
stundina með Kristrúnu Guðmunds-
dóttur. Undirleikur Ari Agnarsson, sem
einnig leikur á harmonikku úti eftir eft-
ir guðsþjónustu, þar sem verður
hoppukastali, andlitsmálning og fjör.
Starfsfólk Neskirkju grillar pylsur fyrir
viðstadda.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11
(athugið breyttan tíma). Sr. Ólafur Jó-
hann Borgþórsson prédikar og félagar
úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. Vangaveltur
um trú og tilvist.
Sr. Gunnar Jóhannesson, prestur í Ár-
borgarprestakalli, talar. Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjón-
ar. Friðrik Vignir Stefánsson er org-
anisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarn-
arneskirkju syngja. Kaffiveitingar og
samfélag eftir athöfn í safnaðarheim-
ilinu.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli
í Urriðaholti kl. 10 og kl. 11 í safn-
aðarheimilinu.
Kl. 11.00. Guðsþjónusta. Foreldrar og
fermingarbörn vorsins 2023 boðin
velkomin. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
og sr. Henning Emil Magnússon
þjóna. Að guðsþjónustunni lokinni er
stuttur fundur þar sem skráning á
fermingardagana er kynnt og farið yfir
helstu tímasetningar á haustönninni.
Boðið verður upp á hressingu að lokn-
um fundi í safnaðarheimilinu.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Fjölskyldu- og vorhátíð kl. 11 sunnu-
daginn 1. maí. Við hefjum samveru í
kirkjunni með söng og gleði. Sérstak-
ur gestur er Einar Aron töframaður.
Eftir stundina grillum við pylsur á
kirkjutorginu. Tilvalið fyrir alla fjöl-
skylduna að koma og eiga góða stund
með okkur.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudag-
urinn 1. maí. Guðsþjónusta í Ytri-
Njarðvíkurkirkju kl. 11. Sr. Baldur Rafn
þjónar fyrir altari og félagar úr kirkju-
kórnum leiða söng undir stjórn Stef-
áns H. Kristinssonar organista.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flateyjarkirkja
✝
Margrét
Franklínsdóttir
fæddist í Litla-
Fjarðarhorni í
Strandasýslu 10.
janúar 1922. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Norður-
lands, Siglufirði, 7.
apríl 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Franklín
Þórðarson, bóndi í
Litla-Fjarðarhorni, f. 11. nóv-
ember 1879, d. 17. júlí 1940, og
Andrea Jónsdóttir húsmóðir, f.
20. september 1881, d. 12. jan-
úar 1979. Margrét var næst-
yngst í röð 13 systkina en hin
eru: Þórður, f. 1903, d. 1991,
Sigurður, f. 1903, d. 1983,
Hermína, f. 1906, d. 2000, Egg-
þór, f. 1908, d. 1994, Anna Mar-
grét, f. 1910, d. 2015, Guðbjörg
Magnea, f. 1912, d. 2005, Að-
alheiður f. 1914, d. 2012, Guð-
mundur Helgi, f. 1915, d. 2005,
Karlssyni bakarameistara í Bol-
ungarvík og eiga þau þrjá syni,
a) Bjarna Heiðar, f. 6.6. 1976,
og á hann tvo syni, Daniel og
Lukas, b) Ingibjörn, f. 22.5.
1979, sambýliskona Vigdís
Brandsdóttir, og c) Halldór
Karl, f. 3.3. 1982, kvæntur Sól-
veigu Erlingsdóttur og eiga
þau þrjú börn, Unu Margréti,
Erling Val og Hildi Lilju.
Margrét flutti til Siglu-
fjarðar árið 1947 með eig-
inmanni sínum Halldóri Bjarna-
syni. Þau fluttu frá
Hvanneyrarbraut upp á Hlíð-
arveg. Þar bjó hún þar til hún
færði sig yfir á Heilbrigð-
isstofnun Norðurlands fyrir
þremur árum.
Margrét vann við síldar-
söltun fyrstu árin á Siglufirði.
Hún vann við saumaskap hjá
Sjálfsbjörg en prjónavinna
fylgdi henni alla tíð. Þeir eru
ófáir Siglfirðingarnir sem hafa
átt peysur eftir hana. Hún vann
við almenn verkakvennastörf á
Siglufirði en hún endaði með
að vinna hjá póstinum.
Útför Margrétar verður gerð
frá Siglufjarðarkirkju í dag, 30.
apríl 2022, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Hallfríður Nanna,
f. 1916, d. 2022,
Benedikt Kristinn,
f. 1918, d. 2010,
Jón Líndal, f. 1919,
d. 1999, og Guð-
borg, f. 1924, d.
2018.
Eiginmaður
Margrétar var
Halldór Guð-
mundur Bjarnason
frá Ljúfustöðum í
Kollafirði, f. 25. desember
1912, d. 6. janúar 1998. For-
eldrar hans voru hjónin Bjarni
Oddsson, bóndi á Ljúfustöðum,
f. 4. apríl 1874, d. 10. febrúar
1950, og Hersilía Þórðardóttir
húsmóðir, f. 23. apríl 1868, d.
17. september 1956. Börn Mar-
grétar og Halldórs eru þrjú: 1)
Bjarni Lindal, f. 17. júlí 1947,
d. 29. júní 1958. 2) Benedikt
Heiðar, f. 10. maí 1951, d. 18.
maí 1956. 3) Gunnhildur Erla,
f. 27. nóvember 1954. Gift Vali
Kveðja frá dóttur
Ég hef svo margs að minnast
því mörg var stundin hlý
og ennþá, elsku mamma,
ég að því huga sný
hve ástrík ætíð varstu
og efldir þroska minn
á leiðum liðnra stunda
margt lítur hugurinn.
Þú bentir mér á birtu
og blíðan sólaryl
og allt hið göfga og góða
er geyma nú ég vil.
Þín minning elsku mamma
er mér á hverri stund
sem bjartur gleðigeisli
er glæðir yl í lund.
Þú barst mig barn á armi
og brosin glæddir mín,
á öllum ævistundum
ég óska að minnast þín,
Þú straukst um votan vanga
er vættu sorgar tár,
og sagðir: Guð er góður
hann gætir þín hvert ár.
Er lék ég barnaleiki
þá líka brostir þú
í öllu starfi og stríði
hér stóðstu dygg og trú.
Mig langar til að leggja
eitt lauf á beðinn þinn,
er kemur þig að kveðja
að kveldi hugur minn.
Haf þakkir þúsundfaldar.
ég þess af hjarta bið
að Guðs þig náðin geymi
og gefi sannan frið.
Ég veit þú vilt ég brosi
og vermi þreyttra lund,
þá mun ég bezt það muna
hvað mér varst hverja stund.
Ég kveð þig, kvöld er liðið
og komin nætur stund,
nú vermist viðkvæmt hjarta
að von um endurfund.
Er bjartur morgunn breiður
um bið þinn geislaflóð
ég man og það vil þakka
hve þú mér reyndist góð.
(G.G. frá Melgerði)
Hvíl í friði.
Gunnhildur Erla Halldórs-
dóttir og Valur Karlsson.
Margrét
Franklínsdóttir
Minningar