Morgunblaðið - 30.04.2022, Síða 27
tengdamóður minnar. Hjartans
þakkir fyrir frábæra góðvild og
hjálpsemi öll árin. Hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Ásmundur Þór.
Elsku hjartans amma. Mikið
óskaplega er tómlegt og sárt að
hafa þig ekki lengur hér, geta
ekki tekið upp símann og hringt í
þig þegar mér finnst eitthvað svo
ótrúlega merkilegt, skemmtilegt
eða spennandi sem ég gæti sagt
þér frá.
Þegar komið er að kveðju-
stund er svo ótal margt sem flýg-
ur í gegnum hugann, og minning-
arnar eru endalausar. Það var
svo óskaplega gott að vera lítil
skotta á Þorvaldsstöðum, búandi
í sama húsi og afi og amma, þurfa
bara að hlaupa upp á næstu hæð
til þess að komast í hlýtt fang
ömmu og afa eða bara til að at-
huga hvort það væri ekki eitt-
hvað betra í matinn þar en niðri,
eða einfaldlega bara vera hjá
ykkur, í ykkar yndislegu nær-
veru.
Elsku amma, mér er það enn
hulin ráðgáta hvernig þú enda-
laust hafðir þolinmæði fyrir öll-
um uppátækjum okkar systra.
En þannig varstu elsku amma,
svo endalaust góð, þolinmóð og
indæl við alla. Takk elsku amma
mín fyrir að elda heimsins besta
mat, reiða fram kjötsúpu eða
hakkabuff ef þú hafðir minnsta
grun um að maður væri svangur,
eða í prófatörn í skólanum síðar
meir.
Takk elsku amma fyrir að
kenna mér að lesa áður en förinni
var heitið í fyrsta bekk, þér
fannst algjörlega ótækt að senda
mig ólæsa í skólann. Svo ég tali
nú ekki um öll skiptin sem þú
hlýddir mér yfir fyrir próf, en þú
hefðir náttúrlega átt að vera
kennari elsku amma, þótt þú haf-
ir svo sannarlega verið það á svo
margan annan hátt. Þú hafðir
alltaf, allt fram á síðasta dag, svo
mikinn áhuga á að vita hvernig
mér gengi í skólanum. Þú varst
minn mesti stuðningsmaður í
námi alla tíð.
Takk elsku amma fyrir að
kenna mér að elda sósu með
lambalærinu. Takk elsku amma
fyrir að reyna í ótal mörg skipti
að kenna mér að prjóna, sem við
á endanum sættumst á að væri
ógjörningur, takk fyrir að kenna
mér að þekkja næstum alla ís-
lensku blómaflóruna. En fyrst og
fremst elsku amma, takk fyrir
allar samverustundirnar, alla
hlýjuna, væntumþykjuna, sög-
urnar og fræðsluna ómetanlegu.
Takk fyrir að vera allra besta
amma sem til var, og ekki bara
fyrir mig heldur litlu langömmu-
drengina þína, sem þér þótti svo
óskaplega vænt um, og þeim um
þig. Þið Rúnar Örn áttuð svo ein-
stakt samband sem ég verð alltaf
svo óskaplega þakklát fyrir elsku
amma mín. Takk fyrir að hringja
alla daga og spyrja mig hvernig
ég og mínir hefðum það. Ef eitt-
hvað bjátaði á, eða einhver var
veikur, hringdir þú alla daga,
stundum oft á dag, til að athuga
með okkur. Ég mun halda minn-
ingu þinni á lofti við litlu dreng-
ina mína fyrir þig amma mín.
Elsku amma, ég er svo þakklát
fyrir yndislegu samverustundina
sem við áttum hér heima í sveit
kvöldið áður en þú kvaddir þenn-
an heim. Að við skyldum öll ná að
knúsa þig bless er mér svo
óskaplega kært. Takk fyrir allt
og allt elsku amma mín og góða
ferð.
Þín ömmustelpa,
Sigríður Sandra
Benediktsdóttir.
Vinátta, hlýja, trúnaður, traust,
fyrir það ást mína og virðingu hlaust.
Dugnaður, elja
fá hjá þér að dvelja
af þér að læra
ó amma mín kæra
hjá þér vil ég vera endalaust.
Manstu eftir búinu uppi í hólnum
og fallega rósótta gardínu-kjólnum.
Sullinu í læknum
og afrekum fræknum.
Sögunum heima
þeim aldrei mun gleyma
á kvöldin á eldhússtólnum.
Og árin þau liðu og alltaf þitt hjarta
rúmaði fleiri og brosið þitt bjarta
ljómaði skærar
en lindirnar tærar.
Minningin lifir
og vötnunum yfir
himnar sínu fegursta skarta.
Elsku amma mín, ég held
áfram að segja börnunum mínum
sögurnar þínar og reyni að kenna
þeim að bera virðingu fyrir dýr-
unum og náttúrunni eins og þú
kenndir mér. Hjartans þakkir
fyrir allt.
Þín
Rannveig.
Bogga amma var stór karakt-
er í litlum líkama og í kringum
hana var sjaldnast lognmolla.
Hún var óþreytandi sögumann-
eskja, sagði skemmtilegar sögur
frá gamalli tíð og virtist alltaf
nenna að drösla mér með sér í öll
verk þótt eflaust hafi það tekið
mun lengri tíma en ella. Ég kann
fyrir vikið hluti eins og að draga
lamb úr rollu, handmjólka kýr,
nota skilvindu og baka bestu
súkkulaðikökur í heimi en leyni-
trixið er að setja rabarbarasultu
undir smjörkremið á milli botn-
anna.
Amma kenndi mér að bera
virðingu fyrir hlutunum, fyrir
það er ég þakklát. Ég fékk mér
gjarnan seríós í morgunmat hjá
þeim afa í sveitinni í gamla daga,
stalst þá stundum til að veiða það
upp úr mjólkinni og hella henni
svo niður. Amma stóð mig að
verki einu sinni og benti mér góð-
fúslega á að þegar búið væri að
bera á túnin, heyja, koma heyinu
inn í hlöðu, gefa kúnum, mjólka,
bera fötuna heim í bæ og sía
mjólkina sem annaðhvort var svo
borin upp á háaloft í skilvinduna
eða sett í brúsa út í læk í kælingu
væri kannski ekki besta hug-
myndin að hella henni í vaskinn.
Þetta dæmi er smátt í stóra
samhenginu en kennir okkur
samt svo margt; berum virðingu
fyrir hlutunum og vinnu annarra
í stað þess að taka öllu sem sjálf-
sögðum hlut.
Ég sótti mikið í félagsskap
ömmu og afa í uppvextinum, það
breyttist ekkert eftir að ég varð
fullorðin og fór að fara þangað
með mín börn en þau eru sko allt-
af til í að kíkja á Selás.
Amma, við skulum passa vel
upp á afa og muna að fægja silfr-
ið fyrir jólin.
Þín
Jóna Björt.
Elsku amma, mikið er þetta nú
skrítið, að þú sért farin frá okkur.
Við eigum sem betur fer mikið
af góðum minningum sem hafa
komið upp í hugann ein af ann-
arri síðastliðna daga.
Mér eru efst í huga heimsókn-
ir undanfarinna ára með Elísa-
betu og Jökul Atla, mikið þykir
mér dýrmætt að þú hafir fengið
að kynnast þeim og þau þér.
Það var alltaf svo notalegt að
koma til ykkar afa, samvera frá
morgni til kvölds, með góðum
mat, miklu spjalli í eldhúskrókn-
um og alltaf einhverju nýbökuðu
með kaffinu.
Þú gerðir bestu kjötsúpuna,
klipptir fallegustu dúkkulísurnar
og bjóst til ótrúlega góða hjóna-
bandssælu sem ég ætlaði alltaf
að fá að læra hjá þér hvernig þú
gerðir. Maður heldur alltaf að
maður hafi nægan tíma en svo
allt í einu er komið að kveðju-
stund.
Elsku amma mín, mikið á ég
eftir að sakna þín, að geta hringt
og spjallað og komið í heimsókn.
Takk fyrir allt.
Þangað til næst.
Þín
Hildur Þóra.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
✝
Einar Helgi
Kristjánsson
fæddist í Keflavík
29. júní 1935. Hann
lést á sjúkrahúsinu
á Akranesi 13. apríl
2022.
Foreldrar hans
voru Kristján Ein-
arsson og Sigríður
Lárusdóttir frá
Lýsuhóli. Systkini
hans: Hulda Anna,
f. 19. maí 1931, d. 27. júní 2012;
Stefán Lárus, f. 7. mars 1933.
Einar ólst upp í Keflavík til
níu ára aldurs, þaðan fluttist
þau eiga tvö börn og sex barna-
börn.
Einar giftist Björgu Magn-
úsdóttur 25.12. 1964, börn
þeirra: 1) Theódóra Sigrún,
hennar maki Rune Verner, sem
lést 5.12. 2001. Þau eignuðust
tvö börn og fyrir átti Rune eitt
barn. 2) Magnús Arnar, maki
hans er Svanhildur Ólafsdóttir.
Þau eiga tvö börn og fyrir átti
Svanhildur eitt barn. 3) Rut,
maki hennar er Sigurjón Hilm-
arsson. Saman eiga þau fjögur
börn, fyrir átti Sigurjón eitt
barn.
Einar bjó alla sína tíð í
Stekkjarholti 5 í Ólafsvík. Hann
átti ýmis áhugamál eins og t.d
garðyrkju, veiðimennsku, ferða-
lög, smíðar og að spila.
Útför Einars fer fram í Ólafs-
víkurkirkju í dag, 30. apríl 2022,
klukkan 15.
hann að Lýsuhóli í
Staðarsveit. Upp úr
1950 flytur hann til
Ólafsvíkur. Hann
var sjómaður til
margra ára og
seinni árin gegndi
hann starfi sem
húsvörður við
íþróttahús/
sundlaug Ólafs-
víkur.
Hann eignast
Hallfríði Guðrúnu með Theó-
dóru Sigrúnu Kjartansdóttur,
hún lést í janúar 1960. Maki
Hallfríðar er Þór Sigurðsson,
Góða ferð
Við áttum saman yndislega stund
við áttum sól og blóm og hvítan sand
og skjól á köldum vetri er vindur napurt
söng
og von um gullin ský og fagurt lag.
Þó farir þú í fjarlægð kæri vinur
og fætur þínir stígi ókunn skref
hve draumar ræst hafa aftur þú áður
sagðir mér
þín ást var mín og brosin geymt ég hef.
Góða ferð, góða ferð, góða ferð
góða ferð já það er allt og síðan bros
því ég geymi alltaf vinur það allt er
gafstu mér
góða ferð, vertu sæll já góða ferð.
(Jónas Friðrik)
Farðu í friði pabbi minn.
Þín dóttir,
Hallfríður (Fríða).
Elsku pabbi, það er skrýtið að
hugsa til þess að nú hefur þú kvatt
okkur og ert farinn yfir í sumar-
landið en ég er viss um að þar líð-
ur þér vel.
Þegar ég hugsa til þín er það
fyrsta sem kemur í huga mér
hversu falleg persóna þú varst,
heiðarlegur, traustur, blíður,
skapgóður og nærverugóður. Þú
varst alls staðar vel liðinn.
Ég var svo heppin að við bjugg-
um í sama bæjarfélagi og þú átt
risastóran þátt í uppeldi stelpn-
anna minna og fyrir það verð ég
þér ævinlega þakklát. Þú kenndir
þeim svo ótal margt. Það var svo
gaman að kíkja óvænt inn til ykk-
ar mömmu en þið voruð stundum
að „tjútta“ við gott lag í útvarpinu.
Svo var það spilamennskan.
Stelpurnar voru ekki háar í loftinu
þegar þú byrjaðir að spila við þær
og seinna kenndir þú þeim kasínu,
rommí, manna og vist. Þú leyfðir
þeim ekki viljandi að vinna spilin
og það þýddi ekkert fyrir þær að
fara í fýlu þótt þær töpuðu. Þú
sagðir þeim að þær yrðu bara
betri spilamenn á því að tapa
stundum. Þær tóku þessu og
héldu bara áfram að spila.
Ég er afar þakklát fyrir hvað
þið Sigurjón náðuð vel saman og
gerðuð margt, eins og að fara á
rjúpu og í stangveiði. Síðar voruð
þið tvö sumur saman á handfær-
um á Nonna í Vík SH og reruð
stíft, sem varð til þess að Nonni í
Vík var með aflahæstu trillum á
landinu.
Við áttum svo margar góðar
stundir saman eins og öll ferðalög-
in sem við fjölskyldan fórum í með
þér og mömmu bæði innanlands
og erlendis. Minningarnar eru
endalausar.
Elsku pabbi, þið mamma áttuð
svo fallegt hjónaband. Mér fannst
svo yndislegt þegar við mamma
vorum á leið heim frá Reykjavík
daginn áður en þú veiktist og hún
hringdi í þig til að segja þér klukk-
an hvað hún kæmi heim. Þá sagðir
þú við hana: „Ég bíð eftir þér með
opinn faðminn.“ Þetta lýsir þér
svo vel og er einstakt eftir tæp-
lega 60 ára hjónaband. Þú sagðir
svo oft svona fallegt við mömmu.
Pabbi minn, ég mun alltaf
muna eftir fallega brosinu þínu
sem ég fékk þegar ég gaf þér
hjartasteininn daginn áður en þú
kvaddir. Þótt þú værir mjög
þreyttur kom þetta fallega ljúfa
bros.
Elsku pabbi, þú varst sá allra
besti, ég elska þig og mun alltaf
sakna þín.
Rut.
Nú hefur elsku afi kvatt okkur.
Betri afa og vin er erfitt að
finna. Hann brallaði ýmislegt með
okkur og kenndi mér svo margt
sem ég tek með mér út í lífið. Það
sem okkur barnabörnunum er eft-
irminnilegast eru spilin og þá
aðallega félagsvist, manni og kani.
Afi elskaði að fá okkur barnabörn-
in til sín að spila.
Síðustu tvö ár hef ég verið fyrir
sunnan og það hefur verið erfitt að
geta ekki skroppið í heimsókn til
ömmu og afa. Þegar ég kom vest-
ur var það með því fyrsta sem ég
gerði að kíkja á þau og þá heyrðist
í afa þegar ég labbaði inn, „neii, er
prinsessan mætt“ og svo tókum
við nokkur spil. Ég kom alltaf
vestur til að taka lokaprófin og þá
var lærdómspásan alltaf að labba
til þeirra og spila í smá stund áður
en ég hélt áfram að læra og stund-
um var það nokkrum sinnum á
dag. Núna eru prófin fram undan
og það verður mjög skrítið að
hitta afa ekki í pásunum og spila
við hann. Það var erfitt að finna
meiri spilakarl en afa.
Elsku afi, þessir dagar eru svo
erfiðir og á ég eftir að sakna þín
svo mikið.
Regína.
Afi hefur nú kvatt okkur, blíð-
ari mann er erfitt að finna. Afi
kenndi mér ótal margt, ég er fyrir
það afar þakklát. Afi átti mörg
áhugamál og var mjög handlaginn
maður. Hann var meðal annars
mikill spilamaður, blómakarl,
jarðarberjabóndi og föndrari. Afi
leyfði okkur barnabörnunum að
fylgjast með í öllu sem hann gerði.
Það má segja að hann hafi hjálpað
mér að taka mín fyrstu skref í
myndlistinni. Ég man svo vel eftir
því að fá að vera með honum í
smíðastofunni hans í kjallaranum
og fá að mála á tréstubba á meðan
hann smíðaði og málaði jóla- og
páskahús. Þrátt fyrir að ég væri
ung var afi ófeiminn við að segja
mér til og kenna mér að mála og
lita rétt. Afi var fyrirmyndin í lífi
mínu og ég leit mikið upp til hans.
Hvíldu í friði engillinn minn. Ég
elska þig.
Emilía Björg Sigurjónsdóttir.
Elsku afi, ég trúi því ekki enn
að þú sért farinn frá okkur og
minningarnar verði ekki fleiri. Við
brölluðum margt í gegnum tíðina
og ég er þakklát fyrir þann ein-
staka tíma sem við áttum saman
og allar góðu minningarnar sem
ég get yljað mér við á þessum erf-
iðu tímum.
Þú varst einstakur, svo ljúfur
og góður, mikill húmoristi og
tilbúinn að gera allt fyrir alla. Þú
varst alltaf svo glaður og til í að
dansa og syngja þegar þú heyrðir
gott lag. Ég man þegar ég var lítil
að þú valdir plötur til að setja í
spilarann og svo dönsuðum við
saman á stofugólfinu heima hjá
ykkur ömmu. Það þurfti þó ekki
stofugólf til að þú kæmist í gírinn
heldur einungis gott lag og þá
varstu byrjaður að syngja og
dansa.
Þú þurftir alltaf að vera að gera
eitthvað. Þú hafðir mikla ástríðu
fyrir garðinum og margir stopp-
uðu til að dást að blómagarðinum
þínum. Þú ræktaðir jarðarber og
beiðst eftir því að ég kæmi í heim-
sókn til að bjóða mér jarðarber úr
garðinum sem við borðuðum með
rjóma og sykri.
Við eigum margar góðar minn-
ingar úr ferðalögum. Ég fór með
ykkur ömmu í útilegur í tjald-
vagninum og svo voru það ferða-
lögin okkar eftir að þið keyptuð
húsbílinn. Þér þótti svo skemmti-
legt að ferðast um landið og þið
hélduð áfram að ferðast á Snæ-
fellsnesi eftir að heilsunni hrakaði.
Síðustu tvö sumur fóruð þið í úti-
legu í Hólminn til að heimsækja
mig. Mér þótti vænt um það.
Síðasta minningin okkar saman
sem ég er svo þakklát fyrir er þeg-
ar ég kom vestur til að vera hjá
þér á meðan amma var heima hjá
mömmu og pabba. Þá beiðst þú
spenntur eftir að ég kæmi. Þetta
var dýrmæt stund. Ég keypti
pylsur í kvöldmatinn en þú varst
búinn að taka kjötfars úr frysti.
Hvorugt okkar hafði eldað kjöt-
farsbollur svo ég hringdi í ömmu
til þess að fá ráð við eldamennsk-
una sem gekk vel. Við ákváðum að
hafa líka súpu þar sem þú varst
ekki viss um að þetta væri nóg
fyrir okkur tvö. Við náðum ekki að
klára bollurnar en þú fékkst þér
samt smá súpu bara af því að ég
var búin að elda hana. Um kvöldið
var ekkert skemmtilegt í sjón-
varpinu svo við spiluðum fram á
kvöld og daginn eftir vorum við
búin að taka eitt spil fyrir hádegi.
Það var mikið spilað en við gerð-
um líka margt annað og þú fórst
með mig rúnthringinn ykkar
ömmu.
Okkur þótti báðum ótrúlega
gaman að spila og spilastokkurinn
var aldrei langt undan. Við eydd-
um ófáum stundunum í að spila
manna, rommí og kasínu. Þú varst
alltaf til í að taka eitt spil, það
skipti ekki máli hvað klukkan var
eða hvernig heilsan var, það var
alltaf hægt að taka eitt spil. Þú tal-
aðir oft um að þú værir búinn að
kenna mér of mikið þar sem þér
fannst ég stundum vera ósigrandi
í spilum.
Það er erfitt að hugsa til þess
að spilastundirnar okkar verði
ekki fleiri. Ég mun halda áfram að
spila við ömmu þegar ég kem
heim til Ólafsvíkur, eins og þið
voruð vön að gera á hverju kvöldi,
„eitt rommí fyrir svefninn“ eins og
þið sögðuð oft.
Þrátt fyrir að stundirnar sam-
an verði ekki fleiri þá mun ég
minnast þín með hlýju og það er
erfitt að hugsa sér betri afa en þig.
Ég mun alltaf elska þig.
Agnes Eik.
Elsku besti afi hefur kvatt okk-
ur, betri afa og vin er ekki hægt að
biðja um. Hann var svo góður
maður og vildi alltaf öllum vel.
Með afa var aldrei langt í hlátur-
inn enda var hann svo mikill húm-
oristi og hláturinn hans svo smit-
andi. Afi kenndi mér svo margt
sem ég mun taka með mér áfram
út í lífið og hann vildi allt fyrir
okkur gera, til dæmis hefur hann
kennt okkur barnabörnunum ótal
mörg spil og þá sérstaklega fé-
lagsvist enda var hann alveg ótrú-
legur þegar kom að því að spila.
Hann var alltaf að minna okkur á
að telja spilin í hverri sort og
muna hvaða spil voru sett út, og
hann hafði svo gaman af því.
Afi var þekktur fyrir garðinn
sinn sem honum var svo annt um
og var garðurinn hans alltaf svo
fallegur og hreinn með alls konar
mismunandi blómum og rósum
sem gerðu mann svo glaðan í
hvert skipti sem maður kom í
heimsókn til hans og ömmu. Jarð-
arberin sem afi ræktaði í garðin-
um eru bestu jarðarber í heimi og
alltaf vildi hann koma með jarð-
arber inn fyrir okkur svo við gæt-
um fengið okkur glæný og fersk
ber með rjóma og sykri.
Afi var svo mikill ævintýrakarl
og fannst honum ekkert skemmti-
legra en að fara í ferðalög, veiða
og smíða. Þegar við systurnar
vorum litlar smíðaði hann fyrir
okkur risastórt Barbie-hús sem
við vorum alltaf að leika okkur
með og munum við alltaf geyma
það.
Elsku afi, þú varst engum líkur
og er ég svo þakklát fyrir að hafa
fengið að læra á lífið með þig mér
við hlið. Ég trúi því ekki að þú sért
farinn frá okkur og ég mun sakna
þín endalaust, elsku besti afi
minn. Ég elska þig að eilífu.
Diljá Sigurjónsdóttir.
Einar Helgi
Kristjánsson
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.