Morgunblaðið - 30.04.2022, Side 31
DÆGRADVÖL 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
„SVONA NÚ, VERTU SNÖGG. KANNSKI VIL
ÉG FARA ÚT.“
„ÉG EFAST UM AÐ ÞÚ ÞEKKIR TIL ÞESS.
ÞETTA ER MJÖG LÍTIÐ LAND.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera ekki alltaf
alveg viss.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VÚ-HÚ-HÚ! HAUSTUPP-
SKERAN
HVAÐ GERÐIRÐU
UM HELGINA?
ÉG FÓR Í FJALLGÖNGU,
LAS SVOLÍTIÐ OG ÞREIF
FISKABÚRIÐ.
HVAÐ LÉT HELGA ÞIG GERA UM
HELGINA?
nafnbót í lögum við Háskólann í
Bergen árið 2019, fyrir framlag til
norrænnar lögfræði. Hún hefur
ráðlagt stjórnvöldum á Íslandi og
erlendis í ýmsum málum tengdum
stjórnskipuninni og setið í ýmsum
ráðgjafahópum og nefndum. „Ég
er svo heppin að hafa fengið tæki-
færi til að gera allskonar ótrúlega
skemmtilega hluti.“
Áhugamál Ragnhildar eru fjöl-
skyldan, hún fer á skíði, rær kajak,
syngur í kór og les bækur. „Við
höfum verið svo heppin að það hef-
ur verið barn undir 12 ára á heim-
ilinu í hátt í 30 ár.
Við eigum hund sem er að kom-
ast á gelgjuna og ég hef stundað
bæði gönguskíði og svigskíði frá því
að ég var barn. Svo fékk ég fjalla-
skíði í afmælisgjöf sem verður
gaman að læra á. Síðasta ár hefur
verið annasamt en ég ligg og les
þegar tækifæri gefst.“
Fjölskylda
Eiginmaður Ragnhildar er Halldór
Eiríksson, f. 13.2. 1972, arkitekt. Þau
eru búsett í Seljahverfi í Reykjavík.
Foreldrar Halldórs eru hjónin Eiríkur
Þorsteinsson, f. 4.12. 1948, trétæknir,
og Hulda Halldórsdóttir, f. 15.7. 1949,
ritari. Þau eru búsett í Reykjavík.
Börn Ragnhildar og Halldórs eru 1)
Bergur Halldórsson, f. 17.10. 1993,
eðlisfræðingur í Reykjavík; 2) Sóley
Halldórsdóttir, f. 5.5. 2000, verkfræði-
nemi í Reykjavík; 3) Hlín Halldórs-
dóttir, f. 10.8. 2012, grunnskólanemi í
Reykjavík.
Systir Ragnhildar er Svana Helga-
dóttir, f. 17.5. 1977, viðskiptafræð-
ingur í Reykjavík.
Foreldrar Ragnhildar eru hjónin
Helgi Þórsson, f. 23.4. 1951, tölfræð-
ingur, og Guðrún S. Eyjólfsdóttir, f.
30.10. 1952. Þau eru búsett í Reykja-
vík.
Ragnhildur
Helgadóttir
Inga Árnadóttir
húsfreyja í Reykjavík, f. á
Skútustöðum í Mývatnssveit
Vilhjálmur Þ. Gíslason
útvarpsstjóri í Reykjavík, f. í Reykjavík.
Þór Vilhjálmsson
hæstaréttardómari í Reykjavík
Ragnhildur Helgadóttir
alþingismaður og ráðherra í Reykjavík
Helgi Þórsson
tölfræðingur í Reykjavík
Kristín Bjarnadóttir
húsfreyja í Reykjavík, f. í Engey
Helgi Tómasson
yfirlæknir í Reykjavík,
f. á Patreksfirði.
Helga Kristjánsdóttir
húsfreyja í Reykjavík,
f. í Miðvík í Aðalvík.
Guðmundur Snorrason
verkamaður í Reykjavík, f. á Þórustöðum í Ölfusi
Eyjólfur Guðmundsson
kaupmaður í Reykjavík
Svanfríður Þorkelsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Þorkell Jónsson Fjallmann
bóndi á Arnórsstöðum, f. í
Fjallsseli í Fellum, N-Múl.
Bergþóra Benedikta Bergsdóttir
húsfreyja á Arnórsstöðum á Jökuldal,
f. í Hjarðarhaga á Jökuldal
Ætt Ragnhildar Helgadóttur
Guðrún S. Eyjólfsdóttir
búsett í Reykjavík
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Kjarkur, sem býr í brjósti þér.
Brennandi þrá ég kynni.
Kapp, sem hleypur í kinnar mér.
Kalla má líka sinni.
Helgi R. Einarsson á þessa lausn:
Kjarkur, þrá og kapp er hér,
ku og vera sinni.
Hugur lausnarorðið er
eftir vitund minni.
Guðrún B. leysir gátuna svona:
Hún og ég, allhugrakkar,
hugi saman felldum,
hugdjarfar og darkfrakkar
datt í hug … og seldum!
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Hugur er kjarkur í hjarta þér.
Hugur er ást, sem ég flíka.
Hugur er kapp, sem hitar mér.
Hugur er sinni líka.
Þá er limra.
Þessi limra sér lyfti á flug
svo ljómandi grínaktug
og kómísk og fyndin
hún flygi’ út í vindinn,
svo fremi mér dytti’ún í hug.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Hamast úti hríðarél,
hleður fönn í skörð og gil,
ýfir krummi á sér stél,
ekki kann á gátum skil:
Kvongaður er karlinn sá.
Kotjörð sína erja má.
Fyrirliði frækinn er.
Fram um reiti mjakar sér.
Þessar hugdettur fylgdu lausn
Helga R. Einarssonar:
Ábending
Þeir sem á óvild hér ala
og illa um náungann tala
minna á þá,
þessa, sem á
hólnum sér hreykja og gala.
Nú eru hestamenn í essinu sínu
Mynd
Blesi er sultuslakur
samt mjög reistur og vakur.
Hann sem fer
í hnakknum er
h.u.b. passlega rakur.
Gömul vísa að lokum:
„Veltast í honum veðrin stinn“
veiga mælti skorðan,
„kominn er þefur í koppinn minn
kemur hann senn á norðan.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Í hug kemur
meðan mælir