Morgunblaðið - 30.04.2022, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 30.04.2022, Qupperneq 33
_ Mason Greenwood, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, verður áfram laus gegn trygg- ingu en hann er grunaður um nauðg- un, líkamsárás og líflátshótanir í garð fyrrverandi unnustu sinnar. Hann var handtekinn í janúar og hefur ekki æft né leikið með Manchester United frá þeim tíma. _ Þjóðverjinn Boris Becker, einn frægasti tennisleikari sögunnar, hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar í Bretlandi fyrir fjár- málamisferli. Becker var gefið að sök að hafa skotið undan eignum að virði milljóna punda eftir að hann var lýstur gjaldþrota árið 2017. Margþættar ákærur á hendur honum hefðu getað þýtt allt að 28 ára fangelsi en hann var fundinn sekur um fjögur ákæru- atriði. Becker er 54 ára gamall og var afar sigursæll á árunum 1985 til 1996 þar sem hann vann m.a. sex stórmót, þar af Wimbledon þrí- vegis. _ Tímabili enska sóknarmannsins Ja- dons Sanchos hjá Manchester United gæti verið lokið vegna hálskirtlabólgu. Knattspyrnustjórinn Ralf Rangnick staðfesti á blaðamannafundi í gær. Sancho var ekki með United í 1:1- jafnteflinu gegn Chelsea á fimmtudag vegna veikindanna. Sancho er ekki eini leikmaður United sem verður fjarver- andi næstu vikurnar því Edinson Cav- ani, Fred, Harry Maguire, Paul Pogba, Luke Shaw, Jesse Lingard og Aaron Wan-Bissaka misstu allir af leiknum við Chelsea. _ Körfuknattleiksmaðurinn Martin Hermannsson leikur ekki með Val- encia gegn Andorra í efstu deild Spánar í körfubolta í dag vegna meiðsla. Í frétt á heimasíðu félagsins kemur fram að Martin sé að glíma við meiðsli í hægri ökkla en ekki kemur fram hversu alvarleg þau eru eða hvort hann missi af fleiri leikjum. Martin setti félagsmet gegn Levallois í átta liða úrslitum Evrópubikarsins á miðvikudag er hann gaf 11 stoðsend- ingar og tapaði aldrei boltanum. Enginn leikmaður félagsins hafði áð- ur gefið jafn- margar stoðsend- ingar án þess að tapa boltanum í Evrópuleik. _ Handknattleikskonan Ragnhildur Edda Þórðardóttir hefur gert þriggja ára samning við FH. Hún kom að láni til FH frá Val í byrjun árs og hefur nú ákveðið að ganga að fullu í raðir Hafnarfjarðarfélagsins. Vinstrihorna- konan skoraði 42 mörk í 1. deildinni, Grill 66-deildinni, á leiktíðinni og 23 mörk í 14 leikjum með Val á síðustu leiktíð. ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022 Erkifjendurnir Valur og KR mætast á Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Búast má við skemmtilegum leik en Reykjavíkurstórveldin hafa oft boðið upp á magnaða skemmtun. Það er eitthvað í loftinu þegar þessi lið mætast. Fyrir tveimur árum vann Valur ótrúlegan 5:4-útisigur á KR í einum allra skemmtileg- asta leik þess sumars. Skiptust liðin á að lenda undir og síðan snúa taflinu sér í vil en að lok- um var það Valur sem mátaði KR-inga. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir Val. Í fyrra vann Valur 3:2- útisigur á KR. KR komst yfir snemma leiks en Valur svaraði með þremur mörkum og vann sterkan útisigur. Þótt leikurinn hafi ekki alveg boðið upp á sama fjör og árið á undan var hann fjörugur. KR hefur líka fagnað sigr- um á Val í markaleikjum. Árið 2019 vann KR 3:2-heimasigur eftir að Valur komst í 2:0. Pablo Punyed skoraði sig- urmark KR með glæsilegri aukaspyrnu og fagnaði með göngu að hætti bestu göngu- manna heims. Mjaðma- hreyfingarnar voru magnaðar. Árið 2009 vann Valur 4:3- útisigur á KR í leik sem bauð upp á allt; fullt af mörkum, sjálfsmark, rautt spjald og magnaða stemningu. Leikurinn var spilaður á einum besta sumardegi ársins, 20 gráður, ekki ský á himni. Þvílíkur dag- ur. KR vann Val 5:2 á útivelli árið 2009 þar sem Björgólfur Takefusa skoraði fimm mörk og tryggði sér markakóngstitilinn. Sá leikur og fleiri verða rifjaðir betur upp í næsta bakverði undirritaðs. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is KÖRFUBOLTI Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur farið mikinn með Val í úrslitakeppni Íslands- mótsins í körfuknattleik karla. Lið- inu hefur gengið yfirmáta vel í úr- slitakeppninni enda búið að vinna einvígi sín í fjórðungsúrslitunum og undanúrslitunum örugglega, 3:0 gegn Stjörnunni og sömuleiðis 3:0 gegn fráfarandi Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn. Valur flaug því í úrslitaeinvígið þar sem liðið mætir annaðhvort Tindastóli eða deildarmeisturum Njarðvíkur. „Upplifun mín af úrslitakeppninni hefur verið mjög góð. Við höfum ver- ið að spila vel og erum 6:0 í henni. Þetta er búið að vera allt á réttri leið hjá okkur síðustu leikina í deildinni og inn í úrslitakeppnina þannig að við getum verið sáttir með það en það er nóg eftir ennþá,“ sagði Kári í samtali við Morgunblaðið. Spurður hvað hafi gert það að verkum að Valur hafi unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni til þessa sagði hann: „Menn eru bara tilbúnir að leggja aðeins aukalega á sig og fórna sér fyrir liðið. Það er komin meiri rútína á mannskapinn, hlut- verkaskipan er orðin skýrari og það er líka bara gaman. Það er mikið undir, mikil orka og stemning og það hjálpar alltaf mikið.“ Getur verið bæði gott og slæmt Kári hefur verið hluti af mörgum góðum liðum á ferli sínum; með upp- eldisfélaginu Haukum, íslenska landsliðinu og hjá atvinnuliðum á Spáni. Valsliðið er afar vel skipað en hann treysti sér ekki til þess að meta hvar á listanum yfir bestu liðin sem hann hefur leikið með það væri. „Það er svo ótrúlega erfitt að segja núna. Ef þú spyrðir mig í sum- ar væri auðveldara að svara því. Ég get ekki svarað því núna en þetta er mjög gott lið. Það er mikil reynsla í liðinu, hjá leikmönnum og þjálfara. Það er fullt af leikmönnum sem hafa gert þetta áður og vita um hvað þetta snýst, það er mjög stór partur af þessu,“ sagði Kári. Þar sem árangurinn hjá Val hefur verið þetta góður í úrslitakeppninni þarf liðið að bíða enn um sinn eftir því að spila fyrsta leikinn í úrslita- einvíginu. „Það getur verið bæði gott og slæmt. Þetta er svolítið snúin staða. Það er mjög gott að hvíla og safna kröftum aftur því það er nátt- úrlega þétt spilað í úrslitakeppninni og menn verða þreyttir og lemstr- aðir. Þannig að það er gott en svo getur þetta verið slæmt af því að þú vilt halda ryþma og þegar það er of langt milli leikja getur það verið að- eins erfiðara að halda sér í takti. Þetta er mjög fín lína, að vera þarna einhvers staðar á milli,“ útskýrði hann. Sópurinn ólíklega á lofti Staðan í einvígi Tindastóls og Njarðvíkur er 2:1, Stólunum í vil. Í kvöld mætast þau í fjórða leik á Sauðárkróki þar sem heimamenn geta tryggt sér sæti í úrslitum á meðan Njarðvíkingar freista þess að knýja fram oddaleik. Kári kvaðst ekki eiga sér neinn óskaandstæðing. „Nei, í rauninni ekki. Það eru tvö frábær lið eftir, Tindastóll og Njarð- vík. Það verður bara hörkubarátta og brjálæði, sama hvaða lið við fáum. Það er erfitt að fara eitthvað að hugsa of mikið út í það fyrr en kem- ur að því. Við erum meira að hugsa um okkur eins og er.“ Spurður um möguleika Vals á að standa uppi sem Íslandsmeistarar sagði hann: „Það er erfitt að segja, það kemur allt í ljós. Ég tel okkur klárlega eiga möguleika á móti báð- um liðum en að við séum að fara í einhverja sópun aftur tel ég ólíklegt, það yrði allavega eitthvað ótrúlegt. Ég held að menn séu ekkert að búast við því, menn eru alveg með báða fætur á jörðinni og vita að það er nóg eftir og að við þurfum að gera allt sem við getum til þess að sækja þrjá sigra í viðbót á þessu tímabili. Við setjum stefnuna á það.“ Skiptir pabba og afa ekki máli Kári er sem áður segir uppalinn hjá Haukum, sem tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni eftir árs fjarveru með því að standa uppi sem sigur- vegarar 1. deildar. Hann er ánægður með það. „Já, að sjálfsögðu. Ég er náttúr- lega uppalinn Haukamaður og Haukar eru það stór klúbbur að þeir eiga alltaf heima í úrvalsdeild. Það er flott að þeir séu komnir þangað aftur og vonandi geta þeir teflt fram samkeppnishæfu liði og haldið sér uppi.“ Kári er af þriðju kynslóð körfu- knattleiksmanna. Faðir hans, Jón Arnar Ingvarsson, var atvinnumað- ur og landsliðsmaður sem lék lengst af með Haukum. Afi Kára, Ingvar Sigurður Jónsson, lagði svo á sínum tíma grunn að því hversu styrkum fótum körfuknattleiksdeild Hauka hefur staðið um langt árabil og hefur löngum verið kallaður „faðir körfu- knattleiksins í Hafnarfirði“. Hann lék með meistaraflokknum, þjálfaði í yngri flokkum og þjálfaði síðar meistaraflokk karla hjá félaginu. Jón Arnar og Ingvar hafa báðir verið duglegir að mæta á leiki Vals í úrslitakeppninni en hvað finnst þetta hörðum Haukamönnum um að Kári leiki nú listir sínar með Val? „Það er nú bara gaman held ég. Það fer ekkert verr í þá hvort sem maður er í Haukum eða Val. Þeir voru í öðrum liðum eins og ég og það er ekkert heilagt. Svo lengi sem maður er að standa sig vel og gera vel þá eru þeir sáttir,“ sagði Kári að lokum í samtali við Morgunblaðið. Með fullt af mönnum sem hafa gert þetta áður - Valur 6:0 í úrslitakeppninni - Kostir og gallar við bið eftir fyrsta úrslitaleik Morgunblaðið/Óttar Geirsson 25 Kári Jónsson lék vel með Val í einvíginu gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn og skoraði m.a. 25 stig í þriðja leiknum. Hann bíður nú eftir því hvort Tindastóll eða Njarðvík verði mótherjinn í úrslitaeinvíginu. Mjólkurbikar kvenna 1. umferð: Augnablik – Hamar.................................. 7:0 Fylkir – Haukar........................................ 0:3 _ Augnab. og Haukar mætast í 2. umferð. Grótta – FH .............................................. 0:7 _ FH mætir ÍH eða KÁ. ÍA – Fjölnir ............................................... 6:1 _ ÍA mætir Sindra eða KH. Tyrkland Giresunspor – Adana Demirspor .......... 2:0 - Birkir Bjarnason lék fyrri hálfleik með Adana Demirspor. Þýskaland B-deild: Sandhausen – Schalke ............................ 1:2 - Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á hjá Schalke á 76. mínútu. Holland B-deild: Maastricht – Jong Ajax........................... 1:0 - Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leik- inn með Jong Ajax. Danmörk B-deild, úrslitakeppnin: Hvidovre – Horsens................................. 0:1 - Aron Sigurðarson lék allan leikinn með Horsens. B-deild, fallkeppnin: Fremad Amager – Esbjerg .................... 2:0 - Ísak Óli Ólafsson kom inn á hjá Esbjerg á 71. mínútu. Svíþjóð Rosengård – Hammarby ........................ 4:1 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengård. Katar Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Al-Arabi – Al-Kharitiyath ...................... 2:1 - Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi og lagði upp sigurmarkið. 4.$--3795.$

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.