Morgunblaðið - 30.04.2022, Side 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND
ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER.
U S A TO D AY
92% 89%
92%
72%
Total Film
Radio Times
Colin Firth – Matthew Macfadyen – Kelly Macdonald
THE LEGACY CONTINUES
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Platan var tekin upp í Sundlauginni
í júlí síðastliðnum með einvalaliði
tónlistarmanna. Gítarleikarinn
Mikael Máni Ásmundsson, bassa-
leikarinn Henrik Linder, píanóleik-
arinn Magnús Jóhann Ragnarsson
og trommarinn Magnús Trygvason
Elíassen léku undir með Stínu auk
þess sem Katie Buckley leikur á
hörpu, Geirþrúður Ása Guðjóns-
dóttir, Þórunn Harðardóttir
og Laura J. Liu á fiðlu og
Unnur Jónsdóttir á selló.
Þessi mannskapur, svona
að mestu, kom auk þess
fram með henni á útgáfu-
tónleikum sem fram fóru í
Hörpu í síðasta mánuði.
Platan er gefin út af hinu virta
sænska plötufyrirtæki Prophone og
dreift af Naxos.
Stína býr alla jafna í Svíþjóð
en kemur reglulega til Íslands
vegna tónlistarástundunar og hafa
Smá popp, smá djass, smá tilraunir …
heimsóknir hennar færst í vöxt síð-
astliðin ár. Í Svíþjóð hefur hún m.a.
unnið með listamönnum
eins og Maz Schultz, Håk-
an Brosträm, Erik Söder-
lind, Simon Berggren,
Henrik Linder, Joel Lyss-
arides og Kjetil Mulelid.
Talsvert hefur verið um
plötuútgáfu, árið 2019 kom
jólaplatan frábæra Hjörtun okkar
jóla út sem hún gerði í samstarfi við
söngkonuna Marínu Ósk og ári síð-
ar kom platan The Whale út. Þá
kom platan Jazz á íslensku út árið
2017.
Nýja platan sprettur úr jarð-
vegi heilunar og bata. Stína segir í
fréttatilkynningu að hún hafi veikst
alvarlega árið 2016 og upp úr því
hafi ganga úr myrkri í átt að ljósi
hafist. Platan fjalli í raun réttri um
það ferðalag. Mikael Máni hefur
reynst Stínu góður meðreiðarsveinn
og vinur og átti hann þátt í samn-
ingu nokkurra laga. Einnig komu
Maïa Davies og Jan Alexander að
lagasmíðum. Albert Finnbogason
tók þá þátt í að hljóðrita plötuna og
hljóðblanda hana.
Þetta er merkisplata um margt
og það er enginn hægðarleikur að
pinna hana niður stíllega. Ég vísa í
þessa erfiðleika í fyrirsögn, það er
djass hérna, popp og ákveðin til-
raunastarfsemi líka, allt í bland.
„Maternal“ rúllar henni af stað,
hægfara smíð og varkár, hörpu-
sláttur í bland við meistaralegar
trommur Magnúsar, gítara og
fleira. Lagið svona tekur pláss
mætti segja, er engan veginn að
flýta sér og þessi rólyndisopnun
virkar. „Possessions of Grace“ er
djassmiðaðra, hraðara tempó og
yfir svífur kröftug rödd Stínu. Hún
er með svala rödd, er með „swagg-
er“ eins og það heitir á engil-
saxnesku. Heillandi pæjustælar, svo
ég gerist forn í máli. En reglubókin
var greinilega skilin eftir fyrir utan
þröskuldinn þegar lagt var í plötu-
gerðina og er það vel. „Forest in
me“ er t.a.m. vel tilraunaglatt. Og
gefur sig illa þegar ég reyni að
veiða það í skilgreininganetið mitt.
Popp, eða rokk? Smá progg jafnvel.
Viðlagið er æsingslegt, ef ekki
tryllt, og lagið endar með mikilli
flugeldasýningu. Meiriháttar!
En svo erum við með lag eins
og „Body“ sem sveiflast út í nokk-
urs konar nútímapopp, Katy Perry
með djasssveiflu. Adele? Eitthvað
svoleiðis.
Þannig eru allir litir regnbog-
ans yfir þessari plötu og aldrei víst
hvað leynist handan við hornið. Sjá
t.d. „Shameless Nothings“, sem er
kvikmyndalegt, jafnvel smá Portis-
head-keimur. Undarlega uppbyggt
og nýstárlegt. Það er eitthvað
hetjulegt við þetta verk og hug-
rakkt. Fyrri plötur Stínu hafa siglt
um hefðbundnari mið en hér var
greinilega ákveðið að ástunda
nákvæmlega það sem blési höfundi
í brjóst. Á því græðum við. Og
Stína að sjálfsögðu líka.
»
Hún er með svala
rödd, er með
„swagger“ eins og það
heitir á engilsaxnesku.
Heillandi pæjustælar,
svo ég gerist forn í máli
Ný plata Stínu Ágústs-
dóttur kallast Drown to
die a Little. Valmenni
eru með henni í för, tón-
listin áheyrileg um leið
og reynt er á ýmis mörk.
Sírena Stína Ágústsdóttir fer um
ókunna stigu á nýrri plötu sinni.
Blásið verður til upphitunargleðskapar fyrir Reykjavík
Feminist Film Festival á Loft hosteli í dag frá kl. 13 til
22. Hefst gleðin með pop-up-markaði þar sem hægt
verður að leigja bás og selja varning af ýmsu tagi. Sædís
Embla Jónsdóttir, húðflúrari frá stofunni Moonstone
Reykjavík, mun flúra feminísk húðflúr á þau sem vilja
og mun RVK FFF, í samstarfi við WIFT, kynna til sög-
unnar splunkunýjan RVK FFF-varning sem er hannaður
af búningahönnuðinum Arndísi Ey. Öll sala varnings
rennur í sjóð til styrktar rannsókn á stöðu kvenna í kvik-
myndabransanum á Íslandi, eins og segir í tilkynningu
um upphitunina. Um kvöldið munu tónlistarkonurnar Silja Rós Ragnars-
dóttir og Kusk koma fram en Kusk fór með sigur af hólmi í Músíktilraun-
um í ár. RVK FFF hefst fimmtudaginn 5. maí.
Hitað upp fyrir RVK FFF
Kusk
Myndlistarmaðurinn Lukas Bury
opnar einkasýninguna You look
like a viking í galleríinu Þulu í dag,
laugardag, kl. 14 til 18.
„Með sköpun málverka, samhliða
skrifum – bæði með ytri orðræðu,
en einnig á yfirborði strigans,
greinir Lukas Bury menningarlegt
samhengi, sögulegar frásagnir og
sýndarmynd nútímans. Með notkun
sérkennilegra sjónarhorna takast
mótíf hans á við pólitísk viðfangs-
efni og lýsa innri deilum annarrar
kynslóðar innflytjanda, sem varð
heimsborgari eftir að hafa fæðst í
vesturevrópsku landi,“ segir í til-
kynningu og að í sýningunni You
look like a viking kanni hann sköp-
un sjálfsmyndar og hvað það þýði
að vera innflytjandi og maður
margra þjóða. „Hvar er heima og
hvað þýðir það?“ spyr Bury.
Hann hefur tekið þátt í ýmsum
sýningum og einnig tekið þátt í
Listahátíð Reykjavíkur og Plan-B-
hátíðinni í Borgarnesi. Verk hans
má kynna sér á heimasíðu hans,
lukasbury.com.
„Hvar er heima og hvað þýðir það?“
Víkingur Eitt verka Lukas Burys.