Morgunblaðið - 30.04.2022, Side 36

Morgunblaðið - 30.04.2022, Side 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022 VS. ENSKI BOLTINN Í BEINNI Á MBL.IS Í DAG KL. 14:00 Hljómsveitin Umbra mun á morg- un, sunnudag, flytja í heild sinni lög af nýrri plötu, Bjargrúnum, sem kemur út sama dag. Er það fjórða breiðskífa Umbru sem er nýkomin heim úr tónleikaferð til Svíþjóðar þar sem hún kom fram á Nordic Folk Alliance-þjóðlagahátíðinni í Gautaborg. Platan Bjargrúnir hef- ur að geyma íslenska þjóðlaga- tónlist þar sem dregin er fram staða og raunir kvenna aftur í ald- ir, eins og segir í tilkynningu, en lít- ið er til af heimildum þar að lút- andi. „Ólík yrkisefni endurspegla íslenska veðráttu, strjálbýli, hrika- leg náttúruöfl eða áfallasögu sem erfist milli kynslóða,“ segir þar. Tónleikarnir fara fram í Norður- ljósum í Hörpu klukkan 16. Kvartett Hljómsveitin Umbra heldur útgáfutónleika í Norðurljósum í Hörpu. Umbra fagnar útgáfu Bjargrúna Þórarinn Blöndal myndlistar- maður opnar í dag, laugardag, kl. 15 sýninguna Smiðjuskóg í Smiðs- búðinni í Reykjavík. „Áform um vegamyndina Road Thriller eru enn í fullum gangi. Handrit er að mótast og hefur fundið sér stað, Smiðjuskóg í Krókdal. Ferðin var undirbúin í þaula en voru þó furðu lítil drög að leiðum. Hver staður færði af sér nýja ferð, þar var gaumgæft eftir frummyndum, leit- að eftir slóðum og myndvísum sem breyttu för. Kveikjan er gömul- kunn árátta og þrá eftir póesíunni. Þessi drög að handriti sem urðu til í Smiðjuskógi verða nú til sýnis í Smiðsbúðinni,“ segir í tilkynningu. Smiðsbúðin er verkstæði og vinnustofa gullsmiðanna Erlings Jóhannessonar og Helgu Óskar Einarsdóttur. Samhliða skart- gripasmíðinni hafa ýmsir mynd- listarmenn sýnt verk sín í rými vinnustofunnar allt frá opnun. Smiðsbúðin er við Ægisgarð í Reykjavík. Smiðjuskógur í Smiðsbúðinni Vinnustofa Þórarinn sýnir í Smiðsbúðinni. Strengjakvartettinn Spúttnik kem- ur fram í tónleikaröð Breiðholts- kirkju, 15:15, í dag kl. 15.15 og flyt- ur efnisskrána Strengjaferð um Evrópu. Á henni verða verk frá ólíkum tímabilum eftir evrópsku tónskáldin Maddalenu Lauru Lombardini Sirmen, Zóltan Kodály, Jean Francaix og Alexander Borod- in. Strengjakvartettinn var stofn- aður fyrir fjórum árum og eru með- limir hans fiðluleikararnir Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir og Diljá Sigursveinsdóttir, víóluleikarinn Vigdís Másdóttir og sellóleikarinn Gréta Rún Snorradóttir. Strengjaferð um Evrópu kl. 15.15 Myndlistarkonan Jeanine Cohen opnar í dag, laugardag, kl. 16 þriðju einkasýningu sína í Hverfisgalleríi og ber hún yfirskriftina Innra rými. Cohen er belgísk og fæst við lita- og formrannsóknir og með þrívíðum veggverkum sínum, lágmyndum, kannar hún um leið áhrif lita og forma á rýmisupplifanir okkar, segir í tilkynningu. „Rýmið, sem hún fæst við í list sinni, er ekki síður hið innra rými verksins sjálfs, samsetning á lögum efna og lita er skapa rými innan rýma, innan rýma,“ segir þar og að verk hennar séu sjálfstæðar einingar en eigi jafnframt í samtali hvert við annað í sýningarrýminu. Segir að þau séu fáguð yfirlitum, öguð og formin sterk og einföld. „Breidd litapallettu hennar nær frá ómeðhöndluðum viðnum yfir í frumliti og neon. Litirnir endurkastast af hvítum veggjunum og innan verksins sjálfs myndast eins konar eigin heimur þar sem ljós- og skuggaspil skapa sín eigin form. Við erum hér minnt á stórfenglega getu aug- ans til að umbreyta geislum ljóssins yfir í merkingarbæra skynjun á umhverfi okkar. Verkin hafa þannig áhrif handan sýningarrýmisins og fylgja okkur sem vegvísir inn í daglega lífið og hvernig við getum frekar skerpt á myndrænni skynjun okkar á undrum umhverfisins í kringum okkur,“ segir í tilkynningunni. Jeanine býr og starfar í Brussel og hafa verk hennar verið sýnd í söfnum og galleríum víða í Evrópu og þá bæði á einka- og sam- sýningum. Verk hennar eru í eigu stofnana, fyrirtækja og einkaaðila víða um heim auk þess sem hún hefur skapað staðbundin verk fyrir ýmis söfn, stofnanir og einkaaðila. Rými innan rýma Í Hverfisgalleríi Belgíska myndlistarkonan Jeanine Cohen. - Jeanine Cohen sýnir Innra rými í Hverfisgalleríi Söngkonurnar Sigríður Thorlacius og Jóhanna Vigdís Arnardóttir og söngvararnir Eyþór Ingi og Þór Breiðfjörð koma fram með Gradu- alekór Langholtskirkju og Sinfón- íuhljómsveit Íslands á fjölskyldu- tónleikum Litla tónsprotans í dag, 30. apríl, og flytja Skilaboðaskjóð- una. Verður flutt tónlist Jóhanns G. Jóhannssonar við leikritið Skila- boðaskjóðuna eftir Þorvald Þor- steinsson. Stjórnandi á tónleik- unum verður Kornilios Michailidis. Tónleikarnir verða kl. 14 og 16. Skilaboðaskjóðan á tvennum tónleikum Ævintýri Ein af vatnslitamyndum Þorvalds Þorsteinssonar úr Skilaboðaskjóðunni. Egill Arnarson heldur fyrir- lestur á vegum Richard Wagn- er-félagsins í safnaðarheimili Dómkirkj- unnar, Lækj- argötu 14a, í dag, laugar- daginn 30. apr- íl, kl. 14. Egill er heimspekimenntaður og ritstjóri Háskólaútgáfunnar og mun hann fjalla um hvernig rúss- nesk tónskáld á 19. öld tókust á við tónlist og kenningar Wagners og verður einkum rætt um Alex- ander Seroff, Sergej Tanejeff og Nikolaj Rimskí-Korsakoff. Einnig verður fjallað um harkalega gagnrýni rithöfundarins Leós Tolstojs á Wagner. Wagner í Rússlandi í fyrirlestri Egils Egill Arnarson Úr mýri í málm nefnist sýning sem opnuð verður í Þjóðminjasafni Ís- lands í dag, laugardag, kl. 14. Segir um hana í tilkynningu að á öldum áður hafi Íslendingar unnið járn úr mýrum. Það hafi verið gert með rauðablæstri sem stundaður hafi verið í töluverðum mæli fram eftir miðöldum. Þá hafi farið að draga verulega úr járngerð hér á landi og rauðablástur lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. „Við það gleymdist margt varðandi þetta forna hand- verk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram,“ segir í tilkynningunni og að á sýn- ingunni sé farið yfir rannsóknir á járngerð á Íslandi. Gestir sýning- arinnar fái að kynnast öllu járn- gerðarferlinu, allt frá orkuöflun, hráefnisvinnslu, gerð járnbræðslu- ofna til bræðslu járns. Sýningin er unnin í samstarfi við Hurstwic LLC og Eiríksstaði. Fá að kynnast járngerðarferlinu Járngerð Kynningarmynd fyrir sýninguna. Sigurður Þórir listmálari opnar sýningu í Listhúsi Ófeigs á Skóla- vörðustíg 5 í dag kl. 16. Á henni sýnir hann málverk sem hann hef- ur unnið síðastliðið ár og hafa eng- in þeirra komið fyrir augu almenn- ings áður. Áður voru verk hans fígúratíf, oft erótísk og goðsagnakennd en hann hefur nú alfarið snúið sér að geómetrískum abstraktverkum. Sigurður Þórir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1968-70, hóf nám við Listaakadem- íuna í Kaupmannahöfn 1974 og var við nám hjá prófessor Dan Sterup- Hansen í fjögur ár eða til 1978. Sigurður Þórir hefur haldið fjölda einkasýninga frá árinu 1976 auk þess að taka þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Sneri sér að geómetrískri abstraktlist Geómetría Eitt verka Sigurðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.