Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 40

Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 40
Kordo-kvartettinn heldur tónleika í Salnum í kvöld kl. 20 en yfirskrift tónleikanna er „Frændur í norðri“. Kvartettinn var stofnaður 2018 og hann skipa fiðluleik- ararnir Páll Palomares og Vera Panitch, víóluleikarinn Þórarinn Már Baldursson og sellóleikarinn Hrafnkell Orri Egilsson. Þau leika öll með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Kvartettinn er nýkominn úr sinni fyrstu tónleika- ferð, til Norður-Spánar. Á efnisskrá hans í kvöld eru fyrstu strengjakvartettar Carls Nielsens og Edvards Griegs og frumflutt verk eftir Huga Guðmundsson. Frændur í norðri á tónleikum Kordo-kvartettsins í Salnum í kvöld LAUGARDAGUR 30. APRÍL 120. DAGUR ÁRSINS 2022 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.330 kr. Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Chris Paul vann það ótrúlega afrek að skora úr öllum skotum sínum þegar Phoenix Suns tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfu- bolta í fyrrinótt. Gunnar Valgeirsson, NBA-sérfræðingur Morgunblaðsins, fer yfir stöðuna þegar fyrstu umferð- inni er að ljúka og hann telur að þrátt fyrir erfiðleika sé Phoenix á ný orðið sigurstranglegasta liðið. »32 Orðnir sigurstranglegastir á ný ÍÞRÓTTIR MENNING Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Enginn hefur fyrr náð þeim áfanga sem Hulda Óskarsdóttir náði í dag, en hún fagnar 85 ára verslunar- prófsafmæli. Hulda brautskráðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 1937. „Mamma fór í Kvennaskólann og þegar hún lauk námi þar vildi hún mennta sig meira. Ástæðan fyrir því að hún valdi að fara í Versl- unarskólann til að taka verslunar- próf gæti að hluta til verið sú að móðurbróðir hennar, Sigurður Guð- jónsson, var lengi kennari við skól- ann,“ segir Auður María Aðal- steinsdóttir, ein af þremur dætrum Huldu, en þar sem Hulda er á 103. aldursári treysti hún sér ekki til að koma sjálf í viðtal í tilefni af tíma- mótunum. „Ég er ekki frá því að það hafi haft áhrif á að mamma sóttist eftir að mennta sig, að móðursystir hennar, Stefanía Guðjónsdóttir, hafði farið í Menntaskólann í Reykjavík, sem fáar stúlkur af hennar kynslóð gerðu. Mamma hafði því þessa menntuðu kvenfyr- irmynd í fjölskyldunni, en á þess- um tíma var litið mikið upp til þeirra sem fóru í MR. Mamma tal- aði stundum um þessa menntuðu frænku sína sem hafði farið í MR og ég efast ekki um að mamma hafi verið sjálf góð fyrirmynd syst- ur sinnar, Guðnýjar Sesselju, sem alltaf var kölluð Sissa. Sissa var sex árum yngri en mamma og hún fór líka í Verslunarskólann,“ segir Auður og bætir við að móðir henn- ar hafi farið út á vinnumarkaðinn eftir verslunarprófið. „Hún hóf störf á skrifstofu hjá Helga Lárussyni frá Klaustri, en ég veit að hana langaði alltaf til að starfa í apóteki. Þegar það stóð til boða seinna þá var hún búin að fastráða sig á skrifstofunni og gat því ekki þegið starfið.“ Auður segir að móðir hennar hafi kynnst mannsefninu, Aðalsteini Jó- hannssyni, á Borginni en þangað fór ungt fólk á þeim árum til að skemmta sér og dansa. „Þegar mamma og pabbi giftu sig þá hætti hún að vinna á skrif- stofunni og helgaði sig húsmóður- starfinu og uppeldi okkar systra. Sá háttur á lífi kvenna var algeng- ur þá.“ Hulda Óskars- dóttir fæddist í Pósthússtræti 14 í Reykjavík 5. sept- ember 1919. For- eldrar hennar voru hjónin Óskar Árnason rakara- meistari og Guðný Guðjónsdóttir. Eiginmaður Huldu var Aðalsteinn Jó- hannsson, tækni- fræðingur og framkvæmdastjóri A. Jóhannsson og Smith í Reykja- vík. Hann lést árið 1998. Þau eign- uðust þrjár dætur, Guðnýju Snjó- laugu, Sigurlaugu og Auði Maríu. Hulda býr nú í Seljahlíð í Reykja- vík. Enginn hefur áður náð þessum merka áfanga - Hulda Óskarsdóttir fagnar 85 ára verslunarprófsafmæli Morgunblaðið/Eggert Hulda Myndin var tekin árið 2019 þegar Hulda fagnaði 100 ára afmæli. Skólaspjald Hulda 18 ára stúlka á skóla- spjaldi Verslunar- skólans á útskrift- arárinu sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.