Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u
Mallorca
u.
At
h.
3. júní í 7 nætur
Ókrýnd drottning ferðamanna undanfarin 40 ár
595 1000 www.heimsferdir.is
113.950
Flug & hótel frá
7 nætur 89.950
Flug & hótel frá
7 nætur
Vinna við byggingu brúar yfir
Þorskafjörð er hafin. Verkið hefur
tafist nokkuð vegna þess að það
tók lengri tíma fyrir fyllingarnar á
botni fjarðarins að síga en gert var
ráð fyrir. Nú er verið að gera
undirstöður brúarstólpanna.
Rekið er stálþil utan um hvert
stöpulsvæði, það þurrkað upp og
síðan smíðuð mót og steypt í.
Vinna er hafin við tvo stöpla af
þeim fimm sem verða úti á firð-
inum en endastöplarnir bætast síð-
an við. Eykt er undirverktaki Suð-
urverks við smíði brúarinnar.
Dofri Eysteinsson, framkvæmda-
stjóri Suðurverks, segir að þegar
búið verði að byggja stöpla verði
hægt að byrja á fyrsta hluta brúar-
gólfsins, ekki þurfi að bíða með
það þar til allir stöplarnir verða
komnir.
Áætlað var að ljúka smíði brúar-
innar fyrir haustið en ekki er vitað
hvort tafir vegna sigs á botni fjarð-
arins tefja það. Vegurinn yfir
Þorskafjörð, frá Kinnarstöðum að
Þórisstöðum, er alls 2,7 kílómetrar
að lengd. helgi@mbl.is
Vinnu við brú og veg yfir Þorskafjörð hefur seinkað vegna þess að fargið seig hægar en reiknað var með
Byrjað á
stólpum
brúarinnar
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Brúargerð Fimm stöplar verða í brúnni, auk endastöpla. Stálþil er rekið niður í kringum hvert stöplasvæði, grafið upp og síðan steypt í mót.
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
Mælingar hafa sýnt kvikusöfnun á
um 16 kílómetra dýpi austan við
Fagradalsfjall en frá því að gosinu
lauk hefur skjálftavirkni á Reykja-
nesskaganum verið talsverð. Um
5.400 skjálftar hafa mælst á árinu
og hefur skjálftavirknin meðal
annars verið bundin við Reykja-
nestá, svæði norður af Grindavík,
Fagradalsfjall og Kleifarvatn.
„Þetta virðist vera tiltölulega jafnt
ferli, við fórum að sjá þetta fljót-
lega í lok gossins og hefur bara
verið nokkuð stöðugt síðan,“ segir
Benedikt Gunnar Ófeigsson, nátt-
úruvársérfræðingur hjá Veður-
stofu Íslands, í viðtali við Morgun-
blaðið.
„Þetta er mjög dæmigert fyrir
dýpri kvikusöfnun og við sjáum
þetta mjög víða.“ Benedikt segir
engar vísbendingar um að kvika sé
að nálgast yfirborðið. „Þetta er
bara tiltölulega stöðug þensla og
þetta er ekkert að hreyfast til eða
neitt slíkt.“ Þá útilokar hann ekki
eldgos á Reykjanesskaganum.
„Við vitum það ekki en já, á meðan
við sjáum kviku vera að safnast
fyrir og ef það stoppar ekki þá
geri ég ráð fyrir að það endi með
gosi og ekkert ólíklegt að við fáum
fleiri gos á Reykjanesi á næstu
áratugum.“
Veðjar á Grímsvötn næst
Spurður um þróun mála í
Grímsvötnum segir Benedikt að
þar geti gosið hvenær sem er.
„Það hefur verið frekar rólegt í
Grímsvötnum en við gerum nú
ennþá ráð fyrir að Grímsvötn séu
tilbúin í gos, þenslan er komin út
fyrir þá stöðu sem hún var í fyrir
síðasta gos,“ segir hann. „Vorið er
alltaf frekar líklegur tími þegar
það byrjar að bráðna en það getur
gerst hvenær sem er og ekkert
endilega víst að það gjósi í ár. Ef
ég ætti að veðja á eldfjall þá
myndi ég veðja á Grímsvötn næst,
en við sjáum til.“
Þá segir Benedikt að þensla við
eldstöðina Öskju sé stöðug. „Við
höfum séð nokkuð stöðug þenslu-
merki í allan vetur og greinilegt að
það hefur ekkert stoppað, en við
getum ekkert sagt um hvernig
framhaldið á því verður, það verð-
ur að koma í ljós.“ Askja er virkt
eldfjall sem síðast gaus árið 1961.
„Það þyrfti ekkert að koma á óvart
þó það yrði eitthvað meira úr
þessu en við verðum bara að fylgj-
ast með og sjá hvernig þetta
þróast,“ segir hann.
Vakta virkni á Reykjanesskaganum
Morgunblaðið/Eggert
Eldgos Mælingar sýna kvikusöfnun á miklu dýpi austan við Fagradalsfjall
- Talsverð skjálftavirkni á Reykjanesskaganum frá goslokum - Um 5.400 skjálftar það sem af er ári
- Ekki ólíklegt að fleiri gos verði á Reykjanesi - Grímsvötn tilbúin í gos að sögn náttúruvárfræðings
Dagpeningar opinberra starfs-
manna vegna ferðalaga innanlands
hækka um allt að 30% frá og með 1.
maí.
Breytingar á dagpeningum rík-
isstarfsmanna eru birtar tvisvar á
ári, enda hækkar gistiverð mikið yf-
ir sumarið. Að þessu sinni er hækk-
un gistikostnaðar frá fyrra ári mjög
veruleg, 30,3%, en hækkun dagpen-
inga vegna fæðis og akstursgjalds
er mun hóflegra og nær verðbólgu-
þróun, að jafnaði um 6%.
Dagpeningar vegna gistingar og
fæðis hækka því minna, en þó um
21,1%, en þeir verða 42.400 kr. á
hvern sólarhring.
Ekki fylgja neinar skýringar með
auglýsingunni, en ekki er óvarlegt
að gera ráð fyrir að þessar miklu
hækkanir á gistikostnaði frá fyrra
sumri endurspegli væntingar um
framboð og eftirspurn á gistimark-
aði, nú þegar heimsfaraldur kór-
ónuveirunnar virðist að mestu í
rénun og vonir uppi í ferðaþjónustu
um að sumarið verði í líkingu við
það sem gerðist fyrir faraldurinn
hvað varðar fjölda ferðamanna og
tekjur vegna þeirra.
Sem fyrr segir hækkar ferða-
kostnaður vegna gistingar um tæp-
an þriðjung, upp í 28.800 kr., sem
er við lauslega athugun nálægt mið-
gildi náttar á almennum hótelum og
gistihúsum.
Samkvæmt auglýsingu efnahags-
og fjármálaráðuneytisins hefur
ferðakostnaðarnefnd ákveðið dag-
peninga til greiðslu gisti- og fæð-
iskostnaðar ríkisstarfsmanna á
ferðalögum innanlands á vegum
ríkisins: Fyrir gistingu og fæði í
einn sólarhring skal greiða 42.400
kr., en fyrir gistinguna eina 28.800
kr. Fyrir fæði hvern heilan dag
(a.m.k. 10 tíma ferðalag) skal greiða
13.600 kr., en fyrir fæði í hálfan dag
(a.m.k. 6 tíma ferð) 6.800 kr.
30% hækkun dagpeninga vegna
gistingar ríkisstarfsmanna
- Hækkun vegna gistingar margföld á við fæði og akstur
Morgunblaðið/Ásdís
Dagpeningar Greiðslur hækka
langmest vegna gistikostnaðar.