Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022 ✝ Soffía Hrafn- hildur Jóns- dóttir fæddist í Gunnhildargerði í Hróarstungu 15. ágúst 1939. Hún lést 22. apríl 2022. Foreldrar Soffíu voru þau Jón Sigmundsson, f. 25. október 1898, d. 18. maí 1957 í Reykjavík, bóndi í Gunnhildargerði, og Anna Ólafsdóttir, f. 29. ágúst 1902, frá Birnufelli í Fellum, húsfreyja. Soffía ólst upp í Gunnhildargerði ásamt systk- inum sínum, Margréti, f. 30. maí 1927, d. 1988, Guðrúnu Ingibjörgu, f. 18. október 1928, d. 2020, Sigmundi Þráni, f. 5. október 1930, d. 2007, Þórunni Kristbjörgu, f. 28. maí 1932, d. 2021, Ólafi Heiðari, f. 25. nóvember 1934, Sesselju Hildigunni, f. 4. nóvember 1936 og Jóndóru Elsabetu, f. 25. maí 1947, d. 2007. Þann 17. júlí 1971 giftist Soffía Gunnþóri Bender, f. 28. febrúar 1926, d. 4. maí 2015. Dóttir Soffíu og uppeldis- dóttir Gunnþórs er Guðrún október 2009, Tristan Frið- riksson, f. 9. október 2009, og Mía Alexandra Friðriksdóttir, f. 5. ágúst 2012. 2) Eva Dögg Guðmundsdóttir, f. 1. apríl 1981. 3) Brynjar Freyr Guð- mundsson, f. 11. maí 1985. Soffía fór í Alþýðuskólann á Eiðum og lauk gagnfræða- skólaprófi þaðan. Um tvítugsaldurinn hóf hún störf hjá RARIK á Egils- stöðum. Soffía flutti svo til Reykjavíkur ásamt vinkonum að austan árið 1961. Soffía sinnti ýmsum störfum eftir að hún kom til Reykja- víkur, meðal annars hjá RA- RIK og Rönning. Hún hóf störf um 1973 sem bréfberi í hlutastarfi hjá Póstinum. Hjá Póstinum átti hún mjög far- sælan feril. Henni var treyst fyrir stjórnendastöðum hjá fyrirtækinu, meðal annars stýrði hún pósthúsinu í Mjódd í mörg ár og seinna pósthús- inu í Grafarvogi þangað til hún lét af störfum. Soffía vígðist í Alþjóðlega frímúrarareglu karla og kvenna árið 1975. Hún var virkur þátttakandi í reglunni allt til dauðadags. Hún tók þátt í ýmsum uppbyggingar- verkefnum innan reglunnar og henni voru falin mörg trúnaðar- og ábyrgðarstörf þar. Soffía verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag, 2. maí 2022, klukkan 13. Dóra Gísladóttir, f. 9. september 1963, maki Páll Snæbjörnsson, f. 25. mars 1962. Börn Guðrúnar Dóru og Páls eru: 1) Daði Snær Páls- son, f. 3. febrúar 1988, og 2) Arna Pálsdóttir, f. 19. nóvember 1989. Sonur Soffíu og Gunnþórs er Jón Bender, f. 26. maí 1969, maki Guðrún Ragnarsdóttir, f. 17. janúar 1971. Börn Jóns og Guðrúnar eru: 1) Elísabet Soffía Bender, f. 25. febrúar 1995, 2) Ragnar Þór Bender, f. 26. nóvember 1996, unnusta Ragnars Þórs er Embla Dís Haraldsdóttir, f. 20. febrúar 1999, sonur þeirra er Daði Þór Bender, fæddur 23. janúar 2021, og 3) Sófus Máni Bender, f. 26. apríl 2003. Fyrir átti Gunnþór Guðleifu Bender, f. 16. febrúar 1953. Maki Guðleifar er Guðmundur Aðalsteinn Gunnarsson, f. 6. október 1947. Börn Guðleifar og Guðmundar Aðalsteins eru: 1) Friðrik Örn Guðmundsson, f. 21. ágúst 1976, börn hans eru Óliver Friðriksson, f. 9. Við kveðjustund er margs að minnast um kæra tengdamóður. Við höfum gengið saman í nær fjörutíu ár og eðlilega margt verið brallað. Soffía var töffari og tók líka gjarnan að sér hlutverk hörkutólsins í fjölskyldunni. Hún kunni best við sig í leðurjakka og gallabuxum og það breyttist ekk- ert þó komin væri yfir áttrætt. Þá var hún stórglæsileg þegar þurfti að klæða sig í betri fötin. Ég á eft- ir að sakna mjög okkar samveru- stunda, alltaf gaman að setjast niður og spjalla. Soffía hafði sterkar skoðanir og var skemmti- legt að rökræða við hana, hvort sem það var um stjórnmál eða önnur hugðarefni. Hún var vinnu- söm og mikil fyrirmynd sinna af- komanda, allt sem maður tekur sér fyrir hendur skyldi vera vel gert. Það hefur hún lært á sínum uppvaxtarárum í Gunnhildargerði í Hróarstungu þar sem lögð var áhersla á að vera sjálfbjarga, ekki upp á aðra kominn. Það var alltaf gaman að koma á æskuslóðirnar með Soffíu, nú síðast í júní í fyrra. Þar þekkti hún hverja þúfu og gat þulið fyrir okkur örnefni af mikl- um móð. Við kveðjum þig með trega, en líka þakklæti og virðingu, alltaf var fjölskyldan og hennar velferð þér efst í huga. Vertu sæl elsku Soffía. Páll Snæbjörnsson. Þegar ég horfi til baka og hugsa um Soffíu tengdamóður mína þá var hún kletturinn í lífi okkar. Hún var hörð af sér og sýndi mikla seiglu. Ég man varla eftir að hún hafi kvartað eða beygt af, ekki einu sinni í erfiðum veik- indum síðustu vikurnar. Þessi ein- kenni má líklega rekja til tíðar- andans. Soffía fæddist í torfbæ í Hró- arstungu austur á Héraði og bjó þar fyrstu árin. Hún var næst- yngst í stórum systkinahópi og þurfti því að hafa fyrir athyglinni. Hún tók ung virkan þátt í þeim verkefnum sem þurfti að sinna, bæði innanhúss en ekki síður úti- verkum. Hún flutti til Reykjavík- ur og var einstæð móðir þangað til hún kynntist tengdaföður mínum, Gunnþóri Bender. Til að byrja með leigðu þau húsnæði og unnu hart að því að koma undir sig fót- um. Þau eignuðust sína fyrstu íbúð þegar Jón maðurinn minn var unglingur. Hún bar út póst í öllum veðrum samhliða því að sinna heimilinu, sem var alltaf glæsilegt, enda lagði hún mikinn metnað í tiltekt og þrif. Ég átti ekki roð í hana á þessu sviði. Soffía náði langt í lífi og starfi og barðist við hinn karllæga heim. Hún kleif metorðastigann innan Póstsins og tók að sér ýmis ábyrgðarstörf. Hún var stöðvar- stjóri í Mjóddinni þegar ég kynnt- ist henni fyrir 30 árum og sinnti því starfi innan Póstsins út starfs- ævina. Soffía var alltaf glæsileg og klæddist yfirleitt jakkadrögtum í vinnunni. Eitthvað sem var ein- kennandi fyrir þær konur sem náðu langt á þessum tíma. Utan vinnu var hún skutlan sem eftir var tekið í galla- eða leðurbuxum. Hún komst á þann stað innan Póstsins sem nánast einungis karlar sinntu enda var hún vinnu- söm og fékk það orð á sig að vera mikill töffari. Þessu orðspori hélt hún út lífið. Soffía var með beittan húmor sem féll vel að mínum. Við ferð- uðumst mikið saman, hlógum og spiluðum endalaust. Soffía gerði miklar kröfur til fólksins síns, við áttum alltaf að standa okkur vel og helst að skila af okkur óaðfinn- anlegu verki. Við Soffía áttum oft langt og gott spjall um lífið og til- veruna. Við tókumst líka á, eink- um í tengslum við pólitískar skoð- anir en þar vorum við ekki alltaf sammála. Soffía tók virkan þátt í lífi og starfi barnanna minna og hefur stutt okkur í gegnum súrt og sætt. Hún var alltaf til í allskonar vit- leysu með okkur. Áttræð hoppaði hún til dæmis upp í hraðbát með mér og Jóni á ferðalagi um Svart- fjallaland. Þegar við komum að kletti stutt frá landi fór hún fim- lega upp úr vaggandi bátnum og klifraði upp á klettinn þrátt fyrir sjóveiki og lofthræðslu. Í kjölfarið borðuðum við fisk við sjóinn og nutum góða veðursins. Soffía á stóran þátt í að gera mig að þeirri konu sem ég er í dag. Færa mig frá mjúkri og við- kvæmri stelpu yfir í aðeins harð- gerðari konu. Við mættumst því á miðri leið þar sem hún lét í seinni tíð smá saman undan hörkunni en hélt þó fast í töffaraskapinn. Fyrir hjálpina, húmorinn og samfylgd- ina er ég henni endalaust þakklát. Ég veit að Gunnþór tekur vel á móti þér Soffía með opinn og hlýj- an faðminn. Ég bið þig fyrir kveðju. Þín tengdadóttir Guðrún Ragnarsdóttir (Gunna). Amma Soffía var algjört kjar- nakvendi. Það komst enginn með tærnar þar sem hún hafði hælana í sjálfstrausti og óbilandi trú á eig- in getu. Hún var nýjungagjörn og frökk og alltaf tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og ævintýri. Hún vílaði ekki fyrir sér að ferðast til nýrra landa á síðustu árum og fór meðal annars til Ung- verjalands og Svartfjallalands á áttræðisafmælinu, enda varð hún aldrei gömul, það var bara fólkið í kringum hana sem varð eldra og eldra. Fyrir nokkrum árum fótbrotn- aði amma Soffía. Hún fór auðvitað ekki til læknis strax heldur beið í nokkra daga og varð svo öskureið yfir því að vera komin í gifs og á hækjur og þurfa þá að læra að ganga á hækjum upp stigann heima hjá sér. Reiðin rjátlaðist þó fljótt af henni og við eyddum mörgum góðum stundum saman heima hjá henni þegar hún var fótbrotin. Ég var að skrifa dokt- orsritgerð og fékk að gera það heima hjá henni í rólegheitum í skiptum fyrir búðarferðir, hádeg- ismat og kaffistundir saman. Við áttum margar ljúfar stundir á þessum sex vikum sem hún var í gifsi. Amma sagði mér frá æsku sinni, frá því hvernig það var að flytja með vinkonum sínum frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og frá ævintýrum þeirra þegar þær leigðu saman kjallaraíbúð í Teig- unum. Þetta voru dýrmætar stundir sem bættust í minninga- bankann, ofan á allar æskuminn- ingarnar um pönnukökur og kókópöffs ásamt sunnudagsmál- tíðum með fjölskyldunni. Elsku besta amma mín. Það er erfitt að koma orðum að sorginni við að missa þig svona hratt. Ég vona að við sem eftir sitjum höld- um í allar fallegu minningarnar sem við bjuggum til saman. Ég vona einnig að við tökum þína bestu kosti okkur til fyrirmyndar, trúum á okkur sjálf, töpum aldrei lífsgleðinni og mætum nýjum áskorunum með opnum hug. Ástarkveðja, Arna. Okkur systkinin langar til að minnast ömmu Soffíu. Amma var hörkutól og einstaklega góð kona. Hún rétti allaf fram hjálparhönd og hugsaði vel um fólkið sitt. Hún kenndi okkur líka ýmislegt um líf- ið og tilveruna. Amma var hraust, oft kaldhæðin og ákveðin en líka hörkudugleg. Áður en afi dó voru sunnudagar bestir. Þá fórum við í mat til þeirra. Amma tók glaðleg á móti okkur með tuskuna á lofti en tusk- an var hennar besti vinur. Hjá ömmu og afa var ekkert bannað og brölluðum við ýmislegt. Amma var alltaf fljót að laga til eftir okk- ur og afmáði jafnóðum allt kámið og óhreinindin. Amma var einnig snillingur í því að baka, pönnsurn- ar hennar eru ógleymanlegar, kornflexkakan, bananatertan og jólabakkelsið. Nú er komið að okkur að æfa þá takta og miðla áfram. Við komum til með að sakna þess að fá ömmu í heimsókn, heim eða í vinnuna til pabba. Þar rædd- um við allt og ekkert. Ragnar Þór bullaði stanslaust í ömmu og hún skammaðist glettin yfir iðjuleysi okkar, óreiðu og sóðaskap. Amma var einnig alltaf vel til höfð og hún hafði sterkar skoðanir á fatnaði. Þegar hún mætti í mátun og mál- töku í skólann til Elísabetar Soffíu nöfnu sinnar hafði einn kennarinn orð á því hversu sterkar skoðanir hún hafði varðandi stíl á pilsi. Hún vissir alveg hvað hún vildi og stóð fast á sínu. Amma fylgdi okkur einnig vel eftir í íþróttum. Hún elti okkur frá einu íþróttahúsi til annars og fylgdist með okkur keppa um allt land, á skautum, í fótbolta og körfubolta. Einnig elti hún Sófus Mána til Svartfjallalands á átt- ræðisafmælinu og horfði á hann spila með U-16 landsliðinu í körfu- bolta. Amma fylgdi okkur vel eftir í námi og gerði í því sambandi miklar kröfur. Hún sætti sig aldr- ei við lágmarksárangur. Við vorum öll mjög góðir vinir og munum við systkinin halda áfram að búa til góðar minningar fyrir okkur og hana. Við vitum líka að hún geymir ánægjulegar minningar um okkur og yljar sér við þær hugsanir annað slagið með afa. Amma hefur kennt okk- ur hvað hlutirnir geta breyst hratt. Því er mikilvægt að njóta í botn og leggja sig fram með húm- orinn að vopni. Hér í lokin koma skilaboð frá hverju okkar: Elísabet Soffía: Amma það var svo gott að heyra í þér á hverjum föstudegi á meðan ég bjó úti og enn betra að fá að halda samveru- stundunum áfram eftir að ég kom heim. Föstudagar verða alltaf okkar dagar! Við ræddum allt milli himins og jarðar. Ég skal passa vel upp passann, peningana og sólgeraugun eins og þú kennd- ir mér. Njóttu með afa. Ragnar Þór: „Í kvöld er gigg“, mundu það elsku amma. Ég treysti á giggið ykkar afa og tek sjálfur nokkur með Daða Þór og Emblu. Sófus Máni: Ég var ótrúlega heppinn seinasta sumar. Ég kom daglega til þín í hádegismat og spjölluðum við mikið saman. Ég ætla að halda áfram að lifa eftir gildunum þínum elsku amma, njóta lífsins og leggja mig fram í námi og starfi. Ég sakna þín. Takk fyrir allar samverustund- irnar okkar og við biðjum að heilsa afa. Þín elskandi barnabörn, Elísabet Soffía Bender, Ragnar Þór Bender og Sófus Máni Bender. Frímúrarasystir okkar, Soffía Hrafnhildur Jónsdóttir, vígðist inn í Alþjóðlega frímúrarareglu karla og kvenna LE DROIT HUMAIN þann 14. október 1975. Á þeim 47 árum sem hún starfaði var hún okkur reglusystkinum sínum bæði fyrirmynd í allri fram- göngu og leiðsögumaður í sið- rænu starfi. Það voru sérstök for- réttindi okkar sem hún vígði til starfa að taka fyrstu skrefin innan Reglunnar undir handleiðslu hennar. Nærgætni hennar, um- burðarlyndi, hlýtt viðmót og kær- leikur til starfsins og hugsjóna Reglunnar um mannréttindi og virðingu setti mark á öll hennar störf. Soffía vígðist inn í Stúkuna Ými nr. 724 en stóð síðan að stofnun Stúkunnar Ljósafara nr. 1676 á árinu 1997. Þar starfaði hún til æviloka og var stúkunni alla tíð mikill styrkur. Sveitungar hennar á Austurlandi nutu einnig góðs af elju hennar og virkni og var hún reglusystkinum á Egilsstöðum alla tíð trúr haukur í horni. Hún vann og mikið og fórnfúst starf í rekstri og utanumhaldi í starfsemi okkar. Á ferli sínum hlaut Soffía öll þau stig sem veitt eru innan Reglunnar, þar með talið það 33. sem hún vígðist á í París 2013. Á öllum stigum sem hún starfaði á var hún kjörin til ábyrgðar um lengri eða skemmri tíma. Soffía var óhrædd við að segja álit sitt og vildi alla tíð standa vörð um reglufestu og virðingu í störf- um sínum og annarra. Það fól í sér að hún sagði okkur óhikað til en ætíð af fullri virðingu og með hæfilegri þolinmæði því gjarnan vildi hún að hlutirnir gengju vel, skipulega og óhikað fyrir sig. Það er stórt skarð fyrir skildi og að leiðarlokum færum við Soffíu þakkir og óskum henni ljóss og kærleika á leið til hins ei- lífa austurs. Fyrir hönd Alþjóð- legrar frímúrarareglu karla og kvenna LE DROIT HUMAIN, votta ég afkomendum hennar, ættingjum og vinum okkar inni- legustu samúð. Minning um góða manneskju og kæran vin lifir með okkur. Magnús M. Norðdahl. Það var í janúarbyrjun er við sátum í eldhúsinu hjá Soffíu og ræddum lífið og tilveruna. Við ræddum um hvort við ættum að fara saman til Parísar í maí. Þá sagði Soffía okkur að sér fyndist hún ekki nógu hress, hún væri að reyna að komast til læknis en gengi hægt. „En ég læt þá ekki komast upp með að hitta mig ekki, hringi bara nógu oft.“ París var sett á bið þar til Soffía væri búin að hitta lækni og fá lyf til að ná þessum ónotum úr sér. En í mars kom skellurinn, París yrði ekki skoðuð í vor. Hún Soffía var sannur vinur okkar. Við gátum leitað til hennar með ýmsar spurningar og komum með svör til baka. Hún var klett- urinn sem við gátum svo vel treyst á í hugleiðingum um lífs- gátuna. Við áttum saman mjög góðar og skemmtilegar stundir í Fljótunum þar sem hún sagði sögur því sagnamaður var hún góður og mikið var hlegið. Meðal annars sögur úr æsku sinni. Hún var að austan og Austfirðir voru nafli alheimsins í hennar huga þar sem öll fegurðin er. Afkomendur og ættingjar hennar voru hennar stolt og þeim sinnti hún af alúð. Aðdáunarvert hve vel hún hugs- aði um Guðrúnu systur sína síð- ustu misserin. Hún talaði oftast um sig í þriðju persónu, en kannski má segja að egóið væri ekki til staðar í henni. Hún leið- beindi með mýkt, skipaði aldrei en var föst fyrir. Okkar leiðir lágu saman fyrir um 40 árum í alþjóðlegri frímúr- arareglu karla og kenna, en þar voru þær systur Margrét, Guðrún og Soffía. Allt voru þetta skarp- greindar konur frá Gunnhildar- gerði í Hróarstungu. Við fengum að njóta þess hve vel þær voru lesnar og hve minnugar þær voru, eins og alfræðiorðabækur. Við sitjum eftir hnípnar og söknum okkar góðu vinkonu sem vildi okk- ur svo vel. Hún var seintekin og kannski ekki allra því Soffía var á margan hátt lokuð um sína hagi og fór um með rólegheitum en þegar vinaböndin voru bundin voru þau órjúfanleg. Hún var sannur vinur vina sinna. Við þökk- um henni samfylgdina og biðjum henni blessunar á nýjum slóðum. Fjölskyldunni sendum við einlæg- ar samúðarkveðjur. Kristín Einarsdóttir, Magnea Erludóttir. Soffía Hrafnhildur Jónsdóttir Elskaður eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og nýlega orðinn langafi, SÆVAR GUÐMUNDSSON, áður Lyngmóa 13, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum Hringbraut 26. apríl síðastliðinn eftir langa baráttu. Útför hans mun fara fram föstudaginn 6. maí kl. 12 í Keflavíkurkirkju. Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir Þórdís Katla Sævarsdóttir Einar Þorsteinsson Brynhildur Gugja Sævarsdóttir Ásmundur Steinþórsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, HELGI SIGURÐSSON, bakari og einkaþjálfari, Skipholti 50a, Reykjavík, lést 23. apríl. Útför fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 6. maí kl. 14. Aðstandendur þakka hlýhug og auðsýnda samúð. Birkir Þór, Linda Þuríður, Sigurður Atli, Elmar Leó, foreldrar, tengdasonur, dótturdóttir, systkin og aðrir aðstandendur Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS EINARSDÓTTIR, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands miðvikudaginn 27. apríl, verður jarðsett frá Blönduóskirkju föstudaginn 6. maí klukkan 14. Hægt verður að nálgast streymi frá athöfn á www.mbl.is/andlat. Jóhannes Þórðarson Nökkvi og Íris Snekkja og Hjalti Ari Knörr og Berglind barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.