Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 27
pool, halda sínu striki í æsispennandi baráttu sinni um Englandsmeistaratit- ilinn. Manchester City vann öruggan 4:0-útisigur á Leeds United á laugar- dag og Liverpool vann fyrr um daginn nauman 1:0-útisigur á Newcastle United. Enn er Man. City því á toppi deildarinnar, einu stigi fyrir ofan Liv- erpool þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Arsenal og Tottenham heyja áfram baráttu um 4. sætið. Í gær vann Arsenal sterkan 2:1-útisigur á West Ham og Tottenham lagði Leic- ester 3:1. Arsenal heldur því 4. sætinu og er enn tveimur stigum fyrir ofan Tottenham. _ Díana Dögg Magnúsdóttir, lands- liðskona í handknattleik, átti stórleik fyrir Sachsen Zwickau í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik þegar liðið mátti þola fimmta tap sitt í röð. Díana skor- aði sjö mörk og gaf þrjár stoð- sendingar að auki í naumu 28:29- tapi fyrir Bad Wildungen. Zwickau er á botni deild- arinnar þegar sex umferðir eru eftir. _ Viktor Gísli Hallgrímsson, lands- liðsmarkvörður í handknattleik, lék frábærlega í öruggum 29:24-sigri GOG á Skanderborg í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar á laug- ardag. Viktor varði 14 af þeim 37 skotum sem hann fékk á sig, sem er rétt tæplega 38 prósent hlutfalls- varsla. Aalborg, þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, tapaði hins vegar óvænt stórt fyrir Skjern, 29:36, í riðli 2 sama dag. Landsliðsfyrirliðinn Ar- on Pálmarsson var fjarri góðu gamni hjá Aalborg og munaði um minna. _ Norwich City er fallið úr ensku úr- valsdeildinni eftir 0:2-tap gegn Aston Villa á laugardag. Norwich leikur því í B-deild á næsta tímabili. Watford er þá hársbreidd frá því að fylgja Norwich niður eftir að hafa tapað 1:2 fyrir Burnley á heimavelli í botnbaráttuslag sama dag. Watford er 12 stigum frá öruggu sæti með fjóra leiki eftir. Everton vann svo lífs- nauðsynlegan 1:0-sigur á Chelsea í gær. Everton er áfram í 18. sæti, síðasta fall- sætinu, en andar nú ofan í háls- málið á Leeds og Burnley í sæt- unum fyrir ofan enda tveimur stigum á eftir þeim og á leik til góða á þau bæði. _ Sveinn Aron Guðjohnsen, lands- liðsmaður í knattspyrnu, skoraði eitt marka Elfsborg í 6:0-stórsigri á De- gerfors í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gær. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Sveins á tímabilinu en hans þriðja mark í sex leikjum á því. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022 Á ÁSVÖLLUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Njarðvík varð í gær Íslandsmeistari kvenna í körfuknattleik í annað sinn í sögu félagsins en liðið vann einnig fyrir áratug. Þá vann liðið einnig Hauka í úrslitarimmunni eins og nú. Njarðvík vann Hauka í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær, 65:51. Haukar urðu í vetur bikarmeistarar og áttu því möguleika á að vinna tvö- falt. Ef til vill munu Njarðvíkingar nú óska eftir því að færa heimavöll sinn í Ólafssal á næsta keppnistímabili. Heimavellirnir hafa oft verið mikil- vægir frá því úrslitakeppnirnar hóf- ust í íslensku vetraríþróttunum. Þótt ótrúlegt megi virðast þá unnust allir fimm leikirnir í úrslitarimmunni á útivelli. Úrslitarimman var spennandi þar sem oddaleik þurfti til að knýja fram úrslit. Þrátt fyrir það voru leikirnir hver fyrir sig ekkert sérstaklega jafnir. Ekki varð breyting á því í gær því Njarðvík náði strax góðu forskoti í leiknum og lét það ekki af hendi. Línan var lögð í fyrsta leik- hluta þegar Haukar skoruðu aðeins fimm stig og Njarðvík var yfir 16:5 eftir fyrsta leikhluta. Haukum gekk illa að skora Að loknum fyrri hálfleik var staðan 41:19 fyrir Njarðvík og ljóst hvert stefndi. Um tíma í öðrum leikhluta kom augnablik þar sem Haukar virt- ust aðeins vera að ná sér á strik. Lið- ið gat þá komið forskotinu í eins stafs tölu en það gekk ekki og Njarðvík stakk af. „Við mættum tilbúnar í leikinn. Við spiluðum okkar vörn og létum þær ekki ýta okkur út úr okkar að- gerðum. Við einfölduðum allt ógeðslega mikið. Við fundum einnig um leið og vörnin small saman að það var ekki nokkur skapaður hlut- ur sem myndi breyta því. Maður finnur strax þegar lið eiga rosa erf- itt með að skora. Við bjuggumst al- veg því að Haukar næðu áhlaupi í síðari hálfleik en maður vonaði að það yrði ekki stórt. Það reyndist bara lítið og stutt og okkur tókst að stoppa það í tæka tíð,“ sagði Vil- borg Jónsdóttir, fyrirliði Njarðvík- ur, þegar Morgunblaðið ræddi við hana eftir að Vilborg veitti bik- arnum viðtöku. Meðvitaðar um styrk liðsins Njarðvíkingar voru nýliðar í efstu deild í vetur eftir að hafa komið upp úr næstefstu deild fyrir ári. Njarð- vík hóf keppnistímabilið með látum og lauk því einnig með látum. Þegar Íslandsmótið hófst síðasta haust vann liðið fyrstu leikina og stimplaði sig strax inn. Var einhver sérstakur tímapunktur í vetur þar sem Vilborg áttaði sig á því að Njarðvíkurliðið gæti farið alla leið og unnið Íslands- mótið? „Okkur langar að segja að það hafi gerst mjög snemma á tíma- bilinu. Við lentum í smá veseni í lok deildakeppninnar en við vorum alltaf meðvitaðar um að við gætum farið alla leið. Strax eftir fyrstu umferð. En nú þegar sigurinn er í höfn þá er stemningin ólýsanleg en það er enn að síast inn,“ sagði Vil- borg. Nýliðar urðu meistarar - Njarðvík kom upp úr næstefstu deild og varð Íslandsmeistari - Annar Íslandsmeistaratitillinn - Áratugur leið á milli sigranna - Ójafn oddaleikur Morgunblaðið/Óttar Geirsson Íslandsmeistarar Njarðvíkingar alsælir með Íslandsmeistaratitilinn eftir sigurinn á Haukum í oddaleik í gær. ÍBV er komið í 1:0-forystu gegn Haukum í undanúrslitaeinvígi lið- anna á Íslandsmóti karla í hand- bolta eftir 35:30-útisigur í gær. Haukar voru með 15:14-forskot í hálfleik en Eyjamenn voru töluvert sterkari í seinni hálfleik og keyrðu yfir Haukana með Sigtrygg Daða Rúnarsson og Rúnar Kárason í banastuði. Skoruðu þeir tíu mörk hvor, mörg þeirra eftir sendingar frá Degi Arnarssyni sem hvíldi nánast allan fyrri hálfleikinn en lék afar vel í seinni hálfleik. Hjá Haukum voru of margir menn undir pari. Geir Guðmunds- son skoraði aðeins tvö mörk og hefði mátt taka meira af skarið, Guðmundur Bragi Ástþórsson hef- ur oft spilað betur og Ólafur Ægir Ólafsson náði ekki sömu hæðum og í einvíginu gegn KA. Þá skoraði Adam Haukur Baumruk ekki eitt einasta mark, eftir að hafa leikið vel í oddaleiknum gegn KA. Stefán Rafn Sigurmannsson fékk sitt ann- að beina rauða spjald í úr- slitakeppninni í seinni hálfleik og er væntanlega á leiðinni í bann og verður þá ekki með í Vest- mannaeyjum. Darri Aronsson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson voru flottir hjá Haukum en það dugði skammt. Haukar verða að spila mun betur í næsta leik en það gæti verið þraut- in þyngri á einum erfiðasta útivelli landsins í Vestmannaeyjum. johanningi@mbl.is Eyjamenn tóku forystuna - Sigtryggur og Rúnar óstöðvandi - Stefán Rafn fékk aftur rautt Tíu Rúnar Kárason átti afar góðan leik og skoraði tíu mörk fyrir ÍBV. KNATTSPYRNA Besta deild karla: Dalvík: KA – Keflavík ............................... 18 Safamýri: Fram – ÍA............................ 19.15 Víkin: Víkingur – Stjarnan .................. 19.15 HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, fyrsti leikur: Hlíðarendi: Valur – Selfoss.................. 19.30 Umspil karla, annar leikur: Dalhús: Fjölnir – ÍR............................. 19.30 BLAK Þriðji úrslitaleikur karla: Hveragerði: Hamar – HK (2:0) ................ 19 Í KVÖLD! Spánn Valencia – Andorra............................. 81:76 - Martin Hermannsson lék ekki með Val- encia vegna meiðsla. Zaragoza – Bilbao ............................... 80:82 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 15 stig, tók sex fráköst og gaf eina stoðsendingu á 20 mínútum fyrir Zaragoza. Ítalía Dethrona Tortona – Trieste .............. 80:74 - Elvar Már Friðriksson tók tvö fráköst á níu mínútum fyrir Tortona. Þýskaland Ulm – Crailsheim...................... 100:90 (frl.) - Jón Axel Guðmundsson skoraði 12 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar á 27 mínútum fyrir Crailsheim. Úrslitakeppni NBA 1. umferð: Minnesota – Memphis...................... 106:114 _ Memphis vann einvígið 4:2. 2. umferð: Boston – Milwaukee ........................... 89:101 - Staðan er 1:0 fyrir Milwaukee. Memphis – Golden State.................. 116:117 - Staðan er 1:0 fyrir Golden State. >73G,&:=/D Umspil karla Fyrsti úrslitaleikur: ÍR – Fjölnir ........................................... 36:24 Umspil kvenna Annar leikur í undanúrslitum: FH – ÍR ................................................. 20:25 HK – Grótta .......................................... 25:19 _ ÍR og HK unnu einvígi sín 2:0 og mætast í úrslitum umspilsins. Þýskaland Kiel – Melsungen ................................. 27:25 - Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen og Arnar Freyr Arnars- son eitt en Elvar Örn Jónsson er meiddur. Frakkland Nantes – Aix......................................... 25:26 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Aix. Evrópubikar karla Undanúrslit, seinni leikur: Nærbo – Drammen ................... 35:31 (vsp.) - Óskar Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Drammen sem féll úr keppni, samanlagt 61:62. Sviss 8-liða úrslit karla, fjórði leikur: Bern – Kadetten .................................. 30:31 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. _ Kadetten vann einvígið 3:1. Austurríki 8-liða úrslit, oddaleikur: Alpla Hard – Tirol ............................... 36:29 - Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard. _ Alpla Hard vann einvígið 2:1. E(;R&:=/D Besta deild karla Valur – KR ................................................ 2:1 ÍBV – Leiknir R........................................ 1:1 Breiðablik – FH........................................ 3:0 Staðan: Breiðablik 3 3 0 0 8:1 9 Valur 3 3 0 0 5:2 9 KA 2 2 0 0 4:0 6 Víkingur R. 3 2 0 1 6:5 6 ÍA 2 1 1 0 5:2 4 Stjarnan 2 1 1 0 5:2 4 KR 3 1 0 2 5:4 3 FH 3 1 0 2 5:7 3 ÍBV 3 0 1 2 2:6 1 Leiknir R. 3 0 1 2 1:5 1 Fram 2 0 0 2 3:8 0 Keflavík 3 0 0 3 2:9 0 Mjólkurbikar kvenna ÍH – KÁ..................................................... 3:2 Sindri – KH............................................... 4:2 Fram – Víkingur R................................... 0:5 Álftanes – Grindavík ................................ 1:3 Völsungur – Einherji ............................... 4:0 Tindastóll – HK ........................................ 3:2 KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.