Morgunblaðið - 02.05.2022, Side 22

Morgunblaðið - 02.05.2022, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Botsía með Guðmundi kl. 10. Handavinna kl. 12.30-16. Félagsvist kl. 12:45. Gler- vinnustofa kl. 13 - 16. Hjólað á æfingahjóli fyrir framan skjá um borg og bý kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Boðinn Leikfimi Qi-gong kl. 10.30. Bingó kl. 13. Myndlist kl. 13. Sund- laugin er opin frá kl. 13.30-16. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Postulínsmálun kl. 9-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV kl. 9.45- 10. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Kl. 9 Pool-hópur í Jónshúsi, kl. 10 gönguhópur frá Jóns- húsi, kl. 11 Stóla-jóga í Kirkjuhvoli, kl. 12.30-15.40 brids í Jónshúsi, kl. 12.40 Bónusrúta frá Jónshúsi, kl. 13 gönguhópur frá Smiðju, kl. 13 glernámskeið í Smiðju, kl. 15 / 15.40 / 16.20 vatnsleikfimi í Sjálandi, kl. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhvoli. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn- unni. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 10. Kóræfing hjá Kára kl. 13– 15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa, kl. 9-10.30 botsía- æfing, kl. 9-11.30 postulínsmálun. kl. 10.50 til ca 12.15 jóga, kl. 13-16 opin handavinnustofa og verkstæði, kl. 13.15-15 kanasta, kl. 16.30- 18.30 kóræfing hjá Söngvinum. Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 3. maí verður opið hús fyrir eldri borgara. Opna húsið er kl. 13-15. Margt er til gamans gert s.s. spilað, spjallað og sungið. Að opna húsinu loknu er boðið upp á kaffi og meðlæti. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund hefst kl. 12. Að henni lokinni er boðið uppá léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi. Verið öll hjartanlega velkomin! Hraunsel Billjard kl. 8-16. Myndlistarklúbbur kl. 9. Stóla jóga kl. 10. Félagsvist kl. 13. Gaflarakórinn kl. 11. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Minninga- hópur kl. 10.30. Jóga með Ragnheiði Ýr kl. 12.20. Zumba með Carynu kl. 13.10.Tálgun, opinn hópur kl. 13-16. Brids kl. 13. Hádegis- matur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Hugleiðsla og létt jóga kl. 8.30. Gönguhópar frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll kl. 10, tveir styrkleika- flokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi. Félagsvist í Borgum kl. 12.30. Prjónað til góðs kl. 13.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13. Línudans kl. 15. Kóræfing Korpusystkina kl. 16. Gleðin býr í Borgum. Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna kl. 9. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Jóga / leikfimi á Skólabraut kl. 11. Handavinna, samvera og kaffi á Skólabraut kl. 13. Gler á neðri hæð félagsheimil- isins kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Bókmenntakvöld í bókasafninu kl. 19.30. Hildur Knútsdóttir fjallar um og les upp úr bók sinni Myrkrið milli stjarnanna. Alir velkomnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Prentun Fánar Húsviðhald Húsa- viðgerðir www.husco.is Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ Vigdís Run- ólfsdóttir, Dísa, fæddist í Heiðarbæ á Ströndum 22. ágúst 1928. Hún lést 17. apríl 2022 á hjúkrunarheim- ilinu Eir. Foreldrar Dísu vour Runólfur Árni Jónatansson, f.23. desember 1891, d. 3. ágúst 1957, og Vig- dís Aðalsteinsdóttir, f. 12. september 1903, d. 30. ágúst 1928. Systkini Friðrik Haf- steinn Runólfsson, f. 26. júní 1922, d. 22. maí 1991, og Magna Ágústa Runólfsdóttir, f. 14. júlí 1925, d. 1. október 2005. Fósturforeldrar Dísu voru séra Jón Brandsson prestur á Kollafjarðarnesi, f. 24. mars 1875, d. 8. janúar 1959, og Guðný Magnúsdóttir, f. 1. mars 1886, d. 26. október 1964. Fóstursystkini Ragn- heiður, Hjálmar, Brandur, Magnús, Matthías, Valgerður, Guðbjörg og Sigurður Jóns- börn. Dísa ólst upp á Kollafjarð- arnesi á Ströndum. Fluttist til Reykjavíkur og vann lengst af við saumaskap. Á gömlu dönsunum kynntist hún sam- býlismanni sínum, Guðna Guðmunds- syni, f. 16. febrúar 1921, d. 22. nóv- ember 1974. Dótt- ir Dísu er Guðný Jóna Guðnadóttur, f. 21. mars 1968, gift Ólafi Geir Magnússyni, f. 18. nóvember 1968. Börn þeirra eru 1) Fannar Óli Ólafsson, f. 17. desember 1989, giftur Jónínu Björgu Benjamínsdóttur, f. 12. janúar 1990, 2) Steinar Geir Ólafsson, f. 20. febrúar 1992 og 3) Guðni Rúnar Ólafsson, f. 30. júní 1995. Barnabarnabörnin eru fjögur: Alexander Einar Fannarsson, f. 17. júlí 2007, Andrea Guðný Fannarsdóttir, f. 23. júlí 2013, Eva María Fannarsdóttir, f.10. ágúst 2017, og Rúrik Einar Guðna- son, f. 22. júní 2017. Árið 2010 greindist Vigdís með alzheimersjúkdóminn og bjó hún á hjúkrunarheimilinu Eir frá árinu 2011. Útför Vigdísar fer fram frá Árbæjarkirkju 2. maí klukkan 13. Við lát móðursystur minnar, hennar Dísu, streyma fram minningar um góða konu, sem var stór hluti af lífi mínu, dvaldi oft hjá okkur í Melgerðinu og var alltaf aufúsugestur. Okkur systrum þótti fengur að fá hana í helgarheimsóknir, það lifnaði yfir heimilinu. Hún spilaði við okkur og stundum kom hún með föt á dúkkurnar okkar, hún vann á saumastofu og þar féllu til afgangar sem hægt var að sauma úr föt á dúkkurnar. Mamma (Valla) og Dísa voru miklar vinkonur og umgengust mikið. Systkinin á Kollafjarðar- nesi voru mörg og er Dísa síðust þeirra til að kveðja og var hún þeirra yngst. Á Felli í Kollafirði á Strönd- um dvaldi Dísa mikið á sumrin hjá Sigga bróður sínum og Jónu konu hans. Við vorum nokkur systkinabörn sem fengum að vera þar part úr sumri og þar var Dísa ómissandi. Heimilislífið var skemmtilegt og Dísa og Siggi höfðu gaman af smá- hrekkjum hvort við annað og margir muna eftir kyllinum hennar Dísu sem hún fyllti af vatni og svo var sprautað af hjartans lyst. Við frænkurnar Gréta og ég vorum ekki gamlar þegar við fórum á ball með Dísu, mig minnir í Stóra-Fjarð- arhorni. Þetta voru dýrðarsum- ur. Þegar mín börn fæddust prjónaði Dísa föt á þau og hélt þannig áfram að gera okkur gott. Það var alltaf gott að heim- sækja Dísu í Hraunbæinn og muna margir ættingjar eftir jarðarberjatertunni góðu sem enginn lék eftir að baka. Síðustu árin dvaldi Dísa á hjúkrunarheimilinu Eir, minnið var farið að svíkja hana en enn var hún létt á fæti og ef heyrðist harmonikuspil í útvarpinu tók hún gjarnan sporið. Er ég heim- sótti hana eitt sinn sagðist hún geta hugsað sér að fara heim og er ég spurði hvar henni fyndist það vera horfði hún á mig með furðusvip og sagði „nú auðvitað á Kollafjarðarnesi“ sem benti til að hugurinn væri fyrir norðan þótt liðið væri vel á öld síðan hún flutti suður. Ég er þakklát fyrir samferð- ina með Dísu, mér þótti vænt um hana. Ég sendi Guðnýju Jónu, Óla og fjölskyldu þeirra samúðar- kveðjur. Heiðrún Guðmundsdóttir. Nú er hún Dísa, fóstursystir föður míns, búin að yfirgefa jarðlífið, tæpra 94ra ára að aldri. Á hugann leita gamlar minningar og frásagnir af fólk- inu mínu. Síðsumars árið 1928 kom afi minn, prófasturinn á Kollafjarð- arnesi Jón Brandsson, heim úr húsvitjun um sveitina og tjáði konu sinni, Guðnýju Magnús- dóttur, að ung kona í Tungu- sveitinni hefði dáið af barnsför- um. Ömmu setti hljóða og varð að orði „Hvað ætli verði um þetta blessað barn?“ Séra Jón spurði „Jæja Guðný mín, langar þig að taka það?“ Yngsti sonur þeirra Sigurður, fjögurra ára gamall, var að leika sér á gólfinu og þau vissu ekki til þess að hann væri að fylgjast með þeirra hjali, hann stóð þá upp og sagði; „Já, gerðu það mamma – taktu barnið!“ Það varð úr að þau prestshjónin tóku Dísu í sinn faðm, hún ólst upp í ástríku atlæti þeirra hjóna og 8 eldri fóstursystkina (sem voru er Dísa kom til, á aldrinum 4-19 ára og þau hjónin 53ja og 42ja ára). Guðný og og Jón voru alla tíð mamma og pabbi fyrir Dísu. Einnig var á heimilinu systir Guðnýjar, hún Guðrún eða Gunna (ógift og barnlaus) eins og hennar önnur móðir (reyndar þeirra systkina allra). Fallegar myndir af foreldrum sínum hafði Dísa alltaf uppi á vegg hjá sér. Einnig var lítil mynd af Gunnu í augnhæð á náttborðinu hennar á Eir. Dísa fór ung í kvennaskólann á Varmalandi í Borgarfirði. Hún bjó í Reykjavík og vann lengst af á saumastofu. Hún naut þess að dansa og sótti námskeið í samkvæmisdönsum. Dísa var alltaf vel til höfð og hafði gott handbragð. Henni var svo eig- inlegt að gera alla hluti vel; hvort sem það var handavinna, heimilisstörfin, eða hvað annað sem hún tók sér fyrir hendur. Fas Dísu einkenndist að ljúf- mennsku og hógværð. Samt var stutt í galsa og gleði. Lýsandi fyrir Dísu, sem vildi engum illt, var vatnsslagur, þar sem hún sneri aftur að vaskinum „til að hafa vatnið aðeins volgt“. Alltaf voru traust og hlý tengsl á milli Dísu og Sigga fóst- urbróður hennar, en hann bjó á Felli, sá eini systkinanna sem eftir varð í sveitinni. Þangað kom hún í öllum fríum, þar til hún eignaðist sína eigin fjöl- skyldu. Fyrir mér og okkur eldri börnum Sigga byrjuðu jól- in þegar Dísa kom; tilhlökkun, jólaskraut gleði, og gaman. Flestar myndir, sem til eru frá bernskuárunum, voru teknar af Dísu. Hún var sífellt að gefa af sér og gleðja. Þegar alzheimerþokan helltist yfir, hætti hún smám saman að muna og þekkja fólk. En hún aðlagaðist aðstæðum og tók manni alltaf með sama ljúfa við- mótinu. Hún varð fámálli þegar á leið og nefndi oft að hana langaði heim, og spurð hvar það væri var svarið „nú auðvitað Kollafjarðarnes“. Nú er elsku Dísa komin „heim“. Fólkið hennar sem lagði í ferðina á undan henni tekur hana í arma sína. Heiðdís Sigurðardóttir. Vigdís Runólfsdóttir Elsku Klara amma. Þetta er lítið bréf um mig og þig. Það var skrýtin tilfinning þegar við fengum fregnir af því að þú hefð- ir yfirgefið þetta jarðneska líf. Við Íris vorum að ferma okkar elsta son, Sturlu Haraldsson, al- nafna ykkar elsta sonar. Ég trúi því að þú hafir farið sátt og stolt í sömu andrá og við gengum út úr kirkjunni. Með tár á hvarmi ákváðum við að fagna lífi þínu og minnast þín á gleðistund. Þú sagðir mér þegar við hittumst í hinsta sinn að þú værir tilbúin að kveðja. Hvernig þú orðaðir það verður bara okkar á milli. Ég skildi þig. Fullkominn kjarkur og æðruleysi sem verður okkur sem kveðjum þig í dag til eftirbreytni. Ég man þegar Halli afi fór frá okkur hvað mér þótti það erfitt, ekki síst vegna þess að það voru erfiðir tímar fyrir þig. Ég held við höfum sótt í selskap hvort annars alla tíð síðan þá. Ég verð þér ævinlega þakklátur fyrir að toga mig til þín. Einhverja önn- ina á menntaskólaárum mínum kom ég alltaf til þín á Hverfisgöt- Klara Guðmundsdóttir ✝ Klara Guð- mundsdóttir fæddist 12. ágúst 1925. Hún lést 10. apríl 2022. Útför Klöru fór fram 28. apríl 2022. una á miðvikudög- um í löngu matar- hléi. Þú hrærðir heimsins besta leik- skólaskyr með nóg af sykri og svo blundaði ég á gólf- inu undir útvarps- leikriti á gufunni. Hágæða íhugun og um leið náði ég að rétta aðeins úr bak- inu. Við töluðum að- eins saman og svo léstu mig bara vera. Önnur frábær minning er frá því þegar ég var í langri pöss- un að vori og ég horfði á ein- hverja bestu úrslitakeppni sög- unnar í NBA-körfuboltanum á loftinu. Þú vissir vel að ég vakti allar nætur en þú gerðir enga at- hugasemd við það. Eftir að þú fluttir á Miðvanginn þá fékk ég ófá símtölin frá þér og ég man hvað það gladdi mig. Það gladdi mig að geta hjálpað þér með sjónvarpið, rúðuþrif eða hvað sem var. Þar var komin ástæða fyrir heimsókn og við sátum oft og ræddum málin, börnin og Haukana sem þú fylgdist svo vel með. Þú kvaddir í miðri fermingu sem leiðir hugann að fermingar- gjöf ykkar til mín. Þið gáfuð mér pening til að fjárfesta skynsam- lega. Ég fjárfesti í kassagítar sem átti eftir að hafa töluverð áhrif á mitt lífshlaup síðar meir. Ég man að þér þótti það ekki merkileg fjárfesting en við vor- um sammála um að vera ósam- mála þar. Elsku Klara amma. Ég mun lesa lengri útgáfuna af þessu bréfi fyrir þig í einrúmi fljótlega. Ég er ævinlega þakklátur fyrir stundir okkar saman og að fá að vera hluti af þinni arfleifð sem stórfjölskyldan okkar er. Hvíldu í friði og knúsaðu afa frá mér. Kveðja. Þinn Haraldur yngri. Elsku Klara amma er dáin, södd lífdaga og hefur vonandi hitt Halla afa eftir 27 ára aðskiln- að, eða því vil ég trúa. Samband þeirra var fallegt og að fá að eiga þau að á Hverfisgötunni í Hafn- arfirði var álíka fagurt fyrir okk- ur barnabörnin, sem vorum tíðir gestir. Hjá þeim fann maður mýkt, hlýju og fegurð í öllu. Sem barn naut ég þess að vera hjá þeim, þar sem margt var í boði sem varla þekktist annars staðar. Afi hafði komið upp rólu uppi á lofti, amma leyfði enda- laust sull í eldhúsinu með hveiti og vatn, garðurinn með rifsberja- trénu, vitanum, hraunbrúninni og hellinum þar sem villikettir gátu fundið hita, allt minningar sem ylja svo vel í dag. Sem ung- lingur naut ég þess að tala við ömmu, oft um efni sem ég vissi að við vorum mjög ósammála um. Hún kunni því illa að ég spilaði fótbolta, það færi ekki vel með kvenmannsfætur og lagði mikið upp úr kvenleika, eitthvað sem var mér algjörlega framandi sem unglingsstúlku. Mögulega ræddi ég þetta óþarflega oft við hana – mér fannst bara svo áhugavert hvernig tíminn hafði breyst, amma stóð föst á sínu, en brosti þegar hún sagði þetta og var blíð. Sem fullorðið eintak og orðin mamma sjálf sagði hún við mig að það væri svo gott að upplifa hvað hjartað gæti endalaust stækkað með hverju barni og um leið komu tár á kinnar hennar. Það hef ég erft eftir Klöru ömmu – tárin eiga jafn greiða leið hjá mér. Amma fæddist og ólst upp í torfbæ í Helgafellssveit – það eitt finnst mér stórmerkilegt. Henni þótti það ekki jafn merkilegt og hafði orð á því við mig eitt sinn að það hvarflaði að sér að hún hefði fæðst á vitlausum stað. Hún lagði mikið upp úr fegurð í kringum sig, var húsmæðraskólagengin og eftir hana liggja vöggukjólar, sængurver og koddar sem hún saumaði og bróderaði af mikilli list. Blúndudúkar, nýstraujuð sængurver, fallegt stell og meira að segja flatkökur með hangi- kjöti urðu fallegar í meðferð ömmu. Við hlógum stundum að þessu, en í dag sé ég betur hvað þetta skipti hana miklu máli, þetta hafði ekkert með íburð að gera, bara fegurð. Eitt af því síð- asta sem hún sagði við mig áður en hún dó, og þá var hún hætt að þekkja mig, var að ég væri nú sæt en frekar illa greidd. Áhersl- an á fegurð hvarf aldrei þó að allt hitt væri farið. Elsku amma, ég þakka þér af öllu mínu hjarta fyrir alúð í æsku, ást og umhyggju, alltaf, líka þegar við ræddum fótbolta eða handbolta og vorum ekki sammála, það var líka fallegt. Þín Borghildur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.