Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 8
Ljósmynd/ Ómar Óskarsson Mótmæli Fjöldi fólks á öllum aldri var mættur til að láta skoðun sína í ljós. Fjöldi þekktra Íslendinga lagði leið sína á fjölmenn mótmæli við Austur- völl í Reykjavík á laugardag. Reykjavíkurdætur hituðu upp fyrir mótmælin, Rebecca Scott Lord fór með gamanmál og Brynja Hjálms- dóttir flutti ljóð. Mótmælt var í fjórða skipti vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en mótmælin báru yfirskriftina „Burt með Bjarna og spillinguna“. Við Ráðhústorgið á Akureyri var einnig staðið að mótmælum. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona ávarpaði mótmælendur og Hundur í óskilum lokaði dagskránni með nokkrum lögum. Stjörnum prýdd mótmæli Fleiri þekkt nöfn voru meðal mót- mælenda. Þar má nefna tónlistar- konuna Sölku Sól Eyfeld, leikarann Þröst Leó Gunnarson og Alexöndru Briem, forseta borgarstjórnar. Mót- mælendur fengu fallegt veður og seldir voru stuttermabolir í tjaldi, skreyttir með kennimerki Íslands- banka. Mótmæltu banka- sölunni í fjórða sinn 8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022 295 Vinnuvettlingar PU-Flex Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Glærir ruslapoka Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk 1.995 Strákústar mikið úrval Öflug stungu- skófla Garðverkfæri í miklu úrvali Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar hjólbörur með 100 kg burðargetu 999Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295 Úðabrúsar í mörgum stærðum frá 995 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fös. kl. 9-18, lau. kl. 10-17, sun. kl. 12-16 Garðslöngur í miklu úrvali Hrífur Greinaklippur frá 585 Burstar framan á borvél 3 stk. Mikið úrval af garðstömpum Fötur í miklu úrvali frá1.495 Laufhrífur Sundabraut er samgöngubót sem núverandi meirihluti í Reykja- vík segist styðja, en verkin benda til annars. Hann komst meira að segja upp með að gera „samgöngu- sáttmála“ við ríki og önnur sveit- arfélög þar sem þessi framkvæmd var óútfærð og í auka- hlutverki og engin vissa er fyrir að af henni verði, nema þá helst með því að ríkið fallist á að fara mun dýrari leiði en ástæða er til vegna skipulagsákvarðana meirihlutans í Reykjavík. Sigurður Már Jónsson blaðamaður víkur að þessu í pistli á mbl.is og bendir þar á að borgin hafnaði ódýrasta kost- inum við lagningu brautarinnar með því að byggja í Vogabyggð þannig að ekki er fært fyrir Sunda- braut þar. - - - Hann segir að enn séu borgar- yfirvöld að skipuleggja þvert á þarfir Sundabrautar, „eins og sést þegar vegastæði Sundabrautar er skoðað uppi í Gufunesi. Látum vera þó að smáhýsi fyrir útigangsfólk sé reist beint ofan í vegastæðið (þar býr hvort sem er enginn). Verra er að nú eru að rísa varanleg fjölbýlis- hús í Gufunesi sem eru óþægilega nálægt vegastæðinu. Kunnugir menn segja að ef vegastæði Sunda- brautar verði fært þar til austurs kalli það á mikla aukavinnu og aukakostnað við að vinna veginn of- an í klappir og hæðir til að ná veg- inum eins beinum og öruggum og hægt er. Hver á að bera aukakostn- að af því?“ - - - Rétt fyrir kosningar tala flestir sem í framboði eru um að þeir vilji samgöngubætur, jafnvel meiri- hlutaflokkarnir í Reykjavík sem bera ábyrgð á umferðarhnútunum þar. Kjósendur ættu frekar að horfa til þess sem verkin segja um vilja framboða. Verkin tala STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Ég var að verja Íslandsmeistaratit- ilinn, svo þetta var aukin pressa að standa sig aftur,“ segir stór- meistarinn Hjörvar Steinn Grét- arsson (2542) sem er nýkrýndur Ís- landsmeistari í annað sinn. Vann í næstsíðustu umferð Ljóst var að Hjörvar Steinn ynni mótið strax í næstsíðustu umferð þegar hann vann sannfærandi sigur á Vigni Vatnari Stefánssyni (2501) á laugardag. Í lokaumferð mótsins tefldi Hjörvar Steinn á móti Hilmi Frey Heimissyni (2321) og sigraði og endar því mótið með 7 ½ vinning af 9 mögulegum. Þáttaskil í þriðju umferð „Ég byrjaði hægt á mótinu en eft- ir það féllu hlutirnir bara með mér,“ segir Hjörvar Steinn. Þriðja umferð mótsins var æsispennandi en þar mættust Hjörvar Steinn og Hannes Hlífar Stefánsson (2534) og segir Hjörvar Steinn að sigur í þeirri skák hafi valdið þáttaskilum í mótinu. Hannes Hlífar deilir 2.-3. sætinu með Héðni Steingrímssyni. Hjörvar Steinn segir að það sé alltaf svolítið sérstakt að tefla á heimamótum því allir keppendur séu góðir vinir og þekki stíl hver annars út og inn. „En ég er bara nokkuð ánægður með sjálfan mig eftir þetta mót,“ segir hann að lokum. Hjörvar Steinn Íslandsmeistari 2022 - Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson deila 2.-3. sætinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íslandsmeistari Hjörvar Steinn Grétarsson varði titil sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.