Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER. U S A TO D AY 92% 89% 92% 72% Total Film Radio Times Colin Firth – Matthew Macfadyen – Kelly Macdonald THE LEGACY CONTINUES E kki vantar morðin og annað ofbeldi í spennusöguna Við skulum ekki vaka eftir Heine Bakkeid en glæp- irnir eru ekki bara svartir og hvítir heldur liggur ýmislegt annað í litróf- inu að baki. Fyrir bragðið er þetta ekki aðeins sakamálasaga heldur greinir hún frá ákveðnu uppgjöri og varpar ljósi á hvað sjálfhverfur ein- staklingur getur skemmt mikið fyrir sér og öðrum. Ákveðinn hópur mótmælenda finnur sér gjarnan eitthvað til að mótmæla. Hernaðarandstæð- ingar mótmæltu heræfingum á dög- unum og leituðu að kræklingi í Hval- firði. Það gæti orðið yrkisefni einhvers höfundar síðar meir. Nátt- úruverndarsinnar mótmæltu Kára- hnjúkavirkjun og stóriðju með heldur meiri látum á sínum tíma og Heine Bakkeid setur mótmælin í búning og tengir við líðandi stundu eins helsta forsprakkans. Umhverfissinninn Úlf- ur verður að nokkurs konar trúar- leiðtoga í umfjölluninni, manni sem aðrir fylgja í blindni, þegar sagan er rifjuð upp, en frásögnin leiðir í ljós að þar fer úlfur í sauðargæru. Börn hans flúðu frá honum með móður sinni til Noregs á sínum tíma, saga þeirra kemur æ betur í ljós og krabbameins- sjúki faðirinn sér ekki aðeins fram á endalok sín vegna meinsins heldur þarf að horfast í augu við sannleikann í heimsókn systkinanna til landsins. Liz og Thorkild Aske eru ekki að- eins á Íslandi til þess að hitta og kveðja föður sinn heldur vilja þau fá svör við ýmsu, sem reynist þrautin þyngri. Sumu er ekki hægt að svara, öðru má ekki svara og svo er ýmislegt sem þolir ekki dagsljósið. Lygin vefur utan á sig og þegar svo er komið verður allt erfiðara, jafnvel hættu- legra. Sagan er skemmtilega uppbyggð. Margir lausir endar dreifast um land- ið en þótt Thorkild sé ekki endilega barnanna bestur gefst hann ekki upp í leitinni að sannleikanum, sem verð- ur stöðugt sársaukafyllri eftir því sem á líður frásögnina. Ljósmynd/Harriet M. Olsen Norðmaður „Ekki vantar morðin og annað ofbeldi“ í spennusögu Bakkeid. Spennusaga Við skulum ekki vaka bbbbn Eftir Heine Bakkeid. Magnús Þór Hafsteinsson íslenskaði. Ugla 2022. Kilja. 447 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Hulinn heimur lyga og skemmdarverka »Kvartett djassbassa- leikarans Þorgríms Jónssonar kom fram á síðustu tónleikum Jazz- klúbbsins Múlans í Flóa í Hörpu. Gestir á tón- leikum klúbbsins, sem kenndur er við Jón Múla Árnason, voru á ýmsum aldri; fullorðnir djassgeggjarar jafnt sem nemendur á grunn- skólaaldri. Kvartett Þorgríms bassaleikara djassaði í Múlanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvartettinn Tómas Jónsson, Þorgrímur Jónsson, Magnús Trygvason Elíassen og Rögnvaldur Borgþórsson. Skot Ljósmyndari Morgunblaðsins var ekki einn um að ljósmynda tónlistarmennina fjóra á sviðinu í Hörpu. Fjölskyldutónleikar Þótt gestir í Múlanum séu oft sjóaðir í djassfræðum og sögu, þá eru yngri gestir einnig velkomnir og kunna oft líka vel að meta. Fjölhæfur Tómas Jónsson hefur verið kallaður „alls- konar“-leikari en ýmis hljómborð eru sérsvið hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.