Morgunblaðið - 02.05.2022, Side 16

Morgunblaðið - 02.05.2022, Side 16
Happdrætti DAS, Dval- arheimilis aldr- aðra sjómanna, hefur í gegnum síðustu tæpa sjö áratugi verið sannkallaður happadráttur fyr- ir Sjómannadags- ráð sem m.a. ann- ast rekstur hjúkrunarheimila Hrafnistu og ýmsa aðra þjón- ustu við aldrað fólk. Til við- bótar við þá milljarða sem happdrættið hefur skilað heppnum vinningshöfum sín- um allar götur frá stofnun þess árið 1954 má gera ráð fyrir að framlag þess til reksturs Sjó- mannadagsráðs nemi á núvirði um sjö milljörðum króna. Það munar svo sannarlega um minna í rekstrinum og góðu fréttirnar að auki þær að þjóðin öll nýtur góðs af í því eilífð- arverkefni sínu að tryggja öldr- uðum áhyggjulaust ævikvöld. Þessir fjármunir væru ekki til án þess stóra hóps mið- akaupenda sem í hverjum mánuði freistar gæfunnar annars vegar og leggur hins vegar sitt dýrmæta lóð á vog- arskálar íslenskrar öldr- unarþjónustu. Nýtt happ- drættisár DAS hefst þann 10. maí og að venju verður dregið alla fimmtudaga, sem hjá okk- ur hafa því fengið viðurnefnið „DAS-dagarnir“. Fimm sinn- um á ári er dregið um heilar 40 milljónir króna á svokallaða tvöfalda miða og tæplega fimmtíu sinnum um vinninga sem ýmist eru upp á 4 eða 8 milljónir króna. Minnstu vinn- ingar eru 30 þúsund krónur á tvöfaldan miða. Áætlaður heildarfjöldi vinninga verður um 53.000 á samanlegt 80.000 útgefna miða. Það eru því góð- ar vinningslíkur fyrir þá sem spila með – reyndar þær mestu í bæði íslenskum og er- lendum happdrættum sem draga vikulega. Það ríkti að venju mikill stór- hugur hjá sjómönnum þegar þeir hleyptu happdrættinu af stokkunum árið 1954. Allir út- gefnir miðar fyrsta happdrætt- isársins seldust upp. Ekkert lát hefur síðan verið á velvild þjóð- arinnar í garð tilgangs happ- drættisins og um leið tækifær- inu til þess að detta í lukkupottinn. Frá upphafi hafa um 26 milljarðar króna verið greiddir út til vinningshafa, um átta milljarðar til SDR og Hrafnistuheimilanna og tæplega milljarður í gegnum sérstakar tíma- bundnar skattgreiðslur stjórnvalda sem ráð- stafað var til bygginga og reksturs hjúkr- unarheimila fyrir aldr- aða víða um land. Sjómannadagsráð hefur alla tíð þegið af- raksturinn með þökk- um. Það er eindregin sannfæring þorra fé- lagsvísindasamfélags- ins, bæði hérlendis og erlendis, að flokkahappdrætti af þessu tagi séu heilbrigð fjáröflun sem á engan hátt næri eða sefi fíkn þeirra sem ánetjast fjárhættuspilum af alls kyns tagi. Það skiptir okk- ur miklu máli að starfsemin sé í senn ærlegur lukkupottur og liðveisla sem mikið munar um. Og sem fyrr eru verkefnin fyrir tekjur af happdrættinu ærin. Öldrunarþjónusta Sjó- mannadagsráðs er í dag rekin á 96 þúsund fermetrum í fimm sveitarfélögum Við veitum um 800 íbúum skjól á hjúkr- unarheimilum okkar, þjón- ustum um 350 aðra íbúa í leiguíbúðum SDR og að auki mikinn fjölda fólks í eigin íbúð- um í nágrenni þjónustukjarn- anna. Félagið veitir um 1.700 manns atvinnu og veltir u.þ.b. 13 milljörðum króna á ári. Framundan eru að venju fjöl- mörg fjárfrek verkefni í við- haldi fasteigna og nýbygg- ingum. Á því sviði munar mikið um framlag happdrætt- isins. Og þar af leiðandi þitt. Happdrættið er happadráttur Eftir Aríel Pétursson og Sigurð Ágúst Sigurðsson Ariel Pétursson Aríel er formaður Sjómannadags- ráðs. Sigurður Ágúst er forstjóri Happdrættis DAS. ariel@sjomannadagsrad.is, sigagsig@das.is » Það skiptir okk- ur miklu máli að starfsemin sé í senn ærlegur lukkupott- ur og liðveisla sem mikið munar um. Sigurður Ágúst Sigurðsson 16 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022 ✝ Hákon Valdi- marsson fædd- ist á Búðum í Fá- skrúðsfirði 16. ágúst 1940. Hann lést á Líknardeild Landsspítalans í Kópavogi 19. apríl 2022. Foreldrar Há- konar voru Valdi- mar Lúðvíksson, fæddur í Hafn- arnesi í Fáskrúðsfirði 1. ágúst 1894, og Guðlaug Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir, fædd á prest- setrinu Berufirði 28. janúar 1907. Hákon var tíunda barn foreldra sinna. Systkini Há- konar eru Alla (Sigurbjörg Har- aldína), f. 1925, Ingi (Lúðvík Ingibjörn), f. 1926, Heiðrún Hulda, f. 1927, Bjarnþór, f. 1929, Þóra, f. 1931, Sigfríð, f. 1933, Ágúst Már, f. 1936, Ásta, f. 1937, og Viðar, f. 1939. Öll eru þau lát- in nema Þóra. Hákon giftist Gróu Jónu Guð- jónsdóttur, sjúkraliða þann 20. júlí 1968 og nutu þau samvista þangað til Gróa lést þann 1. mars 2017. Dóttir Hákonar og Gróu er Guðlaug Katrín Há- konardóttir, líffræðingur, f. 16. október 1987. Eiginmaður henn- ar er Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur, f. 3. nóvember 1986. Synir þeirra eru Davíð Mikael Daðason, f. 13. febrúar 2016, og Hugi Fannar Daðason, f. 6. maí 2018. Árið 1956 fór Hákon í undirbún- ingsdeild fyrir iðn- skóla (sem var í Flensborg) og árið 1957 fór hann í Iðn- skólann í Hafn- arfirði og lauk námi frá honum ár- ið 1960. Þegar Há- kon var búinn með fyrstu tvo bekki iðnskólans hóf hann nám í húsasmíði sem hann lauk árið 1963, tók sveinsprófið um haustið og fékk sveinsbréfið 30. nóvember 1963. Í framhaldi af því vann hann við húsasmíðar og bátasmíðar í Bátalóni næstu 3-4 árin og fór þá veturinn 1966- 1967 í Meistaraskóla, sem þá var nýsettur á laggirnar og lauk því námi vorið 1967. Þá var hann kominn með næga starfsreynslu til að öðlast meistararéttindi og fékk meistarabréfið útgefið 22. febrúar 1974. Árið 1967 fluttu Hákon og Gróa á Höfn í Hornafirði og bjuggu þar til ársins 2012, þá fluttu þau til Hafnarfjarðar í Breiðvanginn. Á Höfn starfaði Hákon við smíðar í um 20 ár en eftir það gerðist hann bygging- arfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar og sinnti hann því starfi í um 28 ár. Hann lét af störfum árið 2010. Útför Hákonar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 2. maí 2022, klukkan 11. Það mun taka mig dágóðan tíma að átta mig á því að elsku pabbi minn sé fallinn frá. Frá því að hann lést hef ég nokkrum sinn- um staðið mig að því að ætla að taka upp símann og hringja í hann til þess að spyrja hvernig hann hafi það eða segja honum fréttir af afastrákunum. Pabbi minn var yndislegur maður og höfum við alltaf átt ein- stakt samband. Í æsku man ég eftir hversu mikinn tíma hann gaf sér í að leika við mig, fór með mig í fjöruferðir, gönguferðir og smíðaði handa mér stóran kofa sem stóð í garðinum í Hlíðar- túninu á Höfn. Eftir að ég fluttist frá Höfn til Reykjavíkur árið 2003 vorum við í góðu sambandi og flaug ég oft til Hafnar til að heimsækja pabba. Árið 2012 fluttu foreldrar mínir til Hafnarfjarðar en sama ár fluttum við Daði til Vancouver. Það má því segja að ég hafi ekki búið aftur á sama stað og pabbi fyrr en árið 2016 að við fjölskyld- an fluttumst til Íslands. Við vor- um þó dugleg að halda sambandi við foreldra mína með myndsím- tölum og með tölvupóstum. Einn- ig komu foreldrar mínir tvisvar sinnum í heimsókn til Vancouver sem var yndislegur tími og var virkilega gaman að sýna þeim borgina. Eftir að við Daði fluttum heim til Íslands bjuggum við hjá foreldrum mínum í Hafnarfirði í ár og var það góður tími. Þá gat pabbi fylgst vel með litla afa- stráknum sínum, honum Davíð Mikael. Mamma lést eftir erfiða bar- áttu við krabbamein fyrir fimm árum og var það pabba mikið áfall. Þau nutu samvista í nánast 50 ár en náðu því miður ekki að halda upp á gullbrúðkaupsafmæl- ið. Við Daði og strákarnir höfum átt góðan tíma með pabba und- anfarin ár og skipta símtölin á milli okkar mörg hundruðum. Mér er sérstaklega minnisstætt hversu mörg handtök pabbi gerði í íbúðinni sem við Daði keyptum okkur, enda húsasmiður með ára- tuga reynslu. Þegar við fluttum inn byrjaði hann á að veggfesta öll húsgögn svo litli afastrákurinn færi sér ekki að voða. Svo var spaslað, málað, myndir hengdar á veggi o.s.frv. Pabbi var alltaf svo barngóður og átti yndislegt samband við afa- strákana sína. Ég er svo þakklát fyrir að pabbi hafi fengið að kynnast bæði Davíð Mikael og Huga Fannari. Davíð Mikael var sérstaklega hrifinn af afa og bað hann oft um að fá að fara einn í heimsókn til afa Hákonar þar sem hann var viss um að fá óskipta athygli. Þá sátu þeir sam- an að leysa þrautir í Barna- blaðinu, spila á spil, spjalla eða jafnvel smíða báta í kjallaranum. Pabbi hefur alltaf verið ein- staklega viðræðugóður og það var alltaf virkilega gaman að tala við hann. Mikið mun ég sakna þess að geta ekki spjallað við hann lengur um allt milli himins og jarðar. Pabbi var einnig með einstakt skopskyn og alltaf tilbú- inn til að slá á létta strengi. Meira segja eftir að hann lagðist fár- veikur inn á Líknardeildina var hann enn að koma okkur aðstand- endum til að hlæja og brosa með sínum einstaka húmor. Ég mun sakna pabba sárt alla ævi en ylja mér við allar yndis- legu minningarnar sem að ég á nóg af. Minningin um hann er ljós í lífi okkar Daða og afastrákana. Guðlaug Katrín Hákonardóttir. Það eru rétt rúm tvö ár síðan leiðir mömmu og Hákonar lágu saman í vinskap sem var þeim báðum svo dýrmætur. Bæði höfðu þau áður misst stóru ástina í sínu lífi og því einstaklega fal- legt að sjá vinskap þeirra þróast með tilheyrandi daðri, flissi og gagnkvæmri væntumþykju. Konni varð strax partur af fjöl- skyldunni okkar og þótti okkur sérstaklega vænt um hvað föður- fjölskyldan mín tók honum af heilum hug og mætti hann með mömmu hvort sem var í heim- sóknir, veislur eða ættarmót. Hann var skemmtilegur maður, bráðskýr og stutt í galsann og stoltur af sínu fólki sem hann tal- aði alltaf svo vel um. Vinskapur hans og mömmu var einlægur og svo velkominn á tímum óvenju- legs ástands í þjóðfélaginu. Fyrir það erum við systur og fjölskyld- ur ævinlega þakklátar. Katrínu og fjölskyldu, mömmu og öðrum aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guðbjörg Magnúsdóttir. Það var fyrir tveimur og hálfu ári sem fundum okkar Hákonar Valdimarssonar bar saman. Við hittumst fyrst í afmælisveislum systur minnar og mágs en þeir voru gamlir skólabræður og miklir vinir alla tíð. Stuttu seinna ákváðu þau þrjú ásamt öðrum vinahjónum að fara út að borða saman. Hákon langaði að bjóða mér með og bað systur mína að hafa samband við mig og spyrja hvort ég vildi slá til. Ég þáði boðið og áttum við skemmtilegt kvöld saman. Upp frá þessu fórum við Konni, eins og hann var kallaður, að hittast oftar og urðum við mjög góðir vinir. Í spjalli okkar gátum við tengt saman margt fólk sem við þekktum bæði. Við áttum líka ýmislegt sameiginlegt, sama tónlistarsmekk, höfðum bæði sungið í kór og hlustuðum á sömu tónlistarþættina og sung- um gjarnan með. Þá höfðum við bæði gaman af að spila og ósjald- an var tekið í spil. Hann var bæði glettinn og bráðskemmtilegur og höfðum við bæði svipaðan húmor. Það fuku mörg gullkornin frá honum. Einnig fórum við saman í göngutúra og við ferðuðumst um landið og nutum samverunnar. Ég vil líka nefna að hann var sér- lega handlaginn og hjálplegur við ýmislegt sem þurfti lagfæringar við á heimili mínu. Ég vil þakka Katrínu og fjöl- skyldu fyrir vináttu og hlýju í minn garð og votta þeim og öðr- um aðstandendum mína dýpstu samúð. Takk fyrir hjartahlýja sam- fylgd, elsku Konni minn. Hvíl í friði. Ríkey Einarsdóttir. Grallarinn okkar og þúsund- þjalasmiðurinn Hákon, eða Konni eins og við kölluðum hann, er fallinn frá. Konni smíðaði marglitar hurð- ir, fuglahús og sófaborð og teikn- aði alltaf flottustu myndirnar í minningabækurnar. Hann kenndi mér á klukku og hann kenndi mér líka að borða hákarl. Ég trúði öllu sem hann sagði og ég trúði því að hann drykki heila flösku af lýsi á hverjum morgni. Það er tvennt sem ég man eftir að hafi verið fastur liður eftir kvöldmat í mínum barndómi. Annað var þáttur af Tomma og Jenna og hitt var gönguferð yfir til Konna og Gróu. Í þeim heim- sóknum var ég alltaf velkomin og alltaf gáfu þau sér tíma til að spjalla eða spila við mig. Við spil- uðum yatsy eða bara Ólsen Ólsen. Seinna fór ég yfir til að leika við Katrínu sem var alltaf ánægju- legt. Við systkinin vorum heima- gangar í Hlíðartúni 31 frá því við munum fyrst eftir okkur. Þar fengum við að prófa ýmislegt sem tíðkaðist ekki á okkar heimili, eins og að skera út laufabrauð og borða nýbakaðar kleinur. Eitt sinn þegar ég rölti yfir var verið að baka flatbrauð á eldi. Var það besta flatbrauð sem ég hef nokk- urn tíma smakkað. Ég minnist líka ótal dagsferða, meðal annars þar sem ég fékk að tína krækling og var kennt að veiða á veiðistöng. Seinna urðu ferðir í Lónið algengar en þá fékk ég stundum að fara með í vinnu- ferðir þar sem gist var í hjólhýsi á lóðinni við sumarbústaðinn, sem var í byggingu. Hjá Konna og Gróu áttum við, svo gott sem okkar annað heimili í æsku og þegar við uxum úr grasi óx vináttan með okkur. Konni var því alla tíð vinur okkar og fjöl- skylda og við erum þakklát fyrir samfylgdina og allar minningarn- ar sem við eigum um þennan góða og skemmtilega mann, sem kunni á svo einstakan hátt, að leika sér allt lífið. Hildur, Garðar og Sigrún Birnisbörn. Hákon Valdimarsson Á Íslandi sker- um við okkur úr hvað viðkemur fjölbreytni í skólastarfi. Ef við berum okkur saman við hinar Norðurlanda- þjóðirnar er hlut- fall sjálfstætt starfandi skóla langlægst hér á landi. Árið 2020 voru nem- endur sjálfstætt starfandi skóla einungis 2,4% nemenda í grunnskólum á landsvísu en ef litið er til Danmerkur telja nemendur sjálfstætt starfandi skóla 20% grunnskólanem- enda. Sjálfstætt starfandi skólar eru mikilvægir þegar kemur að fjölbreytni kennslu- og námshátta og eiga það sameiginlegt að vera stofnaðir með bjartsýni og löngun til að gera nærsamfélagið betra. Hið opinbera þarf að búa til rými fyrir fjölbreytta kosti fyrir börn með því að styðja þétt við bakið á sjálfstætt starfandi skólum. Sjálfstætt starfandi skólar starfa eftir aðalnámskrá en að auki nýta þessir skólar vel það svigrúm sem stendur til boða. Sveigjanleikinn felst bæði í áherslu á þau fög sem kennd eru en ekki síður í þeim kennsluaðferðum sem skól- arnir notast við. Þessir skólar eru því um margt mjög ólíkir hefðbundnum skólum sem eru á vegum borgarinnar. Börn eru jafn ólík og þau eru mörg, því höfða ólíkar kennsluaðferðir til ólíkra barna og er því mik- ilvægt að þau geti notið sín í því náms- umhverfi sem þeim hentar. Landakots- skóli er dæmi um sjálfstætt starfandi skóla sem hefur farið vel með þann sveigjanleika sem rekstr- arformið býður upp á. Skólinn kennir eftir leiðsagnarmati, í skólanum er alþjóðleg deild sem kennir eftir alþjóðlegri námskrá og er mikil áhersla lögð á tungumálanám en nem- endur læra frönsku til jafns við ensku strax í fimm ára bekk. Skólinn ver fleiri kennslustundum í list- og verkgreinar en aðalnámskrá gerir kröfur um og hefur skól- inn reynst gott athvarf fyrir nemendur sem finna sig ekki í skólum á vegum borgarinnar. Gefum börnum tækifæri Ef við lítum til þeirra val- kosta sem reykvísk börn hafa þegar kemur að menntun á grunnskólastigi stendur þeim annars vegar til boða að sækja skóla rekinn af borginni og hins vegar sjálfstætt starf- andi skóla. Borgin greiðir með hverju barni sem sækir sjálf- stætt starfandi skóla, en lætur einungis 75% af því fjármagni sem hún borgar með hverju barni í sínum skólum fylgja því. Þessi 25% þurfa skólarnir því sjálfir að brúa og er það gert með þar til gerðum skólagjöldum sem við þekkj- um ekki í skólum reknum af borginni. Það er ógerlegt að hafa skólagjöldin það há að þau nái að dekka þessi 25% og er því gríðarleg krafa um hag- kvæmari rekstur þar sem skólagjöld dekka a.m.k. 15% kostnaðar. Við í Viðreisn ætlum að gæta sanngirni þegar kemur að valkostum og tækifærum barna. Börn eiga að njóta val- kosta. Liður í því yrði að greiða 100% með hverju barni gegn því að skólinn gangist við því að rukka ekki skóla- gjöld. 100% fjármagn þyrfti að miða að stærð skólans enda líta sveitarfélög til þess við fjármögnun eigin skóla. Þannig skapast tækifæri fyrir öll börn að sækja nám eftir hentugleika óháð fjöl- skylduaðstæðum. Barn á að geta sótt skóla rekna af borg- inni eða sjálfstætt starfandi skóla eftir því hvar barninu líður best og er fjármagn sem fylgir barni liður í því. Við vilj- um að fjölskyldur og börn hafi meira val. Valfrelsi fyrir börnin Eftir Erling Sigvaldason »Viðreisn vill greiða 100% með hverju barni gegn því að skólinn rukki ekki skólagjöld. Erlingur Sigvaldason Höfundur er kennaranemi og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. erlingur@landakotsskoli.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.