Morgunblaðið - 10.05.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.05.2022, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022 ✝ Sigríður Krist- jánsdóttir hús- mæðrakennari fæddist á Héðins- höfða 7. október 1925. Hún lést á Hrafnistu Laug- arási 21. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Kristján Júlíus Jóhann- esson, f. 1883, d. 1938, og Anna Sig- ríður Einarsdóttir, f. 1887, d. 1925. Systkini Sigríðar, börn Kristjáns, voru Andrés, f. 1915, d. 1990, Sören, f. 1917, d. 1926, Sveinbjörg, f. 1919, d. 1994, Snæbjörn, albróðir, f. 1924, d. 2021, og Karl, f. 1937, d. 1995. Fósturforeldrar Sigríðar voru Egill Þorláksson barnakennari, f. 1886, d. 1966, og Aðalbjörg Pálsdóttir, f. 1891, d. 1970. Sonur Sigríðar og Hreins Benediktssonar málfræðings er 1) Egill Benedikt, verkfræð- ingur og tónlistarmaður, f. 1947, maki Áslaug Ásgeirs- dóttir. Börn Egils og fyrri maka, Ernu Guðrúnar Árna- dóttur, eru a) Arndís Hrönn, f. 1969, maki Eiríkur Stephensen, dóttir Úlfhildur Júlía f. 2009, b) Hrafnkell Orri, f. 1974, maki Rakel Edda Guðmundsdóttir, dætur Auður Sóley, f. 2018, og Bergdís Eir, f. 2020, c) Egill Högni, f. 1979, d. 1984, d) Högni, Örn, f. 1985, c) Sigríður Björg, f. 1992. 4) Gunnlaugur arkitekt, f. 1962, maki Sólveig Jóhann- esdóttir, börn Gunnlaugs og fyrri maka, Helgu Jónsdóttur, eru a) Kári, f. 1992, maki Teresa Alma Sigfúsdóttir, dóttir Móeið- ur Lambda, f. 2022, b) Lára, f. 1996, maki Ágúst Hafþórsson. 5) Áslaug líffræðingur, f. 1968, maki Þórir Magnússon, börn þeirra eru a) Margrét Vala, f. 1998, b) Jónas Ingi, f. 2002. Sigríður ólst upp á Húsavík til 13 ára aldurs og síðan á Ak- ureyri. Hún varð stúdent frá MA 1946, stundaði nám í HÍ 1948-49 og í Húsmæðrakennaraskóla Ís- lands 1948-50 og lauk kennara- prófi þaðan 1950. Hún stundaði framhaldsnám í hússtjórnar- fræðum við Árósaháskóla 1952- 53 og nám í íslenskum bók- menntum við HÍ 1979-85 og lauk BA-prófi þaðan 1986. Sigríður var stundakennari við ýmsa skóla á árunum 1947- 75, Gagnfræðaskóla Akureyrar, Kennaraskólann, Hjúkrunar- skólann, Fóstruskólann og Þroskaþjálfaskólann. Hún vann á Leiðbeiningastöð húsmæðra 1963-66 og 1980-89. Sigríður prófarkalas ýmsar bækur, þýddi bókina „Í auðnum Alaska“ og las hana í útvarpið 1967. Hún sat í ritnefnd Húsfreyjunnar 1956-78, var ritstjóri 1971-78, skrifaði og þýddi greinar í blað- ið, skrifaði ýmis leiðbeiningarit fyrir Kvenfélagasamband Ís- lands og var gjaldkeri þess 1980-87. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 10. maí 2022, klukkan 13. f. 1985, maki Snæ- fríður Ingvars- dóttir, e) Andri, f. 1985, maki Rakel Adolphsdóttir, dæt- ur Málfríður, f. 2015, og Hallveig, f. 2019. Börn Ás- laugar eru Rakel, f. 1970, Sturla, f. 1976, Tinna, f. 1978, og Hrafn, f. 1987. Hinn 8. júní 1957 giftist Sig- ríður Jónasi Kristjánssyni hand- ritafræðingi, síðar forstöðu- manni Árnastofnunar, f. 1924, d. 2014. Börn þeirra eru: 2) Krist- ján stærðfræðingur, f. 1958, maki Elín Guðbjörg Helgadótt- ir, börn þeirra eru a) Helgi, f. 1990, maki Alina Sarah Straa- rup-Jensen, b) Sigríður Kristín, f. 1994, maki Sturla Sigurð- arson, börn Elínar og stjúpbörn Kristjáns eru c) Júlíus Stígur Stephensen, f. 1979, maki Arn- heiður Bjarnadóttir, börn Þór- dís, f. 1999, Kári, f. 2005, og Styrmir, f. 2008, d) Saga Steph- ensen, f. 1982, maki Jóhannes Benediktsson. 3) Aðalbjörg, ís- lenskufræðingur og lífeinda- fræðingur, f. 1959, maki Helgi Árnason, börn þeirra eru a) Jón Árni, f. 1981, maki Ólöf Krist- jánsdóttir, synir Kristján Dag- ur, f. 2005, Emil Kári, f. 2010, og Helgi Tómas, f. 2015, b) Jónas Þegar ég kynntist tengdamóð- ur minni Sigríði Kristjánsdóttur fyrir rúmum 40 árum skynjaði ég fljótt að þar væri sannur kven- skörungur á ferð. Sigríður, eða Sigga eins og hún jafnan var nefnd, var húsmæðrakennari, virk í starfi Kvenfélagasam- bandsins og ritstjóri Húsfreyj- unnar í áratug. Í framhaldinu gerðist hún starfsmaður Leið- beiningastöðvar húsmæðra þar sem hún leysti úr fjölþættum vandamálum og veitti góð ráð þeim sem leituðu til hennar dag hvern. Síðar tók hún BA-próf í ís- lensku og vann við þýðingar og prófarkalestur. Hún var í eðli sínu kennari og var fram á síð- asta dag að leiðbeina og miðla af þekkingu sinni og visku. Sigríður var hamingjukona. Hún missti móður sína nokkurra mánaða gömul en var tekin í fóst- ur af einstökum heiðurshjónum á Húsavík, þar sem hún ólst upp við ást og umhyggju. Önnur gæfa í lífi hennar var að kynnast Jón- asi Kristjánssyni, sem síðar varð forstöðumaður Árnastofnunar, og með honum eignaðist hún fjögur börn. Í fjölskyldu þeirra hjóna Sigríðar og Jónasar var ég boðinn hjartanlega velkominn. Iðulega þegar við komum til þeirra á Sunnubraut eða Odda- götu voru þar fyrir fleiri gestir, frændfólk að norðan, vinir og kunningjar en einnig erlendir fræðimenn og íslenskunemend- ur. Heimili þeirra stóð öllum op- ið, og þar ríkti rausn og gestrisni og alltaf sjálfsagt mál að bæta við diskum á borðið. Þannig eignuð- ust þau hjón fjölda vina og kunn- ingja um allt land og víða um heim. Sigríður tengdamóðir mín andaðist á 97. aldursári 21. apríl en þann mánaðardag komu fyrstu íslensku handritin heim frá Kaupmannahöfn og voru af- hent íslensku þjóðinni til varð- veislu. Handritin og Árnastofnun tengdust náið lífi Sigríðar í gegn- um störf Jónasar. Þau hjón tóku iðulega á móti þjóðhöfðingjum og tignum gestum, áhugasömum fulltrúum þjóða sem vildu sjá þessa þjóðargersemi Íslendinga og hlýða á útskýringar Jónasar um efni þeirra og uppruna. Sig- ríður og Jónas fylgdu handritun- um á sýningar erlendis sem kall- aði á mikla ábyrgð en með Sigríði sér við hlið taldi Jónas öllu óhætt sem raunin varð. Ófá voru ferða- lög þeirra hjóna á sagnaþing og ráðstefnur og nutu þau þess mjög að ferðast saman innan lands og utan, skoða sögufræga staði og hitta góða og trausta vini. Í dag þegar Sigríður er borin til grafar, tæplega aldargömul, eru átta ár liðin frá því Jónas kvaddi. Bæði voru þau borin og barnfædd Þingeyingar og báru sterkar taugar til æskustöðv- anna. Börn þeirra og barnabörn nutu þess ríkulega að alast upp í nálægð við ömmu sína og afa sem töluðu íslensku allra best, og hlýða á sögur og fróðleik sem þau mundu svo vel. Barnabörnunum fannst ekki leiðinlegt að fá að gista hjá þeim og þiggja kjötboll- ur og annað góðgæti. Það hafa verið mér mikil forréttindi að fá að vera hluti af fjölskyldu Sigríð- ar og Jónasar allt frá fyrstu til síðustu kynna. Fullur þakklætis kveð ég mína kæru tengdamóð- ur. Minning fjölskyldunnar um mæta og sterka konu lifir. Helgi Árnason. Berjalyngið er ljúfast af öllum gróðri. Ekkert á grænni jörð jafnast á við blíðleik þess í fylgd með svefni sem hnígur rótt á hvarma barns að dagslokum síðla sumars. Þá liggur frá brjósti þess silfurþráður inn í sannhreinan sunnanblæ veraldar og ríki náttúrunnar er ríki ríkjanna, til grunna. Þetta fallega ljóð eftir Hannes Pétursson kom upp í hugann þegar ég settist niður til þess að minnast tengdamóður minnar, Sigríðar Kristjánsdóttur. Ég var nítján ára gömul þegar ég kom fyrst inn á heimili hennar og manns hennar Jónasar Krist- jánssonar. Þau bjuggu í stóru húsi við Sunnubraut í Kópavogi, húsið var fullt af ungum börnum og ég hafði aldrei komið í jafn- stóra stofu né séð svo stóra glugga sem sneru út á voginn. Ég var heilluð af útsýninu enda alin upp í Norðurmýrinni. Mér var vel tekið frá fyrstu stundu og ég man enn hve svikni hérinn, sem ég hafði aldrei heyrt nefndan fyrr, bragðaðist vel og varð síðar minn uppáhaldsmatur á því heimili. Hérinn var ekki bara ný- næmi heldur margur annar mat- ur enda húsmóðirin heimilis- fræðikennari. Og enginn straujaði ungbarnarúmfötin jafn- vel þegar að því kom. Á heimilinu var að sjálfsögðu margt rætt um bæði heima og geima, nám og starf og ógleymanlegar eru sögur Jónasar frá Kaupmannahöfn þegar verið var að skipta hand- ritunum. Á heimilinu var gest- kvæmt og stundum hafði ég á orði þegar heim var komið að þetta væri eins og á járnbraut- arstöð! Í boðum var oft farið í leiki og sungið og þá voru þau bæði í essinu sínu. Jónas var ljúf- ur maður og skemmtilegur en Sigríður hafði stjórn á öllu sam- an. Hún var hress, ákveðin og hafði sterkar skoðanir á mörgum hlutum og ég var ekki alltaf sátt við hana þegar ég var rúmlega tvítug og hún að segja mér til um heimilishald. En mér lærðist smám saman að þykja vænt um hana því að ég fann að hún meinti vel og þótti vænt um mig og börnin mín. Kannski má segja að ég hafi af alvöru lært að meta hana þegar við sonur hennar skildum því að þá fann ég að við þurftum báðar hvor á annarri að halda. Sigríður var Norðlending- ur og alin upp á Akureyri og það kom alltaf sérstök hlýja í röddina þegar hún talaði um bæinn og Þingeyjarsveit, Reykjadal þar sem bróðir hennar Snæbjörn og fjölskylda bjuggu og Mývatns- sveit. Þangað var auðvitað farið á hverju ári og tínd ber, bláber, og mikið af þeim. Hún hafði ein- hvern tímann á orði að mamma hennar hefði sagt að maður beygði sig nú ekki eftir öðru en aðalbláberjum! Ég stelpan þekki varla muninn enda Sunnlending- ur í húð og hár en sagan fannst mér fyndin. Sigríður og Jónas vildu allt fyrir mig og börnin mín gera þeg- ar leiðir okkar Egils skildi og ég mat hlýjuna og væntumþykjuna mikils. Ég vissi að ég gat alltaf leitað til þeirra ef á þurfti að halda. Fyrir allt þetta ber að þakka að leiðarlokum og ég kveð tengdó, eins og ég kallaði hana, með söknuði. Erna Árnadóttir. Ég kynntist Sigríði tengda- móður minni þegar ég var alltaf að flýta mér. Ég heilsaði bara snöggt, hafði engan tíma til að smakka á kjötsúpu eða bara slaka á og spjalla. Sigríður var ekkert að erfa þetta við mig. Ég kynntist henni betur þegar þau hjón dvöldu eitt haust í Jónshúsi og við bjuggum í Danmörku á sama tíma. Þetta var skemmti- legt haust, yndisleg samvera, skoðunarferðir og heimsóknir. Alltaf eitthvað spennandi á döf- inni. Sigríður og Jónas voru á heimavelli. Við ókum suður eftir Sjálandi, skoðuðum Möns Klint, heimsóttum vini þeirra sem tóku afskaplega vel á móti okkur. Dekruðu við okkur og sýndu okk- ur steingervinga. Öllum vinunum þótti greinilega mjög vænt um þau og við fengum að njóta þess. Eftirminnileg er fjallaferð sem við fórum í með Sigríði og Jónasi. Börnin okkar voru ung. Við fór- um norður Sprengisand, við leigðum stóran bíl svo það væri pláss fyrir alla. Það var sungið hástöfum, oft lög sem tengdust stöðunum sem ekið var um: Uppi á fjalli. Áfangar Jóns Helgason- ar. Þar sem háir hólar. Sagna- meistarinn Jónas fór á flug og Sigríður með sína stærðfræði- legu nákvæmni leiðrétti af og til. Þau voru svo frábær saman. Ferðinni var heitið í Herðubreið- arlindir og Öskju. Á bakaleið var komið við í Laugabrekku hjá Snæbirni og Helgu. Oftar en einu sinni. Alltaf stórkostlegar mót- tökur. Snæbjörn keyrði árla morguns á Mývatn til að ná í ný- veiddan silung fyrir ferðamenn. Helga var mikil húsfreyja og vin- kona Sigríðar. Síðasta sumar í covid-hléi gát- um við haldið smá kaffiboð. Sigga mín söng og Helgi spilaði, þetta varð töfrastund. Ég sá blik í aug- um Sigríðar og ég var svo þakk- lát fyrir að minningar vöknuðu. Sigríður og Jónas héldu marg- ar veislur. Það var alltaf pláss fyrir einn og tvo í viðbót og enn fleiri í boðunum þeirra. Sigríður listakokkur stóð fyrir veitingum. Gestirnir voru erlendir fræði- menn, Vestur-Íslendingar, ætt- ingjar, samstarfsmenn og auðvit- að fjölskyldan. Minnisstæð eru jólaboðin þar sem fjölskyldan mætti, rauðgrenitré úr Borgar- firði frá börnum Andrésar prýddi stofuna, kræsingar Sigríðar og svo þegar allir fóru að slaka á brustu barnabörnin í spuna, spiluðu og sungu, hæfileikar á hverju strái. Þetta voru ómetan- legar stundir og mikils virði fyrir Sigríði og Jónas og okkur öll. Á síðustu árum hafa dæturnar Aðalbjörg og Áslaug sinnt um og aðstoðað Sigríði af alúð þannig að hún hélt sinni reisn fram á síð- ustu stund og tók þátt í lífi fjöl- skyldunnar. Það er dýrmætt að eiga sam- ferðamenn eins og Sigríði. Þökk fyrir allt. Elín Guðbjörg. Það var mikið ævintýri fyrir lítinn gutta að koma í Kópavog- inn til ömmu og afa, ósjaldan í pössun. En stundum mættum við öll fjölskyldan í sólbað og þá var stoppað í Nesti á leiðinni og keyptur ís. Í minningunni var líka alltaf sólarlandaveður á Sunnubrautinni. Amma var með alls kyns blóm í garðinum og jarðarberjarunna bak við hús, þau bragðbestu sem til voru. Minningarnar frá þessum árum eru um ömmu í eldhúsinu þar sem boðið var upp á besta grjónagrautinn eða nýsteiktar kleinur sem amma gerði af stakri snilld. Ekki má gleyma kjötboll- unum sem voru sérlega vinsælar hjá okkur ungviðinu. Einnig er minnisstætt þegar hún kenndi mér að sauma vambir fyrir ár- lega sláturgerð. Laufa- brauðsdagurinn fyrir jólin var svo alltaf mikil hátíð en amma gerði auðvitað deigið frá grunni og flatti út kökurnar sem hinir skáru svo út. Amma var kannski ekki hin hefðbundna dekuramma sem ot- aði að okkur barnabörnunum gjöfum og sælgæti, heldur hafði hag okkar fyrst og fremst fyrir brjósti og leiðbeindi okkur. Lagði sem dæmi áherslu á að við töl- uðum skýrt og gott mál og hikaði ekki við að leiðrétta okkur strax ef við töluðum málfræðilega rangt mál. Hún var einnig afar stolt af okkur, við barnabörnin lærðum t.d. flestöll á hljóðfæri og amma og afi mættu nánast alltaf á tónleikana okkar. Á þessum árum voru amma og afi oft í útlöndum og þá var vin- sælt að sækja þau á flugvöllinn og fengum við barnabörnin alltaf spennandi fríhafnarsælgæti að launum. Þau eignuðust fjórhjóla- drifinn bíl og þar með gátum við alltaf komist á skíði án þess að festa okkur á leiðinni. Og sér- staklega spennandi var þegar amma og afi eignuðust afruglar- ann góða, þá var vinsælt að fá að gista og horfa á morgunsjónvarp- ið. Á gamlársdag var líka alltaf gaman, spilað púkk og jafnvel keypt pítsa. Í púkkinu „gleymdi“ amma iðulega að setja í púkkið og hún kunni alls konar trix til að vinna spilið. Amma vann hjá Leiðbeininga- stöð heimilanna sem var heppi- legt þegar engar leitarvélar eða net var til og ósjaldan var hringt í ömmu sem gaf ráð við öllu mögu- legu, hvaða aðferðum skyldi beita við saumaskap, bakstur eða við að ná erfiðum blettum úr fötum. Minnisstætt er samtal við ömmu, þá á sjötugsaldri, þar sem við vorum að ræða framtíðina, en þá fullyrti hún að hún ætlaði að ná 90 ára aldri! Ég man að mér fannst hún dálítið bjartsýn, en þessum aldri náði hún engu að síður og gott betur. Undir það síðasta var hún í raun ennþá nokkuð hress þrátt fyrir háan aldur og komu tíðindin um frá- fallið á óvart, því mér fannst amma eiga enn nokkur ár eftir. Hún var t.d. sérlega einbeitt í laufabrauðsskurðinum síðustu jól, var reyndar hætt að fletja út en enn að skera kökurnar. Það er skrýtið og sorglegt að nú sé komið að kveðjustund enda hefur amma verið stór hluti af lífi mínu í fjóra áratugi. Það var allt- af nóg um að vera hjá henni og ég veit að hún lifði góðu og viðburða- ríku lífi. Takk elsku amma mín fyrir alla hjálpsemina og sam- veruna gegnum árin. Jón Árni. Sigríður Kristjánsdóttir - Fleiri minningargreinar um Sigríði Kristjáns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Stillholti 21, Akranesi, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi laugardaginn 7. maí. Stefán Magnússon Gauti Stefánsson Rebekka Blöndal Brynhildur Stefánsdóttir Daníel Ottesen Bjarni Stefánsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA S. GUÐJÓNSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 27. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Albert Jensen Britta Jensen Erik Jensen Ingibjörg Stella Bjarnadóttir Rigmor Jensen Friðþór Harðarson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir minn, BJARNI MAGNÚS GUÐBJARNASON frá Straumfirði, er látinn. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 12. maí klukkan 14. Sigrún Guðbjarnadóttir og fjölskylda Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN JÓNSSON, Árbyrgi, áður til heimilis á Heiðvangi 3, Hellu, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 5. maí. Andrés Kristjánsson Jensína Ingveldur Pétursdóttir Rúnar Kristjánsson Inga K. Sveinsdóttir Kristjón L. Kristjánsson Guðríður Hauksdóttir Magnús Kristjánsson Oddrún M. Pálsdóttir Dýrfinna Kristjánsdóttir Þórir Björn Kolbeinsson Hjálmar Trausti Kristjánsson Eygló Huld Jóhannesdóttir Þorgerður Kristjánsdóttir Þorgeir Axelsson Gréta Björk Þorsteinsdóttir Ingvar Magnússon og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.