Morgunblaðið - 10.05.2022, Side 11

Morgunblaðið - 10.05.2022, Side 11
DAGMÁL Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Áhersla á náttúruverndar- og lofts- lagsmál aðgreinir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð fyrst og fremst frá öðrum meirihlutaflokkum í Reykja- víkurborg að mati Lífar Magneu- dóttur, oddvita framboðsins. Líf er gestur Karítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálum. „Við Vinstri-græn erum svolítið þannig að við komum fram með eitt- hvað, fyrst flokka, sem verður svo meginstraumsstefna. Þannig að við þurfum oft að finna upp hjólið. En svo er ótal margt sem við erum ein með. Til dæmis niðurfelling gjalda í menntakerfinu,“ segir Líf enn frekar um aðgreiningu Vinstri-grænna og annarra flokka í meirihlutasamstarf- inu en ítrekar að Vinstri-græn séu eini flokkurinn sem talar um náttúru- verndarmál í þessari kosningabar- áttu. Vinstri-græn boða gjaldfrjálsa leikskóla í borginni ásamt gjald- frjálsum skólamáltíðum. Það var einnig eitt helsta áherslumál flokks- ins fyrir síðustu kosningar en hefur ekki komið til framkvæmda á kjör- tímabilinu. Spurð að því hvernig Vinstri-græn ætla að tryggja fram- gang sinna áherslna inn í meirihluta- samstarf segir Líf að gjaldfrjálsir leikskólar hafi verið áherslumál flokksins frá því fyrir hrun en þá hafi ekki verið hljómgrunnur fyrir slíkri breytingu. „Árið 2014 fórum við fram með þetta og vorum meira að segja búin að reikna út hvernig við ætluðum að gera þetta. Okkur tókst að lækka álögur og okkur tókst það líka árið 2018. Þannig að við erum að stíga þessi skerf,“ segir Líf. Líf segir leikskólagjöld í Reykjavík lægst á landinu og að gjaldið nemi um sjö prósentum af raunvirði þess að hafa barn í leikskóla. „Við erum að stíga í áttina að þessu en að lokum viljum við Vinstri-græn afnema með öllu gjaldtöku í menntakerfinu.“ Líf segir að síðast þegar samið var um meirihlutasamstarf hafi leikskóla- gjöld verið flókið viðfangsefni þar sem Viðreisn hafi ekki verið hlynnt því að lækka leikskólagjöld. „En núna er Viðreisn farin að tala um sex tíma gjaldfrjálsa fyrir fimm ára börn.“ Líf segir að allir flokkar vilji brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leik- skólavistar barna. „Þetta er svo ótrú- lega margþætt.“ Líf segir að launa- stefna fyrir starfsfólk í leikskólum sé stór þáttur í fjölgun leikskólaplássa. Þá er viðunandi húsnæði fyrir starf- semina einnig áskorun. „Við erum með plön, þau eru að ganga eftir og við getum tekið inn 12 mánaða börn í haust,“ segir Líf. Spurð hvort 12 mánaða börn muni fá pláss í eigin hverfum segir Líf að það sé ekki tryggt en það sé verk- efnið fram undan. Gert sé ráð fyrir ungu börnunum í ungbarnadeildum og færanlegum einingum sem einnig hafa verið kallaðar ævintýraborgir. „Leikskólinn var ekki hannaður fyrir ung börn, þannig að við þurfum að fara í miklar breytingar sem þegar eru komnar af stað til þess að búa til leiksvæði fyrir ung börn og vist- arverur sem henta þeirra þroska. Spáir fleiri myglumálum Við höfum fengið ýmislegt í fangið, heldur betur,“ segir Líf þegar heil- næmi skólahúsnæðis er nefnt. Hún segir stöðuna á skólahúsnæði borg- arinnar ekki góða og spáir því að fleiri tilfelli muni koma upp þar sem mygluvandamál stríða reykvískum börnum. Hún segir að mikill lærdóm- ur hafi verið tekinn út úr málefnum Fossvogsskóla og harmar hversu hægt afgreiðsla ýmissa mála tengdra honum gekk. Verkferlar sem hafi þá verið mótaðir eða skerpt á hafi virkað vel þegar ámóta mál kom upp í Haga- skóla. Líf segir að sér þyki eðlilegt að kanna möguleika á áframhaldandi samstarfi haldi meirihlutinn. Líf vill verða borgarstjóri í Reykjavík og tel- ur að hún yrði frábær í hlutverkinu. Morgunblaðið/Ágúst Óliver Oddviti Líf Magneudóttir leiðir lista VG í Reykjavík. Hún telur að hún yrði frábær borgarstjóri ef það býðst. Vilja gjaldfrjálsa leik- skóla og skólamáltíðir - Líf Magneudóttir leggur áherslu á niðurfellingu gjalda 11 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fundur Sigmundur Davíð og odd- vitar Miðflokksins ræddu skipulags- mál á höfuðborgarsvæðinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist sann- færður um að Miðflokkurinn sé eini flokkurinn sem geti haft raunveru- leg áhrif í Reykjavík og sá eini sem treysti sér til að koma með inngrip til að stoppa kerfismál líkt og borg- arlínuna. Samgöngumál voru rædd á opnum fundi með Sigmundi í gær. Þá segir Sigmundur borgarstjór- ann í Reykjavík mega eiga það að hann viti hvernig hægt sé að gera mál að kerfismálum. „Núna er til dæmis þessi borgarlína orðin að al- gjöru kerfismáli, búið að ráða verk- fræðistofu, búið að búa til stofnanir og fá fólk til vinnu sem hefur hag af því að verkefnið haldi áfram,“ segir Sigmundur og bætir við að kerfið virki þannig að þegar eitthvað er komið af stað þá sé reynslan sú að erfitt sé að stoppa það. „Þegar það er búið að verja vinnu í að undirbúa þetta og ráða fólk í vinnu við það þá heldur það yfirleitt bara áfram. Þannig að það þarf eitthvert inngrip. Það þarf eitthvað til að stoppa það af. Maður sér þetta núna á mjög mörgum sviðum í samgöngumálum á höfuð- borgarsvæðinu að kerfið er farið af stað og ég held að við séum ekki með mjög marga stjórnmálamenn sem treysta sér til að koma með það inngrip sem þarf – nema auðvitað í Miðflokknum.“ Miðflokkurinn sá eini sem geti „haft raunveruleg áhrif“ - Segir erfitt að stoppa kerfið þegar það er komið af stað MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022 Aðalfundur Samvinnufélagsins Hreyfils verður haldinn þriðju- daginn 24. maí kl. 13:30 í þingsal á Hótel Natura. DAGSKRÁ: 1. Athugað lögmæti fundarins 2. Skýrsla félagsstjórnar 3. Reikningar ársins 2021 4. Kosning í stjórn ofl. 5. Önnur mál. Stjórn Hreyfils Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, segir flokkinn vilja byrja á að mæta þörf- um fólksins í Reykjavík og sérstak- lega þeirra sem þurfi séraðstoð og hafi sérþarfir. Þá þurfi að mæta þörfum barnanna. „Síðan má fara að stilla upp og fegra og laga til og eitt- hvað slíkt.“ Hún segir ómælt fjármagn hafa farið í fjárfrek verkefni „sem hafa tekið milljarða og svo er ekkert eftir til að sinna fólkinu í borginni“. Þá sé alltof stór hópur sem geti ekki sagst einfaldlega vera í góðum málum og eiga nóg fyrir sig og sína. Umhugað um biðlistana Á blaðamannafundi í gær lagði flokkurinn áherslu á að útrýma bið- listum í borginni. Langir biðlistar væru eftir allri þjónustu á vegum Reykjavíkurborgar, t.d. nauðsyn- legri sálfræðiaðstoð fyrir börn, og síðan eru biðlistar vegna skorts á hjúkrunarrýmum. „Mér er náttúrlega mjög umhug- að um þessa biðlista sem ég er búin að vera að berjast og lemjast með mjög lengi, í mörg herrans ár, vegna þess að ég hef verið að hitta þetta fólk bæði sem sálfræðingur og líka sem borgarfulltrúi þannig að ég vil þessa biðlista burt. Það er til fjár- magn og ég vil að þessu bruðli og só- un verði hætt, forgangsraðað upp á nýtt, spilin stokkuð upp á nýtt þann- ig að við byrjum á að þjónusta fólk- ið,“ segir Kolbrún í samtali við Morgunblaðið. Þá segir hún að flokkurinn vilji að byggt verði sértækt húsnæði fyrir fatlaða og að þjónustukjarnar fyrir eldri borgara verði byggðir víðar um borgina. Auk þess vill flokkurinn að eldri borgurum sé hjálpað við að vera lengur heima ef þeir kjósa það. gunnhildursif@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Blaðamannafundur Flokkur fólksins kynnti stefnumál sín í gær. Forgangsraða verði upp á nýtt - Vilja byrja á að mæta þörfum fólksins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.