Morgunblaðið - 10.05.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
samlegt ka
nýmalað,
engin h lki.
á
y
–
Meirihlutaflokkunum fjórum í
borgarstjórn er mikið í mun
að láta líta út fyrir að nóg sé af lóð-
um til bygginga og að eitthvað allt
annað en kreddur þeirra í skipulags-
málum hafi valdið því að
allt of lítið hefur verið
byggt og að húsnæðis-
verð, þar með talið
leiguverð, hefur rokið
upp úr öllu hófi. Þannig
kynntu borgaryfirvöld í
liðinni viku að skrifað
hefði verið undir „lóða-
vilyrði“ fyrir um 2.000
íbúðir fyrir „óhagnaðar-
drifin“ íbúðafélög. Borg-
arstjóri gat af því tilefni
komist í enn eina undir-
ritunarmyndatökuna, en
slíkar myndatökur
hjálpa því miður ekkert
þeim sem tekst ekki að
finna húsnæði vegna for-
dóma borgaryfirvalda í garð bygg-
inga á nýjum svæðum.
- - -
Meðal þeirra svæða sem borgar-
stjóri veitir nú „lóðavilyrði“
fyrir er Skerjafjörðurinn, sem borg-
in getur ekki byggt upp eins og
innviðaráðherra hefur bent á, og
stokkurinn sem borgarstjóri ætlar
að setja undir Miklubraut, sami
stokkur og hann lofaði hátíðlega fyr-
ir síðustu kosningar!
- - -
Verkalýðsarmur Sósíalistaflokks-
ins, Efling, áttar sig á vand-
anum en telur að hann verði leystur
með því að hækka húsaleigubætur
umtalsvert. Við núverandi aðstæður
á húsnæðismarkaði er þó líklegt að
þær bætur yrðu aðallega til að auka
enn þrýstinginn á húsnæðisverðið.
- - -
Það sem þarf er að brjóta nýtt
land undir byggingar og það
þarf að gera strax. Mosfellsbær
kynnti metnaðarfullar hugmyndir í
því sambandi á dögunum. Reykja-
víkurborg gæti gert það einnig ef
vilji væri til staðar að leysa vandann.
Kosninga-„vilyrði“
leysa ekki vandann
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hátt verð á fiskmörkuðum hefur glatt
strandveiðisjómenn í upphafi vertíðar.
Margir voru á sjó í gær, skip og bátar af
ýmsum stærðum og gerðum. Alls reyndust
þau vera 681 samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni.
Að meðaltali fengust 380 krónur fyrir
kílóið af óslægðum þorski fyrstu fjóra
daga strandveiða en 249 krónur á sama
tíma í fyrra og 229 krónur í upphafi vertíð-
ar 2020. Strandveiðibátar máttu byrja
róðra 2. maí, en tíðarfar var víða erfitt í
síðustu viku og dagsaflinn að meðaltali
minni en í fyrra.
Í lok vikunnar höfðu 513 fengið tilskilin
leyfi, en 383 landað afla. Aðeins fleiri eru
komnir með leyfi núna heldur en í fyrra, en
aðeins færri hafa landað afla. Langflestir
hafa til þessa róið á A-svæði frá Arnar-
stapa til Súðavíkur eða rúmur helmingur.
135 hafa landað grásleppu
Aflahæsti báturinn á grásleppuvertíð-
inni er Fönix BA, sem var kominn með
59,5 tonn um helgina. Meðaltalið er hins
vegar 21,6 tonn á bát, en var 37,3 tonn í
fyrra. 135 bátar hafa landað afla á grá-
sleppuvertíðinni, nokkru færri en í fyrra.
Margir þeirra hafa lokið vertíð, sem mátti
hefjast 20. mars og standa í 25 daga sam-
fellt frá því að net voru lögð.
Alls hafa 677 tonn af grásleppu verið
seld á fiskmörkuðum, 29% minna en í
fyrra. Verðið er hins 25% hærra í ár eða
169 krónur á kíló að meðaltali, en var 135
krónur í fyrra. aij@mbl.is
Gott verð í upphafi strandveiða
- Margir á sjó í gær - Aflahæsti grásleppubáturinn kominn með tæp 60 tonn
Opinber heimsókn forseta Íslands,
Guðna Th. Jóhannessonar, hefst í
dag í Þinganesi í Þórshöfn þar sem
Guðni fundar með lögmanni Fær-
eyja, Bárði á Steig Nielsen. Þaðan
liggur leiðin til Eiðis á Austurey
þar sem forseti heimsækir Sigrúnu
Gunnarsdóttur myndlistarkonu
sem tekur á móti honum í stúdíói
sínu og segir frá list sinni, að því er
segir í tilkynningu.
Næst verður haldið til Syðrigötu,
þar sem forseti hittir Ósbjørn Ja-
cobsen, aðalarkitekt tónlistarhúss-
ins Hörpu í Reykjavík. Loks verður
ekið til Glyvrar á Austurey, þar
sem forseti á hádegisverðarfund
með bæjarstjóra Rúnavíkur, Tor-
bjørn Jacobsen. Síðdegis á forseti
fund í sendiráðsbústað Íslands í
Þórshöfn með hópi Færeyinga sem
komu að frækinni björgunaraðgerð
eftir flugslysið í Mykinesi 26. sept-
ember árið 1970.
Þá brotlenti vél
Flugfélags Ís-
lands með þeim
afleiðingum að
átta manns lét-
ust en 26 var
bjargað. Þess
verður minnst að
rúm 50 ár eru nú
liðin frá atburð-
inum.
Á morgun á Guðni fund með
borgarstjóra Þórshafnar, Heðin
Mortensen, í ráðhúsinu. Að þeim
fundi loknum flýgur forseti til
Mykiness þar sem gengið verður á
fjallið Knúk að minnisvarða sem
reistur hefur verið um flugslysið og
björgunina. Þá býður bæjarstjór-
inn í Mykinesi til hádegisverðar en
síðdegis heldur forseti loks að Vág-
um og flýgur þaðan til Keflavíkur.
Forsetinn heim-
sækir Færeyjar
- Stíf dagskrá í tveggja daga ferð
Guðni Th.
Jóhannesson
Í Reykjavíkurbréfi um liðna helgi
var nefndur til sögunnar heiðurs-
konsúll í Minnesota, Örn Arnar
læknir, en var þar rangnefndur.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTTING
Rangt nafn