Morgunblaðið - 10.05.2022, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. M A Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 108. tölublað . 110. árgangur .
TINDASTÓLL
JAFNAÐI EINVÍGIÐ
Á HEIMAVELLI
SPUNI SEM
VINDUR
UPP Á SIG
SPENNTAR FYRIR
STÓRU STUNDINA
Í KVÖLD
BRÁÐNANDI DEMANTUR 28 SYSTUR Í EUROVISION 2STÓRSIGUR Í SÍKINU 27
Líf Magneudóttir, oddviti
Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs í Reykja-
vík, segir að mun dýrara sé
að byggja ný hverfi en að
þétta byggð sem fyrir er.
Vinstri-græn leggja
áherslu á að borgin stígi
sjálf inn á húsnæðismarkað
og byggi fimm hundruð til
þúsund óhagnaðardrifnar
íbúðir sem standi öllum
Reykvíkingum til boða. „Þetta eru ekki
Félagsbústaðir eða íbúðir í félagslega kerf-
inu,“ segir Líf og úrskýrir að verkefnið yrði
frábrugðið félagslega kerfinu og ætlað að
hafa áhrif á leiguverð.
„Reykjavíkurborg hefur öll tæki til að
byggja hagkvæmt húsnæði sjálf með góðum
lánum, gefa út skuldabréf og við getum boðið
út á Evrópska efnahagssvæðinu,“ segir Líf
Magneudóttir. »11
Íbúðir borg-
arinnar standi
öllum til boða
Líf
Magneudóttir
Hátt í 30 manns, flestir frá Úkraínu, tóku þátt í mótmælum
fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í gær, á sigur-
deginum svonefnda. Tilgangur mótmælanna var að vekja at-
hygli á kynferðisglæpum og ofbeldi sem rússneskir hermenn í
Úkraínu hafa beitt almenna borgara í stríðinu þar í landi.
Rússar voru einnig við mótmælin og börn með foreldrum sín-
um. Fyrr um morguninn var rússneska rétttrúnaðarkirkjan á
Íslandi með minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði þar sem
fórnarlamba úr seinni heimsstyrjöldinni var minnst. »6 & 13
Morgunblaðið/Eggert
Mótmæltu stríðsglæpum í Úkraínu við sendiráð Rússa
Verði einkaaðilum á Íslandi leyft að selja
áfengi yfir netið er sú sala komin í beina sam-
keppni við einkasölu ÁTVR. Slíkt myndi leiða
til þess að einkaréttur ÁTVR liði undir lok og
slíkt fyrirkomulag brýtur gegn bæði íslenskum
samkeppnislögum og Evrópurétti. Þetta segir
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, í formála nýút-
kominnar árs- og samfélagsskýrslu fyrirtækis-
ins fyrir árið 2021. „Það er einfaldlega ekki
hægt að vera með frjálsa samkeppni og einka-
sölu á sömu vöru á sama tíma,“ segir hann. „Í
þessum efnum verður ekki bæði sleppt og
haldið.“
Ívar segir enn fremur að vefverslanir sem
komu fram á sjónarsviðið í fyrra afhendi áfengi
hverjum sem er þrátt fyrir ákvæði laga um að
ekki megi afhenda og selja áfengi þeim sem
eru yngri en 20 ára.
Heildarvelta ÁTVR fór
yfir 50 milljarða króna í
fyrra annað árið í röð.
Áfengi var selt fyrir tæpa
40 milljarða og tóbak fyrir
11 milljarða en áfengis-
magnið minnkaði um 1,6%
milli ára og tekjur af sölu
tóbaks minnkuðu um 7,5%.
Sala á léttvíni dróst saman
um 2,8% og á bjór um 2,2%
en hins vegar jókst sala á
sterku áfengi um 12% á seinasta ári.
Viðskiptavinum fækkaði um 0,6% en hagn-
aður ÁTVR í fyrra var 1.631 milljón króna.
Arðgreiðslur til ríkisins og virðisaukaskattur
og áfengis- og tóbaksgjöld skiluðu samtals
tæpum 30 milljörðum yfir árið. »4
„Verður ekki bæði
sleppt og haldið“
- ÁTVR seldi áfengi og tóbak fyrir 51 milljarð
Ívar J.
Arndal
Þrátt fyrir að tekjur og út-
gjöld sveitarfélaga hafi
farið vaxandi hefur af-
koma þeirra verið neikvæð
um árabil og ljóst að rekst-
ur þeirra er ekki sjálfbær.
Þetta kemur fram í sam-
antekt Viðskiptaráðs þar
sem fjallað er um sveitar-
stjórnarstigið og fjármál
sveitarfélaga.
„Sveitarstjórnarstigið
hefur verið rekið með viðvarandi halla síðast-
liðin 40 ár, að undanskildum fimm árum,“
segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
„Of mörg sveitarfélög eru of lítil og veik-
burða til að bera þá þjónustu sem þeim er
ætlað að veita íbúum sínum og lifa í raun upp
á náð og miskunn annarra sveitarfélaga og
ríkisins með framlögum úr Jöfnunarsjóði,“
segir Svanhildur. »12
Sveitarfélögin
rekin með
halla í áratugi
Svanhildur Hólm
Valsdóttir