Morgunblaðið - 10.05.2022, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022
Hreinsum allar yfirhafnir,
trefla, húfur og fylgihluti
STOFNAÐ 1953
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is
www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Plötuútgáfa Mengis, Mengi Records,
gaf út snemma árs aðra EP-plötu
Benna Hemm Hemm & the Melting
Diamond Band og ber hún hinn borð-
leggjandi titil Benni Hemm Hemm &
the Melting Diamond Band II. Er
platan gefin út á netinu og einnig á
vínil og auk þess voru gerð tvö vídeó-
verk, hvort þeirra við tvö lög af plöt-
unni. Vídeóverkin eru eftir þá Helga
Örn Pétursson annars vegar og Egil
Eyjólfsson hins vegar.
Glæpamenn
Tilraunagleði einkennir tónlistina á
plötunni og má segja að hún sé bæði
spuna- og óreiðukennd. Benni segir
hana hluta af seríu sem hann gefi út
með Mengi Records. „Þetta eru alveg
Benna Hemm Hemm-plötur en þó á
sérakrein, einhvern veginn. Þess
vegna er þetta Melting Diamond
dæmi,“ útskýrir hann.
Er það þá hljómsveit sem hann
setti saman sjálfur? „Já og er kannski
að mestum hluta
bara ég í raun-
veruleikanum. Ég
ætlaði að búa til
einhvers konar
gervikaraktera í
hljómsveitinni
sem væru glæpamenn, harðir karakt-
erar og í það vísar bráðnandi demant-
urinn,“ segir Benni.
– Þetta er ólíkt öllu öðru sem ég
hef heyrt með þér, ekki nema eitt-
hvað hafi farið fram hjá mér. Hvernig
myndirðu lýsa tónlistinni?
„Þetta er eiginlega svona spuna-
upptökuferli, spuni er rótin og síðan
spila ég ofan á einhverja spuna-
upptöku og svo vindur þetta upp á sig
í algjöru skipulagsleysi. Síðan fæ ég
fólk til að koma í stúdíóið og taka
upp,“ svarar Benni.
Þegar kemur að því að spila verkin
á tónleikum þurfi hann að finna út úr
því hvað sé í gangi og hvernig eigi að
koma tónlistinni til skila. „Þetta er
mjög steikt og fyndið ferli,“ segir
Benni og að á fyrstu Melting Dia-
mond Band-plötunni, Church/School,
hafi opnast fyrir einhverjar flóðgáttir
spuna hjá honum. Hann sé þegar
tilbúinn með næstu plötu og hyggist
gefa út fleiri reglulega.
Heyrir í kennaranum í stúdíói
Benni er tónmenntakennari í
Hagaskóla og hafa nemendur fengið
að leika sér þar í tónlist og skapa eig-
in verk. Benni er spurður að því hvort
börnin hafi haft áhrif á hann sem tón-
listarmann og svarar hann því til að
jú, hann sé alltaf að ýta þeim áfram í
sköpunarferlinu. „Af því það er rosa
auðvelt að vita hvernig maður á að
gera eitthvað, maður veit að maður á
að fara í ræktina en það þýðir þó ekki
að maður geri það. Þegar maður er
að koma aftur og aftur með „basic“
ráðleggingar síast þær á endanum
inn. Þegar ég er sjálfur kominn í
stúdíó heyri ég í sjálfum mér að segja
þeim að hætta að hugsa og fara að
gera eitthvað bara,“ segir Benni kím-
inn.
Þeir sem vilja kynna sér þessa nýj-
ustu afurð Benna Hemm Hemm geta
gert það m.a. á Spotify og Bandcamp.
Ljósmynd/Brynjar Gunnarsson
Benni á sérakrein
- Út er komin önnur plata Benna Hemm Hemm og Melting
Diamond Band - Spuni er rótin, segir Benni um tónlistina
Tilraunaglaður Benni
hress á tónleikum.
Meðal viðburða á HönnunarMars
um helgina var tískugjörningur
Atelier Helgu Björnsson í Safna-
húsinu við Hverfisgötu.
Sýndir voru silkikjólar eftir fata-
hönnuðinn og tískuteiknarann
Helgu Björnsson og kjólar úr
Svansvottuðum pappír frá Odda
sem Helga gerði upp úr skissum í
samvinnu við Tinnu Magg og Elsu
Maríu Blöndal. Aðstoðarstílisti var
Agnieszka Baranowska.
Helga hefur verið búsett í París
til fjölda ára en þar vann hún í þrjá
áratugi sem fatahönnuður hjá há-
tískuhúsinu Louis Féraud. Hefur
hönnun hennar oft verið lofuð fyrir
leikrænan og lifandi stíl og prýddu
litskrúðugar og mynstraðar flíkur
hennar oft tískupalla Parísar-
borgar. Helga hefur einnig hannað
fatnað og fylgihluti fyrir ýmis fyrir-
tæki, íslensk og erlend, og búninga
fyrir ýmis leikhúsverk.
Ljósmyndir/Antoine Méra
Pappírskjóll Fyrirsætur, leikarar og dansarar tóku þátt í gjörningnum.
Tískugjörningur
Helgu Björnsson
- Sýndi litríkar flíkur á HönnunarMars
Fögnuður Færri komust að á sýningunni en vildu og var vel fagnað í lokin.
Borgarráð hefur samþykkt að stofn-
að verði sjálfseignarfélag um útleigu
á hluta Hafnarhússins, Tryggvagötu
17, sem leigurýmis til afmarkaðs
tíma, fyrir vinnu- og lærdóms-
aðstöðu skapandi greina í miðborg
Reykjavíkur. Samið verður við Har-
ald Inga Þorleifsson fyrir hönd
óstofnaðs sjálfseignarfélags um
reksturinn.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um hefur Reykjavíkurborg gengið
frá kaupum á þeim hluta bygging-
arinnar sem var í eigu Faxaflóa-
hafna og verður afhending húsnæð-
isins í júní næstkomandi.
Í tilkynningu frá borginni segir að
stefnt sé að því að endurbyggja og
innrétta húsið á næstu árum þar
sem gert er ráð fyrir listasafni Nínu
Tryggvadóttir ásamt aðstöðu fyrir
aðrar listgreinar. Á meðan er gert
ráð fyrir að nýta húsnæðið til bráða-
birgða fyrir fyrrnefnda vinnu- og
lærdómsaðstöðu, þar sem mismun-
andi skapandi greinar svo sem list-
greinar, hönnun, forritun og önnur
nýsköpun komi saman.
Auglýst var eftir samstarfsaðila til
að reka miðstöð fyrir skapandi
greinar í húsinu og segir í tilkynn-
ingunni að Haraldur hafi fengið flest
stig í mati á hæfni til að taka við
rekstri sjálfseignarfélagsins. Auk
hans sendu inn gögn SÍM, Hallur
Helgason og King og Bong.
Rýmið til ráðstöfunar í húsinu
verður að hámarki um 3.500 fer-
metrar og skoðað verður hvort ein-
hver starfsemi á vegum Reykjavík-
urborgar geti nýtt sér hluta hússins.
Markmiðið er að efla sköpun í breið-
um skilningi, binda saman sköp-
unarkraft einstaklinga og minni
fyrirtækja í borginni, efla fræðslu og
þekkingarmyndun fyrir skapandi
fólk og ýta undir tengslamyndun í
skapandi greinum.
Hluti Hafnarhúss
verður leigður út
- Aðstaða fyrir skapandi greinar
Morgunblaðið/Þorkell
Í Hafnarhúsinu Meðan breytingar á
húsinu verða skipulagðar verður
rekin þar miðstöð skapandi greina.