Morgunblaðið - 10.05.2022, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Stöðugildum hjá sveitarfélögum hef-
ur á síðastliðnum tveimur árum
fjölgað um 1.900 en starfandi á öllum
vinnumarkaðinum aðeins um 900.
Fjölgun hjá sveitarfélögum nemur
því um 8,5% á sama tíma og störfum
fækkaði á almennum vinnumarkaði.
Þetta kemur fram í nýrri saman-
tekt Viðskiptaráðs þar sem fjallað er
heildstætt um
sveitarstjórnar-
stigið og fjármál
sveitarfélaga. Í
samantektinni,
sem birt er á vef
Viðskiptaráðs,
kemur fram að
laun og launa-
tengd gjöld eru
stærsti útgjalda-
liðurinn í rekstri
sveitarfélaganna
og nema meira en helmingi allra út-
gjalda. Laun og launatengd gjöld
námu þannig 240 milljörðum króna
árið 2020 sem samsvarar um 59% af
heildarútgjöldum sveitarfélaga það
ár. Þá kemur fram að frá árinu 2015
hefur hlutfall launakostnaðar af
heildarútgjöldum sveitarfélaga vaxið
um sex prósentustig og segir Við-
skiptaráð að því hærra sem vægi
launakostnaðar er í útgjöldum því
minna sé til skiptanna í önnur mál-
efni.
„Miðað við rekstrarafkomu sveit-
arfélaga eru þau í spennitreyju,“
segir Svanhildur Hólm Valsdóttir,
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í
samtali við Morgunblaðið aðspurð
nánar um þennan lið.
Sveitarfélög í spennitreyju
„Það virðist vera lögmál, alveg
sama hvernig árar, og það er skrýtið
að sjá að efnahagslegur uppgangur
virðist hafa lítil áhrif á afkomu sveit-
arfélaganna. Launakostnaður þeirra
hefur aukist mikið undanfarin ár og
á fjármálaráðstefnu sveitarfélag-
anna fyrir ári kom fram að laun og
tengd gjöld næmu 99% af útsvars-
tekjum sveitarfélaganna í fyrra, úr
87% árið 2018,“ segir hún. Í saman-
tektinni kemur fram að þess séu
dæmi að sveitarfélög hafi yfirboðið
fyrirtæki á markaði, til dæmis hvað
viðkemur tæknilegum störfum á
borð við verkfræðistörf. Í könnun
meðal aðildarfélaga Viðskiptaráðs
svöruðu 39% fulltrúa fyrirtækja því
til að starfsmaður hefði sagt starfi
sínu lausu vegna starfs sem viðkom-
andi bauðst hjá hinu opinbera.
Hægt að draga úr kostnaði
Fram kemur að umsvif á sveitar-
stjórnarstiginu hafi aukist á liðnum
árum. Það er þó mat Viðskiptaráðs
að afkoma sveitarfélaganna hafi
samt sem áður verið neikvæð um
árabil og ljóst að rekstur þeirra sé
ekki sjálfbær, heilt á litið. Hvort
tveggja, tekjur og útgjöld, hefur far-
ið vaxandi á kjörtímabilinu.
„Sveitarfélög eiga að tryggja að
íbúar þeirra fái margvíslega þjón-
ustu en það er ekkert sem segir að
þau þurfi að sinna henni öll sjálf, með
eigin starfsfólki,“ segir Svanhildur.
„Af hverju gera sveitarfélög ekki
fleiri samninga um rekstur t.d. skóla
og leikskóla, þótt þau eigi húsnæðið?
Af hverju að ráða stöðugt fleiri sér-
fræðinga í stað þess að kaupa þjón-
ustu hjá einkaaðilum eins og verk-
fræðistofum og upplýsingatækni-
fyrirtækjum, svo dæmi sé tekið, í
stað þess að stofna sín eigin hug-
búnaðarhús? Þetta myndi skapa
meiri sveigjanleika í starfsemi sveit-
arfélaga, auka valfrelsi íbúa og gera
vinnumarkaðinn fjölbreyttari fyrir
fólk í ýmsum atvinnugreinum og af
því að við vitum að einkageirinn
leggur meiri áherslu á framleiðni en
hið opinbera. Með því er hægt að
draga verulega úr kostnaði.“
Hærri fasteignaskattar
Einnig kemur fram að fasteigna-
skattar hér á landi eru mun hærri en
í þeim ríkjum sem við alla jafna
berum okkur saman við.
„Þetta eru eignaskattar sem
leggjast þungt á fólk og fyrirtæki,
sem borga um sex sinnum hærra
hlutfall af atvinnuhúsnæði en
einstaklingar af íbúðarhúsnæði,“
segir Svanhildur.
Telja rekstur sveitarfélaga
ósjálfbæran til lengri tíma
Morgunblaðið/Unnur Karen
Sveitarfélög Viðskiptaráð telur að hægt sé að spara töluvert fjármagn með
því að kaupa meira af aðkeyptri þjónustu.
Sveitarfélög
» Ísland er Norðurlandamet-
hafi í hækkun á fasteigna-
sköttum.
» Aðeins 20% sveitarfélaga
innheimta ekki hámarksút-
svar.
» Aðeins eitt sveitarfélag
hefur lækkað útsvarsprósentu
á kjörtímabilinu.
» Stöðugildum í höfuðborg-
inni fjölgaði um 13,5% milli
áranna 2019 og 2021, eða um
næstum 1.000.
» Viðskiptaráð telur að fleiri
sveitarfélög þurfi að samein-
ast.
- Viðskiptaráð birtir ítarlega samantekt um rekstur og stöðu sveitarfélaga
Svanhildur Hólm
Valsdóttir
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022
Faxafeni 14
108 Reykjavík
www.z.is
GJAFAVARA FRÁ LAURA ASHLEY
ER TILVALIN BRÚÐKAUPSGJÖF
10. maí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 130.84
Sterlingspund 161.52
Kanadadalur 101.99
Dönsk króna 18.589
Norsk króna 13.857
Sænsk króna 13.211
Svissn. franki 132.74
Japanskt jen 1.0029
SDR 175.47
Evra 138.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.7814
« Bandaríski tóbaksframleiðandinn
Philip Morris International á nú í við-
ræðum um kaup á sænska tóbaksfram-
leiðandanum Swedish Match. Sam-
kvæmt frétt Wall Street Journal (WSJ)
er talið að andvirði viðskiptanna sé um
15 milljarðar bandaríkjadala. Swedish
Match er verðmetið á um 12 milljarða
dala en markaðsvirði Philip Morris er
um 154 milljarðar dala.
Ein helsta framleiðsluvara Swedish
Match eru sænsku munntóbakspok-
arnir, sem í daglegu tali eru kallaðir
snús, en þá hefur félagið einnig verið
umsvifamikið í framleiðslu á tóbaks-
lausum nikótínvörum, þá helst nikótín-
púðum undir vörumerkinu ZYN.
Púðarnir hafa notið vinsælda í Banda-
ríkjunum og jókst innflutningur um rúm
50% á milli ára í fyrra.
Tilgangur kaupanna er sagður áhugi
Philip Morris á níkótínvörum Swedish
Match. Philip Morris hefur áður lýst því
yfir að félagið vilji framleiða meira af
tóbakslausum nikótínvörum, sem valda
mun minni skaða en tóbaksvörur.
Félagið stefnir að því að um helmingur
tekna þess árið 2025 komi af sölu á
tóbakslausum vörum, en samkvæmt
uppgjöri síðasta árs komu um 30%
tekna félagsins til af slíkum vörum.
Tóbaksframleiðendur hafa í auknum
mæli horft til framleiðslu á tóbaks-
lausum nikótínvörum á liðnum árum.
Þannig hefur British-American To-
bacco (BAT) framleitt og selt bæði raf-
sígarettur og nikótínpúða sem notið
hafa mikilla vinsælda á Vesturlöndum.
Philip Morris vill nikótín-
vörur Swedish Match
STUTT
Töluverð lækkun varð á hlutabréfum
í Kauphöllinni í gær, sem bætist ofan
á þá lækkun sem varð á liðinni viku.
OMXI10-úrvalsvísitalan lækkaði um
3,16% í gær og hefur nú lækkað um
7,3% á einni viku og 10,6% á einum
mánuði. Öll tíu félögin í úrvalsvísitöl-
unni lækkuðu en Arion banki, sem
lækkaði um 4,2%, og Icelandair, sem
lækkaði um 4,1%, leiddu lækkanir
dagsins. Icelandair hefur nú lækkað
um 11,5% á einni viku. Þá lækkaði
Eimskip um 3,9% í gær og hefur
lækkað um 10% á einni viku.
Mest var velta með bréf í Íslands-
banka, eða um 2,7 milljarðar króna.
Þá nam velta með bréf í Marel um
1,1 milljarði. Marel heldur áfram að
lækka þótt lækkunin í gær hafi ekki
verið nema 2,7%. Félagið hefur nú
lækkað um 25,6% frá áramótum.
Gengi Marel er nú 650 kr. á hvern
hlut og hefur ekki verið lægra í tæp
tvö ár, eða frá því í júní 2020. Hæst
fór það í rúmar 970 kr. á hvern hlut í
lok ágúst á síðasta ári. Önnur félög,
sem ekki mynda úrvalsvísitöluna,
hafa einnig lækkað nokkuð. Origo
lækkaði um 4,8% og Skel um 4,7%.
Viðmælendur Morgunblaðsins af
markaði kunna enga eina skýringu á
þeim lækkunum sem orðið hafa á
liðnum dögum. Flestir eru þó sam-
mála um að rýna beri í veltutölur, og
benda á að oft þurfi litlar upphæðir
til að hreyfa við markaðnum. Þannig
hafi aðeins þurft um 38 milljónir
króna til að lækka gengi bréf í Origo
um 4,8% í gær og 25 milljónir króna
til að lækka Skel um 4,7%, svo tekin
séu nýleg dæmi.
Morgunblaðið/Þórður
Oft þarf ekki mikla veltu til að
hreyfa verulega við hlutabréfum.
Rauðar tölur í
Kauphöllinni
- Gengi Marel
hefur lækkað um
rúm 25% á árinu