Morgunblaðið - 11.05.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is
FC 7 Premium
Þráðlaus
skúringarvél
fyrir heimili
10%
afsláttur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Lagt hefur verið til að breyting verði
gerð á Lottói Íslenskrar getspár sem
felur í sér að leikurinn breytist úr
Lottó 5/40 í Lottó 5/42, þ.e. nú þarf
fimm réttar tölur af 42 til þess að
vinna. Auk þess hefur verið lagt til að
verð á seldri röð hækki úr 130 kr. í
150 kr. Þá verður einum vinnings-
flokki bætt við.
Íslensk getspá hefur óskað eftir við
dómsmálaráðuneytið að þessar
breytingar verði gerðar en tillög-
urnar má nú finna í Samráðsgáttinni.
„Við höfum farið mjög hægt í að
breyta lottómatrixunni eða kúlufjöld-
anum. Við breyttum þessu síðast árið
2008, þá fórum við úr fimm tölum af
38 í fimm tölur af 40. Þá voru Íslend-
ingar 315 þúsund en nú eru þeir um
370 þúsund. Við bara eltum íbúafjöld-
ann,“ segir Stefán Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri Íslenskrar getspár.
Þar sem þátttakendur séu fleiri kalli
það á þessar breytingar.
Íslensk getspá hóf rekstur á Lottó
5/32 árið 1986. Leiknum var breytt
árið 1988 í 5/38 og hélst hann óbreytt-
ur til ársins 2008.
Stefán segir að þannig nái leikur-
inn „að næra sig“ en vinningslíkurnar
séu vissulega minni. „Leikurinn verð-
ur erfiðari fyrir vikið, við erum ekk-
ert að reyna að plata neinn með það.
Lottó er lottó og við erum bara að
koma til móts við íbúafjölda en til
þess að milda áhrifin komum við með
nýjan vinningsflokk. Þá dreifast vinn-
ingarnir á fleiri.“ Nýi flokkurinn er
þrjár réttar tölur og bónustala.
„Um leið hækkum við verðið um 20
krónur. Það hefur ekki verið gert síð-
an 2013. Miðað við vísitöluverð ætti
röðin að kosta um 170 krónur.“
Fjölga kúlum
í íslenska Lottó
- Minnka vinningslíkur vegna fólksfjölda
Morgunblaðið/Eggert
Lottó Breytingar eru fyrirhugaðar
á þessum vinsæla getspárleik.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Engin þyrla Landhelgisgæslunnar
(LHG) var tiltæk í gær þegar flytja
þurfti slasaðan mann á sjúkrahús
eftir bílslys undir Eyjafjöllum.
Ásgeir Erlendsson, upplýsinga-
fulltrúi LHG, segir að í gærmorgun
hafi verið sett upp ein þyrluáhöfn.
Hjá Gæslunni eru sex þyrluáhafnir.
Ásgeir segir það þýða að um 2⁄3 hluta
ársins geti tvær áhafnir verið til taks
en 1⁄3 hluta ársins ein áhöfn. Þessa
dagana á ein áhöfn að vera á vakt.
Tvær þyrlur eru til reiðu.
Flugstjórinn sem var á vakt í gær-
morgun tilkynnti veikindi og gat því
ekki flogið. En gat flugmaðurinn
ekki tekið við sem flugstjóri?
„Nei, það er ekki heimild til þess.
Flugstjórar eru takmörkuð auðlind
og því urðum við að reyna að fá flug-
stjóra sem var á frívakt til að hlaupa
í skarðið, en því miður tókst það ekki
í þetta sinn og þess vegna gat þyrlan
ekki farið,“ segir Ásgeir. Í hverri
áhöfn eru fimm, þ.e. flugstjóri, flug-
maður, sigmaður sem einnig er
stýrimaður, spilmaður sem einnig er
flugvirki og svo læknir. Öll áhöfnin,
að undanteknum flugstjóranum, var
tilbúin í flugið í gær. Tveir þyrlu-
flugstjórar LHG eru búsettir fyrir
norðan og dvelja þar í sínum frítíma.
Þeir geta því ekki skotist í útkall með
skömmum fyrirvara.
Ástæða þess að einungis ein þyrlu-
áhöfn er á vakt þessa dagana og
fram í næstu viku er m.a. vegna
þjálfunar sem frestaðist í kórónu-
veirufaraldrinum. Enginn úr þyrlu-
áhöfnunum var erlendis við þjálfun í
gær.
Efla þarf þyrlusveitina meira
„Stjórnvöld hafa stigið stór skref
til að efla þyrlusveitina, bæði með
nýju þyrlunum og svo var þyrlu-
áhöfnum fjölgað úr fimm í sex. Því er
ekki að leyna að með sjö þyrluáhöfn-
um væri hægt að auka viðbragðsget-
una enn frekar,“ segir Ásgeir.
Danska varðskipið Triton lá við
bryggju í Reykjavík í gær og þar er
þyrla um borð. Að sögn Ásgeirs til-
kynnti danski sjóherinn að þyrlan af
Triton þyrfti að fara í viðhald í Kefla-
vík í gær. Því var hún ekki til reiðu
þegar á þurfti að halda.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TF-GNA Fimm eru í áhöfn hverrar þyrlu og hjá LHG eru sex þyrluáhafnir.
Flugstjóri veik-
ur – engin þyrla
- Ein þyrluáhöfn á vakt þessa dagana
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann-
esson, sæmdi í gær þrettán Fær-
eyinga heiðursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir framlag sitt við
björgunarstörf þegar flugvél Flug-
félags Íslands fórst á eyjunni Myki-
nesi við Færeyjar 26. september
1970 og með henni átta manns. Úr
slysinu komust 26 manns lífs af og
ætla má að harðfylgi Færeyinga hafi
þar ráðið miklu.
Hugrekki og þrautseigja
Þrekvirki var unnið við að koma
slösuðum úr flugvélarflakinu af fjalli
niður í byggðina í Mykinesi. Þaðan
var fólkið flutt áfram ýmist með
þyrlu eða sjóleiðina til Þórshafnar
og á sjúkrahús þar. Mykines er af-
skekkt klettaeyja nyrst í Færeyja-
klasanum. Þangað hefur löngum ver-
ið torsótt að komast, rétt eins og var
haustdaginn þegar íslenska flugvélin
fórst. Sú var af gerðinni Fokker F27
Friendship en slíkar voru í aðal-
hlutverki í innanlands- og Færeyja-
flugi FÍ um áratugaskeið.
„Mér er það heiður að færa ykkur
þakkir okkar allra á Íslandi fyrir
hugrekki ykkar og þrautseigju við
afar erfiðar kringumstæður. Atbeini
ykkar bjargaði mannslífum,“ sagði
forsetinn við athöfn í gær í bústað ís-
lenska ræðismannsins í Færeyjum.
Forsetinn er nú í opinberri heimsókn
í Færeyjum, hvar hann hefur heilsað
upp á fólk auk þess að flytja fyr-
irlestur við Fróðskaparsetur Fær-
eyja, háskólann í Þórshöfn.
Heiður þeim sem heiður ber
Þau sem fálkaorðuna fengu í gær
fyrir björgunarafrekið í Mykinesi
voru Aksel Niclasen sjómaður, Ann-
finnur á Túvuvølli Jensen fiskverka-
maður, Bjarni Hansen bóndi, Dánj-
al Danielsen vélstjóri, Jaspur
Joensen skipstjóri, Jákup í Løðu
kennari, Johan Hendrik Olsen,
fyrrverandi sjómaður, Jóhannes
Fredrik Meinhard Summaldur Jo-
ensen, fyrrverandi sjómaður, Karl
Mikkelsen, fyrrverandi sjómaður,
Katrin Dahl, fyrrverandi hjúkr-
unarfræðingur, Kjartan Simonsen,
fyrrverandi smiður, Leon Heinesen,
fyrrverandi vitavörður, og Reðin
Leonsson, fyrrverandi lögreglu-
maður.
Heiður þeim sem heiður ber,
sagði forseti Íslands við athöfnina í
gær. Með þessum virðingarvotti
væri fólki þökkuð einstök fram-
ganga á sorgarstundu í sameigin-
legri sögu Íslendinga og Fær-
eyinga.
Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
Færeyjar Færeyingarnir þrettán sem fengu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu afhent í gær af Guðna Th.
Jóhannessyni, forseta Íslands, sem hér er fyrir miðri mynd. Framganga þessa fólks við björgunarstörf þótti einstök.
Færeyingarnir fengu
fálkaorðu fyrir björgun
- Unnu mikið afreksverk í flugslysinu í Mykinesi árið 1970