Morgunblaðið - 11.05.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022
Ekkert var og er að marka Dag
B. um allar þjóðarhallirnar
sem hann lofar fyrir hverjar kosn-
ingar.
- - -
Hann er þó sjálf-
um sér sam-
kvæmur því ómark-
tækari maður hefur
aldrei áður gegnt
embætti borgar-
stjóra. Um það eru
óteljandi dæmi. Hin
má telja á fingrum
annarrar handar.
- - -
Öll loforðin eru
margsvikin.
Tímamörkin nú,
2025, standast ekki og það vita und-
irskrifendur.
- - -
Nú síðast mætti Ásmundur E.
Daðason með formanni VG til
að skrifa undir enn eina marklausa
yfirlýsingu Dags.
- - -
Hlægilegastur alls er þó eld-
spýtustokkurinn undir Miklu-
braut sem Dagur hóf að lofa fyrir
hálfum öðrum áratug!
- - -
Björn Bjarnason bendir á að rifr-
ildið verði svo um það hver
hafi hindrað að þjóðarhöllin rísi
ekki! Ráðherrarnir taki þátt í leik-
araskapnum með borgarstjóra á
flokkspólitískum forsendum.
- - -
Björn skrifar: „Verði Dagur B.
áfram borgarstjóri er fyrir-
sjáanlegt að áfram verður spólað í
farinu frá 2006.
- - -
Undir hans stjórn er allur sköp-
unar- og framkvæmdaþróttur
úr sögunni.
- - -
Frekari stöðnun leiðir til meiri
afturfarar.“
Ásmundur
E. Daðason
Loforðaermi tútnar
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Alls hafa 406 manns skrifað undir
áskorun til borgaryfirvalda um að
hætta við framkvæmd landfyllingar í
Skerjafirði. Flestir sem skrifað hafa
undir listann eru íbúar í Skerjafirði
sem hafa lagst gegn því að borgar-
yfirvöld haldi fyrirhuguðum fram-
kvæmdum til streitu í trássi við vilja
íbúa, eins og segir í tilkynningu frá
aðstandendum listans.
„Meirihlutanum í borginni þótti
ekki ástæða til að verða við beiðni
um skoðanakönnun um vilja íbúa
vegna málsins, líkt og gert var vegna
fyrirhugaðra framkvæmda borgar-
innar í Háaleitis- og Bústaðahverfi.
Vegna þessarar vanrækslu borgar-
yfirvalda í samskiptum við íbúa settu
íbúar í Skerjafirði af stað undir-
skriftasöfnun með það fyrir augum
að vilji þeirra næði upp á yfirborðið,“
segir m.a. í tilkynningunni.
Telja íbúarnir að landfyllingin
muni spilla einu eftirstandandi nátt-
úrulegu fjöru borgarlandsins, stofna
lífríki fjörunnar í mikla hættu og
skemma sterkan svip fjörunnar á
svæðinu. Með undirskriftunum eru
borgaryfirvöld hvött til þess að end-
urskoða hugmyndir um landfyllingu
og taka betur til greina mat Um-
hverfisstofnunar, þar sem segir að
umhverfisáhrif verði mikil, neikvæð
og óafturkræf.
Vilja hætta við landfyllinguna
- 406 manns skrifuðu á undirskrifta-
lista gegn landfyllingu í Skerjafirði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skerjafjörður Landfyllingin á að
koma við suðurenda flugvallarins.
Brottfarir Íslendinga frá landinu eru
nú orðnar álíka margar og fyrir far-
aldur kórónuveirunnar. Talningar
Ferðamálastofu leiða í ljós að í sein-
asta mánuði voru brottfarir Íslend-
inga um 58 þúsund talsins en í sama
mánuði í fyrra voru þær tæplega
þrjú þúsund. „Brottfarir Íslendinga í
apríl eru orðnar álíka margar og þær
voru fyrir kórónaveirufaraldurinn
en þær mældust tæplega 61 þúsund í
apríl 2019. Frá áramótum hafa
brottfarir Íslendinga mælst tæplega
136 þúsund,“ segir í umfjöllun
Ferðamálastofu.
Ef litið er á ferðir erlendra far-
þega kemur í ljós að brottfarir
þeirra frá landinu í apríl voru um 103
þúsund, en þær voru tæplega 5.800 í
sama mánuði í fyrra. Er nýliðinn
mánuður sá fjórði fjölmennasti frá
því að mælingar Ferðamálastofu á
fjölda brottfara frá landinu hófust.
Brottfarir erlendra farþega í apríl
voru fleiri á árunum 2017-2019 en
brottfarir farþega í síðastliðnum
aprílmánuði voru fleiri en í sama
mánuði árið 2016.
„Flestar brottfarir í apríl voru til-
komnar vegna Bandaríkjamanna,
tæplega 18 þúsund talsins eða
17,4%. Bandaríkjamenn voru jafn-
framt fjölmennasta þjóðernið í apríl
2017 og 2018 eða um fjórðungur
brottfara og í apríl 2019 eða ríflega
fimmtungur brottfara,“ segir í um-
fjöllun Ferðamálastofu um fjöldann.
Jafnframt kemur fram að brott-
farir Breta voru í öðru sæti í apríl sl.
eða tæplega 16.200 talsins og 15,7%
af heild. „Bretar voru fjölmennasta
þjóðernið í apríl á árunum 2002-
2016. Þegar mest var eða í apríl 2017
mældust brottfarir Breta tæplega 28
þúsund.“
Brottfarir Pólverja eru svo í þriðja
sæti eða 10,8% af heildinni.
omfr@mbl.is
Íslendingar á flugi
líkt og fyrir faraldur
- 103 þúsund brott-
farir erlendra ferða-
manna í aprílmánuði
Morgunblaðið/Eggert
Brottför Á árinu hafa um 347.000
erlendir farþegar farið frá Íslandi.
#
a
ll
ir
ú
ta
ð
le
ik
a
Skíðasprengja
50% afsláttur
af Peltonen
gönguskíðum
Smiðjuvegur 1, s. 419 7300, sportval.is
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/