Morgunblaðið - 11.05.2022, Side 13
Það er með ólík-
indum að sjá að hluti
ríkisstjórnarinnar,
þ.e. VG og Fram-
sóknarflokkurinn,
ásamt Samfylking-
unni í Reykjavík, hafi
nú ákveðið að und-
irrita viljayfirlýsingu
um þjóðarhöll. Með
þessu reyna flokk-
arnir að styðja fram-
boð sinna félaga til
sveitarstjórna. Fjármálaráðherra
var auðvitað víðs fjarri og vilja-
yfirlýsingin segir kjósendum ná-
kvæmlega ekki neitt!
Laugardalshöllin stenst engan
veginn alþjóðlegar kröfur til
æfinga og keppni og langt er síðan
kallað hefur verið eftir fullnægj-
andi íþróttahúsi. Forsvarsmenn
íþróttafélaga og sambanda hafa
ítrekað fundað, óskað eftir og bent
á þetta skipulagsleysi og seina-
gang frá hendi yfirvalda.
Það er skammarlegt að þetta
mál og raunar fleiri hafi ekki hlot-
ið framgang og í raun hjákátlegt
nú viku fyrir kosningar að slík
viljayfirlýsing komi fram. Í fjár-
málaáætlun ríkisstjórnarinnar,
sem gilda á í fimm ár og nýlega
var samþykkt, kemur ekki stafur
fram um þetta verkefni. Þessi
viljayfirlýsing er ekki trúverðug
og fyrir mörgum lítur hún út sem
flottræfilsháttur, eða óstjórn,
gleðigosaskapur, tild-
urmennska og yfir-
borðsháttur.
Það er ekki einungis
bygging umrædds
þjóðarleikvangs sem
setið hefur á hak-
anum. Frjálsíþrótta-
menn og knattspyrnu-
menn, sambönd þeirra
og félög hafa lengi
kallað eftir nýjum
þjóðarleikvangi fyrir
frjálsar íþróttir og
knattspyrnu sem ekk-
ert bólar á.
Svo virðist sem þeir sem við
stjórnvölinn standa geri sér ekki
fyllilega grein fyrir gildi íþrótta
og þeim uppeldisáhrifum sem af-
reksíþróttamenn geta haft á kom-
andi kynslóðir, ef miða má við
seinaganginn og skipulagsleysið
um þessi mál. Við uppeldi á börn-
um og íþróttauppeldi þýðir ekki að
tjalda til einnar nætur og hefja
starfið þegar barnið er komið á
unglingsaldur. Allar íþróttir þurfa
á afreksíþróttafólki að halda,
þannig skapast áhugi með því að
fylgjast með fyrirmyndum og nýtt
íþróttafólk verður til.
Komist Miðflokkurinn til valda í
Kópavogi þá munum við einhenda
okkur í að standa við það sem við
boðum og vinna að uppbyggingu
sem nýtist sem flestum bæjar-
búum. Ég veit að forystumenn
flokksins myndu ólmir bjóða fram
krafta sína til að byggja upp
sómasamlega landsaðstöðu fyrir
íþróttafólk, inniíþrótta, sem og
fyrir frjálsar íþróttir og knatt-
spyrnu, ef til þess kæmi.
Það er engum hollt að vera of
lengi við stjórnvölinn og nú hafa
ákveðnir flokkar í sveitarfélög-
unum á höfuðborgarsvæðinu setið
lengur en góðu hófi gegnir. Því er
rétt að breyta!
Ég vil því hvetja þig, kjósandi
góður, til þess að greiða Mið-
flokknum atkvæði þitt. Við störf-
um sem einn samheldinn hópur
um allt land og hugsun okkar er
skýr. Við munum gera það sem
við segjumst ætla að gera! Það
höfum við sýnt og sannað, t.d. í
Icesave!
Merktu X við M í sveitarstjórn-
arkosningunum 14. maí og vertu
velkominn í kosningakaffi hring-
inn um landið.
Eftir Unu Maríu
Óskarsdóttur
Una María
Óskarsdóttir
» Það er hjákátlegt nú
viku fyrir kosningar
að slík viljayfirlýsing
komi fram, en ekki er
stafur um málið í
fjármálaáætlun
ríkisstjórnarinnar!
Höfundur var formaður íþróttaráðs
Kópavogs í 11 ár. Er aðstoðarmaður
Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins
og óháðra í Kópavogi.
Ákvarðanir og loforð rétt fyrir
kosningar eða flottræfilsháttur?
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022
Hvernig til tekst við
rekstur og þjónustu
sveitarfélaga hefur bein
áhrif á lífskjör okkar
allra. Í sumum sveit-
arfélögum hefur tekist
að samþætta hófsemd í
opinberum álögum og
gjöldum við öfluga
þjónustu. Í öðrum (og
þau eru því miður of
mörg) eru álögur í há-
marki en íbúarnir fá ekki þá þjónustu
sem þeir ætlast til að sveitarfélagið
veiti.
Ég hef áður gert það að umtalsefni
á þessum síðum að hugmyndafræði
skipti ekki síður máli við stjórnun
sveitarfélaga en við ríkisreksturinn.
Þar takast á hugmyndir um hvort íbú-
arnir njóti valfrelsis í samgöngu-
málum, húsnæðismálum og skóla-
málum eða hvort stjórnlyndi ráði för.
Sveitarstjórnarmaður sem leggur
áherslu á aðhaldssemi í rekstri gefur
ekki út kosningavíxla eða undirritar
viljayfirlýsingar um hitt og þetta, sem
lítil innistæða er fyrir – ekki einu sinni
í aðdraganda kosninga til að fá af sér
huggulega ljósmynd. Stjórn-
málamaður sem berst fyrir sífellt
auknum útgjöldum hefur litlar
áhyggjur af þungum álögum á íbúana.
Áhugi hans snýst um að láta engin
tækifæri til tekjuöflunar fram hjá sér
fara og ef nauðsynlegt er að skuld-
setja sveitarsjóð.
Í aðdraganda sveitarstjórnarkosn-
inga er ekki óeðlilegt að mesta athygl-
in beinist að höfuðborginni – lang-
stærsta sveitarfélagi landsins. Það
skiptir ekki aðeins Reykvíkinga máli
hvernig til tekst við rekstur borg-
arinnar heldur eiga allir landsmenn
beint eða óbeint mikið undir því að þar
takist vel til. Blómleg, vel skipulögð og
hrein höfuðborg er metnaðarmál
allra.
Gengið á eigið fé
Samfylkingin hefur verið leiðandi í
meirihluta borgarstjórnar allt frá
árinu 2010. Fyrst í samstarfi við Besta
flokkinn en síðan í bræðingi annarra
vinstri flokkanna; VG,
og Pírata og Viðreisnar
síðustu fjögur ár. Frá
2014 hefur Dagur B.
Eggertsson verið borg-
arstjóri en fjögur ár þar
á undan var hann for-
maður borgarráðs.
Hægt er að nota ýmsa
mælikvarða á hvernig til
hefur tekist á þessu
valdatíma vinstri manna
í borginni. Samgöngu-
mál eru í ólestri. Loforð
um gríðarlega uppbygg-
ingu leiguíbúða hafa ekki staðist.
Skipulagsmál hafa leitt til ófremdar-
ástands á íbúðamarkaði. Viðhaldi
skóla hefur ekki verið sinnt. Barna-
fjölskyldur fá ekki nauðsynlega þjón-
ustu og þannig má lengi telja. Og ekki
hefur tekist vel í rekstri borgarsjóðs.
Skattstofnar Reykjavíkur, líkt og
flestra annarra sveitarfélaga, hafa
styrkst verulega á síðustu árum. Út-
svarsstofn einstaklinga hefur hækkað
hressilega vegna launahækkana og
grunnur fasteignagjalda hefur stór-
hækkað vegna þróunar fasteignaverðs.
Meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki
séð ástæðu til þess að nýta þetta tæki-
færi – hagstæða þróun – til að slaka ör-
lítið á klónni. Þegar litið er á rekstur A-
hluta borgarsjóðs er það skiljanlegt.
Uppsafnaður halli frá 2014 er um 14
þúsund milljónir króna á föstu verð-
lagi. Tekjurnar duga sem sagt ekki
fyrir grunnrekstri borgarinnar. Skuld-
ir aukast og gengið er á eigið fé. Borg-
arsjóður er ósjálfbær og þar að treysta
á afkomu fyrirtækja í B-hluta.
Borgin gefur lítið eftir við að afla
sér fjár með sköttum eða þjónustu-
gjöldum. Útsvarið er eins hátt og lög
leyfa og mun hærra en í mörgum
minni sveitarfélögum, sem njóta ekki
hagkvæmni stærðarinnar sem
Reykjavík ætti að búa við væri rétt
staðið að málum.
Í viðtali við DV í október 2015 hélt
borgarstjóri því fram að Reykjavík
glímdi við tekjuvanda – útgjaldavandi
væri ekki til staðar. Ári síðar taldi
borgarstjóri rétt að borgin fengi sér-
staka ríkisaðstoð til að hægt væri að
skipta út eitruðu dekkjakurli á
íþróttavöllum barna og unglinga.
Tekjuvandinn kom hins vegar ekki í
veg fyrir „bragga-ævintýrið“.
Skuldir hækkað um 87%
„Tekjuvandi“ A-hluta borgarsjóðs
er ekki meiri en svo að tekjurnar hafa
hækkað um 43% að raunvirði frá
2014. Eftir 12 ára valdatíma vinstri
flokkanna glímir borgarsjóður við út-
gjalda- og skuldavanda, þar sem eigið
fé er étið upp:
- Árið 2021 voru skatttekjur Reykja-
víkur liðlega 33 þúsund milljónum
krónum hærri á föstu verðlagi en
2014 – árið sem Dagur B. Eggertsson
settist í stól borgarstjórna. Raun-
hækkunin var tæplega 43%. Sé litið
aftur til ársins 2010 þegar þeir fé-
lagar Jón Gnarr og Dagur B. tóku við
völdum í Reykjavík þá voru skatt-
tekjurnar um 41 þúsund milljónum
hærri á síðasta ári.
- Í heild voru rekstrartekjur A-hluta
borgarinnar liðlega 42 þúsund millj-
ónum hærri á liðnu ári en 2014 og
nær 58 þúsund milljónum sé miðað
við 2010.
- Á föstu verðlagi voru tekjur A-
hluta borgarsjóðs um 970 þúsund
krónum hærri á hverja fjögurra
manna fjölskyldu 2021 en 2010, þar af
skatttekjur 717 þúsund.
- Í borgarstjórnartíð Dags B. Egg-
ertssonar hefur launakostnaður A-
hluta hækkað um 60% að raunvirði
eða rúmlega 32 þúsund milljónir.
Hlutfall launakostnaðar af tekjum
hefur farið úr 53,6% í 60,4%.
- Rekstrargjöld á hverja fjögurra
manna fjölskyldu voru 674 þúsund
krónum hærri á síðasta ári en 2014 –
á föstu verðlagi. Í heild hækkuðu
gjöldin um nær 35 þúsund milljónir
króna að raunvirði.
- Að raungildi hafa skuldir borgar-
sjóðs hækkað um 87% eða um rúm-
lega 67 þúsund milljónir króna. Þetta
jafngildir rúmlega 1,7 milljóna króna
skuldaaukningu á hverja fjögurra
manna fjölskyldu.
- Eigið fé borgarsjóðs hefur rýrnað
um tæplega 13 þúsund milljónir
króna á föstu verðlagi frá 2014. Eigin-
fjárhlutfallið hefur lækkað úr 58% ár-
ið 2014 í 39% í lok síðasta árs.
Það er borin von að álögur á borg-
arbúa lækki á komandi árum haldi nú-
verandi meirihluti velli – enn eitt vara-
dekkið breytir þar engu. Útsvarið
lækkar ekki, þjónustugjöld lækka
ekki. Þjónusta borgarinnar verður
ekki betri. Samgöngur verða áfram í
ólestri og þar skiptir engu þótt gömul
kosningaloforð um stokk séu endur-
nýjuð. Bolmagn borgarinnar til að ráð-
ast í nauðsynlegar fjárfestingar í hag-
ræðum og félagslegum innviðum
verður takmarkað. Á sama tíma
styrkjast nágrannasveitarfélögin. Um-
svifamikil uppbyggingin er fram und-
an í Mosfellsbæ. Haldið verður áfram
að lækka álögur á íbúa í Kópavogi og
Hafnarfirði. Á Seltjarnarnesi verður
útsvarið lækkað. Í Garðabæ njóta íbú-
ar hófsemdar í álögum. Í öllum þessum
sveitarfélögum verður góð þjónusta
aukin með óbreyttum meirihlutum.
Í kjörklefanum á laugardaginn
velja kjósendur um allt land á milli
ólíkra hugmynda. Niðurstaðan hefur
áhrif á lífskjör okkar allra á komandi
árum.
Eftir Óla Björn
Kárason
»Það er borin von að
álögur á borgarbúa
lækki á komandi árum
haldi núverandi meiri-
hluti velli – enn eitt vara-
dekkið breytir þar engu.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Valfrelsi, stjórnlyndi, hófsemd og skuldsetning
Borgarsjóður
Reykjavíkur í vanda
Rekstur og efnahagur A-hluta
2021 vs 2014*
Tekjur hafa hækkað gríðarlega að raunvirði:
Skatttekjur um 33.136
Aðrar tekjur 9.020
Samtals m.kr. 42.156
... en rekstrargjöldin enn meira:
Rekstrarkostnaður samtals 34.660
Launakostnaður 32.262
...og rekstrarniðurstaðan er neikvæð:
Uppsöfnað 2014 til 2021 -13.986
...og því hafa skuldir hækkað:
Skuldaaukning frá 2014 67.407
og eigið fé rýrnað -12.858
*Milljónir kr. á föstu verðlagi m.v. neysluverð 2021
Nokkrar lykiltölur A-hluta Reykjavíkur
2014-2021, á föstu verðlagi í þúsundum króna á íbúa
2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
Breyting
frá 2014
Fjöldi íbúa 121.814 122.452 123.133 126.109 128.724 131.146 133.181 135.681 13.867
Skatttekjur 635 665 717 766 797 813 806 814 179
Rekstrartekjur samtals 822 874 944 1.043 1.030 1.010 1.009 1.049 227
Laun og launatengd gjöld 440 472 485 550 543 558 599 633 193
Rekstrargjöld alls 850 958 875 961 943 959 1.010 1.019 169
Skuldir 634 775 787 889 930 919 971 1.066 432
Ég hitti alþingis-
mann á förnum vegi á
dögunum og tókum
við tal saman. Hann
er þingmaður flokks
sem um þessar mund-
ir er í stjórnarand-
stöðu. Talið barst að
störfum þingsins.
Hann sagði mér að
forysta flokks síns
ætlaðist til þess að
hann tæki þátt í and-
ófi gegn ríkisstjórninni, hvert sem
málefnið væri og hvaða skoðun
hann kynni að hafa á því. Hann
sagði mér að flokksfélagar hans
leituðust við að vinna svona. Þeir
settu á langar ræður, sem ekki
þjónuðu neinum öðrum tilgangi en
þeim að andæfa ríkisstjórninni.
Þetta gerðist m.a. í málum sem
þeir væru hlynntir en teldu skyldu
sína að mótmæla og tefja fyrir
vegna þess að þeir væru í stjórn-
arandstöðu.
Þetta eru slæm tíðindi. Sést hef-
ur að vísu séð málþóf í þinginu sem
engum tilgangi virðist þjóna. Þetta
er hins vegar í fyrsta sinn sem ég
heyri vitnisburð um að forysta
stjórnarandstöðuflokka ætlist til
þess að þingmenn þeirra viðhafi
framferði af þessu tagi. Viðmælandi
minn kvaðst að vísu ekki taka þátt í
þessu sjálfur en félagar hans í
þingflokknum gerðu það í stórum
stíl. Stundum stæðu þingfundir
miklu lengur en þörf
væri á vegna þess að
málþófsmenn misnot-
uðu málfrelsi sitt á
þennan hátt.
Þeir þingmenn sem
taka þátt í svona fram-
ferði ættu að skilja að
þeir skaða trúverðug-
leika sinn með því. Það
er eins og þeir haldi að
almenningur sem fylg-
ist með sé sauðheimsk-
ur og sjái ekki í gegn-
um ruglið. Það er
mikill misskilningur.
Það er ekki ólíklegt að fólkið í land-
inu missi trúna á heiðarleika þing-
manna sem haga sér svona og taki
síður mark á þeim þegar þeir segja
eitthvað sem þeim sjálfum finnst
skipta raunverulegu máli.
Ég ráðlegg þeim því að láta af
þessum vinnubrögðum. Það er ekk-
ert athugavert við að fallast á rétt-
mæti þingmáls sem maður er
hlynntur, þó að þingmaður eða ráð-
herra úr öðrum flokki flytji það.
Með því hækka þeir bara í áliti en
lækka ekki, eins og þeir virðast
telja.
Þeir fórna trú-
verðugleika sínum
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
Jón Steinar
Gunnlaugsson
» Það er ekki ólíklegt
að fólkið í landinu
missi trúna á heiðar-
leika þingmanna sem
haga sér svona.
Höfundur er lögmaður.