Morgunblaðið - 11.05.2022, Side 20

Morgunblaðið - 11.05.2022, Side 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 40 ÁRA Elke er frá Norderstedt í Schles- wig-Holstein í Þýskalandi, en fluttist til Ís- lands árið 2007 og býr í Gíslastaðagerði á Völlum, N-Múl. Hún er sérkennari og tónmenntakennari að mennt frá Flensburg í Þýskalandi og starfar sem sérkennari í Fellaskóla í Fellabæ. Elke spilar á trompet í Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs og er einnig í Sinfóníuhljómsveit Austurlands. „Áhuga- mál mín eru tónlist, ég sauma mikið og mér finnst gaman að fara í göngu.“ FJÖLSKYLDA Elke er í sambúð með Michael Gottschlich, f. 1978. Hann er tölvu- fræðingur að mennt en vinnur sem bifvéla- virki hjá Bílaverkstæði Austurlands. Börn þeirra eru Thea Sóley, f. 2009, Emma Sól- rún Lynn, f. 2011, Davíð Logi, f. 2014, og Antonía Sunneva, f. 2017. Foreldrar Elke eru Harald Schnabel, f. 1953 og Barbara Schnabel, f. 1953, búsett í Norderstedt. Elke Angelika Schnabel Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Kjörorð dagsins er samvinna svo nú er að láta hendur standa fram úr erm- um. Ekki orsaka ósætti vegna smámuna til þess að sneiða hjá stærri vandamálum. 20. apríl - 20. maí + Naut Einhver sér sér hag í því að láta hlut- ina líta þannig út að þér hafi orðið á ein- hver mistök. Axlaðu þá ábyrgð sem er þín og láttu svo eðlisávísunina ráða. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú gerir átak í því að styrkja stuðningsnetið. Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þegar verkefnaskráin er orðin svona hlaðin eins og hjá þér er nauðsynlegt að raða hlutunum upp í forgangsröð. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Ef þú vilt að fólki líði vel nálægt þér skaltu gæta orða þinna og hafa aðgát í nærveru sálar. Segðu hvað þér finnst en ekki reyna að þröngva skoðunum þínum upp á aðra. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú hefur jákvæð áhrif á samstarfs- menn þína með því að sýna þeim vinsemd og umhyggju. Með þessu styrkir þú líka persónuleika þinn. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þér finnst sál þín og einhvers sem þú ert hrifinn af mætast í dag. Samskipti skapa ekki bara frið, heldur felast í þeim bestu augnablik lífsins. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Komdu skikki á líf þitt og veittu þínum nán- ustu meiri tíma og athygli. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Vertu á tánum gagnvart þeim tækifærum sem þér kunna að opnast. Gættu þess að hafa fólk í kringum þig sem fyllir þig andagift. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Betur sjá augu en auga svo þú skalt fagna því er þínir nánustu benda þér á eitthvað sem skiptir máli fyrir þig. Mæltu þér mót við einhvern í kaffi eða mat. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Einhverjir möguleikar virðast á ferðalagi en ljóst að þú þarft að hafa öll spjót úti til þess að af því verði. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú ert fullur hugmynda og sérð ekki hlutina í réttu ljósi. Gættu að fjárhagsstöðu þinni og reyndu að hafa hana í lagi. B jarki Lúðvíksson fædd- ist 11. maí 1972 á Akra- nesi og átti heima þar fyrst um sinn. Svo flutti fjölskyldan í Þor- lákshöfn eftir Vestmannaeyjagosið og þaðan til Reykjavíkur og síðan í Kópavog. Fjölskyldan flutti síðan aftur á Akranes í desember 1979. Bjarki gekk í Brekkubæjarskóla og svo í Grundaskóla þegar hann hóf starfsemi 1981. „Ég fór í við- skiptafræði í Fjölbrautaskóla Vest- urlands en komst fljótt að því að það hentaði mér ekki.“ Hann flutti norður á Akureyri 1995 og fór í grafíska hönnun við Myndlistaskól- ann á Akureyri og útskrifaðist vorið 1999. Eftir útskrift flutti Bjarki til Reykjavíkur og hóf störf á Hvíta húsinu auglýsingastofu og starfar þar í dag. Hann er hönnuður og „art director“ á Hvíta húsinu. „Á Hvíta húsinu hef ég fengið að hanna „logo“ og útlit og staðla fyrir fjöl- breyttan hóp kúnna. Ég hef kynnst mörgu skemmtilegu, orkumiklu og skapandi fólki þar í gegnum tíðina.“ Bjarki hefur meðal annars unnið verkefni fyrirVestmannaeyjar sem kallast Visit Vestmannaeyjar og hann gerði skjaldarmerkið fyrir Suðurnesjabæ. Hann hefur unnið fyrir Samtökin 78 og stuðnings- félögin Sorgarmiðstöðina og Bjarkahlíð, einnig verkefni fyrir hópinn Opnum Skálafell og Stöð 2000 fyrir Stöð 2. Meðal fyrirtækja og félaga sem Bjarki hefur einnig unnið fyrir eru Actavis, Íslands- banki/Glitnir, Arion banki, Kjarn- inn, Ímark, Isavia, Tern Systems, Félag atvinnurekenda, Nauthóll, Brú lifeyrisfélag og margt fleira. „Nýjustu verkefnin hjá mér eru Terra og núna síðast Bílaumboðið Hekla og OK, áður Opin kerfi, sem er á teikniborðinu núna í sumar.“ Merki Bjarka hafa ýmist fengið viðurkenningar eða verðlaun hjá Ímark og á erlendum keppnum og fengið birtingar í erlendum bókum. Ber þá helst að nefna verkefnin fyr- ir Samtökin 78, Actavis, Tern systems og Isavia. „Áhugamál mín fyrir utan vinn- Bjarki Lúðvíksson, grafískur hönnuður – 50 ára Margar viðurkenningar að baki Afmælisbarnið Bjarki hefur sérhæft sig í að hanna merki, eða lógó, og gengið vel á þeim vettvangi. Á Hveravöllum Bjarki ásamt yngsta barninu, Lenu Björk. Til hamingju með daginn Akranes Jaki Hrafn Eiðsson fæddist 10. mars 2022 kl. 23.25 á Akranesi. Hann vó 3.714 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Áslaug Jóna Rafnsdóttir og Eiður Daði Bjarkason. Nýr borgari Smiðjuvegur 76 200 Kópavogur 414 1000 Baldursnes 6a 603 Akureyri 414 1050 Austurvegur 69 800 Selfoss 414 1040 tengi@tengi.is tengi.is Hjónin Rannveig og Bjarki í Landmannalaugum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.