Morgunblaðið - 11.05.2022, Síða 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022
Norski framherjinn Erling Braut
Haaland mun ganga í raðir Man-
chester City frá Dortmund í sumar.
Félagið staðfesti í gær að það hefði
náð samkomulagi við framherjann
magnaða og skrifar hann undir
fimm ára samning.
Haaland hefur farið á kostum
með Dortmund og skorað 85 mörk í
88 leikjum með liðinu. Faðir hans,
Alf Inge Haaland, lék með City í
upphafi aldar. Dortmund hefur
fengið Karim Adeyemi frá RB Salz-
burg til að taka við markaskor-
uninni af Norðmanninum.
Haaland í fót-
spor föður síns
AFP
Markahrókur Erling Braut Haaland
á að skora mörk í Manchester.
Knattspyrnumaðurinn Daníel Finns
Matthíasson er genginn til liðs við
Stjörnuna frá Leikni í Reykjavík.
Hann er 21 árs gamall miðjumaður
og var lykilmaður í Leiknisliðinu
sem náði áttunda sæti í úrvalsdeild-
inni á síðasta ári. Hann lék 20 af 22
leikjum liðsins og skoraði tvö mörk.
Daníel lék sinn fyrsta leik með 21-
árs landsliði Íslands þegar það
mætti Kýpur í undankeppni EM í
mars. Hann spilaði þrjá fyrstu leiki
Leiknis í vor en var ekki með þegar
liðið gerði markalaust jafntefli við
Víking á sunnudagskvöldið.
Daníel kominn
í Stjörnuna
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Stjarnan Daníel Finns Matthíasson
er kominn til Garðabæjarfélagsins.
HANDBOLTINN
Guðmundur Tómas Sigfússon
Jóhann Ingi Hafþórsson
ÍBV tryggði sér sæti í úrslita-
einvígi Íslandsmóts karla í hand-
bolta með 34:27-heimasigri á
Haukum í fjórða leik liðanna í
Vestmannaeyjum í gærkvöldi. ÍBV
vann einvígið 3:1 og mætir Íslands-
og bikarmeisturum Vals í úrslitum.
Leikurinn var í járnum í fyrri
hálfleik en ÍBV lagði grunninn að
sigrinum með góðri byrjun í seinni
hálfleik. Þegar lítið var eftir fóru
Haukar að hengja haus, ÍBV gekk
á lagið og vann að lokum sannfær-
andi sigur.
Ásgeir Snær Vignisson og Arnór
Viðarsson skoruðu fimm mörk
hvor fyrir ÍBV og þeir Kári Krist-
ján Kristjánsson og Elmar Erl-
ingsson fjögur hvor. Kári var
kampakátur er hann ræddi við
Morgunblaðið eftir leik.
„Við náðum að dreifa spilinu bet-
ur en Haukar. Menn urðu þreyttir
hinum megin og við náðum að
dreifa spiltímanum betur. Menn
eins og Ásgeir Snær og Arnór
klára stóran hluta leiksins. Við er-
um líka með Elmar frábæran í
stóru hlutverki og Robbi er kóng-
urinn í vörninni. Það var mjög gott
hvernig við kláruðum þetta,“ sagði
línumaðurinn stóri og stæðilegi.
Með smá pílu í maganum
Kári viðurkennir að honum hafi
ekki liðið vel allan leikinn, þrátt
fyrir að ÍBV hafi unnið með sjö
mörkum að lokum. „Það var alveg
tvisvar eða þrisvar sem maður
fékk í magann. Þeir minnkuðu nið-
ur í þrjú mörk og síðan voru 10
mínútur eftir og þetta bara fjögur
mörk. Það getur mikið gerst á 10
mínútum og maður var með smá
pílu í maganum. Við ætluðum að
gera betur en við gerðum á Ásvöll-
um,“ sagði hann og hrósaði Sveini
Jose Riveira í leiðinni en Sveinn
kom sterkur inn á línuna þegar
leið á leikinn.
Þrátt fyrir að Valur hafi verið
gríðarlega sannfærandi í úrslita-
keppninni hingað til er Kári bratt-
ur fyrir úrslitaeinvígið. „Nú förum
við í heitan pott og spilum rólegar
níu holur, allir að koma sér í gang
og ná sér góðum. Valur er lið sem
keyrir ótrúlega mikið og við áttum
okkur á því. Þeir eru deildarmeist-
arar og bikarmeistarar. Þeir eru
liðið til að vinna en við erum að
fara í úrslit og þetta verður ekkert
eitthvað að gera sitt besta. Við
ætlum bara að vinna helvítis Ís-
landsmeistaratitilinn,“ sagði Kári
Kristján.
Hjá Haukum var Stefán Rafn
Sigurmannsson markahæstur með
fimm mörk og þeir Adam Haukur
Baumruk, Brynjólfur Snær Brynj-
ólfsson og Tjörvi Þorgeirsson með
fjögur mörk hver.
Fyrsti leikur úrslitaeinvígisins
er í Origo-höllinni á Hlíðarenda
fimmtudaginn 19. maí.
Ætlum að
vinna titilinn
- ÍBV mætir Valsmönnum í úrslitum
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Kraftur Línumaðurinn kraftmikli Kári Kristján Kristjánsson í dauðafæri í
leiknum gegn Haukum í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.
Ísak Snær Þorvaldsson, sóknarmaður Breiðabliks, var besti leikmaðurinn í
fjórðu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Ísak
skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik, í þriðja sinn í fyrstu fjórum leikjunum,
þegar Kópavogsliðið vann fyrrum félaga Ísaks í ÍA, 5:1 á Akranesi á laug-
ardaginn.
Ísak hefur þrisvar fengið tvö M í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar
og hann var eini leikmaður deildarinnar sem fékk þá einkunn í fjórðu um-
ferðinni. Hann er jafnframt fyrstur til að vera valinn þrisvar í lið umferð-
arinnar á tímabilinu. Þá eru þeir Hólmar Örn Eyjólfsson úr Val, Ívar Örn
Árnason úr KA og Gísli Eyjólfsson úr Breiðabliki allir valdir í lið umferð-
arinnar í annað skipti.
4 . umferð
í Bestu deild karla 2022
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Steinþór Már Auðunsson
KA
Felix Örn
Friðriksson
ÍBV
Ísak Snær Þorvaldsson
Breiðablik
Einar Karl
Ingvarsson
Stjarnan
Nacho Heras
Keflavík
Gísli Eyjólfsson
Breiðablik
Matthías
Vilhjálmsson
FH
Brynjar Hlöðversson
Leiknir R.
Hólmar Örn Eyjólfsson
Valur
Kristinn Steindórsson
Breiðablik
Ívar Örn Árnason
KA
2
2
2
3
Ísak bestur í fjórðu umferð
Mjólkurbikar kvenna
2. umferð:
Fjarð/Hött/Leiknir – Völsungur............. 4:0
England
Aston Villa – Liverpool ............................ 1:2
Staðan:
Manch. City 35 27 5 3 89:21 86
Liverpool 36 26 8 2 89:24 86
Chelsea 35 19 10 6 70:31 67
Arsenal 35 21 3 11 56:42 66
Tottenham 35 19 5 11 60:40 62
Manch. Utd 37 16 10 11 57:56 58
West Ham 36 16 7 13 57:46 55
Wolves 35 15 5 15 35:34 50
Brighton 36 11 14 11 38:42 47
Crystal Palace 35 10 14 11 46:42 44
Aston Villa 35 13 4 18 48:49 43
Brentford 36 12 7 17 44:52 43
Newcastle 36 11 10 15 40:61 43
Leicester 34 11 9 14 49:56 42
Southampton 36 9 13 14 41:61 40
Everton 34 10 5 19 37:56 35
Burnley 35 7 13 15 32:49 34
Leeds 35 8 10 17 39:74 34
Watford 35 6 4 25 32:70 22
Norwich City 35 5 6 24 22:75 21
Spánn
Barcelona – Celta Vigo ............................ 3:1
Valencia – Real Betis ............................... 0:3
Granada – Athletic Bilbao ....................... 1:0
Staða efstu liða:
Real Madrid 35 25 6 4 73:30 81
Barcelona 36 21 9 6 68:36 72
Sevilla 35 17 14 4 51:29 65
Atlético Madrid 35 19 7 9 60:41 64
Real Betis 36 18 7 11 60:40 61
Real Sociedad 35 15 11 9 34:34 56
Villarreal 35 14 11 10 55:34 53
Athletic Bilbao 36 13 13 10 41:35 52
_ Real Madrid er meistari.
0-'**5746-'
Olísdeild karla
Undanúrslit, fjórði leikur:
ÍBV – Haukar ....................................... 33:27
_ ÍBV vann einvígið 3:1 og mætir Val í úr-
slitum.
Noregur
Undanúrslit, annar leikur:
Nærbo – Elverum ................................ 24:34
- Orri Freyr Þorkelsson skoraði 5 mörk
fyrir Elverum en Aron Dagur Pálsson
komst ekki á blað.
_ Staðan er 2:0 fyrir Elverum.
E(;R&:=/D
Spánn
Valencia – San Pablo Burgos............. 84:70
- Martin Hermannsson lék ekki með Val-
encia vegna meiðsla.
_ Valencia er í þriðja sæti og á einn leik eft-
ir.
Zaragoza – Andorra ...................(frl.) 80:83
- Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig og
tók 8 fráköst fyrir Zaragoza á 19 mínútum.
_ Zaragoza er í 17. sæti af 18 liðum og á
einn leik eftir.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Milwaukee – Boston ......................... 108:116
_ Staðan er 2:2.
Vesturdeild, undanúrslit:
Golden State – Memphis.................... 101:98
_ Staðan er 3:1 fyrir Golden State.
>73G,&:=/D
Þjóðverjinn Antonio Rüdiger, varn-
armaður enska knattspyrnuliðsins
Chelsea, er búinn að semja við
spænska stórliðið Real Madrid að
sögn hins áreiðanlega blaðamanns
Fabrizios Romanos. Romano segir
Rüdiger semja við Real til ársins
2026 og að allt sé frágengið á milli
hans og félagsins.
Rüdiger sem-
ur við Real
KNATTSPYRNA
Besta deild karla:
Hásteinsvöllur: ÍBV – KR ........................ 18
Kópavogur: Breiðablik – Stjarnan...... 19.15
Hlíðarendi: Valur – ÍA ......................... 19.15
Dalvíkurvöllur: KA – FH..................... 19.15
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Kórinn: HK – Fjölnir ................................ 18
Árbær: Fylkir – Tindastóll .................. 19.15
Grindavík: Grindavík – Haukar .......... 19.15
Kaplakriki: FH – Víkingur R .............. 19.15
HANDKNATTLEIKUR
Umspil kvenna, annar úrslitaleikur:
Austurberg: ÍR – HK (0:1) .................. 19.30
Í KVÖLD!
Liverpool jafnaði Manchester City
á stigum í toppsæti ensku úrvals-
deildarinnar í fótbolta með 2:1-
útisigri á Aston Villa er liðin
mættust á Villa Park í gærkvöldi.
Liverpool lenti undir eftir að-
eins þrjár mínútur þegar Douglas
Luiz skoraði af stuttu færi eftir að
Alisson í marki Liverpool varði
frá honum. Aðeins þremur mín-
útum síðar var Joël Matip búinn
að jafna í 1:1 með svipuðu marki
og reyndust það einu mörk fyrri
hálfleiks.
Liverpool var töluvert sterkara
liðið í seinni hálfleik og að lokum
skoraði Sadio Mané huggulegt sig-
urmark með skalla á 65. mínútu
eftir fyrirgjöf frá Luis Díaz. Liver-
pool hefur oft spilað betur, en að
því er ekki spurt undir lok tíma-
bils þegar mikið er undir.
Manchester City getur náð
þriggja stiga forskoti á toppnum á
nýjan leik er liðið leikur við Wolv-
es í kvöld. Liverpool á eftir að
leika við Southampton og Wolves
á meðan City spilar við West Ham
og Aston Villa í tveimur síðustu
leikjum sínum.
AFP
Sigurmarkið Sadio Mané fagnar sigurmarkinu á Villa Park í Birmingham í
gærkvöldi ásamt fyrirliðanum Jordan Henderson og Diogo Jota.
Endurkomusigur
Liverpool á Villa