Morgunblaðið - 11.05.2022, Side 23
KRAFTLYFTINGAR
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Kraftlyftingakonan Sóley Margrét
Jónsdóttir náði frábærum árangri á
Evrópumeistaramótinu í kraftlyft-
ingum í Plzen í Tékklandi um síð-
ustu helgi. Sóley vann til verðlauna í
öllum greinum sem hún keppti í, alls
fernra verðlauna. Hún hreppti silf-
urverðlaun í samanlögðum árangri í
+84 kg flokki með því að lyfta 280
kg í hnébeygju, 185 kg í bekkpressu
og 210 kg í réttstöðulyftu, samanlagt
675 kg, og bætti þar með eigið Ís-
landsmet í samanlögðu um tíu kg.
Með þessum árangri vann hún
með sannfærandi hætti til gull-
verðlauna í hnébeygju, vann brons-
verðlaun í bekkpressu og silf-
urverðlaun í réttstöðulyftu. Auk
þess setti hún Íslandsmet í bekk-
pressu og „single lift“ bekkpressu,
sem er þegar einungis er keppt í
bekkpressu á keppnisdegi öfugt við
þegar keppt er á þrílyftumóti, þ.e.
öllum þremur greinunum á keppn-
isdegi. „Ég er bara mjög sátt með
árangurinn á mótinu. Ég get ekki
sagt annað,“ sagði Sóley í samtali við
Morgunblaðið.
Hin norska Hildeborg Hugdal
hrósaði sigri samanlagt með því að
lyfta 688 kg og sló í leiðinni heims-
met í bekkpressu. Því vantaði Sól-
eyju aðeins 13 kg upp á krækja í
gullverðlaunin fyrir samanlagðan
árangur. Hvað hefði mátt betur fara
svo að Sóley hefði getað skákað
Hugdal?
„Ég náði ekki upp bekknum í ann-
arri tilraun, sem var 185 kg. Hefði
það farið upp hefði ég reynt við
hærri þyngd í þriðju tilraun, þar
sem ég reyndi aftur við 185 kg og
náði því þá upp. En ég var nátt-
úrlega alls ekki að búast við því að
ég yrði 13 kílóum frá henni. Ég er
mjög ánægð með að hafa náð að vera
svona nálægt,“ sagði hún.
Heimsmetið stendur enn
Hnébeygjan hefur löngum verið
sterkasta grein Sóleyjar enda vann
hún til gullverðlauna í greininni um
helgina og á enn heimsmet í stúlkna-
flokki, U18 ára, í greininni, sem er
265,5 kg, Það met setti hún árið
2019. „Já, það er mín langsterkasta
grein.“ Hún telur hins vegar þörf á
bætingum í réttstöðulyftu. „Það er
klárlega réttstöðulyftan sem ég þarf
að bæta, hún er langveikasta greinin
hjá mér. Ég vann samt silfur í henni
en hún er veikasta greinin mín per-
sónulega,“ útskýrði Sóley.
Hún er enn aðeins tvítug, verður
21 árs í næsta mánuði, og verður því
áfram gjaldgeng í flokk U23 ára og
yngri um nokkurt skeið. „Það er
keppt í U18, U23 og síðan fullorð-
insflokki. Ég er náttúrlega undir 23
ára en ég keppti samt í fullorðins
flokki á þessu móti um helgina.
Heimsmetið í U23 ára í hnébeygj-
unni er 290 kg núna þannig að stefn-
an er sett á að ná því markmiði. Ég
hef út þetta ár og tvö ár í viðbót
þannig að það mun klárlega fara
upp,“ sagði Sóley ákveðin.
EM var upphitun
Næst á dagskrá hjá henni eru
heimsleikarnir sem fara fram í
Birmingham í Alabama-ríki í Banda-
ríkjunum næstkomandi júlí. „Ég
ætla að ná mínum bætingum á því
móti. Mótið um helgina var í raun-
inni smá upphitun fyrir það þó þetta
hafi náttúrlega ekki beint verið upp-
hitun,“ sagði Sóley og hló við.
„Stefnan var alltaf sett á að vera í
mínu besta formi fyrir þessa heims-
leika í júlí.“
Spurð hver markmið hennar um
bætingar á heimsleikunum eru sagði
hún: „Ef ég mun vera í góðu standi
mun ég klárlega reyna við heimsmet
U23 ára í hnébeygjunni og síðan er
ég ekki langt frá í bekknum þar
heldur, heimsmetið í U23 er 205 kg.“
Eftir heimsleikana ráðgerir Sóley að
taka þátt á einu móti til viðbótar á
árinu, heimsmeistaramótinu sem fer
fram í Viborg í Danmörku í nóv-
ember.
Þegar talið barst að lokum að
markmiðum hennar til langs tíma
litið sagðist Sóley stefna ótrauð að
því að verða best í heimi. „Það er al-
gjörlega markmiðið að verða heims-
meistari í fullorðinsflokki. Það er
langtímamarkmiðið. Það mun al-
gjörlega takast, ekki spurning.“
Markmiðið hjá mér er
að verða heimsmeistari
- Sóley Margrét Jónsdóttir fékk silfrið á Evrópumeistaramótinu í Plzen
Ljósmynd/úr einkasafni
Tékkland Sóley Margrét Jónsdóttir með verðlaunapeningana eftir Evrópumótið í Plzen um síðustu helgi.
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022
_ Íslandsmeistarinn Aron Snær Júl-
íusson er efstur eftir fyrsta hring á
Rewell Elisefarm Challenge-mótinu í
Höör í Svíþjóð í gær en mótið er hluti
af Nordic Golf-mótaröðinni. Aron lék
fyrsta hringinn í gær á 67 höggum,
fimm höggum undir pari. Er hann jafn
Svíanum Hannes Rönneblad í topp-
sæti mótsins.
Axel Bóasson er einu höggi frá þeim
félögum og er því jafn nokkrum í
þriðja sæti á fjórum höggum undir
pari. Þar á eftir koma Bjarki Pét-
ursson og nokkrir aðrir kylfingar á
þremur höggum undir pari.
_ Körfuknattleiksmaðurinn Nemanja
Knezevic hefur gert samning við Hött
og mun hann leika með liðinu á næstu
leiktíð. Hann kemur til félagsins frá
Vestra. Knezevic lék alla 22 leiki
Vestra á leiktíðinni og skoraði í þeim
12 stig, tók 12 fráköst og gaf þrjár
stoðsendingar að meðaltali í leik.
Vestri féll hins vegar úr deild þeirra
bestu og Höttur fór upp upp í efstu
deild.
_ Knattspyrnufélagið Leiknir úr
Reykjavík hefur fengið Stjörnumann-
inn Kristófer Konráðsson að láni út
yfirstandandi leiktíð. Kristófer hefur
leikið 23 leiki í efstu deild með Stjörn-
unni
_ Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, tilkynnti í gær breytingar á fyr-
irkomulagi Meistaradeildar Evrópu í
karlaflokki. Breytingarnar munu taka
gildi árið 2024 sem þýðir að keppnin
verður með óbreyttu sniði næstu tvö
tímabil. Eftir það fá 36 lið þátttökurétt
í stað 32 sem til þessa hafa komist í
riðlakeppnina. Liðin munu öll spila
átta leiki gegn átta mismunandi mót-
herjum. Þau átta lið sem fá flest stig
komast beint í 16-liða úrslit en liðin
sem enda í 9. til 24. sæti spila eina
umferð, heima og heiman, um að kom-
ast þangað. Svipað fyrirkomulag verð-
ur tekið upp í Evrópudeildinni og Sam-
bandsdeildinni.
_ Þjóðverjar hafa tilkynnt að upphafs-
leikur Evrópumóts karla árið 2024 fari
fram á Allianz-leikvanginum í Münch-
en að kvöldi 14. júní. Þýskaland mun
spila þann leik en langt er í að mót-
herjarnir liggi fyrir því undankeppni
EM fer öll fram á árinu 2023.
_ Bandaríska knattspyrnukonan
Cyera Hintzen er komin aftur til Vals
eftir að hafa leikið með Perth Glory í
áströlsku atvinnudeildinni í vetur.
Hintzen kom til Vals í
júlí á síðasta ári og
spilaði síðustu tíu
leikina í úrvalsdeild-
inni þar sem hún
skoraði fjögur
mörk, en auk
þess skor-
aði hún
tvö
mörk í
3:1-sigri
Vals á
Zürich í
Meist-
aradeild Evr-
ópu. Hintzen
lék níu leiki
með Perth
Glory í ástr-
ölsku deildinni
og skoraði í
þeim
fimm
mörk.
Eitt
ogannað
Stephen Curry varð í fyrrinótt
fyrstur allra til að skora 500
þriggja stiga körfur í úrslitakeppni
NBA. Það gerði hann um leið og
hann átti stórleik með Golden State
Warriors í sigri á Memphis Grizz-
lies, 101:98, í undanúrslitum Vest-
urdeildarinnar. Curry skoraði 32
stig í leiknum og átti átta stoðsend-
ingar. Golden State komst með
sigrinum í 3:1 í einvíginu og þarf
því aðeins einn sigur í viðbót. Í
Austurdeildinni jafnaði Boston
metin við meistarana í Milwaukee,
2:2, með útisigri, 116:108.
Curry í 500 og
staða liðsins góð
AFP
500 Stephen Curry átti stórleik
gegn Memphis í fyrrinótt.
Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðs-
kona í knattspyrnu, skrifaði í gær
undir nýjan samning við þýska
meistarafélagið Wolfsburg. Samn-
ingurinn gildir til ársins 2025 og er
um eins árs framlengingu að ræða.
Wolfsburg keypti Sveindísi af
Keflavík í árslok 2020 og lánaði
hana til Kristianstad í Svíþjóð tíma-
bilið 2021. Hún kom síðan til Wolfs-
burg um síðustu áramót og varð um
helgina þýskur meistari með liðinu.
Sveindís hefur leikið 14 mótsleiki
með Wolfsburg og skorað í þeim
þrjú mörk.
Framlengdi hjá
Wolfsburg
AFP/Tobias Schwarz
Stekkur Sveindís Jane Jónsdóttir í
háloftunum gegn Barcelona.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, kantmaður úr Val, var besti leikmaðurinn í
þriðju umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.
Þórdís Hrönn fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í sigri Vals gegn Keflavík
á Hlíðarenda í fyrrakvöld, 3:0.
Tveir aðrir leikmenn fengu tvö M í einkunn í þriðju umferðinni. Það voru
Elísa Viðarsdóttir, samherji Þórdísar hjá Val, og Arna Eiríksdóttir, sem
reyndar er Valsari líka en er í láni hjá Þór/KA og lék mjög vel í 2:1 sigri
Akureyrarliðsins gegn Aftureldingu.
Úrvalslið þriðju umferðar er hér fyrir ofan. Samantha Leshnak, mark-
vörður Keflvíkinga, er sú eina sem er valin í annað sinn á þessu tímabili.
3. umferð
í Bestu deild kvenna 2022
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Samantha Leshnak
Keflavík
Andrea Rut
Bjarnadóttir
Þróttur
Viktorija Zaicikova
ÍBV
Kristín Þóra
Birgisdóttir
Afturelding
Barbára Sól
Gísladóttir
Selfoss
Birta
Georgsdóttir
Breiðablik
Melina Ayres
Breiðablik
Elísa Viðarsdóttir
Valur
Arna Eiríksdóttir
Þór/KA
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Valur
Haley Thomas
ÍBV
2
Þórdís best í þriðju umferð