Morgunblaðið - 11.05.2022, Side 24

Morgunblaðið - 11.05.2022, Side 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 Kristín Heiða Kristinsdóttir khkmbl.is „Mér fannst borga sig að hafa með mér stórskotalið á svona tónleikum, þá verður árangur betri, æfingar færri og svo framvegis. Þetta er allt saman fólk sem ég hef unnið með áður,“ segir Þórir Baldursson, heið- urslistamaður Kópavogsbæjar, sem ætlar að halda stórtónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld, miðvikudags- kvöld, á afmælisdegi Kópavogs- bæjar. Á efnisskrá eru splunkunýjar út- setningar Þóris á vinsælum söng- perlum en með honum kemur fram öflugt lið íslenskra tónlistarmanna, m.a. Sigurður Flosason, Jóel Páls- son, Björn Thoroddsen og Einar Scheving. Auk þess verða sérstakir gestir þau Sigrún Eðvaldsdóttir, Una Stefánsdóttir, Kristján Jó- hannsson og Geir Ólafsson. Tónlist úr ólíkum áttum mun hljóma á tón- leikunum; djassstandardar, íslensk og erlend dægurlög og fleira eftir Gershwin, Nino Rota, Puccini, Magnús Blöndal Jóhannsson og Þóri sjálfan auk annarra höfunda. Einnig hljóma nýjar útsetningar af ástsælum eldri lögum. Í tónlist í sextíu og fjögur ár Í ljósi þess að Þórir hefur undan- farin ár snúið sér nokkuð að djassi og blús er ekki úr vegi að spyrja hvort djassinn standi hjarta hans æ nær með árunum. „Nei, alls ekki. Ég er alæta á tón- list, ég hrífst ekki síður af klassískri tónlist en djassi og þótt mér finnist voða gaman að djassi þá kann ég líka vel að meta rapp. Þetta kemur til af því að ég hef starfað við tónlist í sextíu og fjögur ár og á þeim tíma hef ég þurft að spreyta mig á alls konar tónlist, sem er skemmtilegt,“ segir Þórir, sem er frægur fyrir að fara fimum höndum um Hammond- orgelið, en hann eignaðist sitt fyrsta Hammond-orgel 1969, fyrir rúmum fimmtíu árum. „Orgelið sem ég spila á í dag eignaðist ég haustið 1970. Samvistir okkar Hammonds hafa verið góðar. Ég hef tekið þetta orgel í sundur og gert það upp nokkrum sinnum, ekki alltaf af þörf heldur líka af forvitni, af því ég er svo forvitinn um hvern- ig græjur virka. Þetta er frábær hönnun, enda er Hammond-orgel enn vinsælasta hljómborð í heimi og hefur verið alveg frá 1935, þegar það kom fyrst fram. Í Hammond eru tónskífur, aðeins stærri en gamli túkallinn var, og þær snúast. Ein skífa er fyrir hvern tón og skíf- urnar eru níutíu talsins. Tónninn er myndaður á segulmagni og rétt eins og rafmagnsgítar er með pikköpp, þá er Hammondorgel líka með pikk- öpp fyrir hvern einasta tón. Öldur eru á jaðri hverrar skífu sem líkir eftir streng sem titrar. Þetta er það sem gefur þessu hljóðfæri sinn ein- staka hljóm.“ Á áttunda og níunda áratugnum bjó Þórir í München og í Bandaríkj- unum og hann segir að sér þyki vænst um minninguna frá München þar sem hann bjó í tæp átta ár. „Ég vann þar sem sessjónmaður og útsetjari og það var minn stökk- pallur til að vinna með öllu því heimsþekkta tónlistarfólki sem síð- ar varð,“ segir Þórir, sem starfaði sem útsetjari og upptökustjóri fyrir m.a. Donnu Summer, Elton John, Grace Jones og Giorgio Moroder. „Donna var alveg indæl kona og sömuleiðis Grace Jones, en ég hafði minni afskipti af Elton John, hann kom bara þegar við vorum búnir að spila músíkina, til að syngja,“ segir Þórir, sem flutti aftur heim til Ís- lands fyrir rétt rúmum þrjátíu árum og hefur starfað bæði sem tónlistar- maður og kennari allar götur síðan. „Þegar ég flutti heim fór ég beint í það að kenna fyrir tónlistarskóla FÍH, og kenndi þar í 27 ár. Ég var byrjaður að spila djass með félögum mínum í Gömmum, Birni Thorodd- sen, Stefáni S. og fleirum, en þegar ég fór að kenna djasspíanó fannst mér ég þurfa að setjast á skólabekk sjálfur. Í kringum djassinn er mjög skemmtileg tónfræði og til að geta kennt þarf maður að geta notað alla frasa sem djassmúsíkantar nota,“ segir Þórir sem hefur í kennslunni miðlað til fjölmargra tónlistar- manna sem nú eru framarlega á sínu sviði. Hann segir hafa verið mjög gef- andi að færa kunnáttu áfram til nýrra kynslóða. „Kennslan getur verið mjög lýjandi starf, en þegar maður fær afburðanemendur þá er það alveg æðislega gaman.“ Morgunblaðið/Eggert Gaman Þórir á æfingu í gær í Salnum í Kópavogi með stórsveit sinni sem er skipuð úrvals tónlistarfólki. Þórir er alæta á tónlist - „Donna var alveg indæl kona og sömuleiðis Grace Jones,“ segir Þórir Bald- ursson, sem hefur komið víða við á tónlistarferli sínum - Stórtónleikar í kvöld „Í kringum heiminn á átta lögum“ er yfirskrift tónleika í Kefas Frí- kirkjunni, Fagraþingi 2a, í kvöld, miðvikudag, kl. 19.30. „Tónleikarn- ir sýna afrakstur Erasmus+ sam- starfsverkefnis nemenda Tónlistar- skóla Kópavogs og tónlistarskólans í Karlovy Vary í Tékklandi, þar sem ferðast er um heiminn á vængj- um tónlistarinnar með sjónaukann stilltan á menningarauð innflytj- enda, fjölbreytileika og jákvæð áhrif innflytjenda á tónlist Íslands og Tékklands,“ segir í tilkynningu, en alls taka 20 tónlistarnemendur og fjórir kennarar frá Karlovy Vary þátt. „Erasmus+ samstarfs- verkefni eru mikilvægur þáttur í starfi Tónlistarskóla Kópavogs.“ Aðgangur er ókeypis. Gleði Erasmus+-verkefni eru mikilvægur þáttur í starfi Tónlistarskóla Kópavogs. Í kringum heiminn á átta lögum í dag Gítarleikarinn Andrés Þór fagn- ar ásamt Nicho- las Moreaux kontrabassaleik- ara og Magnúsi Trygvasyni Eli- assen trommu- leikara útgáfu plötunnar Here- by með tón- leikum á vegum Jazzklúbbsins Múl- ans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld, miðvikudag, kl. 20. Platan, sem kemur út í dag hjá norsku plötu- útgáfunni Losen Records, inniheld- ur tónlist sem sérstaklega var sam- in fyrir tríóið og hljóðrituð síðasta sumar í Stúdíó Sundlauginni. Miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is. Fagna útgáfu Hereby á Múlanum Andrés Þór Eitt af portrettunum sem Andy Warhol gerði eftir kynningar- myndum með Marilyn Morone, verkið „Shot Sage Blue Marilyn“ frá 1964, var slegið hæstbjóðanda á uppboði hjá Christie’s í New York á mánudag fyrir 195 milljónir dala með gjöldum, tæplega 26 milljarða króna. Er það hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir myndlistarverk frá 20. öld á uppboði. Kaupandinn er bandaríski galleristinn Larry Gag- osian og er ekki vitað hvort hann hafi fest kaup á verkinu fyrir annan. Fyrra met fyrir verk frá 20. öld var 179,3 milljónir dala sem voru greiddar árið 2015 fyrir málverkið „Les Femmes d’Alger (útgáfa O)“ eftir Pablo Picasso. Hæsta verð sem áður hafði verið greitt fyrir verk eft- ir Warhol var 105,4 milljónir dala sem greiddar voru árið 2013 fyrir verkið „Silver car crash (Double dis- aster) (in 2 parts)“. Málverkið sem selt var nú, „Shot Sage Blue Marilyn“, er ekki stórt, metri sinnum metri að stærð. Það er eitt af fimm portrettum af Monroe sem urðu fræg þegar kona að nafni Dorothy Podher gekk inn á vinnu- stofu Warhols árið 1964, tók skamm- byssu úr veski sínu og skaut einu skoti gegnum stafla af fimm por- trettum í mismunandi litum sem Warhol hafði málað af stjörnunni. Árið 1994 var annað af þessum fimm verkum, kallað „Rauð Marilyn“, selt hjá Christie’s fyrir 3,6 milljónir dala. Blaðamaður The Art Newspaper segist hafa heimildir fyrir því að enn eitt þessara verka, „Appelsínugul Marilyn“, hafi verið selt bandaríska safnaranum Ken Griffin beint fyrir fjórum árum fyrir enn hærra verð, eða 250 milljónir dala, um 33 millj- arða króna. „Shot Sage Blue Marilyn“ var hluti af afar verðmætu safni sviss- neskra systkina, Thomas og Doris Ammann, sem nú var selt en verkin úr safni þeirra seldust samanlagt fyrir 317,8 milljónir dala, nærri 41 milljarð króna. Einnig voru til að mynda boðin upp verk eftir Cle- mente, Ryman, Giacometti, Cy Twombly og Basquiat. Andvirðið rennur allt til stofnunar sem styrkir fátæk börn og ungmenni til mennta. Metverð fyrir Warhol AFP/Angela Weiss Dýrast Gestur skoðaði verk Andys Warhols, Shot Sage Blue Marilyn, hjá Christie’s-uppboðshúsinu áður en það var boðið upp á mánudagskvöldið. - Portrett af Monroe dýrasta 20. aldar verkið Mari Palo sópran og Maija Parko píanóleikari koma fram á tónleik- unum Vinaheimsókn frá Finnlandi í röðinni Klassík í Vatnsmýrinni í Norræna húsinu í kvöld, mið- vikudagskvöld, kl. 20. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að þær séu „tvær þekktustu tónlist- arkonur Finnlands“. Á efnisskrá tónleikanna verða vögguvísur, þjóðlög og lög sem tengjast nátt- úrunni frá Finnlandi og Íslandi, eft- ir Ralf Gothóní, Jón Leifs, Emil Thoroddsen, Atla Heimi Sveinsson, Erkki Melartin, Ilkka Kuusisto, Olli Kortekangas and Jean Sibelius. „Maija Parko útskrifaðist með doktorsgráðu í píanóleik frá Sibeli- usarakademíunni 2016. Hún er vel þekkt fyrir óvenjulega þverfaglega nálgun sína í tónleikahaldi. Maija starfar sem píanókennari í Kirk- konummi-tónlistarskólanum og við Sibeliusarakademíuna. Mari Palo er ein þekktasta sópransöngkona Finnlands. Hún lauk mastersgráðu í söng frá Sibeliusarakademíunni og hefur sungið fjölmörg hlutverk hjá Finnsku þjóðaróperunni. Hún hlaut Pro Finlandia-orðuna árið 2019 fyrir listræn afrek sín.“ Vinaheimsókn frá Finnlandi í Vatnsmýri Listrænar Mari Palo og Maija Parko. Skáldsagan The Netanyahus: An Account of a Minor and Ultimately Even Negligible Episode in the History of a Very Famous Family eftir Joshua Cohen hreppti hin eftirsóttu banda- rísku Pulitzer-verðlaun í sínum flokki. Önnur skáldverk sem voru verðlaunuð í ár eru ljóðabókin frank: sonnets eftir Diane Seuss; leikritið Fat Ham eftir James Ijam- es; ævisagan Chasing Me to My Grave: An Artist’s Memoir of the Jim Crow South eftir Winfred Rem- bert og skrásett af Erin I. Kelly og sögulegu bækurnar Covered with Night eftir Nicole Eustace og Cuba: An American History eftir Ödu Ferrer. Stjórn verðlaunanna veitti úkraínskum blaðamönnum sérstök verðlaun fyrir „hugrekki sitt, út- hald og seiglu í því að fjalla heiðar- lega um vægðarlausa innrás Pútíns á land þeirra og áróðursstríð hans í Rússlandi“, en með vönduðum störfum sínum „heiðri þeir Úkraínu og blaðamenn um allan heim“. Cohen hreppti Pulitzer-verðlaunin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.