Morgunblaðið - 18.05.2022, Síða 5

Morgunblaðið - 18.05.2022, Síða 5
Stjórn Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson hf. (hér eftir nefnt „Ölgerðin“) hefur óskað eftir því að öll hlutabréf í félaginu verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. og hefur í tengslum við umsóknina og fyrirhugað almennt útboð á hlutabréfum í Ölgerðinni birt skráningarlýsingu dagsetta 17. maí 2022 (hér eftir nefnt „lýsingin“). Lýsingin, ásamt fjárfestakynningu, er gefin út á íslensku og birt á vefsíðu félagsins, www.olgerdin.is/fjarfestar og á vef út- boðsins www.kvika.is/olgerdin. Almennt útboð á hlutabréfum Ölgerðarinnar hefst kl. 10.00 mánudaginn 23. maí 2022 og lýkur kl. 16.00 föstu- -daginn 27. maí 2022, nema útgefandi taki ákvörðun um að fresta útboðinu eða lengja áskriftartímabilið. Útboðið tekur til 827.299.496 hluta eða 29,5% af heildarhlutafé félagsins. Tvær áskriftarleiðir eru í boði og mun endanleg stærð hvorrar tilboðsbókar taka mið af eftirspurn í útboðinu, bæði hvað varðar verð og magn. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar og taka þátt í útboðinu á vefsíðunni www.kvika.is/olgerdin. Tilboðsbók A Tilboðsbók B Tilboðsverð Fast verð 8,9 kr. á hlut Tilboð skulu gerð á eða yfir lágmarksverði 8,9 kr. á hlut. Salan fer fram á föstu verði, sem ákvarðast jafnt og það lægsta af samþykktum tilboðum Áætluð stærð bókar 330.919.798 hlutir (40% af útboðinu) 496.379.698 hlutir (60% af útboði) Stærð áskrifta Áskriftir að kaupverði 100 þ.kr. – 20 m.kr. Áskriftir að kaupverði yfir 20 m.kr. Tilboð ekki yfir stærð útboðs Meginreglur varðandi úthlutun Áskriftir verða skertar hlutfallslega, þó þannig að leitast verður við að skerða ekki áskriftir undir 1.000.000 kr. Komi til umframáskrifta er meginreglan sú að áskriftir verða metnar á grundvelli verðs. Við ákvörðun verðs verður þó horft til markmiða útboðsins, þ.e. að auka fjölbreytni í hluthafahóp, aukins seljanleika hlutabréfanna, virka verðmyndun, heilbrigð viðskipti á eftirmarkaði og annarra langtímasjónarmiða félagsins. Ef skerðing út frá verði nægir ekki til þess að jafngilda fjölda boðinna hluta verða áskriftir skornar niður hlutfallslega. Þó verður horft til tímanlegra skila á tilboðum. Þannig munu áskriftir sem berast á fyrsta og öðrum degi útboðsins vera skornar niður um ¾ á við áskriftir sem koma inn síðar Boðið verður upp á opinn kynningarfund föstudaginn 20. maí næstkomandi kl. 10.00. Fundurinn verður haldinn hjá Ölgerðinni að Grjóthálsi 7-11 og verður einnig boðið upp á vefútsendingu. Þeir aðilar sem hafa áhuga á að fylgjast með fundinum eru beðnir um að skrá sig á vef félagsins, www.olgerdin.is/fjarfestar, og tilgreina hvort þeir hyggist taka þátt í persónu eða með rafrænum hætti. Nánari upplýsingar: Nánari upplýsingar um Ölgerðina, skilmála útboðsins og áætlaða tímalínu útboðs og uppgjörs má finna í lýsingu Ölgerðarinnar auk fjárfestakynningar. Fyrirtækjaráðgjöf og Markaðsviðskipti Kviku banka hf. hafa umsjón með því ferli að fá hluti félagsins tekna til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. auk umsjónar með almennu útboði á hlutabréfum í Ölgerðinni. Nánari upplýsingar og aðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá Kviku banka í gegnum netfangið olgerdin@kvika.is eða í síma 540-3200. Ölgerðin er eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur hópur af kraftmiklu, skapandi og framsæknu starfsfólki. Við stefnum að því að aldrei verði hærra hlutfall en 60% af einu kyni í stjórnunarstöðum. Við erum stöðugt að vinna að umbótum í rekstri og nýtum stafræna tækni til að skapa okkur samkeppnisforskot. Við viljum vaxa með hagkvæmum og sjálfbærum hætti. Stöðugt er leitað nýrra leiða til að efla starfsemina og ná fram meiri framleiðni með því að gera hlutina betur og fyrr en aðrir. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur. Fjögur gildi marka hegðun okkar og ákvarðanir: Jákvæðni, áreiðanleiki, hagkvæmni og framsækni. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. Grjóthálsi 7–11, 110 Reykjavík. Sími 412 8000 www.olgerdin.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.