Morgunblaðið - 18.05.2022, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Heilmikil tækifæri eru í sjóeldinu,
ekki síst í markaðsstarfi þar sem
mikið starf er óunnið, að mati Sig-
urðar Jökuls Ólafssonar viðskipta-
fræðings. Hann telur að fjárfesting
í virðiskeðjunni með auknu mark-
aðsstarfi geti aukið eftirspurn og
verðmæti íslenska laxins. Nefnir
hann að skoða mætti betur hvort
hagkvæmt sé að skapa sameiginlegt
vörumerki fyrir íslenskan lax, rétt
eins og gert hefur verið í Fær-
eyjum, Skotlandi og Noregi.
Lokaverkefni Sigurðar til MS-
prófs í viðskiptafræði við Háskóla
Íslands er um virðiskeðju íslensks
eldislax með áherslu á tækifæri og
áskoranir.
Keppa ekki í kostnaði
Sigurður telur komið að því að ís-
lensku sjóeldisfyrirtækin þurfi að
fara í stefnumótunarvinnu og rekur
þær þrjár leiðir sem helst komi til
greina. Í fyrsta lagi að leggja
áherslu á lágan framleiðslukostnað
með áframhaldandi framleiðslu inn
í stærra virðisnet norska laxins en
norskt sölufyrirtæki selur megnið
af framleiðslu þeirra. Telur Sig-
urður að það sé ekki vænlegt til ár-
angurs vegna aðstæðna hér. Aldrei
verði hægt að vera með lægri fram-
leiðslukostnað hér en hjá keppi-
nautum. Það hafi verið reynt í Síle
með misjöfnum árangri.
Önnur leiðin sé að leggja áherslu
á kostnað og aðgreiningu afurðanna
frá öðrum með áherslu á að koma
laxinum til viðskiptavina og í dreifi-
kerfi þeirra. Arnarlax hefur reynt
fyrir sér í þessari leið með því að
reka söludeild og kynna vörumerki
fyrir lax sem framleiddur er á sjálf-
bæran hátt.
Sigurður Jökull er spenntastur
fyrir þriðju leiðinni en hún hefur
verið farin í Noregi og Færeyjum,
það er að fjárfesta í öflugu mark-
aðsstarfi til að skapa eftirspurn eft-
ir vörum frá þessum löndum. „Eftir
því sem ég hef skoðað málið betur
og rætt við fólk í sjávarútvegi tel ég
að fyrirtækin ættu að staðsetja sig
þar. Skapa eftirspurn eftir heil-
næmum íslenskum laxi. En þetta
kallar á fjárfestingu og það er
spurning hvað fyrirtækin vilja
gera,“ segir Sigurður Jökull.
Færeyingar skapa sérstöðu
Hann telur erfitt að taka Noreg
sem dæmi. Norðmenn séu með
meira en helming heimsframleiðslu
af atlantshafslaxi og leggi háar fjár-
hæðir í sölu- og markaðsstarf.
Hann telur raunhæfara að líta til ís-
lensks sjávarútvegs og eldisiðn-
aðarins í Færeyjum. Fyrir um tólf
árum hófu færeysku fiskeldisfyr-
irtækin að vinna saman og bjuggu
þá til vörumerkið „Lax frá Fær-
eyjum“. Í kjölfar árangursríks sam-
starfs fóru fyrirtækin síðan að
vinna með eigin vörumerki, innan
þessa ramma. Það segir Sigurður
að hafi gengið vel og Færeyingar
séu með eftirsóttustu vöruna á
markaðnum. Til að mynda hafi fær-
eysk fyrirtæki fengið einni evru
meira á kíló en aðrir framleiðendur
á árinu 2020.
„Ég tel að stóru íslensku sjóeldis-
fyrirtækin, sem ef til vill verða þrjú
í nánni framtíð, verði að koma sér
upp samkeppnisstefnu sem sé verð-
mæt og einstök,“ segir Sigurður.
Nefnir hann í þessu sambandi að
færeyska fyrirtækið Hiddenfjord
ákvað í lok árs 2020 að nota ein-
göngu sjóflutninga. Flutningar á sjó
séu ódýrari en í flugi og varan sé
einstök vegna þess að ekkert annað
fyrirtæki noti sjóflutninga einvörð-
ungu. Bakkafrost er annað dæmi.
Það er með lengstu virðiskeðju
slíkra fyrirtækja. Það eigi útgerð
sem veiði fiskinn í fóðrið og áfram-
vinni síðan laxinn fyrir kaupendur.
„Þetta eru einstakar og verðmætar
stefnur sem grundvallast á að-
stæðum í Færeyjum,“ segir hann.
Íslensku fyrirtækin ættu að hans
mati að fara yfir möguleikana hér
og meta hvað hægt er að leggja
áherslu á til að skapa vörunni sér-
stöðu. „Ég vona að okkur beri gæfa
til þess að fyrirtækin nái saman um
sameiginlegt vörumerki fyrir ís-
lenskan lax,“ segir Sigurður Jökull.
Aukin verðmæti með vinnslu
Varðandi tækifæri á báðum end-
um virðiskeðjunnar segir Sigurður
að íslensku fyrirtækin séu að verða
það stór að hægt væri að auka fóð-
urframleiðslu í landinu, með því að
auka framleiðslugetuna sem fyrir
er eða stofna nýjar fóðurverk-
smiðjur.
Þá séu mikil tækifæri á hinum
enda virðiskeðjunnar, í markaðs-
starfi, eins og þegar hefur verið far-
ið yfir, og í áframvinnslu afurðanna
til að auka verðmæti þeirra. Nefnir
hann að Íslendingar séu í kjörstöðu
til að þróa sig áfram í áframvinnslu
í skjóli hátæknifyrirtækjanna sem
hér starfa og hafa skilað íslenskum
sjávarútvegsfyrirtækjum miklum
ávinningi.
Mikið starf óunnið á markaði
- Viðskiptafræðingur telur að sjóeldisfyrirtækin ættu að fjárfesta í markaðs-
starfi og aðgreina sig á markaðnum - Leggur til sameiginlegt vörumerki
Ljósmynd/Arnarlax
Í sátt við náttúruna Arnarlax er lengst komið af íslensku sjóeldisfyrirtækjunum að aðgreina vöru sína á markaði.
Sigurður Jökull Ólafsson hefur verið búsettur í Dan-
mörku í hálfan annan áratug og starfað þar við ferða-
þjónustu. Hann ákvað að nota biðtímann sem skap-
aðist í kórónuveirufaraldrinum til að gera
lokaverkefni í meistaranámi sínu í viðskiptafræði.
Hann er sjálfur ekki beint tengdur fiskeldi eða fisk-
eldisbyggðum landsins. Hann segist þó hafa fylgst vel
með uppbyggingunni, bæði í Færeyjum og á Íslandi,
meðal annars í gegnum færeyska vini sína og frum-
herja í sjóeldi á Vestfjörðum. „Mig langaði að skoða
virðiskeðju íslensks eldislax og í ljós kom að það hef-
ur ekki verið mikið gert áður,“ segir Sigurður Jökull.
Fylgst með uppbyggingu
BJÓ Í DANMÖRKU
Sigurður Jökull
Ólafsson
Niðurstöður úr rannsókn sótt-
varnalæknis og Íslenskrar erfða-
greiningar á útbreiðslu Covid-19 á
Íslandi leiddu í ljós að 70-80% yngra
fólks (20-60 ára) höfðu smitast af
sjúkdómnum í byrjun apríl 2022.
Heldur færri eldri einstaklingar
voru með merki um fyrra smit eða
50% einstaklinga á aldrinum 60-80
ára.
Segir á vef landlæknisembætt-
isins að þessar upplýsingar styrki þá
tilgátu að útbreitt ónæmi gegn Co-
vid-19 hafi nú náðst í samfélaginu.
Niðurstöðurnar styðji einnig þá
ákvörðun sóttvarnalæknis að bjóða
einstaklingum, 80 ára og eldri,
fjórða skammtinn af bóluefni.
Rannsóknin var gerð á höfuðborg-
arsvæðinu í byrjun apríl, þar sem
könnuð var útbreiðsla Covid-19 á
meðal einstaklinga á aldrinum 20-80
ára. Rannsóknin var samstarfsverk-
efni sóttvarnalæknis og Íslenskrar
erfðagreiningar sem miðaðist að því
að kanna hversu stór hluti fullorð-
inna einstaklinga hefði sýkst af kór-
ónuveirunni.
Til að kanna yfirstaðið smit af
völdum Covid-19 voru mótefni gegn
veirunni mæld. Einnig var tilvist
veirunnar í nefkoki könnuð með
PCR-prófi. 916 einstaklingar tóku
þátt í rannsókninni.
Morgunblaðið/Eggert
Skimun 916 einstaklingar tóku þátt
í rannsókn á útbreiðslu Covid-19.
Allt að 80%
ungs fólks
smitaðist
- Ónæmi gegn Co-
vid-19 talið útbreitt
Hluti framkvæmda við nýjan Arnar-
nesveg felst í gerð göngustíga og
nýrrar brúar yfir Elliðaár við
Dimmu. Brúin verður um 46 metrar
að lengd, 5,7 metrar að breidd. Þar af
verða 2,5 metrar fyrir gangandi veg-
farendur og 3 metrar fyrir hjólandi.
Brúin verður fær þjónustubifreiðum í
tengslum við viðhald og snjóruðning.
Forhönnun brúarinnar gerir ráð
fyrir timburbrú í þremur höfum og
þess er sérstaklega gætt að hún falli
vel að umhverfinu. Framkvæmdir
hefjast að öllum líkindum á næsta ári
þegar nauðsynleg leyfi frá Fiskistofu
og veiðiréttarhöfum liggja fyrir, segir
á heimasíðu Vegagerðarinnar. Úti
inni arkitektar og Verkís verk-
fræðistofa unnu forhönnun brúar-
innar í samstarfi við Vegagerðina og
Reykjavíkurborg. Baldur Ólafur
Svavarsson hjá Úti inni arkitektum
er arkitekt brúarinnar.
Elliðaárnar koma úr Elliðavatni og
renna um land Kópavogs og Reykja-
víkur. Sá hluti Elliðaáa sem rennur
vestan Víðivalla heitir Dimma, en áin
ber Dimmunafnið allt frá Selásfossi
ofan við Vatnsveitubrú að Elliða-
vatnsstíflu. Við hönnunina er tekið til-
lit til þeirra sem nota Elliðaárdalinn
til útivistar og afþreyingar, sem og
þeirra sem veiða í ánum og því er að-
gengi undir brúna tryggt.
Núverandi brú yfir Dimmu er
gömul lagnabrú fyrir vatns- og hita-
veitu og beggja vegna hennar þarf að
ganga upp þröngar og nokkuð bratt-
ar tröppur sem reynst hafa mörgum
farartálmi.
Stígar og ný brú yfir Elliðaár
- Framkvæmdir
hefjast á næsta ári
Tölvumynd/Úti inni arkitektar
Nýtt Fyrir gangandi og hjólandi.
Ljósmynd/Vegagerðin
Gamalt Eldri brúin er farartálmi.
Tíu ára stúlka féll úr kajak í Hafra-
vatn í gær og var þar í um tuttugu
mínútur áður en tókst að ná henni á
land. Stúlkan var á kajak-nám-
skeiði en hafði rekið frá hópnum.
Slökkviliðsmaður á frívakt var að
sækja barnið sitt á sama námskeið
og stökk hann út í vatnið til þess að
ná til stúlkunnar.
Tókst að koma henni á land og
hlúa að henni en hún hafði kælst
nokkuð og var því flutt á bráða-
mótttöku barna. Var talið að hún
myndi ná sér að fullu.
Stúlka féll úr kajak