Morgunblaðið - 18.05.2022, Side 12

Morgunblaðið - 18.05.2022, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú eru eftirköst kosninga og umræðan hef- ur mjög breyst frá síðustu vik- unum á undan. Nú er víða lögð áhersla á að stjórnmála- flokkarnir í þeim sveitar- félögum sem mest er rætt um og jafnvel vélað um völd og áhrif í, séu ekki svo mjög fjarlægir og engin stórmál í veginum sem ættu að vera líkleg til að setja stóra steina í hugsanlegt samstarf. (Kjósendur ættu að leggja þessar yfirlýsingar á minnið og draga upp ef þarf næst.) En þeir kjósendur sem fylgdust grannt með í að- dragandum, sem eru þó sennilega ekkert voðalega margir, muna þó ekki betur en að sitthvað hafi verið sagt bera á milli og það svo mjög að helstu frambjóðendur velktust ekki í vafa um að fjöldi stórmála réttlætti að kjósendur kysu þá og alls ekki andstæðingana, sem síðustu fjögur árin og sumir mun lengur hefðu verið al- gjörlega á röngu róli, íbúum í viðkomandi sveitarfélögum til mikillar bölvunar og ill- bætanlegs tjóns. Í Reykjavík hefur því þó verið haldið til haga eftir að úrslit lágu fyrir, að augljós skilaboð hafi komið frá kjós- endum á kjördag. Sú krafa fari ekki á milli mála og hún snúist um breytingar. Það hefur í sjálfu sér ekki verið útfært eða útlistað í kjölfarið hvaða breytingar sé þarna helst verið að fjalla um. Enda er ekkert að því að hafa kröfuna um „breyt- ingar“ sem yfirskrift inni- halds krafna frá kjósendum. En meginkrafan virðist reyndar hafa verið mun gleggri og augljósari en oft- ast áður. Flokkurinn, sem ráðið hefur mestu um þróun borgarmála með einkar ólán- legum „árangri“ er Samfylk- ingin. Síðasti kjördagurinn í röð, og þriðja úrslitatilraun sem kjósendur hafa gert til að tryggja að Samfylking komi sér sem lengst frá stýr- ishúsi þessarar borgar, Ráð- húsinu. Og það er ekki nein furða, þegar horft er til þess að flestir mikilvægustu málaflokkar hennar eru komnir í eða eiga örstutt eft- ir að komast í hrein óefni. Helstu sérfræðingar um efnahagsvandræðin, sem aukist hafa jafnt, og þétt vegna úr- ræðaskorts og stjórnleysis, segja að ógöngur sem meirihluti borgarstjórnar hafi komið sér í, vegna skipulagsmeinloka, sem hann gengur með, hafi ekki aðeins komið borginni sjálfri í vandræði, heldur sé þangað að rekja rót efna- hagsvanda þjóðarinnar í heild og þau vandræði hafi haft hvað mest að segja um að kynt sé undir verðbólgu og útilokun þess að almenn- ingur í borginni eygi vonir um að eignast eigið húsnæði á viðráðanlegu verði í næstu framtíð. Tvisvar í röð hefur Sam- fylkingin tapað 6% atkvæða í kosningum og árið 2010 féll fylgið enn meira. Hún hefur þó ekki látið sér segjast og gefið kjósendum langt nef í hvert skipti. Í sjálfu sér er það fagnaðarefni í augum margra að fylgið saxist svo skipulega af Samfylkingunni í höfuðborginni. En henni hefur tekist, vegna inn- byggðrar fyrirlitningar, sem hún hefur á vilja kjósenda, að gera ekkert með hann, kosningar eftir kosningar. Þegar að Samfylkingin hrundi fyrir margt löngu var efnt til skrípaframboðs við hliðina og Samfylkingin illa löskuð tók í raun yfir í al- gjöru umboðsleysi að stjórna borginni. Gnarr, sá sem sett- ist í borgarstjórastólinn, kom í fjögur ár hvergi nærri stjórn borgarinnar, sem handsalað var að Dagur B. vélaði um algjörlega um- boðslaus. Nú, eftir áfram- haldandi afhroð Samfylk- ingar, er varla líklegt að Samfylkingin geti gengið með drauma um að halda áfram að stjórna borginni umboðslausari en nokkru sinni fyrr. Það er þó aldrei að vita. Hver ætlar sér þá ömurlegt hlutverk Gnarrs annars? Hlutverkið er reyndar gamalkunnugt og þekkt, því elstu menn kann- ast við það sem Konni sitj- andi á hnjám Baldurs. Það er vissulega dálítið eftirsóknarvert að kjós- endur fái enn eitt tækifærið til að gefa Samfylkingu skell og koma henni niður í 14%, en það er hætt við að það yrði þá orðið dýrkeyptara en borgin og eigendur hennar, Reykvíkingar, gætu afborið. Það er ólíklegt að kjósendur leyfi Samfylkingu að gefa sér langt nef í fjórða sinn} Ótrúleg framhaldssaga F rjálsar kosningar eru hornsteinn þess lýðræðissamfélags sem við búum í. Það að búa í frjálsu og opnu lýðræðisþjóðfélagi er ekki sjálfgefinn hlutur eins og fjölmörg dæmi í heiminum sanna. Það er því hátíðarstund í hvert skipti sem gengið er til kosninga og kjós- endur greiða þeim sem þeir treysta atkvæði sín til að vinna að þörfum málefnum fyrir samfélag- ið. Vel heppnaðar sveitarstjórnarkosningar um liðna helgi voru þar engin undantekning. Ég vil byrja á að óska öllum þeim sveitarstjórnarfull- trúum sem náðu kjöri fyrir hönd ólíkra flokka innilega til hamingju með kjörið. Það er mikil heiður sem fylgir því að vera valinn af kjós- endum til trúnaðarstarfa fyrir samfélagið. Sveitarstjórnarmál skipta miklu máli en á vettvangi þeirra stíga margir sín fyrstu skref í stjórnmálum og félagsstörfum. Sveitarfélögin eru ábyrg fyrir að veita mikilvæga og fjölbreytta þjónustu sem snerta hag fólks með beinum hætti á hverjum einasta degi. Það var ánægjulegt að sjá þann mikla meðbyr með frambjóðendum Framsóknar raungerast í glæsilegum fylgistölum um allt land. Frambjóðendur flokksins koma úr ýmsum áttum, nestaðir með fjölbreyttum bakgrunnum, reynslu og þekkingu sem nýtist með ýmsu móti til þess auka velsæld íbúanna. Sem varaformaður Framsóknar fylltist ég stolti að fylgjast með þeirri málefnalegu og upp- byggilegu kosningabaráttu sem frambjóðendur flokksins ráku á landsvísu. Sá vaski hópur á það sameiginlegt að vilja vinna samvinnuhugsjóninni brautargengi og stuðla að uppbyggilegum stjórnmálum út frá miðjunni. Sem miðjuflokkur leggur Framsókn áherslu á praktískar og öfgalausar lausnir sem eru til þess fallnar að bæta líf fólks ásamt því að geta unnið með ólíkum stjórnmálaflokkum til þess að bæta samfélagið. Það hefur flokkurinn margoft gert með góðum árangri; að brúa bilið milli ólíkra sjónarmiða til þess að ná árangri fyrir land og þjóð. Við í Framsókn segjum gjarnan að samfélag sé samvinnuverkefni og í því er fólginn mikill sannleikur. Fjölmargir kjósendur um allt land eru sam- mála þessum boðskap og til dæmis í sveitar- félögum á höfuðborgarsvæðinu náði flokkurinn sögulegum fylgistölum og jók styrk sinn veru- lega. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá upp- risu flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Mosfellsbæjar þar sem flokkurinn fór úr því að eiga enga fulltrúa yfir í það að eiga fjóra í báðum sveitarfélögum. Við í Framsókn erum þakklát kjósendum fyrir það mikla traust sem þeir sýna flokknum og frambjóðendum hans. Í því er fólgin mikil hvatning til þess að vinna að jákvæðum breytingum í sveitarfélögum um allt land. Undir þeirri ábyrgð munu sveitarstjórnarfulltrúar okkar rísa með glæsibrag og gera samfélagið enn betra en það var í gær. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Erindi Framsóknar Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is F lest lönd í heiminum nema Ísland hafa áttað sig á því að DRG-kerfið er hentugt til að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu enda skilar það fleiri læknisverkum fyrir minni peninga. Á Íslandi er hins vegar einn stór tékki sendur til Landspít- alans. Þetta er eins konar svart- hol sem tekur endalaust við,“ segir Guðmundur Fertram Sig- urjónsson, stofn- andi og forstjóri Kerecis. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, háskóla-, iðnaðar- og ný- sköpunarráðherra, gagnrýndi í fyr- irlestri á nýsköpunarviku að heil- brigðisstofnanir hér á landi væru ekki að nýta sér lausnir Kerecis að neinu marki. Fyrirtækið hefur sem kunnugt er þróað lækningavörur og sárameðhöndlunarefni úr fiskroði. Fyrirtækið hefur hlotið vel yfir hundrað milljónir króna í styrki, t.d. frá Tækniþróunarsjóði. Það veltir milljörðum árlega og eru meira en 99% teknanna frá erlend- um heilbrigðisstofnunum. Guðmundur Fertram segir að með innleiðingu DRG-kerfis fengist betri nýting á fjármunum á heil- brigðisstofnunum og hvati myndist til að kaupa vörur sem eru dýrari, en virka betur og gera spítalanum kleift að meðhöndla fleiri sjúklinga og útskrifa þá fyrr þannig að heild- arkostnaður við meðhöndlun sér- hvers sjúklings lækki. Þar með myndist hvati til að kaupa meira af vörum frá Kerecis og öðrum ís- lenskum nýsköpunarfyrirtækjum. „Spítalinn kaupir vörur frá okkur en sambærilegir spítalar í Banda- ríkjunum og Þýskalandi kaupa kannski 100 sinnum meira. Kerfið er vitlaust skrúfað saman.“ Mikilvægt að bæta kerfið Hann leggur áherslu á að gott fólk stýri innkaupum fyrir Land- spítalann en bæta þurfi kerfið. Það sé ekki síst mikilvægt þegar þjóðin sé að eldast og fyrirsjáanleg gríð- arleg aukning á þörf á heilbrigð- isþjónustu. „Innkaupadeildin er með ákveðið fjárframlag sem henni er ætlað að sýsla með og passar mjög vel upp á. Svo kemur kannski ný vara eins og sáraroðið okkar sem er dýrari en venjulegar sára- umbúðir og þá lítur það bara út eins og meiri kostnaður þrátt fyrir að nýja tæknin lækki heildar- meðhöndlunarkostnað sérhvers sjúklings. Það er vegna þess að inn- kaupadeildin og sjúkrahúsið í heild er ekki skrúfað þannig saman að markmiðið sé að framkvæma sem flest læknisverk á ári og koma fleiri sjúklingum í gegnum kerfið. Öll ný tækni er bara bögg fyrir inn- kaupadeildina.“ Fagnar frumkvæði ráðherra Guðmundur Fertram fagnar frumkvæði Áslaugar Örnu sem hef- ur kynnt að styrkja eigi sérstaklega innleiðingu nýsköpunar í heilbrigð- isþjónustu um 60 milljónir króna. Þá verða skilgreindar nýsköp- unarvörur og þegar Landspítali eða heilbrigðisstofnanir nota þær vörur fá stofnanir beint greitt fyrir í stað þess að nota fjármuni af fjárlögum. „Þetta er góður plástur fyrir ís- lensk nýsköpunarfyrirtæki þar til DRG-kerfið verður komið í gagnið,“ segir hann. Í svari Landspítala við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að fyrstu skref að þróun á fram- leiðsluvörum Kerecis hafi verið tek- in í náinni samvinnu við Landspít- ala sem hafi staðið þétt við bakið á þessari framleiðslu frá fyrstu tíð. Viðræður um verð í gangi „Landspítali hefur verið með inn- kaupasamning við Kerecis frá árinu 2014 en við endurnýjun þess samn- ings árið 2018 varð töluverð hækk- un á þeim vörum sem Landspítali kaupir af fyrirtækinu. Nýlega hefur Kerecis tilkynnt um þörf fyrir enn meiri hækkun á verðlagningu. Við- ræður hafa verið í gangi milli aðila um verð og ekki útséð hver nið- urstaðan verður,“ segir í svari spít- alans. Þar segir enn fremur að kaup Landspítala af vörum Kerecis hafi verið nokkuð stöðug undanfarin ár. Um afar sérhæfða vöru sé að ræða og innkaupin ráðist af þeirri þörf sem er til staðar hverju sinni. Ríkar hagkvæmniskröfur við innkaup á spítalanum Í svari spítalans er ekki tekið undir þau sjónarmið Guðmundar Fertrams að innleiðing DRG-kerfis gæti leitt til aukinna viðskipta við íslensk nýsköpunarfyrirtæki. „Vandséð er á hvern hátt DRG komi til með auka innkaup Land- spítala á vörum innlendra nýsköp- unarfyrirtækja. Ríkar kröfur eru á Landspítala að horfa til hagkvæmn- issjónarmiða og áhersla er lögð á að ná besta mögulega hlutfalli milli kostnaðar og gæða í öllum inn- kaupum.“ „Kerfið er vitlaust skrúfað saman“ Guðmundur Fert- ram Sigurjónsson Nýsköpun Vörur Kerecis hafa vakið mikla athygli á síðustu árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.