Morgunblaðið - 18.05.2022, Side 13

Morgunblaðið - 18.05.2022, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 Útkall Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur allajafna í nógu að snúast og sinn- ir áhöfn hennar fjölbreyttum verkefnum sínum af mikilli kostgæfni. Eggert Dagurinn í dag er til- einkaður konum sem starfa í siglingum, við sjósókn eða sjávar- útvegi. Er það í fyrsta sinn en Alþjóðasigl- ingamálastofnunin, IMO, hefur valið þenn- an dag til þess að vekja athygli á stöðu kvenna í siglingum.18. maí verður framvegis helgaður þeim. Hjá því verður ekki litið að jafn- rétti er ein af grundvallarforsendum sjálfbærni til framtíðar. Alþjóða sigl- ingamálastofnunin, IMO, hvetur að- ildarríki sín til að fjölga konum í sigl- ingum og vekja athygli á mikilvægi jafnréttis, fimmta heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna í siglingum og sjávarútvegi, sem á öllum öðrum sviðum. Einkunnarorð dagsins í dag eru: „Þjálfun, sýnileiki og viðurkenn- ing; Brjótum niður múra starfsgrein- anna.“ Í engri starfsstétt er jafnmikill kynjahalli og í sjómennsku. Örfáar konur hafa útskrifast úr skipstjórn eða vélstjórn. Einungis 1% skip- stjórnarmenntaðra eru konur. Til samanburðar eru konur handhafar tæplega 12% flugskírteina. Af 2.542 sem hafa útskrifast af lokastigi vél- stjórnar, eru sjö konur. Það er þó ör- lítið bjartara framundan, því nú eru 7% af nemum í skipstjórn konur. Skýringin á miklum mun á heild- arlaunum kynjanna í sjávarbyggðum er ekki síst háar tekjur karla á sjó. Samkvæmt Hagstofu voru tæp 9% af þeim sem unnu við fiskveiðar konur. Þær voru aftur á móti 43% af þeim sem unnu við fiskvinnslu. Laun við landvinnslu eru brot af því sem fólk fær fyrir sambærilegt starf á sjó, þar sem ríkir jafnrétti og greitt er sam- kvæmt aflahlut. Siglingar eiga sér ár- þúsunda langa sögu og eru nátengdar sögu lands og þjóðar. Margar konur voru meðal lands- námsmanna, Nægir að nefna Þuríði sundafylli og Auði djúpúðgu. Fram eftir öldum sóttu konur sjóinn og margar þeirra gátu sér gott orð, svo sem Þuríður for- maður. En sagan gleymist hratt og með vélbátavæðingu fækk- aði þeim höndum sem þurfti á sjó. Framlag kvenna fluttist inn á heimilin svo siglingar urðu í hugum flestra hefðbundið karlastarf. Það er þó að breytast hratt. Í nútímasamfélagi hefur tækni- væðing leyst af hólmi mörg þau verk- efni sem áður þörfnuðust vöðvaafls, ekki síður á sjó en á landi. Þá hafa orðið jákvæðar breytingar. Heimilið er sameiginlegur vettvangur og barnauppeldi er samfélagslegt verk- efni. Kynjamúrar í starfsvali falla hver af öðrum og það hafa opnast fjöl- margir möguleikar fyrir konur til að hasla sér völl í starfsstéttum sem áð- ur voru nær einokaðar af körlum, þar með talið á sjó. Meðal nýrra mögu- leika mætti nefna skipstjórn og vél- stjórn á skipum í ferðaþjónustu, á þjónustubátum í laxeldi, hafnsögu, við löggæslu á hafinu, á fiskiskipum eða við farmflutninga. Þá eru ótalin störfin sem eru að verða til vegna ný- sköpunar í sjávarútvegi með full- vinnslu aflans, líka þess sem áður var hent og er nú ígildi gulls. Mörg tæki- færi eru í sjávarbyggðum fyrir ungt, vel menntað fólk, sem vert er að vekja athygli á. Markmið mitt með þessum skrifum er ekki hvað síst að beina athygli ungra kvenna að þeim fjölbreyttu starfsmöguleikum sem eru á sjó, hvort sem er við fiskveiðar, flutninga, rannsóknir eða nýsköpun tengda sjávarútvegi. Með fleiri og fjölbreytt- ari atvinnutækifærum fyrir konur, tryggjum við ekki einungis bætta stöðu kynjanna, heldur rennum sterkari stoðum undir sjávar- byggðirnar þar sem kynjahalli hefur verið viðvarandi vegna einhæfni starfa. Leiða má að því sterkar líkur að valdefling kvenna á öllum sviðum ýti undir blómlegt samfélag, ýti undir framleiðni og vöxt og gagnist öllum hagsmunaaðilum, hvort sem heima eða á alþjóðavettvangi. Við vitum að þau fyrirtæki, sem vinna að jafnrétti, skila betri afkomu og að fyrirtækja- menning verður betri. Ítrekað hefur verið sýnt fram á það að bestur ár- angur næst þar sem kynin standa hlið við hlið og vinna saman að mark- miðum og árangri. Á það við í sigl- ingum líkt og á öllum öðrum sviðum. Því höfum við í ráðuneyti mínu und- anfarin ár leitað leiða til að hvetja konur til að hasla sér völl í siglingum og sjávarútvegi undir kjörorðunum; Fyrirmyndir, tækifæri og stuðn- ingur. Árangur af því starfi er sýni- legur í umfjöllun um siglingar og sjávarútveg þar er sífellt oftar leitað í þekkingu sjókvenna. Ég vil hvetja stofnanir og fyrirtæki sem hafa sjóinn að vettvangi til að brjóta hefðir og opna dyr sínar og skapa hvetjandi umhverfi þar sem konur njóta jafnræðis á við karla í störfum á sjó. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson »Með fleiri og fjöl- breyttari atvinnu- tækifærum fyrir konur tryggjum við ekki ein- ungis bætta stöðu kynjanna, heldur renn- um sterkari stoðum und- ir sjávarbyggðirnar. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er innviðaráðherra. Brjótum hefðir, fleiri konur á sjó Í stjórnmálum skiptast á skin og skúr- ir, líkt og í lífinu sjálfu. Niðurstaða sveitar- stjórnarkosninganna síðastliðinn laugardag var ekki sérstakt tilefni til mikils fagnaðar fyrir Sjálfstæðismenn þegar litið er yfir landið allt. En þó eru þar undan- tekningar – glæsilegur árangur víða um land. Á laugardaginn var það enn og aft- ur staðfest að Sjálfstæðisflokkurinn er langöflugasta stjórnmálaaflið í sveitarstjórnum – ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka. Alls fékk flokkurinn 113 fulltrúa kjörna í 35 sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram. Í 21 sveitarfé- lagi er Sjálfstæðisflokkurinn stærst- ur, víða langstærstur og með hreinan meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig fylgi í 11 sveitarfélögum. Í fyrsta skipti frá 2010 bauð flokkur- inn fram í Húnaþingi vestra. Í sam- einuðu sveitarfélagi, Blönduósi/ Húnavatnshreppi, fóru sjálfstæðis- menn fram en síðast var framboð á þeirra vegum á Blönduósi árið 2006. Í báðum þessum húnvetnsku sveitar- félögum gekk vel og er flokkurinn stærstur í þessum sveitarfélögum. Spádómar rættust ekki Að meðaltali stóð fylgi Sjálfstæðis- flokksins, í þeim 35 sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram, í 36,6%. Fyrir fjórum árum var þetta meðaltal um 40%. Fylgið minnkaði því um tæp 3,6% frá 2018. Ekki sér- lega góð niðurstaða en langt í frá að geta kallast pólitískt áfall, sem margir and- stæðingar Sjálfstæðis- flokksins voru farnir að láta sig dreyma um. Að þessu leyti stóð flokkur- inn af sér pólitískt gjörningaveður sem óvildarmenn kyntu undir með aðstoð nokk- urra áhrifamikilla fjöl- miðla. Spádómar um pólitíska jarðskjálfta rættust ekki. Ekki þarf að fara mörgum orðum um góðan árangur Framsóknarflokksins, ekki síst í Reykjavík og raunar víðar á höfuð- borgarsvæðinu. Hvernig kjörnum fulltrúum flokksins gengur að vinna úr þeim árangri á eftir að koma í ljós. Staða Framsóknarflokksins á höfuð- borgarsvæðinu gjörbreyttist síðasta laugardag. Á liðnu kjörtímabili var flokkurinn aðeins með tvo kjörna full- trúa (í Hafnarfirði og Kópavogi) en þeir eru nú orðnir 13 talsins. Í sveitarstjórnarkosningum hefur staðan í landsmálum auðvitað áhrif, þótt þau séu misjöfn og sjálfsagt oft ofmetin. Staðbundin hagsmunamál skipta miklu og trúverðugleiki fram- bjóðenda vegur líklega þyngra en í al- þingiskosningum. En ef niðurstaða sveitarstjórnar- kosninganna er með einhverjum hætti mælikvarði á stöðu ríkis- stjórnarflokkanna, þá geta þeir sæmilega vel við unað. Á höfuðborg- arsvæðinu eru þeir með 43 kjörna fulltrúa af 74 (þar af er Sjálfstæðis- flokkurinn með 29) eða tæplega sex af hverjum tíu. Meirihluti fellur í annað sinn Að sama skapi hlýtur niðurstaðan að vera umhugsunarefni fyrir stjórn- arandstöðuna. Viðreisn ríður ekki feitum hesti frá kosningunum eftir harða stjórnarandstöðu á þingi. Það litla sem flokkurinn virðist hafa áork- að er að veita vatni á myllu Pírata í Reykjavík. Sama má segja um Sam- fylkinguna. Aðrar kosningarnar í röð missir Samfylkingin í Reykjavík, undir for- ystu Dags B. Eggertssonar, meiri- hluta í borgarstjórn. Frá því að hann varð borgarstjóri árið 2014 hefur Samfylkingin misst 11,6% – farið úr 31,9% atkvæða í 20,3% síðasta laug- ardag. Fyrir fjórum árum náði Dagur að setja Viðreisn undir vinstri sam- steypuvagn sem varadekk (og Við- reisn tekur út sína refsingu). Ekki er hægt að útiloka að hann nái að spila svipaðan leik á komandi dögum. Líkt og fyrir fjórum árum yrði þá ákall kjósenda um breytingar að engu haft. Ná ekki eyrum Því er ekki að neita að sjálfstæðis- menn um allt land vonuðust til að nið- urstaðan í Reykjavík yrði betri en raun varð á. Flokkurinn má svo sann- arlega muna fífil sinn fegurri í höfuð- borginni. Sjálfstæðismönnum hefur ekki tekist að ná eyrum borgarbúa í mörg ár. Í grein undirritaðs, sem birtist hér í Morgunblaðinu 5. febrúar 2014, fjallaði ég um stöðu Sjálfstæðis- flokksins í höfuðborginni í aðdrag- anda kosninga. Þar hélt ég því fram að borgarbúar ættu erfitt með að átta sig á því fyrir hvað sjálfstæðismenn í Reykjavík standa: „Á undanförnum árum hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gefið kjósendum misvísandi skilaboð. Engu er líkara en að frambjóðendur flokksins í komandi kosningum ætli að halda því áfram. Borgarstjórnar- flokkur og frambjóðendur Sjálfstæð- ismanna hafa ekki komið fram sem ein heild – samhentur hópur með sömu sýn á framtíðina. Afleiðingin er sú að kjósendur eru ringlaðir.“ Ég fæ ekki betur séð en að skrifin frá 2014 eigi því miður of vel við á kosningaárinu 2022. Reykjavíkur- verkefni Sjálfstæðisflokksins er enn óklárað. Þrátt fyrir það kemst enginn flokkur með tærnar þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur hælana í sveitarstjórnum. Síðastliðinn laugar- dag sannaðist enn og aftur að Sjálf- stæðisflokkurinn er flokkur þéttbýlis og dreifbýlis – sveitarstjórnar- flokkurinn um allt land! Eftir Óla Björn Kárason » Sjálfstæðisflokkurinn er langöflugasta stjórnmálaaflið í sveit- arstjórnum – ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka – með 113 fulltrúa kjörna. Óli Björn Kárason 113 kjörnir fulltrúar Fylgi Sjálfstæðisflokksins eftir sveitarfélögum Kosningar 2022 Fulltrúar Fylgi Akranes 3 36,1% Akureyri 2 18,0% Árborg 6 46,4% Blönduós/Húnavatnshr. 4 37,7% Bolungarvík 3 46,5% Borgarbyggð 2 25,4% Dalvíkurbyggð 2 32,8% Fjallabyggð 2 32,3% Fjarðarbyggð 4 40,6% Garðabær 7 49,1% Grindavík 2 24,8% Grundarfjörður 4 52,0% Hafnarfjörður 4 30,7% Hornafjörður 3 38,3% Hrunamannahreppur 3 56,5% Húnaþing vestra 2 31,2% Hveragerði 2 32,8% Ísafjarðarbær 2 24,7% Fulltrúar Fylgi Kópavogur 4 33,3% Mosfellsbær 4 27,3% Múlaþing (m.v. 2020) 3 29,2% Norðurþing – Húsavík 2 23,9% Rangárþing eystra 3 42,4% Rangárþing ytra 3 49,4% Reykjavík 6 24,5% Reyknanesbær 3 28,1% Seltjarnarnes 4 50,1% Skaftárhreppur 1 25,9% Skagafjörður 2 22,8% Snæfellsbær 4 52,9% Suðurnesjabær 3 29,5% Vestmannaeyjar 4 44,1% Vesturbyggð 3 48,3% Vogar 3 39,1% Ölfus 4 55,9% Samtals 113 36,65% Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.