Morgunblaðið - 18.05.2022, Side 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022
✝
Sigfríður Ósk-
arsdóttir
fæddist í Varma-
dal á Rangárvöll-
um 7. júní 1948.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurlands á Sel-
fossi 3. maí 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Óskar
Sveinbjörn Boga-
son, f. 15.12. 1896,
d. 3.4. 1970, og Guðbjörg
Svava Sigurgeirsdóttir, f. 28.2.
1915, d. 22.5. 1999.
Systkini Sigfríðar eru Vig-
dís, f. 7.9. 1930, d. 29.5. 1980,
Margrét, f. 15.9. 1936, Gerður,
f. 11.1. 1943, Bogi, f. 31.8.
1946, d. 25.1. 2017.
Eiginmaður Sigfríðar var
Kjartan Óskarsson, f. í Þor-
kelsgerði 2, Selvogi, 17. ágúst
1946, d. 21. júní 2017. For-
eldrar hans voru Óskar Þór-
arinsson, f. 4. janúar 1918, d.
3. janúar 1981, og Guðný
Guðnadóttir, f. 11. janúar
ir. Fyrir átti Þorsteinn einn
son, Daða Eyfjörð, sambýlis-
kona Elise Vollen, dætur
þeirra Olivia og Othilie.
Kjartan og Sigfríður giftu
sig í Strandarkirkju í Selvogi
25. desember 1978.
Sigfríður bjó á æskuheimili
sínu í Varmadal á Rang-
árvöllum til 24 ára aldurs en
þá flutti hún til Þorláks-
hafnar. Þau Kjartan hófu bú-
skap í Heinabergi 11 og
bjuggu þar í 30 ár, eða þar til
þau fluttu að Egilsbraut 19
árið 2002. Í febrúar sl. flutti
Sigfríður síðan í íbúðir eldri
borgara, Níuna, en vegna
veikinda náði hún aðeins að
dvelja þar í þrjár vikur.
Sigfríður vann ýmis störf
áður en hún lét draum sinn
rætast árið 1994 þegar hún
stofnaði sitt eigið fyrirtæki,
Veitingastofuna T-bæ í Sel-
vogi. Í T-bæ naut hún sín ein-
staklega vel og rak fyrir-
tækið í 25 ár eða til ársins
2018.
Sigfríður fór í Húsmæðra-
skólann á Laugarvatni og var
í Kvenfélagi Þorlákshafnar til
margra ára.
Útför Sigfríðar fer fram
frá Þorlákskirkju í dag, 18.
maí 2022, klukkan 13.
1927, d. 18. sept-
ember 2003.
Dætur þeirra
eru: 1) Guðbjörg
Ósk, f. 8. maí
1968, maki Mark-
ús Örn Haralds-
son. Dætur þeirra
eru Erla Sif, sam-
býlismaður Jón
Reynir Sveinsson,
synir þeirra eru
Markús Alex,
Theódór Atli og Finnur Andri,
og Berglind Eva, sambýlis-
maður Benedikt Bjarni Níels-
son, og sonur þeirra Níels
Örn. 2) Sigríður, f. 18. febrúar
1972, maki Gestur Áskelsson.
Dætur þeirra eru Kristjana,
andvana fædd, Kristrún, unn-
usti Reza Soleymannejad Ta-
brizi, og Bergrún, unnusti
Jökull Hermannsson. 3) Jens-
ína, f. 1. ágúst 1978, maki Þor-
steinn Ægir Þrastarson. Synir
þeirra eru Þröstur Ægir, unn-
usta Klara Ósk Sigurðardóttir,
Kjartan Ægir og Gunnar Æg-
Elsku mamma. Þá hefur þú
fengið hvíldina þína eftir löng
og erfið veikindi sem þú tókst á
við af miklu æðruleysi og já-
kvæðni. Þótt þú vissir hver
staðan væri og í hvað stefndi þá
sagðir þú alltaf: „Þetta er alveg
að koma.“ Þú barðist til síðasta
dags, bæði líkamlega og ekki
síður andlega, sem lýsir vel þín-
um einstaka karakter.
Dugnaður, kraftur og ósér-
hlífni einkenndi þig alla tíð og
tala systur þínar um að þú hafir
gengið í öll verk í bústörfunum
í Varmadal, sérstaklega eftir að
móðir þín og bróðir voru orðin
ein eftir þar.
Ekki var mikið um boð og
bönn í uppeldi okkar systra en
þú kenndir okkur virðingu,
traust og góð lífsgildi. Þegar
við vorum litlar stelpur fórum
við í öllum fríum og um helgar í
Selvoginn á æskuslóðir pabba.
Þar tókst þú ástfóstri við stað-
inn sem síðar varð svo stór
hluti af þínu lífi.
Þú ákvaðst árið 1994 að láta
draum þinn rætast og stofna
kaffihús í Selvoginum, Veitinga-
stofuna T-bæ. Þú hafðir séð að
það væri þörf á kaffihúsi þar
sem mikil umferð var um Sel-
voginn, einkum í Strandar-
kirkju. Ekki höfðu nú allir trú á
þessari hugmynd þinni en þú
gafst þig ekki og hélst þínu
striki, þú gast nefnilega verið
ansi þrjósk ef þú ætlaðir þér
eitthvað. Rekstur sem þessi
hentaði þér afar vel enda
varstu einstaklega félagslynd
og áttir auðvelt með samskipti
við hvern sem er.
Margir ferðalangar komu við
í T-bæ þegar þeir heimsóttu
Strandarkirkju og mikið varstu
hissa þegar læknarnir sem önn-
uðust þig í borginni þekktu
ekki til þessarar sögufrægu
kirkju. T-bær átti hug þinn all-
an og jafnvel þegar árin færð-
ust yfir og heilsunni fór að
hraka stóðstu vaktina frá
morgni til kvölds, frá páskum
og fram í október ár hvert.
Margir komu ár eftir ár til að
fá sér vinsælu pönnukökurnar
þínar eða njóta kaffihlaðborð-
anna en ekki síst til að hitta
þig. Sama hvort um var að
ræða íslenska eða erlenda
ferðamenn, samskiptin voru
alltaf einlæg og persónuleg og
tungumál engin hindrun.
Þú varst mjög þakklát fyrir
að hafa alla þína afkomendur í
Þorlákshöfn, samskiptin voru
mikil og góð og varst þú ótrú-
lega stolt af hópnum þínum.
Einnig áttir þú yndislegar vin-
konur og systur sem voru þér
mikils virði og áttuð þið dásam-
legar stundir saman og segja
má að fólk hafi almennt laðast
að þér.
Þú elskaðir alla tíð hannyrð-
ir, að spila félagsvist og einnig
að spila með vinkonunum og
barnabörnunum. Það var gam-
an að fylgjast með hversu
áhugasöm þú varst um að nota
„apparatið“, en það orð notaðir
þú um spjaldtölvuna þar sem
þú last blöðin, lagðir kapal,
púslaðir og skoðaðir samfélags-
miðla. Þér fannst alltaf best að
hafa nóg fyrir stafni og fólkið
þitt hjá þér. Það var erfitt fyrir
þig að sætta þig við að heils-
unni væri að hraka, þú orðaðir
það stundum þannig að þú
nenntir ekki að vera svona.
Elsku mamma. Mikið eigum
við eftir að sakna þín og allra
góðu stundanna með þér.
Guð geymi þig og varðveiti.
Dagarnir verða ekki eins án þín
en minningin um allt það góða
sem þú gafst okkur lifir með
okkur að eilífu.
Þínar dætur,
Guðbjörg, Sigríður
(Sigga) og Jensína
(Jenný).
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Elsku amma, takk fyrir allt.
Við eigum alltaf eftir að
sakna þín.
Þínir ömmustrákar,
Þröstur Ægir, Kjartan
Ægir og Gunnar Ægir.
Elsku besta amma mín. Þú
hefur alltaf og munt alltaf
verða í miklu uppáhaldi hjá
mér, elsku amma. Þú varst
duglegasta kona sem ég þekki,
kvartaðir aldrei og lést verkin
tala.
Ég var svo heppin að hafa
unnið tvö sumur hjá þér í T-bæ.
Það eru forréttindi að hafa var-
ið svona miklum tíma með þér
og gerði okkur enn nánari fyrir
vikið. Ég er svo stolt af þér að
hafa byggt þetta kaffihús upp,
úr litlum sumarbústað í stórt
kaffihús þar sem alltaf var nóg
um að vera. Þér tókst að sanna
fyrir þeim sem sögðu að það
væri ekkert vit í því að koma
uppi kaffihúsi úti í sveit, að það
væri bara víst hægt með mikl-
um krafti og dugnaði.
Þú áttir marga fastakúnna
sem þótti vænt um T-bæ og
elskuðu að spjalla við þig. Þótt
þú kynnir aðeins örfá orð í
ensku þá náðir þú á einhvern
hátt að tala við útlendingana
með táknmáli og fannst þeim
mjög merkilegt hvernig þér
tókst það.
Þú kenndir mér að baka
bestu pönnukökur í heimi, gera
rabarbarasultu frá grunni,
vinna húsverkin vel, koma vel
fram við gestina og svo mætti
lengi telja.
Þegar ég var lítil stelpa var
aðalsportið að fara til þín í
sveitina í T-bæ og gista nokkr-
ar nætur. Þú leyfðir mér að af-
greiða fólk á kassanum, gefa
þeim kaffi og gera fínt úti á
verönd.
Þú varst mikil sveitakona og
ég man svo vel þegar ég var
með ykkur afa í sauðburði í
fyrsta skipti. Þú sagðir mér líka
að í Varmadal hefðir þú unnið
útiverkin með körlunum og ég
geri ráð fyrir að þú hafir ekkert
gefið þeim eftir.
Nánast alltaf þegar ég kom í
heimsókn til þín á Egilsbraut-
ina þá varstu að taka til, prjóna
eða leggja kapal. Þú varst ekk-
ert eðlilega góð í spilum og
vannst mig alltaf, án undan-
tekninga, með hundruðum
stiga.
Í þau tvö skipti sem Reza
kom til Íslands tókstu honum
fagnandi. Þér fannst hann svo
dásamlegur og sagðir oft:
„Elsku vinurinn minn.“ Það
voru ein af fyrstu íslensku orð-
unum sem hann lærði og þykir
honum svo vænt um það. Það
skipti engu þótt þú kynnir ekki
ensku, einhvern veginn náðuð
þið að tala saman. Þú hafðir oft
á orði hvað það sæist á mér
hvað ég væri hamingjusöm með
honum og hugsa ég mikið um
það í dag. Ég er svo þakklát
fyrir að þið hafið náð að hittast,
það er mjög dýrmætt fyrir mig
í dag.
Ég hlakka til að hitta þig aft-
ur þegar minn tími kemur. Ég
veit þú tekur á móti mér með
opnum örmum og þá fæ ég öm-
muknúsið sem ég þrái svo heitt.
Þín ömmustelpa,
Kristrún.
Elsku amma. Í fáeinum orð-
um langar okkur að minnast
þín og þeirra yndislegu og dýr-
mætu stunda sem við áttum
saman. Nú er við hugsum til
baka koma fyrst og fremst upp
í huga okkar allar heimsókn-
irnar til þín í T-bæ. Það var fátt
skemmtilegra en að gista hjá
þér og fá að taka þátt í öllu því
sem þú varst að fást við þar.
Verkefnin voru fjölbreytt og
lærdómsrík og fólust m.a. í því
að gefa hænunum og andapík-
unum, taka þátt í sauðburði,
baka pönnukökur, afgreiða
kúnna og slá grasið. Listinn var
ótæmandi og var mikil áhersla
á að allt væri samviskusamlega
og vel gert.
Öll sú hlýja og væntumþykja
sem streymdi frá þér þegar þú
tókst á móti okkur er ómet-
anleg. Þú varst engum lík þeg-
ar kom að dugnaði og svo aug-
ljóslega mátti sjá að þú varst
hrókur alls fagnaðar, sama hvar
þú komst.
Við erum óendanlega þakk-
látar fyrir að strákarnir okkar
hafi fengið að kynnast þér og
við munum halda minningu
þinni á lofti um ókomna tíð. Við
vitum líka að við munum vitna í
þig reglulega enda varstu virki-
lega orðheppin og skemmtileg.
Elsku besta amma okkar, við
þökkum þér kærlega fyrir allar
samverustundirnar, þín verður
sárt saknað.
Erla Sif og Berglind Eva.
Himneskt
er að vera
með vorið
vistað í sálinni,
sólina
og eilíft sumar
í hjarta.
Því hamingjan
felst í því
að vera með
himininn
í hjartanu.
Lifi lífið!
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Vorið og sumarið var tíminn
hjá henni frænku minni, líklega
best þekkt sem Sigfríður í T-
bæ. Hún var tíu árum eldri en
ég, var mín stoð og stytta þeg-
ar ég sem peyi fór að fara í
sveitina til ömmu og afa, ynd-
islegt að kúra hjá frænku og
njóta, njóta samverunnar,
brossins, faðmlagsins, hlýleik-
ans, væntumþykjunnar og blíð-
unnar sem hún gaf frá sér. Sig-
fríður var kjarnorkukona, fór í
fjósið kvölds og morgna, tók
virkan þátt í öllu varðandi kind-
urnar, sauðburðinn, rúningu,
slátt og heyskap allt er þarf að
gera í sveitinni og síðan hjálp-
aði hún ömmu inni. Hún hafði
gaman af hestum og naut þess
að taka þátt í smalamennsku.
Stundum var farið í reiðtúr á
kvöldin, riðið út að Strönd eða
hvert sem náttúran kallaði.
Lengi vel var féð rekið á fjall
frá Varmadal, farið upp Rang-
árvelli, framhjá Keldum, Fossi
og inn í Hungurfit þar sem var
stoppað hluta úr nótt, hestar
geymdir niðri og sofið uppi,
morguninn eftir var féð rekið
inn að Króki og yfir Markar-
fljótið yfir göngubrú sem var
sett upp ca. tvær vikur á vorin.
Þegar lokið var við að lemba
féð við Stóra-Grænafjall, tók
við gleði og ánægja með vel
unnið verk og riðið heim þar
sem allir nutu þess að vera ríð-
andi á hestum úti í náttúrunni,
sungið og trallað. Ég var svo
heppinn að komast í síðustu
ferðirnar sem voru farnar með
rekstur á fjall, ekki hvað síst
fyrir áeggjan Sigfríðar og fá að
njóta samveru hennar og fleira
góðs fólks, yndislegt og eftir-
minnilegt alla tíð. Á þessum
tíma eignaðist Sigfríður Guð-
björgu Ósk, það kom stundum í
minn hlut að passa stelpu-
skottið á sumrin þegar verið
var að slá og þurrka hey, fannst
það frekar fúlt, vildi heldur
vera á traktor og snúa eða eitt-
hvað annað. Ég var síðan farin
að taka eftir æði flottum bíl upp
við hesthús, þar sem Sigfríður
virtist stoppa löngum stundum
og ekki leið á löngu þar til
Sigga kom í heiminn. Sigfríður
fluttist síðan með börnin í Þor-
lákshöfn þar sem hún hafði
kynnst Kjartani sínum. Þarna
minnkaði sambandið, ég var til-
tölulega ungur þegar við Rúna
byrjuðum að búa. Sigfríður
fann sig einstaklega vel í Sel-
voginum, byggði veitingahúsið
T-bæ, þar sem hún naut sín
virkilega, kveið fyrir að loka á
haustin og hlakkaði til að opna
á vorin. Mér er minnisstætt
þegar ég kíkti upp á spítala,
viku áður en hún kvaddi þetta
líf, hvað hún hélt fast í höndina
á mér og sagði að þessu færi nú
senn að ljúka, þá kom bros og
hún þakkaði fyrir börnin, Guð-
björgu, Siggu og Jenný,
tengdasynina og barnabörnin,
hvað það væri dásamlegt að
vita af þeim og njóta þeirra og
vita hvað þau væru í góðum og
heilbrigðum lífsstíl.
Kæra frænka, við Rúna
þökkum samfylgdina og vottum
ástvinum okkar dýpstu samúð.
Óskar G. Jónsson.
Sigfríður
Óskarsdóttir
✝
Arnoddur Þor-
geir Tyrfings-
son fæddist í Rifs-
halakoti í Ása-
hreppi 17. ágúst
1938. Hann lést á
Nesvöllum 10. maí
2022. Foreldrar
Arnodds voru
Tyrfingur Ármann
Þorsteinsson, f.
30.11. 1918, d. 15.1.
2004 og Þorbjörg
Elísabet Jóhannesdóttir, f. 16.1.
1919, d. 27.1. 1983. Systkini Ar-
nodds eru Jóhanna Valgerður,
f. 22.7. 1939, Þorsteinn Guðni, f.
18.5. 1944, d. 24.3. 1955, El-
ísabet Árný, f. 18.9. 1947, Garð-
ar, f. 3.8. 1953 og Þorsteinn
Guðni, f. 16.5. 1956.
Arnoddur giftist 4.3. 1962
Kristínu Magnúsdóttur, f. 23.1.
1939, d. 10.10. 2012. Foreldrar
Kristínar voru Jón Magnús Jak-
Pálu Björk Kúld. Þeirra börn
eru Sunneva og Selena. Herdís
er gift Karli Hrannari Sigurðs-
syni. Þeirra börn eru Elmar
Máni og Íris Birta. Erla, f. 23.2.
1966, gift Vilhjálmi Ingv-
arssyni. Þeirra börn eru Anna
Margrét og Elísabet. Jón Ár-
mann, f. 14.6. 1968, giftur Svan-
hildi Leifsdóttur. Þeirra börn
eru Kristinn Ásgeir og Hjördís
Arna. Kristinn er giftur Ásdísi
Ósk Heimisdóttur. Þeirra barn
er Hekla Dís.
Arnoddur ólst upp í Rifshala-
koti, síðar á Hellu og flutti til
Keflavíkur á unglingsaldri. Ar-
noddur og Kristín hófu búskap
á Reykjanesvegi 6 í Ytri-
Njarðvík en lengst af bjuggu
þau á Suðurvöllum 6 og síðast á
Pósthússtræti 1. Arnoddur vann
við ýmis störf í gegnum tíðina,
m.a. var hann til sjós, í lögregl-
unni, á dekkjaverkstæði en
lengst af hjá varnarliðinu. Ar-
noddur var stofnfélagi hesta-
mannafélagsins Mána og var
mikill hestamaður alla tíð.
Útför Arnodds verður gerð
frá Keflavíkurkirkju í dag, 18.
maí 2022, og hefst kl. 13.
obsson, f. 29.5.
1891, d. 23.4. 1962,
og Sveinsína Arn-
heiður Sigurðar-
dóttir, f. 22.12.
1899, d. 14.4. 1980.
Arnoddur og
Kristín eiga fjögur
börn. Þau eru:
Arnheiður Magn-
úsdóttir, f. 14.6.
1957, gift Jóhanni
Þór Hopkins.
Þeirra börn eru Eva Lind,
Adam Þór og Kristín Lind. Eva
Lind er gift Unnari Þorsteini
Bjartmarssyni. Þeirra börn eru
Jóhann Þór og Bjartmar Þór.
Elísabet, f. 22.11. 1959, gift
Magnúsi Ársælssyni. Þeirra
börn eru Arnoddur Þór, Leó og
Herdís. Arnoddur er giftur
Guðrúnu Ingu Jóhannesdóttur.
Þeirra börn eru Elísabet og
Emelía Þórey. Leó er giftur
Elsku afi minn.
Það er erfitt að hugsa til
þess að hann sé farinn frá okk-
ur. Ég er þakklát fyrir tímann
sem ég fékk með afa þó hann
hefði mátt vera lengri. Eftir
allar þessar ferðir á Stóruvelli
veit ég ekki enn hvað fjöllin
heita. Það sem hann dekraði
við yngsta barnabarnið. Ég gat
alltaf treyst á hann til þess að
skutla mér út um allt og hann
passaði að ég fengi alltaf eitt-
hvað gott að borða þegar ég
kom í heimsókn. Ég sakna þess
að heyra hann hlæja og að fá
góðu afaknúsin. Ég vona að
hann og amma séu saman á ný.
Þín afastelpa,
Hjördís Arna.
Nú þegar Addi afi hefur
kvatt okkur getum við sem eft-
ir erum leyft okkur að ímynda
okkur hlýjar móttökur frá
ömmu Stínu. Mínar minningar
af afa eru helst tengdar hesta-
mennsku og ferðalögum. Mér
er sérstaklega minnisstæð ferð
þar sem amerískir gestir voru
með og eftir eitt kvöld af skál-
um og söng hafði annar gest-
urinn á orði að það væri baga-
legt að tala ekki íslensku því
þetta hlyti að vera skemmti-
legur maður, það hópuðust allir
að honum og hlógu svo dátt.
Afi iðkaði ákveðið æðruleysi
sem er að mörgu leyti til eft-
irbreytni. Hann hafði gjarnan á
orði þegar einhver var að
stressa sig á tímanum í hesta-
ferðum að hann hefði ekki ætl-
að daginn í neitt annað og því
væri engin ástæða til að flýta
sér.
Ættjarðarljóð og -söngvar
höfðu mikla þýðingu fyrir hann,
fátt þótti honum skemmtilegra
en að vera svolítið hífaður og
skála og syngja. Hann tók ekki
í mál að „breima“ dægurlög.
Ef tilefni var til – og stund-
um þótt tilefnið væri ekki til
þess – skellti hann rækilega
upp úr. Hann hló einstaklega
dátt þegar ég, þá um 12 ára,
kom þyrstur úr útreiðartúr
einn sólríkan júnídag. Greip
Sprite-flösku úr hlöðunni og
teygaði af stút án þess að vita
að í flöskunni væri landi. Á
meðan ég frussaði út úr mér
guðaveigunum hló hann svo
tárin streymdu, honum þótti þó
sóun á brennivíni að frussa því
yfir hlöðugólfið.
Minningarnar eru ótal marg-
ar og skemmtilegar, fyrst og
fremst er ég þakklátur fyrir að
hafa kynnst Adda afa og deilt
með honum ótal góðum stund-
um.
Kristinn Ásgeir.
Arnoddur Þorgeir
Tyrfingsson